Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
„I>að var fallegt framan á Boggu minni,“ sagði
gamall maður fyrir mörgum árum, og um leið
brá fyrir æskuglampa í augum er hann
minntist konu sinnar ungrar. Konubarm-
urinn, sá hluti líkamans sem greinilegast
auðkennir konu frá karli, hefur löngum
vakið athygli. Listamenn allra tíma, allt frá
frumstæðustu menningarskeiðum, hafa feng-
ist við að móta mannslíkamann og
mála, konubarmurinn hefur þar ekki
verið undanskilinn, um það vitna
hin fjölmörgu listaverk. Hugmynd-
ir manna um fegurð hafa verið
breytilegar, hugmyndir manna
um fegurð sköpulags er þar
ekki undantekning. I>eim
breytingum er auðvelt að
fylgja með því að skoða
höggmyndir og málverk
liðinna alda. Meðal frum-
stæðra þjóðflokka hafa
menn löngum óttast ófrjó-
semi í hvaða mynd sem er.
Fyrr töldu menn samband á
milli brjóstastærðar kvenna og ;
frjósemi, fegurð (og öryggi) var
því falin í stórum konubarmi.
Til vitnis um þessa trú er lítið
líkneski frá forsögulegum tíma,
sem fannst árið 1908 í þorpinu
Willendorf í Austurríki. Líknesk-
inu var gefið nafnið Venus frá
Willendorf og er nú geymt á safni í
Vínarborg. Svipaðrar tilhneigingar
hefur gætt meðal hottintotta í Suður- *
Afrfku og í kvennabúrum Tyrkja fram á v’
okkar tíma. Á veggmyndum og líkneskj-
um Egypta frá fornri tíð er barmur
kvenna ekki stór, en líkneski frá menning-
arskeiðinu á Krít, frá því 1220 f.Kr., sýna
stærri brjóst.
S *
Styttan Venus frá
Willendorf er aðeins
II sm há og brjóstin
mjög stór eins og sjá
má. Styttan er nú
geymd á safni í Vín-
arborg, en hún
fannst árið 1908.
Hinir fornu Grikkir töldu kven-
lega fegurð felast í dálítið þrýstn-
um barmi, þar til sanninda eru
margar höggmyndir og þeirra
þekktust er Venus frá Milo (eða
Melos). Styttan er úr marmara og
á hana vantar handleggina, hún
fannst árið 1920 (á eyjunni Melos)
og er nú varðveitt í Louvre-safn-
inu í París.
Rómverjar dáðust að konum
bústnum á barm og móðurlegum á
vöxt til forna. Latneska orðið
mamma þýðir brjóst, þar af er
dregið það nafn, sem börn kalla
mæður sínar á mörgum tungumál-
um: mama, mamma, mammy,
maman, svo eitthvað sé nefnt.
En í margar aldir máluðu og
meitluðu listamenn kvenlíkama
með lítil brjóst, rétt eins og hjá
ungmeyjum sem eru að byrja að
taka út þroska.
Það er einnig eftirtektarvert, að
á þeim tíma, sem konur gengu um
reyrðar í lífstykki hafa listamenn-
irnir málað þær naktar sem í líf-
stykkjunum væru, brjóstin ofar-
lega á bringunni eins og þrýst upp
af áðurnefndu nærfati.
Þegar kemur fram á fjórtándu
öld fer tískan að hafa áhrif á háls-
mál kvenklæðnaðar og þar með
hve mikið af barminum mátti
sjást. Á endurreisnartímanum eru
konur enn málaðar eins og smá-
meyjar í vexti en á sextándu öld
mála t.d. málararnir Palma
Vecchio og Titian konur með
þroskaðri líkamsvöxt. En á sautj-
ándu öld komu fram á sjónarsvið-
ið málarar, sem máluðu holdmikl-
ar konur, má þar nefna Rubens og
aðra málara af flæmska skólan-
um. Það er þó ekki fyrr en í lok
nítjándu aldar og byrjun þeirrar
tuttugustu, að prýði þótti af stór-
um barmi, en á þeim tíma gengu
konur ’í lífstykkjum sem reyrð
voru að líkamanum, afmynduðu
líkamsvöxtinn um leið og brjóst-
unum var þrýst fram og upp.
En tímabil stórra brjósta stóð
ekki lengi, strax þegar kom fram á
þriðja áratug aldarinnar krafðist
tíðarandi og tíska þess, að konur
líktust helst drengjum í vexti og
væru brjóstalausar með öllu. Til
„Það var
fallegt
framan á
Boggu..
Hugað að
konubarminum
Texti: Iiergljót Ingólfsdóttir
að gera vöxtinn flatan voru notuð
belti eða lífstykki innan klæða og
snið kvenfatnaðar þess tíma gerði
sitt til að brjóstin sæjust sem
minnst.
Þegar fram á fjórða áratuginn
kemur voru brjóstin smám saman
tekin í sátt, ef svo má að orði kom-
ast, og voru fljótt sjáanlegir eins
og litlir pokar í brjóstastað á
tískumyndum þeirra tíma. Að-
dáun á stjórum brjóstum óx síðan
og náði hámarki eftir síðari
heimsstyrjöldina.
