Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 Hvernig rannsóknir er skynsamlegt að stunda á íslandi? — eftir Þórð Jónsson Þessi grein er að stofni til erindi sem flutt var á ráðstefnu Bandaiags háskólamanna í nóvember sl. I þessum pistli ætla ég að velta fyrir mér, hvernig rannsóknir er skynsamlegt að stunda á íslandi og hvernig verði bezt að þeim staðið. Áður en við víkjum að sér- íslenzkum aðstæðum skulum við spjalla stuttlega um vísindi og rannsóknir almennt og hvaða til- gangi þau þjóna. í víðasta skilningi eru rann- sóknir af einhverju tagi fylgi- fiskur mannkyns allt frá því er ritöld hófst og menn tóku að skrá upplýsingar og hugsanir og draga af þeim ályktanir. Rannsóknir eru því önnur höfuðstoð menningar- innar á móti nýsköpun í listum og eru mörkin þar á milli þó ekki ætíð glögg. Það eru og hafa verið í aldanna rás ýmsar ástæður fyrir því, hvers vegna menn eyða tíma og fé til rannsókna. Fyrst má nefna for- vitni, þá eðlislægu hvöt mannsins að leita skilnings á sjálfum sér og umheiminum. Þessi hvöt er mjög misrík í mönnum og nær yfirleitt ekki fullum tökum á öðrum en þeim, er ekki þurfa að hafa áhyggjur af öflun lífsviðurværis. Ef við lítum yfir söguna sjáum við líka, að mestur hluti forvitni- rannsókna, ef nota má það orð, hefur verið gerður af sérvitrum aðalsmönnum, klerkum og munk- um. Önnur ástæða fyrir rannsókn- um er baráttan við náttúruöflin og augljóst er samband vísinda, valdastreitu og hernaðar. Á undanförnum tveimur öldum hefur orðið meginbreyting á hlut- verki og stöðu vísinda í samfélagi Vesturlanda. Menn hafa gert sér ljóst, að rannsóknir geta haft meiri arðsemi en nokkur önnur at- höfn eða fjárfesting; en rannsókn- irnar eru oft þess eðlis, að ókleift er að vita með öryggi fyrirfram, hvað muni uppgötvast eða hvaöa áhrif og notagildi það hafi. Full- ljóst hefur orðið, að það er ábata- samt fyrir þjóðfélagið, að hluti þegnanna hafi rannsóknir að aðal- starfi. Hins vegar er ekki jafn- ljóst, hvernig rannsóknunum skal stýra, hver á að bera kostnaðinn af þeim og hvert á að vera vægi einstakra fræðigreina. Það hlýtur að mótast af aðstæðum á hverjum stað. Grunnrannsóknir og nytjarannsóknir Rannsóknastarf greinist I tvennt: Nytjarannsóknir eða hag- nýtar rannsóknir og grunnrann- sóknir. Að vísu má leiða rök að því, að allar rannsóknir séu gagn- legar, en með nytjarannsóknum á ég hér við þær, sem gefa augljósan efnalegan ábata. Slíkar rannsókn- ir eru yfirleitt fjármagnaðar af þeim, sem verður ábatans aðnjót- andi. Það eru einkum rannsóknir í ýmsum tæknigreinum og raunvís- indum, sem eru hagnýtar sam- kvæmt þessari skilgreiningu. *Grunnrannsóknir eru þá í máln- otkun þessa pistils allar aðrar rannsóknir þ.á m. mestur hluti hugvísinda og inannlegra fræða. Af hverju stunda menn þá grunnrannsóknir? Við erum sem betur fer, held ég, flest þannig gerð, að við höfum áhuga á fjöl- mörgu, sem ekkert gefur í aðra hönd. Þar er margt, sem hvetur til rannsókna, m.a. fróðleiksþorsti, sannleiksást, söfnunarsýki, sem getur snúizt y rannsóknir, og sú þörf manna að reisa sér pýramída. Pýramídasmíðin getur oft birzt í formi merkilegra rannsókna. Margt fleira mætti tína til, en síð- ast en ekjci sízt eru grunnrann- sóknir gefðar af því að þær eru undiratáða allra hagnýtra rann- sókn^í. Við grunnrannsóknir verð- ur til sá þekkingarsjóður, sem nytjarannsakendur sækja í, þar verða tH aðferðir, sem nýtast við lausn hagnýtra verkefna, þar fæð- ast flestar þær hugmyndir, sem sköpum skipta fyrir framþróun mannkyns og þar er vaxtarbrodd- ur vísindanna. í framhaldi af þessu ætti að vera augljóst mikilvægi þess að finna rétt jafnvægi milli hagnýtra rannsókna og grunnrannsókna. Við höfum ekki ráð á að stunda grunnrannsóknir að neinu marki nema í tæknivæddum