Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1984 Jtlorjju Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Grænlendingar og veidileyfín eim sem fylgst hafa með umræðunum í Grænlandi um úrsögnina úr Evrópubanda- laginu (Efnahagsbandalagi Evrópu) ætti ekki að koma á óvart að nú tæpu ári áður en hún kemur til framkvæmda séu Grænlendingar farnir að íhuga hve háar fjárhæðir þeir geti fengið fyrir sölu á veiðileyfum innan 200 mílna lögsögunnar umhverfis land sitt. Aður hefur verið vakið máls á því í forystu- greinum Morgunblaðsins þegar úrsögn Grænlendinga úr EBE hefur borið á góma, að ekki sé endilega víst að hagsmunum okkar íslendinga væri betur borgið með Grænland utan bandalagsins en innan. Það hefur nefnilega lengi verið á vitorði þeirra sem fylgst hafa með grænlenskum stjórnmál- um, að vilji landsstjórnar- manna þar stendur til þess að bæta Grænlendingum upp fjár- hagslega tapið af úrsögninni úr EBE með sölu á veiðileyfum. Með öllu er ástæðulaust að kasta ábyrgðinni vegna þessa á stjórnendur Evrópubandalags- ins sem nú hafa lagt fram til- boð um kaup á veiðileyfum við Grænland. Vilji íslenskir stjórnmálamenn fá Grænlend- inga til að þess að láta af þess- um áformum eiga þeir að beina spjótum sínum til Nuuk en ekki til Brússel. Það er alls ekki leið til réttr- ar niðurstöðu í þessu máli að láta eins og Evrópubandalagið sé að vega að Grænlendingum með tilboði um kaup á veiði- leyfum, enda gera Grænlend- ingar það alls ekki. Þeir eru hins vegar óánægðir vegna þess að þeim finnst að ráðamenn í Brússel hefðu mátt bjóða betur. í frétt Morgunblaðsins um þessi mál í gær kemur fram svo að ekki verður um villst, að Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinn- ar, telur tilboð EBE skapa grundvöll fyrir samninga- viðræðum, hins vegar sé það ekki nógu hátt. Motzfeldt ítrek- ar jafnframt að hann s^ hlynntur því að Grænlendingar taki greiðslur fyrir veiðileyfi. Ráðamenn í Grænlandi líta alls ekki svo á að með tilboði sínu sé Evrópubandalagið að grafa undan grænlensku sjálfstæði, þvert á móti. Og nú skulum við bara bíða og sjá hvaða tilboð stjórnendur rússneska ryk- suguflotans gera í veiðileyfi á Grænlandi. Hér hneigjast stjórnmála- menn til þess bæði við hátíðleg og hversdagsleg tækifæri að tala fjálglega um samstarf Grænlendinga, íslendinga og Færeyinga meðal annars við stjórn fiskveiða og útgerð. Þeg- ar í harðbakkann slær er þó enginn annars bróðir í þeim leik, eins og til dæmis sannast þegar við rekum Færeyinga úr íslenskri lögsögu vegna hnign- unar þorskstofnsins. Græn- lendingar eru ekki til þess bún- ir að eiga samstarf við íslend- inga í sjávarútvegsmálum af hugsjónaástæðum. Þeir munu líta á fjárhagslegan hag sinn af slíku samstarfi og ganga til þess á þeim grundvelli. Eitt er j víst: Það er með öllu ástæðu- laust að vekja falskar vonir meðal íslendinga um að þeir geti fullnægt þörf Grænlend- inga fyrir peninga eftir úrsögn þeirra úr Evrópubandalaginu. Harðstjórn í Nicaragua O lof Palme, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sótti Nicar- agua heim fyrstur leiðtoga lýð- frjálsra þjóða í vikunni sem leið. För hans þangað vekur minningar um daður sænskra jafnaðarmanna við víetnamska kommúnista á áttunda ára- tugnum þegar látið var í veðri vaka að þeir sem nú hafa breytt Víetnam í kúgunarríki og eru í látlausu stríði við nágranna- þjóðir væru bestu málsvarar jafnréttis og bræðralags. í Nic- aragua ríkir ógnarstjórn kommúnista sem að vísu kalla sig sandínista og njóta þeir stuðnings Kúbumanna sem haldið er úti af Kremlverjum. Geraldine O’Leary De Maci- as, fyrrum nunna og aðstoðar- ráðherrafrú í Nicaragua, dvald- ist hér á landi fyrir skömmu. Lýsingar hennar á ófremdar- ástandinu hafa vakið verðuga athygli og má meðal