Ýmsar þekktar og minnisstæðar
kvikmyndastjörnur áttu ekki síst
frama sinn í kvikmyndum því að
þakka, að þær voru barmstórar og
því taldar ímynd kynþokka og
kvenlegrar fegurðar.
Svo að einhverjar þeirra séu
nefndar, rétt til upprifjunar, eru
nöfn nokkurra birt hér, brjósta-
málið fylgir, enda virðist það hafa
verið hluti af persónulegum upp-
lýsingum um konurnar og jafnan
getið:
Lana Turner
Betty Grable
Rita Hayworth
Ava Gardner
Gina Lollobrigida
Jane Russel
Marylyn Monroe
Sophia Loren
Jane Mansfield
Engir smábarmar
að segja!
Brjóstamál
87% sm
89 sm
91% sm
91% sm
94 sm
rúml. 95 sm
96% sm
99 sm
104 sm
það er óhætt
Síðustu áratugir
Atferlisfræðingar rannsaka
margt það, sem okkur mönnunum
viðkemur, eins og kunnugt er. Það
er ekki að efa, að einhvern tíma
verður tekið til gaumgæfiiegrar
athugunar hvað hefur orðið þess
valdandi, að konur hafa fundið sig
knúnar til að stunda sjálfspynd-
ingar og beinlínis misþyrma lík-
amanum, til þess eins að geta tal-
ist gjaldgengar samkvæmt tísku-
lögmálum.
Við nútímakonurnar getum litið
fram hjá lífstykkjum, gjörðum og
púðum og litið okkur nær í tíma.
Það er ekki langt síðan að allar
konur, burt séð frá sköpulagi,
tróðu sér í támjóa skó til að tolla í
tískunni!
En það er svo aftur af brjósta-
málum að segja, að eftir að heim-
urinn hafði dáð hinn stóra barm
allan fimmta og fram á sjötta ára-
tuginn var blaðinu allt í einu alveg
snúið við. Fljótlega eftir 1960
komst breska sýningarstúlkan
Twiggy á forsíður allra glæsi- og
tískublaða. Twiggy var á tánings-
aldri og eins og tálguð spýta í
vexti, það vildu nú allir líta út eins
og hún. Hárið var jafnframt
klippt stutt og stúlkur litu nú nán-
ast út eins og drengir eina ferðina
enn. Kvikmyndaleikkonan Audrey
Hepburn, sem ekki er ólík Twiggy
í vexti, naut mikilla vinsælda á
brjóstahaldarana, hvort þeir
komu fram á sjónarsviðið eftir
heimsstyrjöldina síðari (þegar all-
ar vildu vera sem brjóstastærstar)
eða fyrr, er ekki vitað. Tími slíkra
púða er sjálfsagt liðinn, þ.e. notað-
ir til fegurðarauka, en í staðinn
hafa verið framleiddir brjósta-
haldarar með vattstungnum skál-
um til að hressa ögn upp á það
sem fyrir er.
Flestu er misskipt í þessum
„A Foolish Virgin“, mynd eftir
Martin Schongauer (15. öld). Háls-
málið hefur verið mjög flegið á þess-
um tíma, eins og sjá má.
Mynd af málverki eftir Boucher frá miðri 18. öld.
Á málverkum Rubens á 17. öld eru konurnar holdmeiri en áður tíðkaðist.
Brjóstin eru þó mjög ofarlega á bringunni, eins og þeim sé ýtt upp með
lífstykki.
sama tíma og þótti ímynd kven-
legs yndisþokka.
í Bandaríkjunum tóku herskáar
kvenréttindakonur að brenna
brjóstahöld sín opinberlega á
sjöunda áratugnum, sjálfsagt
svona rétt til að leggja á það
áherslu að þær stæðu jafnfætis
karlmönnum á öllum sviðum, og
þyrftu því ekki á slíkum sérhönn-
uðum undirflíkum að halda. Það
er ekki í fyrsta sinn, sem kven-
fatnaður og kvenréttindabarátta
tengjast, þó það verði ekki rakið
hér nánar.
Sá siður, sem ungar íslenskar
stúlkur og konur tóku upp á tíma-
bili, að leggja brjóstahaldara sína
til hliðar og vera berbrjósta undir
peysu eða blússu, gæti verið angi
af sömu grein.
Vaxtarlag breytist ekki í takt
við tískustrauma eins og alkunna
er, en stundum er hægt að dylja
eða bæta um með klæðnaði. Það
hefur því á ýmsu gengið með barm
konunnar eins og annað. Til að
sýnast brjóstastærri tróðu konur
kiútum og tuskum inn á sig fyrr á
árum. Síðar var svo farið að fram-
leiða púða til að setja innan í
Gömul auglýsing fyrir lífstykki frá
því um aldamót. Breti nokkur líkti
konum við skipsstafn á þessum
tíma.
heimi, og eins er það með brjósta-
stærðina, sumar hafa fengið of lít-
il, aðrar of stór. Við því fyrr-
nefnda munu vera framkvæmdar
aðgerðir erlendis þar sem „sili-
kon“-kvoðu er komið fyrir í pokum