Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
SPIL & LEIKIR
Hver vill koma
í mafíuleik?
Mafían á Sikiley mun hafa orö-
iö a.m.k. 125 manns aö
bana á síðasta ári. Eigi aö síöur
telja ítalir sér óhætt aö henda dá-
lítið gaman aö þessum þokkalega
félagsskap og nú dunda þeir sér
viö mafíuspilið, sem er nýjasta
leikfang barna og unglinga. Þó eru
ekki allir sammála um ágæti þess
og hafa ýmsir látiö í Ijósi mikla
vanþóknun á því.
Um jólaleytiö seldust rösklega
80.000 Mafíu-spil á Ítalíu og verið
er aö prenta þúsundir til viöbótar
til aö svara vaxandi eftirspurn. Fyr-
irtæki í Mílanó gefur spiliö út og
hefur þaö látiö lönd og leiö öll mót-
mæli.
Spiliö heitir Mafía — ítalska rík-
iö gegn samfélagi heiöviröra. Allt
að fimm geta spilaö í einu. Fjórir
tákna fulltrúa mafíufélaga, en sá
fimmti gegnir hlutverki ríkisins, en
saman etja þeir kappi um yfirráö á
Sikiley. Kort af eyjunni er á spjald-
inu, sem spilaö er á. Spilamennirn-
ir varpa teningi, draga seöla og
leikurinn berst um eyna þvera og
endilanga.
Mafíuforingjarnir fjórir eru
klæddir röndóttum fötum, buxum,
jakka og vesti, og hafa örmjótt yf-
irskegg. Hver þeirra nýtur verndar
tveggja skotmanna, og bera þeir
haglabyssur, þar sem sagaö hefur
veriö framan af hlaupinu, en þetta
voru uppáhaldsvopn mafíunnar á
þessum slóöum.
Ef foringjarnir komast á ákveö-
inn reit á spilaspjaldinu eöa draga
sérstakan seöil, koma þeir keppi-
nautum sínum fyrir kattarnef, ógna
lögreglu og leitast viö aö ná á sitt
vald borgum. Þeir fá stundum
utanaöakomandi hjálp, t.d. ef þeir
draga seöil, er gefur til kynna aö
þeim hafi hlotnast heill skipsfarm-
ur af byssum frá Bandaríkjunum
eöa von sé á meistaraskyttum frá
Las Vegas. Þeir geta einnig tryggt
stöðu sína meö því að koma sér
upp njósnurum innan lögreglunn-
ar.
italska ríkiö fer meö sigur af
hólmi, ef þaö kemst á snoðir um
felustaö máfiunnar, símahlerun
leiöir til fangelsunar, uppvíst verö-
ur aö ástkona eins mafíuforingjans
-tundar heróinsölu og glæpamaö-
Röndótt föt og stýföar hagla-
byssur.
ur er handsamaður viö vegatálm-
anir lögreglunnar.
Fyrstu spilin komu á markaö i
október og hafa þau vakiö ýmiss
konar mótmæli. Meöal annars hef-
ur fólk skrifað lesendadálkum
blaðanna og kvartaö yfir þessari
ósvinnu.
Þegar kvörtunum tók aö rigna
yfir, var leitaö álits fulltrúa fyrir-
tækis þess sem sér um framleiöslu
og dreifingu á Mafíuspilinu. Hann
sagöi, aö því færi fjarri að fyrirtæk-
iö heföi slæma samvisku vegna út-
gáfu þess og aö hér væri verið að
gera úlfalda úr mýflugu.
— REUTER
A KÖLDUM KLAKA
DYRIR HUSBÆNDUR
Selurinn og
staðreyndir
lífsins
Eskimóar á Labrador og annað
fólk á þessum harðbýlu slóö-
um, sem lifir á fiskveiöum, má nú
horfast í augu viö aö lífsbjörgin
veröi frá því tekin. Ástæöan er sú,
aö menn langt úti í heimi vilja
banna innflutning á kanadískum
fiski vegna þess aö fiskimennirnir
„drepa litla seli“.
Sannleikurinn er raunar sá, aö
selveiöarnar, sem höföu verið
stundaöar um tveggja alda skeiö,
hafa engar veriö síöustu tvö árin
eöa síöan Evrópuþingiö bannaöi
innflutning á kópaskinnum. Þrátt
fyrir þaö krefjast náttúruverndar-
mennirnir banns viö kanadískum
fiski og nú þegar hafa nokkrar
stórir verslanahringir í Bandaríkj-
unum látið undan þrýstingnum.
Verst kemur banniö viö eskimóa
á Labrador, bláfátækt fólk, sem er
langt fyrir neöan opinber fátækt-
armörk, og þaö þótt þeir hafi aldr-
ei stundaö kópaveiöar. Eskimó-
arnir hafa veitt fullvaxna seli, etið
af þeim kjötiö, nýtt af þeim feitina
og síöan selt af þeim skinniö.
