Morgunblaðið - 07.03.1984, Blaðsíða 4
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Njósnir og njósnamál í Noregi
B»kur
Björn Bjarnason
SPIONER OG
SPIONMAL I NORGE
Höfundar:
Thorleif Andreassen
Gunnar Moe
Útg. Atheneum Ósló 1984, 368 bls.
Bókin sem hér um ræðir byrjar
á kafla um handtöku og njósnir
Arne Treholt sem norska lögregl-
an stöðvaði 20. janúar síðastliðinn
þegar hann var á leið til fundar
við stjórnendur sína í KGB, sov-
ésku ógnar- og öryggislögreglunni.
Af því má sjá að upphaf bókarinn-
ar að minnsta kosti er hraðunnið,
en höfundarnir eru báðir blaða-
menn og kunna þvf vel til slíkra
verka. í bókinni kemur ekkert
fram um Treholt-málið sem ekki
hefur verið greint frá í norskum
dagblöðum, enda styðjast höfund-
arnir að verulegu leyti við þau í
frásögn sinni. Að öðru leyti er
meginefni bókarinnar yfirlit yfir
athafnasemi Sovétmanna í Nor-
egi, undan ströndum landsins og á
Svalbarða, athafnasemi sem ekki
flokkast undir venjulega starfs-
hætti sendiráðsmanna eða for-
stöðumanna viðskipta- og
verslunarfyrirtækja. Lokakaflinn
er byggður á fræðsluriti svissn-
eskra stjórnvalda fyrir almenn-
ing, en í því er fólki sagt hvernig
það skuli bregðast við á hættu- og
stríðstímum. Spioner og spionmál
i Norge — Njósnir og njósnamál í
Noregi — heitir bókin, en undir-
titill hennar er: Handbók fyrir þá
sem vilja gæta landsins síns.
Höfundarnir eru síður en svo að
bera blak af Sovétmönnum og
gera sér engar grillur um aðferð-
irnar sem þeir beita til að ná
markmiðum sínum sem eiga lítið
skylt við friðarhjal og blíðmælgi.
Lítið er um sjálfstæðar athuganir
höfunda sjálfra en á hinn bóginn
draga þeir saman á einn stað mik-
inn fróðleik um viðfangsefnið.
Til dæmis er sagt frá þeim upp-
lýsingum sem komið hafa frá sov-
éskum majór sem flýði vestur yfir
járntjald og býr nú í Englandi.
Hann hefur undir dulnefninu
Victor Suvorov afhjúpað sovésku
morð- og ódæðisverkastofnunina
Spetsnaz. Á friðartímum eru um
30 þúsund sérþjálfaðar konur og
karlar í þjónustu stofnunarinnar.
Kæmi til styrjaldar, yrði þessu
liði beitt til launmorða og ódæðis-
verka í NATO-löndum, spjótunum
yrði beint gegn valdamönnum og
lífsnauðsynlegum mannvirkjum í
því skyni að lama þjóðlífið í óvina-
löndunum, svo að þau yrðu auð-
tekin bráð. Hafa fréttir af upp-
ljóstrunum Suvorovs birst hér í
Morgunblaðinu. Hefur hann með-
al annars bent á það að sovéskir
íþróttamenn séu gjaman sérþjálf-
aðir á vegum Spetsnaz og gefist
þeim fleiri tækifæri en öðrum
Sovétborgurum að kynnast að-
stæðum í NATO-ríkjum á keppn-
isferðum. 1 samtali við norskan
blaðamann komst Suvorov þannig
að orði: „Flestir útsendarar
Spetsnaz í Noregi á friðartímum
eru Norðmenn. Þeir hafa sjálfvilj-
ugir gengið Sovétríkjunum á hönd
eða verið beittir þrýstingi, svo sem
á ferðalagi til Sovétríkjanna. Al-
mennt er þeim ekki ljóst að þeir
starfa fyrir stofnun sem heitir
Spetsnaz." Þá segir hann, að
stærsta deildin á vegum Spetsnaz
starfi með sovéska Norðurflotan-
um í Murmansk.
Norðmenn hafa lýst a.m.k. 24
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Húnvetningur. VIII. 192 bls. Útg.
Húnvetningaf. í Reykjavík. Rvík,
1983.