annars lesa þær í Morgunblaðinu síð- astliðinn föstudag en þar sagði hún í upphafi: „Eg get ómögu- lega skilið hvers vegna beðið er með að afhjúpa sandinista. Þeir hafa smám saman verið að ryðja úr vegi og einangra önnur öfl, sem þátt tóku í að hrinda Sómosa frá. Því er nú við völd harðstjórn marxista, sem hafa sterk tengsl við Sovétríkin, stjórn sem skeytir engu um lýð- ræði, heldur mun kappkosta að halda fengnum hlut. I raun og veru er nuverandi stjórnkerfi og allt skipulag aðeins spegil- mynd af því sem var í tíð Sóm- osa og allar harðstjórnir eru jafnvondar, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri." Ástæðulaust er að draga þessa lýsingu á ástandinu í Nic- aragua í efa jafnvel þótt Olof Palme fari þangað í nafni jafn- réttis og bræðralags og hvað svo sem einræðisherrarnir í Nicaragua segja í tilefni af komu hans um að kosningar verði haldnar í landinu og að þeir ætli að „virða" stjórnar- andstöðuna en ekki gera út af við hana með vopnum. Allt minnir þetta á fagurgala víet- namskra kommúnistaforingja þegar þeir höfðuðu til stuðn- ings í lýðræðisríkjunum og hvöttu til andstöðu við þá sem vildu hefta útbreiðslu kommún- ismans í Suðaustur-Asíu. Öll fögru loforðin sem Vestur- landabúar hömpuðu hafa verið fótum troðin og frá Víetnam hafa hundruð þúsunda ef ekki milljónir manna flúið, meðal annars hingað til lands, til að losna undan harðstjórninni. Nú hefur Nicaragua einnig verið breytt í fátæktarríki og þaðan flýja menn í þúsundatali. Hvað skyldu hafa birst margar fagn- aðargreinar um byltinguna í Nicaragua og ágæti sandinista í Þjóðviljanum? »♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦««♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkur bréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 11. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Þingmennska og bankastjórn Niðurstöðu er enn beðið í bankaráði Búnaðarbankans um það hver tekur þar við stjórn í stað Magnúsar Jónssonar frá Mel. Rimman sem varð innan Fram- sóknarflokksins út af ráðningu manns í stað Þórhalls Tryggva- sonar dregur meðal annars þann dilk á eftir sér að Stefán Val- geirsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, formaður bankaráðs og einn af umsækjendum um stól Þórhalls, gengur nú þvert á það sem hann taldi eðlilegt á meðan hann var enn í umsækjendahópi og finnur sig knúinn til að styðja annan en Lárus Jónsson, þing- mann úr Sjálfstæðisflokknum, til bankastjórastarfa. Við val á manni í stað Þórhalls komst bankaráðið að þeirri niðurstöðu að rétt væri að ráða Stefán Pálsson, seni var forstöðumaður Stofnlána- deildar landbúnaðarins. Vegna þess að Stefán Valgeirsson fékk ekki stuðning innan þingflokks Framsóknar og Steingrímur Her- mannsson, flokksformaður, mælti með öðrum, hætti Stefán að sækja þingflokksfundi Framsóknar og gerir nú sitt til þess að annað verði upp á teningnum en ráða- menn í stjórnarflokkunum vilja. Undir lok sjöunda áratugarins var sú regla mótuð að þing- mennska og bankastjóraembætti færu ekki saman. Þeir þingmenn sem urðu bankastjórar urðu að hætta setu á alþingi. Þessi regla er eðlileg fyrir margra hluta sakir og hefur oft verið til hennar vitnað í umræðum um afskipti þingmanna af málefnum sem undir fram- kvæmdavaldið heyra. í sjálfu sér fer vel á því að ekki sé ruglað reit- um í þessu efni þegar um föst störf eða ræða. Þrátt fyrir þessa reglu hefur það þó viðgengist að forstöðumenn Framkvæmdastofn- unar ríkisins sem er ígildi banka- stofnunar séu jafnframt þing- menn. Hins vegar er með öllu óþarft að ganga svo langt að banna þingmönnum setu í banka- ráðum eða stjórnum opinberra stofnana og fyrirtækja. Þá hlýtur það að teljast of langt gengið þegar látið er í veðri vaka eða beinlínis fullyrt að þingmenn eigi ekki