Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 13

Morgunblaðið - 07.03.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984 53 Aöalstræti um 1870. Örin vísar á Hákonsenshús, eins og Aðalstræti 8 var þá kallað. Aðalstræti 8 um 1880. Þá hafði Valgarður hækkað framhúsið og rak þar verslun sína. Aðalstræti 8 árið 1907. Húsið hafði þá verið stækkað í þá mynd sem það er í Aðalstræti 8 1984. í dag. Aðalstræti 8 „Ef við lítum í kringum okkur blas- ir við merkileg startreynd, það hversu mikið hefur varðveist af Aöalstræti, upphafi Reykjavíkur. Viö þessa götu eru nokkur hús að stofni til eldri en borgin sjálf. Sögu Reykjavíkur má segja út frá húsum í Grjótaþorpi, mis- munandi gerðum og gömlum. Það er stórkostlegt að á meöan Reykjavík hefur þanist út hefur kjarni hennar varðveist að svo miklu leyti. Ef vel tekst til að varðveita þennan kjarna verður hann stolt okkar og ómetanleg heimild fyrir komandi kynslóðir." Svo sagði Nanna Hermannsson borgar- minjavörður aðspurð um Aðalstræti, staðinn þar sem Skúli Magnússon landfógeti lét á árunum 1750—1754 reisa sex stór verksmiðjuhús Innrétt- inganna, auk smærri húsa og lagði þar meö grunninn að Reykjavíkur- borg. Hákonsenshús Húsið Aðalstræti 8 stendur á grunni fyrrum geymsluhúss Inn- réttinganna. Geymsluhúsið keyptu kaupmennirnir J.H. Tofte og Þor- kell Bergman, auk Sigurðar Hólm árið 1791, endurbyggðu það og stækkuðu og ráku þar krambúðir sínar. Björn Benediktsson Fjeldsted verslunarmaður tók fimm árum síðar við húsinu og rak þar Verslun Toftes. Nefndist húsið þá Fjeld- stedshús. Þá verslaði Jón Ás- mundsson þar, en árið 1822 eignað- ist Einar Hákonarson hattari hús- ið. Var húsið þá nefnt Hákonsens- hús, en Einar var sonur Hákonar ríka Oddssonar í Hákonarbæ. Fleiri komu við sögu hússins á þessum árum aðrir en eigendur og verslunarmenn. Þarna bjó Jónas Hallgrímsson í síðasta sinn sem hann dvaldist í Reykjavík. Segir Benedikt Gröndal mag. m.a. svo i Eimreiðargrein sinni um Reykjavík aldamótanna: „Þar í einni stofu hefur Jónas Hallgrímsson búið og þar sneri hann Úrsíns stjörnufræði og orti „Dagrúnarharm" eftir boði Helga biskups, en Helgi sendi Jón- asi tvær portvínsflöskur fullar til launa. — í þessu húsi uppi á lofti andaðist Sigurður Breiðfjörð (21. júlí 1846) og var jarðsettur ræðu- laust. Höfundur þessarar ritgerðar heimsótti Jónas Hallgrímsson með- an hann bjó þarna, og gaf Jónas honum náttúrufræðibók; en mörg- um árum seinna bjó höfundur í sömu stofunni sem Jónas hafði búið í; það var um sumar.“ í tíð W.Ó. Breiðfjörð Þáttaskil urðu í sögu hússins árið 1874 þegar Valgarður Ólafsson Breiðfjörð fluttist þar inn. Valgarð- ur kvæntist þá Önnu Einarsdóttur Hákonsen, dóttur Einars Hákon- arsonar fyrrum eiganda hússins. Hafði Anna áður búið í húsinu með móður sinni, og húsið verið í eign hennar og ísleifs bróður hennar. Voru þá í húsinu fimm herbergi og eldhús. Fjórum árum síðar hóf Valgarð- ur breytingar á húsinu og setti á austurhlið þess (hliðin sem snýr að Aðaistræti) 10 álna kvist og 1879 reisti hann einnar hæðar geymslu- hús áfast íbúðarhúsinu á norður- mörkum lóðarinnar. 1880 voru herbergin í húsi Breiðfjörðshjón- anna orðin ellefu, auk sölubúðar norðanvert í því og húsið orðið tví- lyft. Ekki hugðist Valgarður láta þar við sitja í breytingum og sótti um leyfi til að reisa hús á lóðarmörkun- um, áfast geymsluhúsinu. Var beiðninni synjað, en Valgarður reisti húsið eftir sem áður. Var honum gert að rífa það ári seinna. 