Húnvetningur kom fyrst út
1963. Síðan hefur útgáfan verið
slitrótt þar til nú allra síðustu ár-
in að ritið hefur komið út reglu-
lega. Ritið fer batnandi að efni og
frágangi. Höfundar munu flestir
vera búsettir í Reykjavík og ná-
grenni — brottfluttir Húnvetn-
ingai. Og þeir eru margir sem rita
í þetta hefti, alls um þrjátíu tals-
ins. Það skapar riti af þessu tagi
aukinn styrk að margir leggi hönd
að verki. Stuttir þættir, en margir,
skapa meiri fjölbreytni. Þannig
verður til ósvikið átthagarit þar
sem mismunandi sjónarmið fá að
njóta sín.
Ræktarsemi við ætt og uppruna
situr hér í fyrirrúmi. Daglegt líf
eða minnisstæðir atburðir frá
fyrri árum leggja til innblástur-
inn. Þannig segir Auðunn Bragi
Sveinsson frá skammdegiskvöldi í
afdal. Engin eru þar stórmál reif-
uð heldur kýs höfundur að endur-
vekja hversdagslífið með því að
lýsa dæmigerðu vetrarkvöldi í af-
skekktri byggð. í þættinum
Dimmviðris-dagur segir Sigríður
Vilhjálmsdóttir hins vegar frá
skammdegiskvöldi eins og þau
gerðust eftirminnilegust.
Húsdýrin eru snar þáttur í
endurminningunni. Sumir sem
hverfa úr sveitinni sakna þeirra
mest. Þau höfðu sitt skap og báru
sína persónu sem stundum varð
býsna minnisstæð. Það sannast
hér meðal annars á þáttunum
Branda eftir Jóhönnu Björnsdótt-
ur og Nokkrir vinir mínir, eftir
Gunnþór Guðmundsson.
En fleira festist í minni þeirra
Húvnetninga sem nú eru komnir á
efra aldur. Þeir lifðu t.d. upphaf
bílaaldar. Póstbílstjóri segir frá
nefnist þáttur eftir Guðmund Al-
bertsson en hann var »fyrsti
póstbílstjóri á Iangleiðum«. Þar
segir frá akstri milli Suður- og
sovéska stjórnarerindreka óvel-
komna í land sitt eða rekið þá frá
Noregi frá 1968 til 1. febrúar 1984.
Öll dæmin sem tíunduð eru í bók-
inni um leynilegar athafnir Sov-
étmanna í Noregi sýna, að þeir eru
þar stöðugt á höttunum eftir sam-
verkamönnum og láta einskis
ófreistað í því efni. Raunar er svo
mikill fjöldi sovéskra manna í
Noregi að ógjörningur er að fylgj-
ast með ferðum þeirra og oftast
sýnist norska öryggislögreglan
hafa komist á sporið vegna ábend-
inga frá mönnum sem sætt hafa
ásókn Sovétmanna. Talið er að það
þurfi 8 til 12 starfsmenn á vegum
öryggislögreglunnar til að fylgjast
í 24 tíma með ferðum eins manns
án þess að hann viti um eftirför-
ina. Yfirmenn norsku öryggislög-
reglunnar telja, að 90 útsendarar
frá kommúnistaríkjunum séu í
Noregi. Til að hafa fullt eftirlit
með þeim öllum þyrfti því um 1000
manna lögreglulið.
Lokakafli bókarinnar þar sem
rakið er meginefni leiðbeininga-
rits fyrir almenning sem svissnesk
stjórnvöld hafa sent inn á hvert
heimili í landi sínu er ábending
höfundanna um það, hvernig unn-
ið skuli að því á friðartímum að
búa fólk undir þann sálfræðilega
hernað sem stundaður er og yrði
ákafari á hættu- og ófriðartímum.
í formála þessa rits segir meðal
annars:
„Yrði þrengt að okkur í alvöru,
getur herinn barist jafn lengi og
lífsþróttur og baráttuþrek endist
með þjóðinni. Andstæðingurinn
Norðurlands á árunum í kringum
1930. En það má svo sannarlega
kalla að verið hafi í árdaga bíla-
aldar.
í fásinninu varð hver og einn að
skapa sér sjálfur sína tilbreyting.
Sögur af dularfullum fyrirbærum
uppfylltu þörfina fyrir spennu og
hugarflug. Einnig fólst í þeim við-
leitni til að brjóta til mergjar hin
dýpstu rök. Hér er stuttur þáttur
af þessu tagi, Feigðarboði, eftir
Björn Jónsson frá Fossi. Sögur
eins og sú, sem Björn Jónsson seg-
ir hér, mátu menn á tímabili sam-
kvæmt því hvort þeir lögðu trúnað
á þær eður eigi.
