Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 12
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
ASeyðisfirði, þar sem ég ólst upp, var bolludagurinn jafnan kallaður flengingardagur. Börnin í
bænum fögnuðu honum mjög. Þau söfnuðust saman kl. 6 að morgni með bolluvendi, sem alltaf
voru heimatilbúnir. Síðan var farið fylktu liði í þau hús, sem vitað var að væru opin. Húsráð-
endur vissu hvers þeir áttu von, opnuðu húsin, fóru aftur upp í og biðu gestanna. Stúlkur
flengdu karlmenn en drengir konur.
Mæður fóru yfirleitt á fætur með börnum sínum og hjálpuðu þeim að ferðbúast, en ekki minnist ég þess
að þau hafi verið í sérstökum búningum. Síðan skriðu mæðurnar aftur undir sæng.
Börnin ruddust inn í húsin, slógu ofan á sængina með bolluvendinum og sögðu „bolla, bolla". Þau áttu
að fá jafnmargar bollur og höggin urðu.
Síðari hluta dagsins um kaffileytið var svo gengið í sömu hús og bollurnar sóttar. Sums staðar var
börnunum búin veisla. Einn kaupmaður gaf okkur alltaf sælgæti. Þegar heim var komið var mikið rætt
um hver hefði borðað flestar bollur.
Mér er minnisstætt eitt sinn að við systkinin vorum eitthvað sein að komast af stað að einn kunningi
foreldra minna hringdi í þau og sagði: „Ætlarðu ekki að fara að senda börnin af stað, ég er orðinn leiður
á að liggja í rúminu."
Líklega hefur þessi siður borist til Seyðisfjarðar með Norðmönnum.
Þessi skemmtun lagðist niður á stríðsárunum enda varla ráðlegt að senda börn ein út í myrkrið við þær
aðstæður.
Hér koma þrjár uppskriftir af bolludagsbollum. Að-
ferðin við nr. I og II er hin sama, en sú þriðja er svolítið
frábrugðin.
Aðferð við bollur I og II:
1. Hitið vökvann í 37°C. Þið getið fundið hitastigið með
því að stinga litlafingri ofan í hann. Ef hvorki finnst
hiti né kuldi er hann mátulega heitur.
2. Setjið vökvann í hrærivélarskál, myljið gerið út í ef
þið notið pressuger, en stráið yfir, ef þið notið þurr-
ger. Látið bíða í 5 mínútur.
3. Skerið mjúkt smjörlíkið í bita og hrærið út í ásamt
eggjum.
4. Blandið saman þurrefnum og bætið út í. Hrærið þar
til deigið er samfellt, þykkt og glansandi. Það þarf að
vera það þykkt að það aflagist ekki, þegar það er sett
á bökunarplötuna. Bætið hveiti í ef með þarf.
5. Mótið bollur með tveimur skeiðum og setjið á smurða
bökunarplötu.
6. Leggið plastþynnu yfir bollurnar og látið lyfta sér á
volgum stað í 15—20 mínútur. Þá ættu þær að hafa
stækkað um helming.
7. Hitið bakaraofninn í 225°C og bakið bollurnar í miðj-
um ofninum í 10—15 mínútur.
Bollur I (rjómabollur) 25 stk.
400 gr. hveiti
200 gr. mjúkt smjörlíki
2 egg
2 msk. sykur
100 gr. pressuger eða 2 pakkar þurrger
3 dl volgt vatn
Þegar bollurnar eru bakaðar, eru þær kældar örlítið
og skornar í sundur með brauðsög.
Sem fylling í bollurnar er notuð sulta, ís eða búðingur
úr pökkum og þeyttur rjómi.
Ofan á bollurnar er sett brætt súkkulaði eða flórsyk-
ur og kakó hrært út með heitu vatni eða flórsykur sem
sigtaður er yfir.
Bollur II (rúsínubollur) 25 stk.
300 gr. hveiti
50 gr. heilhveiti
50 gr. hveitiklíð
xk dós kotasæla
2 tsk. púðursykur
V* tsk. kardimommuduft eða -dropar
'A tsk. negull
1 dl. súrmjólk
2'h dl maltöl
75 gr. pressuger eða 1 Vz pk. þurrger
150 gr. mjúkt smjörlíki
1 dl. rúsínur
súkkat ef ykkur sýnist svo
1 msk. sesamfræ til að strá ofan á
Bollur III (steiktar úr feiti) 30—35 stk.
500 gr. hveiti
60 gr. brætt smjörlíki
60 gr. sykur
Vz tsk. salt
2 egg
50 gr. pressuger eða 1 pakki þurrger
2 dl volg mjólk
rabarbarasulta
1 pk. palmín (plöntufeiti)
1. Hitið mjólkina í 37°C. Hrærið eggin og pressugerið
út í. Ef þið notið þurrger er því stráð yfir og látið
bíða í 5 mínútur.
2. Blandið saman þurrefnum og hrærið út í vökvann
með sleif. Hnoðið ekkert.
3. Setjið volgt vatn í eldhúsvaskinn, 30°C, setjið skálina
í vatnið. Látið lyfta sér þar til deigið hefur stækkað
um helming.
4. Fletjið út með kökukerfli 1 sm þykkt, skerið síðan í
ferninga 5 sm á kant. Setjið Vz tsk. af sultu á hvern
ferning. Brjótið saman horn í horn. Reynið að loka
bollunum vel og hafa þær vel kringlóttar.
5. Hitið feitina og steikið bollurnar í 4—5 mínútur.
6. Sigtið flórsykur yfir bollurnar.
Hraðlestrar-
námskeið
• Vissir þú, að þú getur margfald-
að lestrarhraða þinn á nám-
skeiði Hraðlestrarskólans?
• Vissir þú, að vegna lítils lestr-
arhraða ná margir nemendur í
framhaldsskólum aldrei tilætl-
uðum og verðskulduðum náms-
árangri?
• Vissir þú. að þeir sem vinna
hratt og skipulega ná mun betri
árangri í námi og vinnu en aðr-
ir?
• Vissir þú, að þú lærir ekki ein-
ungis að auka lestrarhraða þinn
á námskeiði Hraðlestrarskól-
ans heldur lærir þú einnig
námstækni?
• Taktu nú hlutina fiistum tökum
og skelltu þér á næsta hrað-
lcstrarnámskeið sem hefst 13.
mars nk.
• Skráning í kvöld og næstu
kvöld kl. 20.00—22.00 í síma
16258.
Leiðbeinandi Olafur H. Johnson,
viðskiptafræðingur.
Hraðlestrarskólinn
JUtogtsiiMftfeft
MetsöluNad á hvcrjwn degi!
Gram
Tæpper
Teflonhúö
Afrafmagnaö
Poliamid
Ullarteppi
Greiösluskilmálar
Stuttur afgr.tími
Komið og skoöiö
VARERMCTA
T#y . uram
V Tæpper
Teppaverzlun
Friörik Bertelsen h.f.,
Síðumúla 23, R.
Sími: 86266.
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
VALHÚSGÖGN
ÁRMÚLA 4. SÍMI 82275.
Stflhrein og ódýr sófasett
Áklæði í 5 litum. Verö kr. 14.100. Kjör sem allir ráða
viö. ___ _________