Verðhruniö á selskinnum hefur
hins vegar valdiö því, aö þaö svar-
ar ekki lengur kostnaöi aö eltast
viö selina og leggja líf sitt í þá
hættu, sem fylgir löngum feröum
út á ísinn. Eskimóarnir eiga því
ekki um annað aö velja en lifa á
opinberu framfæri þar til ísa leysir
á vorin og aftur er hægt aö renna
færi í sjó.
Á austurströnd Nova Scotia eru
engar og hafa ekki veriö neinar
selveiðar og þess vegna eiga fiski-
menn eins og Maurice Morash í
West Dover erfitt meö aö skilja
Sviptir tifsbjörginni tyrir aö bera
sig eftir henni.
hvers vegna fólk einhvers staöar í
útlöndum vill banna honum aö
draga fisk úr sjó. Maurice hefur
stundaö sjóinn í 35 ár og þaö
geröu forfeður hans mann fram af
manni allt frá því þeir settust aö á
þessari vindböröu strönd snemma
á 19. öld. Maurice og sonur hans
ásamt nokkrum öörum sækja sjó-
inn á 48 feta löngum bát og leggja
netin fyrir „þorsk, makríl og ýsu,
en síöustu tvö árin hefur veröiö
fyrir fiskinn hrapaö niöur úr öllu
valdi".
Maurice Morash og flestir aörir
fiskimenn í Kanada hafa engan
áhuga á kópaskinnum. Þeir hafa
hins vegar áhyggjur af því, aö sel-
urinn étur meira en 100.000 tonn
af fiski árlega, skemmir veiöarfæri
og er milliliöur fyrir hringorminn,
sníkjudýr í fiski, sem veldur fiski-
mönnum viö allt noröanvert Atl-
antshaf miklum búsifjum. Þeir hafa
því ekkert á móti því að selastofn-
inum sé haldiö í skefjum.
Áróöur bandarískra „friöunar-
sinna" gegn kanadískum fiski hef-
ur komiö einna verst viö þá, sem
flytja út niöursoöinn lax. Hann er
hins vegar veiddur og unninn á
vesturströndinni, í Bresku-Kól-
ombíu, þar sem engar selveiðar
eru stundaöar. Helstu keppinautar
Kanadamanna í laxveiöunum eru
Alaskabúar og eins og kanadíska
sjávarútvegsráöuneytiö bendir á,
þá eru stundaðar þar selveiöar af
miklum móö án þess aö nokkrum
Bandaríkjamanni viröist detta í
hug aö mótmæla þeim.
— HEATHERLASKEY
Nýja húsiö
hans Pincochets
Þegar Salvador Allende var for-
seti Chile geröi stjórnarand-
staöan mikiö veöur út af því, aö
ríkisstjórnin ákvaó aö kaupa nýtt
hús, sem skyidi vera sérstakur for-
setabústaóur. Eftir byltingu Pino-
chets áriö 1973 var geróur sér-
stakur sjónvarpsþáttur um húsiö
og reynt aö koma því inn hjá fólki,
aö Allende heitinn heföi veriö hin
mesta eyöslukló og munaðarsegg-
ur. Smjattaó var á ást hans á ensk-
um fatnaöi, bindasafninu hans
voru gerö góó skil og þá ekki síöur
matarbúrinu, sem ekki var alveg
galtómt.
i Chile ríkir sem kunnugt er
megn óánægja meö stjórnarfarió
og hafa stjórnvöldin þess vegna
neyðst til aö slaka nokkuð á rit-
skoöuninni. Dagblööin eru aó visu
öll á bandi stjórnarinnar en í
nokkrum tímaritum hefur aö und-
anförnu veriö flett ofan af alls kyns
misferli núverandi ráðamanna og
skjólstæöinga þeirra meö opinbert
fé.
Ekki alls fyrir löngu voru hand-
teknir tveir háttsettir bankamenn,
og var annar á sínum tíma efna-
hagsmálaráöherra í stjórn Pino-
chets, og einnig hefur veriö sagt
frá viðskiptaháttum eins af
tengdasonum forsetans, sem eru
vægast sagt dálítiö einkennilegir.
Þessi mál hafa aö sjálfsögöu vakiö
mikla athygli en hverfa þó næstum
í skuggann af fréttunum um nýja
húsiö hans Pinochets, Forsetahús-
iö í Chile.
Húsiö minnir um sumt á
sprengjubyrgi og hófst vinna viö
þaö áriö 1979 þegar fariö var aö
sprengja fyrir þvi i hlíöum Lo
Curro-fjallsins rétt fyrir noröan
Santiago. Þá strax komust ýmsar
sögur á kreik en stjórnin hefur allt-
af þagaö sem fastast um fram-
kvæmdirnar og áreiöanlegar upp-
lýsingar því ekki legið á lausu þar
til nú nýlega, aö nokkrir þeirra,
sem unnu viö húsiö, áttu viðtal við
blaðamenn.