og megi ekki verða bankastjórar. Slík regla er raunar út í hött. Fáir menn hafa hlotið víðari sýn yfir þjóðfélagið en ein- mitt þingmenn og þá ekki síst þeir sem setið hafa lengi í fjárveitinga- nefnd eins og Lárus Jónsson. Sú þekking sem menn afla sér í þing- mannsstörfum nýtist víða og ætti að koma að ómetanlegu gagni við stjórn banka eins og margoft hef- ur sannast. Störf stjórn- málamanna Hvað sem hugmyndum um dreifingu valds líður er sú þróun of hættuleg til að ekki sé við henni spornað með einum eða öðrum hætti að seta á alþingi eða trúnað- arskyldur á vegum stjórnmála- flokka leiði óhjákvæmilega til þess að þeir sem þessum störfum gegna breytist í einskonar vand- ræðabörn á vinnumarkaðinum ef þeir vilja láta af þingmennsku eða ganga úr störfum sínum hver sem þau eru. Störf stjórnmálamanna eru í mörgu vanþakklát og málum er alls ekki þannig háttað eins og margir vilja vera láta að völd stjórnmálamanna vegi upp á móti öllum þeim vanköntum sem erfið- inu fylgja. Sannast hefur á síðari árum að alls ekki er heppilegt í okkar litla þjóðfélagi að til verði stétt at- vinnustjórnmálamanna, manna, sem líta á stjórnmálin sem at- vinnuveg og prófkjör í flokkum sínum sem einskonar einkunna- gjöf á fjögurra ára fresti. Stað- reynd er að prófkjörin hafa ekki leitt til þeirrar endurnýjunar á framboðslistum sem talsmenn prófkjara héldu fram þegar harð- ast var barist fyrir upptöku þeirra í lok sjöunda áratugarins um svip- að leyti og hoggið var á setu eins og sama mannsins á þingi og á bankastjórastóli. Eins og málum er nú háttað fer það illa eða alls ekki saman að þingmenn sinni öðrum störfum en í þágu löggjafarstarfsins og þeim sem felast í setu í nefndum og ráð- um. Þetta hefur gerst þvert ofan í vilja margra þingmanna en er staðreynd engu að síður. Af þessu mega menn hins vegar ekki draga þá ályktun, hvorki þingmenn né aðrir, að seta á þingi hljóti að vera ævistarf eftir að til hennar hefur einu sinni komið. Umbrotin í Bún- aðarbankanum undanfarna daga og vikur ýta undir þá skoðun að svo sé. Þegar taka skal ákvarðanir um setu manna í stjórnum og ráðum opinberra stofnana er engin leið lýðræðislegri en sú að alþingi hafi úrslitavaldið, að lýðkjörnir full- trúar ákveði hverjir fari með stjórn fyrirtækja sem snerta al- mannaheill og eru í eigu ríkisins eins og útvarps, banka o.s.frv. Um það má deila hvort ríkið skuli eiga og reka fyrirtæki og hvort þessi fyrirtæki skuii njóta einokunar, en að til sé lýðræðislegri leið en kosning á alþingi í stjórnir og ráð ætti að vera óumdeilanlegt á með- an ekki eru teknar upp þjóðar- átkvæðagreiðslur um stórt og smátt. Með þetta í huga má segja að Stefán Valgeirsson hafi nokkuð til síns máls þegar hann skýrir fjar- vist sína af fundum þingflokks Framsóknar með þeim orðum, að þar hafi menn ekki orðið við þeirri ósk hans að greiða atkvæði um það með hverjum flokkurinn ætti að mæla þegar eftirmaður Þór- halls Tryggvasonar var ráðinn. Skipting milli flokka Lengst af hafa stjórnmálaflokk- arnir á íslandi verið fjórir. Af og til hafa að vísu orðið til nýir flokk- ar og þá einkum á vinstra kanti stjórnmálanna og má þar nefna Þjóðvarnarflokkinn á sjötta ára- tugnum, sprengiframboð Hanni- bals Valdimarssonar á sjöunda áratugnum, Samtök frjálslyndra og vinstri manna á áttunda ára- tugnum og Bandalag jafnaðar- manna og Kvennalistann á níunda áratugnum. Hver verða örlög síð- astnefndu flokkanna er óvíst en ef tekið er mið af sögulegri reynslu munu þeir leysast upp með einum eða öðrum hætti og fylgi þeirra dreifast og forvígismennirnir hasla sér nýjan völl innan eða utan vettvangs stjórnmálanna. Með hliðsjón af sögulegri reynslu og traustri stöðu flokk- anna fjögurra sem lengst hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.