1883 sótti hann enn um leyfi til hús- byggingar á lóðinni og nú um að reisa fjós við vesturendann á geymslu- og smíðahúsinu og hækka það hús. Fjósið fékk hann að reisa, en ekki var leyft að hækka geymsluhúsið. Sama ár fékk Val- garður leyfi til að byggja hesthús sunnanvert á lóðinni, en þar var þá „plankverk" meðfram suðurhlið- inni. Breiðfjörössalur Árið 1889 var Valgarði síðan leyft að byggja skúr við Bröttugötu. Náði suðurhlið hans að Bröttugötu, en var tíu álnir frá lóð nágrannans norðanvert. Þessi skúr var upphaf bakhússins sem síðar var kallað Fjalakötturinn. Valgarður hækk- aði, 1891, geymsluhúsið norðanvert á lóðinni, þannig að suðurhlið þess varð hærri en norðurhlið. Ennfrem- ur hækkaði hann skúr á suður- mörkum lóðarinnar í sömu hæð og ’ framhÚ3Íð. „Fundurinn verður haldinn á 1. sal í hinu nýja stóra húsi kaup- manns W.Ó. Breiðfjörðs, sem nú er í smíðum, en þó orðið fundarfært. — Inngangur í gaflinn frá Bröttu- götu.“ Svo auglýsti Valgarður fund vegna þingkosninga í september 1892. Honum hafði í maí sama ár verið leyft að breikka og hækka bakhúsið og lengja það til norðurs. Um leið fékk hann að leggja þak yfir portið í miðri húsasamstæð- unni. í janúar 1893 var húseignin Aðal- stræti 8 brunavirt og var þá „pakkhúsloftið" óinnréttað. Sölu- búðina í framhúsinu hafði Val- garður stækkað og náði hún yfir alla neðri hæð hússins. í nyrðri hliðarálmu voru þrjú herbergi og fimm uppi og var klæðasölubúð í einu þeirra. Öll herbergin voru þiljuð og máluð, en í þeim voru aðeins tveir ofnar. í syðri hliðar- álmu voru þá þrjú geymsluher- bergi niðri og þrjú uppi, öll máluð. Fyrir sjónleiki og söng „Þetta hús er hið fyrsta hér á landi, sem byggt er sem leikhús. Það er 27 álna langt og 14 álna breitt, tvíloftað og kjallari undir því öllu. Leiksalurinn er yfir allt húsið uppi og eru 8 álnir undir loft. Upphækkaður pallur er í öðrum enda, 8 álna langur, en í hinum end- anum eru svalir með upphækkuðum sætum, sem taka um 100 manns. Á gólfinu eru um 14 bekkjaraðir yfir þvert húsið. Útgangur er rúmgóður og geta 50 manns farið í einu niður tröppurnar. í húsinu eru sæti fyrir 300 manns, en alls geta þar verið um 400. Hr. Jensen hefur sagt fyrir um alla gerð hússins að innan og segir hann hús þetta vera betur út- búið en sum leikhús gerast í dönsk- um bæjum, enda ætlar hann að það muni nægja Reykvíkingum í 100 ár.“ Svo lýsir blaðið Fjallkonan nýju leikhúsi Reykvíkinga árið 1893. Leikhúsið var bakhús Valgarðs, en hann hafði þá hækkað bakbygg- inguna og innréttað hana sem leikhús. Sjálfur sagði hann í blaði sínu Reykvíkingi 1984 um húsið að það væri „einungis búið til fyrir sjónleiki og söng“. í brunabótavirð- ingu sama ár er leikhúsinu lýst svo: „Kaupmaður W.ó. Breiðfjörð hefur hækkað bakhús þetta um 4 álnir og innréttað það sem leikhús (theater) með Scenupall og Galleri (loftsvöl- um). Nú er allt þiljað innan með borðum og allt málað. Auk þess hafa ýmis sjónleikaáhöld verið sett þar upp á Scenuna. Fastir bekkir eru í húsinu bæði uppi og niðri." Fjalarkötturinn Þegar húseignin Aðalstræti 8 var brunavirt 1896 var búið að byggja hæð ofan á framhúsið, þannig að gafl sneri að Aðalstræti, hliðarálm- ur höfðu einnig verið hækkaðar, sem og glerþakið yfir portinu. Á jarðhæð framhússins voru þá fimm geymsluherbergi, sölubúð í þremur herbergjum og skrifstofa. Á fyrstu hæðinni voru tólf herbergi og eld- hús, eldavél og sjö ofnar. Á annarri hæðinni voru sex herhergi auk eldhúss og á þriðju hæðinni hafði Valgarður nærri fullgert fjögur herbergi. Leikhúsið hafði einnig verið endurbætt og er því lýst þann- ig í brunabótavirðingu 1896: „Leikhúsið hefur bæði að utan og innan verið endurbætt á ýmsan hátt. Að utan hefur eigandinn bætt það með járni á suðurgafli. lnni hefur leiktjöldum verið fjölgað að mun og nokkrir bekkir verið klædd- ir flosi. Þess utan hefur verið settur niður 1 stór og vandaður ofn og tveimur stórum ljósakrónum bætt í húsið.