Forsetahúsiö er einna líkast
bakkahlaöa þar sem hver bakkinn
er ofan á öörum. Þaö er yfir fimm
þúsund fermetrar aö stærö. Um-
PINOCHET: Frúin var óánægö
meö gólfteppin.
hverfis þaö er meira en 60.000 fer-
metra garður meö rúmlega 60
trjátegundum og hátölurum komiö
fyrir víöa til aö hægt sé aö njóta
Ijúfra tóna hvar sem menn eru
staddir hverju sinni. Allra þessara
herlegheita er svo vel gætt af
flóknu neti sjónvarpsvéla og inn-
rauðra geisla auk um 80 hermanna
meö alvæpni.
Innréttingarnar eru ekki af lak-
ara taginu og hafa vakiö alveg sér-
staka athygli. í móttökusalnum
stóö til aö hafa grænan, innfluttan
marmara en honum var kastaö
fyrir annan frá Spáni vegna þess
aö frú Pinochet líkaöi ekki liturinn.
Rándýrt, innflutt veggfóöur fór
sömu leiöina vegna þess aö enginn
kunni aö hengja þaö upp, og á
teppunum, sem kostuöu engan
smáskilding, var skipt fyrir uppá-
haldsparket forsetafrúarinnar.
„Þaö má bara skipta um aftur þeg-
ar ég dey,“ er haft eftir henni.
Eftir aö húsiö haföi verið steypt
upp var gólfiö á allri þriöju hæöinni
hækkaö um 15 þumlunga til aö
betur sæist yfir landiö um kring og
tvisvar sinnum var skipt um sund-
laugina og tennisvellina, sem einn-
ig eru notaöir sem þyrluflugvellir.
Arkitektinn, sem teiknaöi húsið
fyrir Pinochet, er frændi yfirmanns
flughersins, Fernando Matthei
hershöföingja, og hefur líka teikn-
aö villuna hans. Kostnaöurinn við
Forsetahúsiö er aö sjálfsögöu mik-
iö leyndarmál en giskaö er á, aö
þaö kosti á bilinu 13—18 milljónir
dollara, sem eru hvorki meira né
minna en 5% af árlegu fram-
kvæmdafé ríkisins.
— MALCOLM COAD
FROSKAR
Alltaf heyrir
maður eitt-
hvað nýtt
IÁstralíu fyrirfinnast undarlegir
froskar, sem klekja út eggjun-
um í maga sér og skyrpa síöan
ungunum út um munninn. Þessi
froskategund hvarf raunar eins
og dögg fyrir sólu fyrir fimm ár-
um, en hefur nú aftur skotiö upp
kollinum í Queensland.
Klakfroskurinn, eina hryggdýr-
iö, sem fóstrar unga sína í mag-
anum, fannst fyrst fyrir 12 árum
viö árnar, sem renna um regn-
skógana í Queensland-fylki. Áriö
1979 virtust þeir meö öllu horfnir,
en nú nýlega fundust þeir aftur
nokkru noröar í fylkinu. Viröist
þar vera um sömu tegund aö
ræöa, froska, sem gleypa eggin
sín og skyrpa síðan ungunum út
úr sér, þegar þeir eru orönir
sjálfbjarga.
Dýrafræöingar og aðrir vís-
indamenn eru aö sjálfsögöu í
sjöunda himni yfir þessum sér-
kennilegum froskum og í fyrra
mánuöi geröi eitt kvendýrið vís-
indamönnum við háskólann í
Suöur-Ástralíu þaö til geös aö
spýta út úr sér aö þeim ásjáandi
22 efnilegum froskabörnum.
Þaö, sem fyrir vísindamönnunum
vakir raunar, er aö komast að því
hvers vegna sýrurnar í maga
móðurinnar eyöa ekki eggjunum
eöa ungunum og telja þeir, aö
svariö viö því geti komið aö
miklu gagni viö að lækna maga-
bólgur og magasár hjá mönnum.
Glen Ingram, forstööumaöur
dýrasafnsins í Queensland, var
fyrir 10 árum einn af höfundum
skýrslu um þessa undarlegu
froska, en þá var hún þara af-
greidd sem bull og þvættingur í
bresku vísindariti. Nú vita menn
hins vegar betur og Ijóst er af
þeim rannsóknum, sem þegar
hafa fariö fram, aö klakfroskur-
inn er einhvert merkilegasta og
frumstæðasta láös- og lagardýr-
iö, sem fyrirfinnst á jöröinni.
Kvendýriö getur aliö upp 25
unga í maga sér og spýtt þeim
frá sér allt aö tvö fet þegar þeir
eru færir um aö bjarga sér sjálfir.