þjóðfélög- um, sem byggjast á afrakstri hag- nýtra rannsókna, en tæknivæðing- in er möguleg einungis vegna grunnrannsókna fortíðarinnar og samtímans. Ég hef greint hvasst á milli nytjarannsókna og grunnrann- sókna til að geta dregið fram and- stæður. í raun er ókleift að draga þar skýr mörk á milli I öllum til- vikum, en ég hygg, að það sé auka- atriði. íslenzkar aðstæöur Ég tel sýnt, að hér á landi gildi i grundvallaratriðum sömu lögmál um rannsóknir og í öðrum löndum, t.a.m. að það sé skynsamlegt að stunda þær. Á hinn bóginn hljóta ýmis ytri skilyrði að móta rann- sóknastarf hérlendis. Flest þess- ara skilyrða eru heldur ill, t.d. fámenni, einangrun og einhæft at- vinnulíf. Fámennið veldur því, að flestir íslenzkir rannsóknahópar hljóta ætíð að vera örsmáir á alþjóðlegan mælikvarða. Vegna fæðar okkar eru íslenzkir menntamenn tíðum mestu sérfræðingar þjóðarinnar, hver í sinni grein. Þá skortir því stallbræður til að ræða við og verða ekki aðnjótandi þeirrar örv- unar og aðhalds, sem vísinda- mönnum á flestum sviðum er nauðsynlegt. Raunveruleg rann- sóknasamfélög verða því tæpast til hérlendis nema hugsanlega i mannfrekum nytjavísindum. ís- lenzkir rannsóknamenn verða því helzt að breiða úr sér yfir víðara svið en erlendir starfsbræður þeirra, ef þeir eiga ekki að verða einangrun að bráð. Þetta er alla jafna til baga, þvf að oft ná menn ekki fyrsta flokks árangri í rann- sóknum nema með langtíma ein- beitingu á þröngu sérsviði. Um leið gefur þetta okkar rannsókna- heimi skemmtilegan blæ, þvi að hér verða menn kannski ekki jafn- miklir fagidjótar og getur gerzt erlendis og síður háðir tízkufyr- irbærum og dægurflugum í rann- sóknum. Auðvitað má vinna gegn illum áhrifum fámennis og einangrunar með miklum samskiptum við út- lönd. En þar gerir mikill ferða- kostnaður okkur óhægt um vik. Hér á landi eru heldur ekki til nothæf bókasöfn nema á fáum sérsviðum og er þvi oft miklum erfiðleikum bundið að fylgjast með örum framförum á alþjóða- vettvangi. Slíkar aðstæður geta auðveldlega orðið gróðrarstía fyrir sveitamennsku og kukl í rannsóknum. Það er mestur ljóður á ráði ís- lenzkra rannsókna, að þær eru að miklu leyti fjármagnaðar beint úr ríkissjóði. Þetta er afleiðing þess, Þórður Jónsson „Það er mestur Ijóður á ráði íslenzkra rann- sókna, að þær eru að miklu leyti fjármagnað- ar beint úr ríkissjóði. Þetta er afleiðing þess, hvernig atvinnulíf og rannsóknir hafa þróazt hérlendis, en ekki óhjákvæmilegur fylgi- fiskur fámennisins. Æskilegt er, að rann- sóknir, og þá einkum nytjarannsóknir, færist í auknum mæli út í at- vinnulífið.“ hvernig atvinnulíf og rannsóknir hafa þróazt hérlendis, en ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur fá- mennisins. Æskilegt er, að rann- sóknir, og þá einkum nytjarann- sóknir, færist í auknum mæli út í atvinnulífið og vík ég að því síðar, hvernig má stuðla að slíkri þróun. Hvernig rannsóknir? Hvernig rannsóknir eigum við að stunda? Þetta er spurning, sem hver rannsóknamaður hlýtur að velta fyrir sér stöku sinnum auk þeirra, sem hafa með höndum stjórn rannsókna og úthlutun fjár til þeirra. Við hljótum að stunda rannsóknir í a.m.k. fjórum flokk- um: 1) Nytjarannsóknir til efl- ingar hefðbundnum atvinnuveg- um. 2) Nytjarannsóknir til stuðn- ings nýjum atvinnugreinum. 3) Rannsóknir á séríslenzkum fyrirbærum. 