Morgunblaðið - 07.03.1984, Síða 1
Myndlist/Tónlist 44
Sveitarfélög á Vesturlandi 46/47
Rannsóknir á Islandi 48
Brunavarðafélagið 40 ára 50
Álrækt 51
Fjalakötturinn 52/53
Réttur dagsins 53
Miðvikudagur 7. mars
Þingfréttir 54
Draumabúseta 56
Myndasögur 58
Fólk í fréttum 59
Dans/bíó/leikhús 60/61
Velvakandi 62/63
Búnaðarþing 62/63
við skiptum liði, tveir gengu í einu '
á meðan hinir tveir vöktuðu far-
angurinn. Þetta gerðum við til að
fyrirbyggja hugsanlegan þjófnað,
því við höfðum heyrt að argent-
ínsku hermennirnir væru mikið á
ferðinni og stælu öllu steini létt-
ara.
Hitinn í dalnum var nánast
óbærilegur, hann fór upp í 41
gráðu á Celsíus og það voru mis-
tök hjá okkur að hvílast ekki yfir
miðjan daginn, eða sofa siesta,
eins og það er kallað þar um slóð-
ir. En þetta var mistakanna ferð,
og við gengum eins og asnar allan
daginn. Á nóttunni fór hitastigið
hins vegar allt niður í fimm stiga
frost.
Við vorum sjö daga að komast
yfir í aðaltjaldbúðirnar, sem eru í
4.200 metra hæð við rætur fjalls-
ins. Þá höfðum við tekið hækkun
upp á 1.800 metra, því byrjunar-
staðurinn var í 2.395 metra hæð. í
aðaltjaldbúðunum hvíldumst við í
einn dag, en hefðum auðvitað átt
að vera þar lengur til að aðlagast
hæðinni betur. En við vorum á
strangri tímaáætlun og ætluðum
okkur ekki að eyða tíma í hangs
sem var vitaskuld tóm vitleysa,
því við máttum vita að hæðarveik-
in yrði okkar versti óvinur."
Grýlukerti á hvolfi, mætti kalla þessa ísnjóla, sem þeir Pétur og Bill eru að brjótast í gegnum á leið upp í tjaldbúðir tvö.
A sokkaleistunum
upp Aconcagua
Rætt við Hermann Valsson um fjallgönguleiðangur hans
og þriggja félaga hans upp hæsta fjall Ameríku
Fjórir íslenskir fjallagarpar
gerðu sér ferð til Argentínu í
janúar sl., og gengu þar á
hæsta fjall í Suður- og Norður-
Ameríku, hið 6.959 metra háa
Aconcagua, sem liggur skammt
frá landamærum Chile, við
þjóðbrautina á milli Mendoza
og Santiago. Fjórmenningarnir
heita Hermann Valsson, Pétur
Ásbjömsson, William Gregory
og Þorsteinn Guðjónsson, allt
vanir menn, sem meðal annars
hafa klifið Mount Blanc, hæsta
fjall Vestur-Evrópu (4.809 m).
Piltarnir voru á mjög strangri
tímaáætlun, þar sera hvergi
var gert ráð fyrir óhöppum eða
eðlilegum aðlögunartíma. Þeir
voru reyndar heppnir með veð-
ur og urðu ekki fyrir neinum
teljandi skakkaföllum, en
hæðaveikin gerði þeim gramt í
geði og kom í veg fyrir að þeim
tækist að komast alla leið á
tindinn. En einn þeirra, Her-
mann Valsson, reyndi aftur eft-
ir annarri leið og komst á leið-
arenda. Hann hefur því komist
á leiðarenda. Hann hefur því
komist hæst íslendinga með
fast land undir fótum. Morgun-
blaðið spjallaði við Hermann
um ferðalagið og fer lýsing
hans hér á eftir.
Stöðvaðir af hernum
„Við lögðum af stað frá tslandi
sunnudaginn 8. janúar, flugum
fyrst til London, daginn eftir til
Madrid og áfram um kvöldið til
Las Palmas og þaðan til Buenos
Aires. Til Buenos Aires komum
við klukkan sjö að morgni þriðju-
dags. Þann sama dag fórum við til
Mendoza, þar sem við gistum um
nóttina og keyptum mat fyrir
ferðina. Innkaupin voru mikið
ævintýri. Við keyptum mat fyrir
fjóra í tuttugu daga fyrir aðeins
tvö þúsund krónur íslenskar!
Seinni part miðvikudags var
okkur ekið frá Mendoza til Punkta
De Vagas, en þaðan var meiningin
að leggja af stað í gönguna. Á leið-
inni lentum við í útistöðum við
herinn. Við höfðum fengið öll
nauðsynleg leyfi frá argentínskum
yfirvöldum, auk þess sem við höfð-
um gefið okkur fram á lögreglu-
stöð og látið vita um ferðir okkar.
En eigi að síður stöðvaði herinn
okkur, sem kostaði okkur klukku-
stundar þjark. Við fengum aldrei
að vita hvers vegna við vorum
stöðvaðir, en kannski vildu þeir
hafa föðurlega umhyggju með
hverjir legðu á fjallið. Annars
kom það manni gríðarlega á óvart
hve útbúnaður hermannanna var
fátæklegur. Þeir voru í rifnum föt-
um og byssurnar voru greinilega
gamlar og slitnar. Þetta sýnir
kannski betur en margt annað hve
fátæktin er mikil í Argentínu, því
þetta voru landamærahermenn,
sem er aðeins skipuð úrvalsher-
mönnum."
„Á fimmtudegi lögðum við af
stað inn langan dal sem liggur að
fjallinu, um 60 kílómetra langa
leið, sem við fjórlöbbuðum áður en
yfir lauk. Við þurftum að selflytja
farangurinn, sem var yfir 200 kíló-
grömm, eða á milli 50 og 60 á
mann. Við höfðum þann hátt á að
Hæöarveikin
„Það er kannski rétt að útskýra
það áður en lengra er haldið hvað
hæðarveiki er: Eftir því sem ofar
dregur minnkar súrefnismagnið í
andrúmsloftinu og í 7.000 metra
hæð er súrefnismagn andrúms-
loftsins fimm sinnum minna en
við sjávarmál. Líkaminn bregst
við þessu með því að framleiða
meira af rauðum blóðkornum, en
það tekur hann nokkurn tíma. Ef
menn fara of geyst og gefa líkam-
anum ekki tækifæri til að laga sig
að hæðinni þá skellur hæðarveikin
á. Hún lýsir sér þannig að menn fá
gríðarlega slæman hausverk og
ógleði. Menn verða sljóir, mátt-
lausir og missa alla framtakssemi.
Hæðarveikin getur heltekið menn
svo gjörsamlega, að einföldustu
athafnir verða sem ókleifur tind-
ur. Ef ekki er brugðist skjótt við
undir slíkum kringumstæðum og
farið strax niður, geta menn átt
það á hættu að fá heila- eða
lungnabjúg og deyja drottni sín-
um á sex til tíu tímum.
Súrefnisskorturinn fer að segja
til sín strax í 3.500 metrum, en
fólk getur aðlagast hæðinni og bú-
ið allt upp í 5.000 metra hæð, eins-
og til dæmis Inkarnir eða Serp-
arnir í Himalaja. Mannslikaminn
Aconcagua, hæsta fjall í Suður- og Norður-Ameríku. Nafn fjallsins er úr indíánamáli og merkir sá sem yfir gnæfír og
verndar. Hermann sagði að þeir félagar hefðu kallað það sín á milli Útvörðinn, sem er vel við hæfí.