Nú er, hygg ég, litið öðruvísi á
þessi mál. Mannleg reynsla er allt-
af merkileg. Og ályktanir þær,
sem hver maður dregur af reynslu
sinni, eru í sjálfu sér jafnmerki-
legar. Frásagan Feigðarboði ber í
sér þann neista sem fyrrum varð
kveikjan að öllum okkar þjóðsög-
um.
Þá eru í þessum Húnvetningi
lengri þættir sem flokkast undir
það sem oft er nefnt þjóðlegur
fróðleikur, samantektir um menn
og atburði fyrri tíðar þar sem ekki
er aðeins byggt á munnlegum
frásögnum heldur einnig á kirkju-
bókum, manntölum og annars
konar rituðum heimildum. Meðal
slíkra eru Axel Guömundsson í
Valdará-si, ætt og uppruni eftir Ar-
inbjörn Árnason og Gilsbakka-Jón
eftir Jóhann Benediktsson. í þátt-
um þessum er ekki aðeins rakin
saga horfinna einstaklinga heldur
líka stundum eyddrar byggðar.
Þarna segir frá fólki sem lifði
»endursköpun þjóðfélagsins« svo
vitnað sé til orða Arinbjörns
Árnasonar.
Talsvert er af kveðskap í þessu
hefti. Meðal annars eru Ijóð eftir
Gunnar Dal. En hann skoðaði
heiminn fyrst út frá sjónarhorni
æskustöðva sinna á Hvamms-
tanga áður en hann tók að nema
sín háleitu fræði víða um lönd,
meðal annars á Indlandi.
Séra Sigurður Norland var líka
lærður vel. Þó undi hann langa
ævi við nyrsta haf, og hvergi nema
þar; prestur í Hindisvík á Vatns-
leggur höfuðkapp á að brjóta
þetta afl á bak aftur og hann get-
ur það með mörgum ráðum. Varn-
arlausir íbúar landsins munu sæta
árásum — fjölskyldur okkar,
heimili og vinnustaðir. Með árás-
inni verður stefnt að því að draga
kjark úr fólki og telja því trú um
að andspyrna sé ekki til neins.
Þess vegna er það mikilvægur
þáttur í vörnum landsins að
vernda líf og eignir almennings. Á
þessu sviði er nauðsynlegt að sýna
árvekni og styrk og veita þeim
stuðning sem sinna almannavörn-
um. í þeim tilgangi er þetta rit
gefið út, í því er að finna leiðbein-
ingar fyrir alla borgara og íbúa
lands okkar."
Hinn hlutlausa þjóð, Svisslend-
ingar, hafa gengið lengst í því að
virkja alla í þágu landvarna ogy
dæmin sem nefnd eru í leiðbein-
ingaritinu og viðbrögðin við þeim
hættum sem þar er lýst, eiga er-
indi til allra sem annt er um frelsi
sitt og öryggi.
Bókin Spioner og spionm&l i
Norge er tímabær nú, þegar frétt-
ir berast hvaðanæva um undirróð-
urstarfsemi og ögranir eins ög í
sænska skerjagarðinum. Hún ber
þess nokkur merki að hafa verið
unnin og gefin út með hraði og
endurútgáfa er boðuð. Bókin hefur
verið til sölu í Bókaverslun Sigfús-
ar Eymundssonar. íslendingur
sem les hana, hlýtur að líta í eigin
barm og velta því fyrir sér hvort
ekki sé nauðsynlegt að huga frek-
ar að innra öryggi hér á landi en
raun ber vitni, svo að ekki sé
minnst á framlag íslenskra
stjórnvalda til að efla mótstöðu-
vilja borgaranna í sálrænum
hernaði.
Björn Jónsson frá Fossi
nesi. Séra Sigurður orti á fleiri
málum en íslensku, meðal annars
á ensku. Hann var fimleikamaður
í kveðskap, glímdi við Ijóðlistina
eins og flókna og heillandi íþrótt.
Og varð vel ágengt.
Rit þetta er, í fáum orðum sagt,
fróðlegt, notalegt og að mínum
dómi skemmtilegt. Þó ég tíundi
ekki hér allt efni þess ber ekki svo
að skilja að eitt sé öðru markverð-
ara, að það, sem ég hef ekki nefnt,
standi að baki hinu sem ég hef
minnst hér á. Allt er efni þessa
rits að minni hyggju jafnathygl-
isvert.