4) Aðrar rannsóknir, sem við höfum áhuga á. Grunn- rannsóknir eiga heima í tveimur siðast nefndu flokkunum og Ijóst er, að þeir skarast verulega. Ég tel, að um verkefnaval innan þess- ara flokka ætti að gilda eftirfar- andi höfuðregla: Við eigum að stunda þær rannsóknir, sem lík- legt er, að við náum beztum árangri í. En hvað er að ná árangri? Mæli- kvarðinn á það er fyrst og fremst alþjóðlegur, þótt augljósar undan- tekningar séu frá þeirri reglu. Af hverju eigum við að miða okkur við útlendinga? Eru þeir eitthvað betri en við? — kann einhver að spyrja. Svarið er: Auðvitað ekki, — en sú staðreynd, að íslendingar eru minna en einn tiuþúsundasti hluti mannkyns hefur þá afleið- ingu, að hið bezta, sem fyrirfinnst í rannsóknum í útlöndum, er oft miklu betra en við getum látið okkur dreyma um að koma á legg. Gæðastaðall verður sjálfkrafa til innan hvers rannsóknasamfélags og flest eru nær alerlend. Sum rannsóknasamfélög geta að vfsu verið að miklum hluta innlend, t.d. rannsóknir á íslenzku máli eða Heklugosum, en þó hljóta rann- sakendur islenzkrar tungu og Heklu að taka mið af rannsóknum á erlendum tungumálum og eld- fjöllum. Á nytjarannsóknirnar má í flestum tilvikum líka leggja ein- faldan markaðslegan mælikvarða. Setjum svo, að við framleiðum einhverja afurð eftir uppskrift, sem fengin er með rannsóknum og afurðin selst vel á háu verði. I því tilviki er rannsóknin árangursrík. Ef hins vegar afurðin er óseljan- leg eða selst ekki á nægilega háu verði til að greiða fyrir kostnað, vil ég kalla rannsóknina mis- heppnaða. Nú er eðlilegt, að spurt sé, hvaða rök hnigi að höfuðreglunni. Víkjum fyrst að nytjarannsókn- um. Mér virðist út í hött að smíða tæki og tól hérlendis og stunda nauðsynlegar rannsóknir sam- hliða því, þegar þessa sömu hluti má kaupa ódýrari og jafnvel betri í útlöndum. Slíku rannsóknastarfi verður heldur ekki haldið uppi til lengdar nema í skjóli tollmúra eða með beinum og óbeinum niður- greiðslum. Ég geri mér ljóst, að ekki eru allir sammála þessari skoðun. Hér ræðst viðhorf manna nokkuð af því, hvernig þjóðfélagi þeir vilja búa í. Sumir gera sig ánægða með að sitja hér í skauti fjallkonunnar og una sælir við sitt, aðrir hugsa fyrst og fremst um efnalega vel- megun og flytja úr landi ef því er að skipta. Þriðji hópurinn — og ég hygg að hann sé stærstur — sæk- ist eftir hvoru tveggia, búsæld og búsetu á íslandi. Það er frá sjón- arhóli síðast nefnda hópsins, sem mín viðhorf eru sett fram. í framhaldi af þessu vil ég nefna, að auðvitað þurfum við á að halda í landinu sérþekkingu á flestum sviðum nytjavísinda, þótt ekki væri til annars en geta gert upplýst kaup á erlendri tækni- þekkingu, þegar það er hagkvæm- ast. Höfuðregluna um nytjarann- sóknir má þá orða á þann veg, að við eigum að stunda þær hagnýtu rannsóknir, sem borga sig. Víkjum þá að grunnrannsókn- um. Af hverju þurfa þær að stand- ast hæstu gæðakröfur? Ég hygg, að svarið sé einfalt. Að öðrum kosti gegna þær ekki þvf hlut- verki, sem þeim er ætlað. Eitt hið mikilvægasta, sem rannsakendur þurfa að kunna, er að velja sér verkefni við hæfi. Rannsakandi, sem stendur sig illa í starfi, veit oftast, held ég, af því og getur því naumast haft mikla ánægju af starfinu. Rannsóknin þjónar þvf engum tilgangi, hvorki fyrir þjóð- félagið né starfsbræðurna og kannski sízt fyrir rannsakandann sjálfan. Honum er bezt að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Ann- ars flokks rannsóknir draga lfka fé, starfsorku og aðstöðu óhjá- kvæmilega frá öðrum rannsókna- sviðum þar sem betri árangur kynni að nást. Góður árangur eflir rannsakendur f starfi sínu, erlend- ir starfsbræður leita eftir tengsl- um við þá og það styrkir fslenzkar rannsóknir í fræðigreininni. Margar fleiri röksemdir mætti nefna, en ég kýs heldur að snúa mér næst að öðru og kannski áhugaverðara viðfangsefni: Hvaða ályktanir varðandi stjórnun, fjár- mögnun og verkefnaval getum við dregið af höfuðreglunni, sem minnzt var á að framan? Stjórnun Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum að stjórnun og skipulagi. í því efni er mikilvægast, hér sem annars staðar, að rannsakendur stjórni sér sem mest sjálfir. Oft hafa þeir lítinn áhuga á