Morgunblaðið - 07.03.1984, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 43
Fógetaskrifstofa
opnuð í Ólafsvík
Ólafsvík, 29. feforúar.
Á DÖGUNUM var formlega opnuð
skrifstofa bæjarfógeta í Ólafsvík á
Olafsbraut 34. Neðri hæð hússins er í
eigu ríkisins og var á síðastliðnu ári
innréttuð að nýju til að koma þar
fyrir skrifstofu þessari ásamt lög-
reglustöðinni, sem hefur lengi verið
þarna til húsa.
í ræðu, sem Jóhannes Árnason,
bæjarfógeti, hélt við þetta tæki-
færi, kom fram að samkvæmt lög-
um um kaupstaðarréttindi fyrir
Ólafsvík, skal sýslumaður Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu jafn-
framt vera bæjarfógeti í Ólafsvík.
Þess vegna er eftir sem áður eitt
embætti héraðsdómara í umdæm-
inu, sýslu og kaupstað.
Skrifstofa bæjarfógeta verður
opin mánudaga til föstudaga kl.
13—17. Fer þá fram almenn af-
greiðsla, allt eftir því sem lög
heimila og aðstæður leyfa á hverj-
um tíma. Er hér um að ræða ýmiss
konar þjónustu, sem yfirleitt er
veitt á sýsluskrifstofum og lög-
fræðingar þurfa ekki beinlínis að
fjalla um. Aðalbókari embættisins
mun svo verða í Ólafsvík á fimmtu-
dögum kl. 13—17. Þá verða teknir
upp fastir viðtalstímar bæjarfóg-
eta, eða fulltrúa hans, á þriðjudög-
um kl. 10—12 og 13—17. Geta menn
þá mætt í móttöku og borið upp sín
mál, hvort sem þau eru lögfræði-
legs eðlis eða varðandi opinber
gjöld, tryggingar og þess háttar.
Loks má geta þess, að opnaður
hefur verið sérstakur reikningur
fyrir embættið í Landsbanka ís-
lands í Ólafsvík. Framvegis getur
fólk því greitt hin ýmsu gjöld til
embættisins inn á þennan reikning.
Hér mun því, auk hins fasta
starfsmanns á skrifstofunni og
lögreglumanna á vakt á stöðinni,
verða til viðtals fógeti eða fulltrúar
hans tvo daga í viku, eða sem svar-
ar nær annan hvern dag miðað við
hina föstu vinnudaga vikunnar.
Þessa daga fara sendingar skjala
og fleiri gagna á milli skrifstofunn-
ar hér í Olafsvík og í Stykkishólmi
og hljóta þar afgreiðslu.
Fógeti kvaðst vilja bera fram þá
ósk, að rekstur skrifstofu bæjar-
fógeta hér í Ólafsvík mætti verða
Ólafsvíkingum að því gagni, sem að
er stefnt. Kvað hann starfsmenn
embættisins munu leggja sig fram
um að svo mætti verða.
- Helgi.
Mörgblöð med einni áskrift!
eru þciu bestu,
sem Flugleiðir hgfg noteteru sinni boðið
Þau dlm bestu!
Dæmi um verð:
Fyrir4 manna fjölskyldu í 2 vikur:
Flug, sumarhús og rútuferðlr frá og til Lux
/wk 48-612-
Fluglelðír kvnna nýjan sumarleyfisstað í Þýskalandi:
Daun i Eifel-héraði, skammt frá Mósel og Rín.
Bílaleigubílllnn biður þin i Luxemborg, og þaðan
ekur þú sem leið liggur til Daun, - þar sem þú og
fjölskyldan dveljið í góðu yfirlæti i glæsilegu sumarhúsi.
Dægradvöl og skemmtanir við allra hæfi.
Bílaleigubíll f viku kostar frá kr. 2.760 -
Þú borgar bensínið, en allur annar kostnaður er inni-
falinn.
Eifel-hérað er rómað fyrir náttúrufegurð, og allt i kring
eru skemmtilegir staðir, - smábæir og borgir, s.s
Trier, Koblenz, Köln og Frankfurt.
Fjölbreytt og skemmtilegt sumarleyfl allrar fjöl-
skyldunnar.
A söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum
og á ferðaskrifstofum eru myndbönd frá Daun-
Eifel, bæklingar, og þar færðu allar frekari upp-
lýsingar.
I