Nýtt blað
SÁÁ
— í 40.000 eintökum
SÁÁ hyggur nú á stórtækari útgáfu-
starfsemi en áður hefur tíðkast hjá
samtökunum. Um mánaðamótin mars/
apríl er væntanlegt nýtt 26 síðna hlaö
samtakanna, sem gefið verður út í
40.000 eintökum og dreift endur-
gjaldslaust um land allt.
Að sögn Hendriks Berndsen,
formanns SÁÁ, telja forráðamenn
samtakanna þessa leið vera hentug-
asta hvað varðar fyrirbyggjandi að-
gerðir, kynningu, fræðslu og fréttir
úr starfi SÁÁ. Nafn á nýja blaðið
hefur ekki verið ákveðið, en blaðið
verður í dagblaðsformi og er ráðgert
að það komi út ársfjórðungslega.
Ritstjóri þess er Þráinn Hallgríms-
son.
Tónlist
Egill Friöleifsson
Austurbæjarbíó 3.3. ’84.
Flytjendur: Garðar Cortes, tenór,
Erik Werba, píanó.
Efnisskrá: Lög eftir ýmsa höfunda.
Garðar Cortes og Erik Werba
héldu tónleika á vegum Tónlist-
arfélagsins í Austurbæjarbíói sl.
laugardag.
Nú er liðinn um hálfur annar
áratugur síðan Garðar Cortes
fór að láta að sér kveða í menn-
ingarlífinu eftir nám erlendis, og
sá hefur ekki aldeilis setið auð-
Ljóðatónleikar
um höndum. Það er ekki aðeins
að hann sjálfur hafi ætt um ís-
lenskt tónlistarlíf eins og hvítur
stormsveipur, heldur hefur hann
einnig haft lag á að hrífa aðra
með sér og hvatt til dáða, og með
því lyft grettistaki. Stofnun
Söngskólans á sínum tíma og þá
ekki síður fslensku óperunnar
marka vissulega tímamót. En
þrátt fyrir umsvif og annir við
skólastjórn og óperurekstur hef-
ur Garðar verið einn virkasti
söngvarinn okkar undanfarin ár
og farið með hvert stórhlut-
verkið eftir annað á fjölum óper-
unnar. Það voru hins vegar ljóð-
in sem hann bauð okkur upp á í
þetta sinn og honum lætur ekki
síður að fást við þau.
Frá því ég heyrði Garðar
syngja í fyrsta sinn hefur honum
farið mikið fram. Á því leikur
enginn vafi og konsertinn sl.
Jaugardag var enn ein rósin í
hans hnappagat. Hann var í
feikn góðu formi, söng af mikilli
innlifun, og bar sig með öryggi
hins sviðsvana. Túlkun hans var
bæði persónuleg og afgerandi og
hann hikaði ekki við að víkja
þónokkuð frá hefðbundinni með-
ferð í sumum tilvikum.
Tónleikarnir hófust með lagi
Giordani „Caro mio bene“ og
komu þá ofangreind atriði vel í
Ijós. Hann beitti meiri mun bæði
hvað varðar styrk og hraða en
venjulegt er án þess þó að yfir-
drífa. Þessi beinskeytta afdrátt-
arlausa túlkun hitti áheyrendur
beint í hjartastað. Það er langt
síðan ég hef heyrt eins innilegt
og langvarandi lófatak eftir
fyrsta lag og í þetta sinn. Áheyr-
endur kunnu auðheyrilega einn-
ig vel að meta þessa persónulegu
meðhöndlun á lögum sem hvert
mannsbarn þekkir og má þar
nefna t.d. „Rósin" eftir Árna
Thorsteinsson og „f fjarlægð"
eftir Karl Ó. Runólfsson. En það
væri að æra óstöðugan að tína til
hvert lag á efnisskránni, því þau
voru 22 eftir 12 höfunda. Ekki
get ég þó stillt mig um að minn-
ast á „Silent Noon“ eftir Vaugh-
an Williams, sem er sérdeilis fal-
legt lag og var hér vel flutt.
Það væri einnig að bera í
bakkafullan lækinn að hlaða lofi
á Erik Werba, sem aðstoðaði
Garðar á þessum tónleikum.
Werba er einn af stórmeisturum
slaghörpunnar og hefur verið
fremstur meðal jafningja um
áratuga skeið. Hann hefur látið
svo iítið að koma hingað nokkr-
um sinnum og miðlað okkur af
þekkingu sinni og reynslu. Fyrir
það ber að þakka.
Þetta var hinn ánægjulegasti
konsert, enda létu viðstaddir það
óspart í ljós.
Átthagarit