stjórnun og til þeirra starfa veljast skrif- finnar með takmarkaðan skilning á rannsóknum. Slfkt ber að varast, en það getur verið erfitt hér í fámenninu. Ekki er æskilegt, að stjórnvöld geti haft afgerandi áhrif á stefnu rannsókna. Rfkis- valdið hefur haft of mikil áhrif á íslenzkar rannsóknir og stafar það auðvitað af því, að ríkið stendur undir meginhluta rannsókna hér- lendis. Það er óhjákvæmilega samband milli þess, hver borgar og hver ræður. Eitt atriði skiptir kannski mestu við stjórn rannsókna. Það er gæðamat á rannsóknum, sem þegar hafa verið gerðar, og hinum, sem lagt er til, að ráðizt verði í. Hér gerir fámennið okkur erfitt um vik. Oft er fslenzkur rann- sóknamaður sá eini á landinu, sem vit hefur á sínu verkefni. Það er ógeðfellt að meta starf kollega, sem um leið eru góðkunningjar, en margar íslenzkar rannsóknagrein- ar eru svo litlar, að þeir, sem þeim sinna, eru allir nákunnugir. Mat á íslenzkum rannsóknum hlýtur því oft að vera í hinu mesta skötulíki: Innlendir matsmenn hafa ann- aðhvort ekki vit á því, sem þeir eru að gera, eða þeir eru vilhallir. Til að tryggja gæði rannsókna á íslandi ber þvf brýna nauðsyn til að leita til faglegra matsmanna utan landsteinanna. Slíkt myndi stuðla að sanngirni og hlutleysi og er um leið vörn gegn sveita- mennsku og kukli. Fjármögnun Að framan var minnzt á, að nytjarannsóknir væru alla jafna fjármagnaðar af þeim, sem hagn- ast á þeim. En ekki er svo á ís- landi. Verulegur hluti rannsókna í þágu atvinnuveganna er unninn á ríkisstofnunum án endurgjalds eða gegn lágri þóknun. Þótt ég ef- ist ekki um, að þar sé vel unnið, þá væri æskilegra, að atvinnufyrir- tæki landsmanna hefðu meiri áhrif á, hvað er rannsakað, bæru fulla ábyrgð á þeim rannsóknum og greiddu fyrir þær. Þrándur f götu slíks skipulags er smæð og lítið eiginfjármagn fslenzkra fyrirtækja. Úr því má greiða með ýmsu móti. Ég nefni skattfríðindi til handa fyrirtækjum, sem fjár- festa f rannsóknum, og stofnun sérstaks sjóðs, tæknisjóðs, sem rætt hefur verið um. Úr þeim sjóði ættu fyrirtæki, stofnanir og ein- staklingar að geta fengið lán eða styrki til hagnýtra rannsókna. Tæpast er þess að vænta, að grunnrannsóknir verði að neinu verulegu marki studdar af öðrum en rfkisvaldinu hér á landi f ná- inni framtíð. Sá ávinningur, sem verður af grunnrannsóknum, kem- ur oft ekki til góða þeim stofnun- um þar sem rannsóknirnar eru stundaðar. Ef hins vegar nytja- rannsóknum verður í auknum mæli beint út í atvinnulifið, ætti að geta myndazt aukið svigrúm á rannsóknastofnunum ríkisins til grunnrannsókna. Ef til vill er efl- ing nytjarannsókna f atvinnulíf- inu bezti stuðningur, sem við get- um veitt grunnrannsóknum. Að sjálfsögðu get ég sagt eins og flestir háskólamenn, sem fjalla um rannsóknir, að efla verði Vís- indasjóð — og það er hárrétt. Ég efast hins vegar um, að það verði gert að marki nema nýjar tekju- öflunarleiðir finnist utan fjárlaga. Enda er óæskilegt, að rannsóknir séu fjármagnaðar beint úr rfkis- sjóði. Til þess eru sveiflur f ís- lenzkum þjóðarbúskap of miklar. Nokkur stöðugleiki verður að vera í fjárstreymi til rannsókna, eink- um langtímaverkefna f grunn- rannsóknum. Ég tel því mjög skynsamlega þá hugmynd, sem skotið hefur upp, að skattleggja beri orkusölu til stóriðju og verja fénu til eflingar rannsóknum. Ætla má, að örfá prómill ofan á orkureikninginn skipti stóriðju litlu, en þau gætu valdið straum- hvörfum f fslenzkum rannsóknum. Þó ber að varast að hrópa ein- ungis á meira fé. Þeir sem vinna að rannsóknum verða að tryggja, að rannsóknirnar séu einhvers virði fyrir þjóðfélagið eða vísind- in. Árangur og afrakstur af rann- sóknum stendur yfirleitt ekki f beinu hlutfalli við fjölda rann-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.