“ Valgarður setti síðan gas- lýsingu í leikhúsið árið 1897 og var það fyrsta húsið í Reykjavík sem lýst var á þann hátt. Leikhússalurinn var nefndur Breiðfjörðssalur, en fékk brátt skopnafnið Fjalakötturinn, þar sem mönnum þótti hann lítt vönduð smíð. Fór leiksýningum fækkandi þar með tilkomu Leikfélags Reykja- víkur 1897 og 1906 hófust kvik- myndasýningar í salnum . Valgarð- ur var þá látinn. Sótti „fótógraf Al- fred Lind“ um leyfi til að setja upp raflýsingartæki í skúr á lóðinni vegna kvikmyndasýninganna. Leyf- ið fékkst og i bakhúsinu var stofnað fyrsta kvikmyndahús landsins, Biograftheater Reykjavíkur, sem síðar nefndist Gamla Bíó. Var sýn- ingarmaður Peter Petersen, oft kallaður Bíópetersen. Hann tók ári síðar við rekstrinum, en kvik- myndasýningar voru í húsinu um tuttugu ára skeið. Um tíma leigði Góðtemplararegl- an salinn og 1932 tók Kommúnista- flokkur íslands hann á leigu og hafði þar aðalbækistöð sína í þrjú ár. Á þeim tíma bjuggu margir í húsunum, bæði framhúsinu og hlið- arhúsunum, s.s. Finnur Jónsson, listmálari og og Helgi Hjörvar rit- höfundur. Árið 1942 keyptu Silli og Valdi húsið og kom húsið i hlut Valdimars Þórðarsonar þegar eign- um þeirra var skipt árið 1977. Sama ár eignaðist Þorkell, sonur Valdi- mars, húsið og er það nú í eigu hans. Á þessari öld hafa litlar breytingar orðið á húsinu Aðal- stræti 8, en gluggum á suðurhlið þess verið breytt. Samantekt VE Heimildir: <>rjóUi|>orp 1976, könnun Árbæjar- safnM á sögu og ásUndi húsanna. (ireinargerö borgarminjavaröar um Aöalstræti 8. Keykjavík um aldamótin, grein eftir mag. Benedikt (irön- dal. Samantekt Árbæjarsafns á gögnum um AA- alstræti 8, aó beióni l'mhverfismálaráós. Ljósmyndir: Sigrídur Zoega, Sigfús Kymundsson og Th. Hansen (myndir í eigu Keykvíkingafé- lagsins, l'jódminjasafns og Árbæjarsafns). Frió- þjófur Helgason, Leifur l»orsteinsson. Sjónaut í tómat Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Boðið verður upp á matar- uppskriftir af daglegum réttum, einföldum, nærandi og ódýrum — úr okkar ágæta hráefni fiski og kjöti. Uppskriftirnar eru miðaðar við meðalfjölskyldu eða 4—5 manns. Verð á hráefni í málsverðinn verð- ur um 100 kr. nema breyting verði á verðlagi. Góð ráð úr heimi matargerðar- listarinnar munu fylgja með, svo og sundurliðað verð hráefnisins. Kærkomin tilbreyting frá fiski er það sem við köilum „Sjónaut í tómat“ 1. 600 gr. hvalkjöt eða hrefnukjöt (helst ljóst og tægjulítið) 2. 25 gr. smjörlíki eða 2 msk. mat- arolía 1 stk. laukur (meðalstór) 3. Vt tsk. sætur Basil 1 tsk. sykur 'k tsk. lárviðarlauf (brotið í fernt) 1 lítil dós tómatkraftur 1—2 teningar kjötkraftur 1 geiri hvítlaukur (kraminn með flötu hnífsblaði) salt og pipar eftir smekk. 1. Kjötið er skorið í þunna strimla þvert á vöðvaþræðina ( Vt úr sm). Meðalstór pottur er fylltur af vatni, kjötið er sett út í vatnið og suðan látin koma upp. Aðferð þessi dregur blóðið úr kjötinu. Það myndar brúna froðu í pottinum. Því er hellt af kjötinu, það síðan skolað, og pressaður úr því vökv- inn. 2. Á meðan suðan er að koma upp á kjötinu er feitin brædd, laukur- inn fínskorinn og látinn krauma í feitinni í ca. 5 mín. 3. Síðan er allt sett saman í einn pott, kjötið, laukurinn, kryddið, tómatkrafturinn og vatn, 1—2 bollar, eða svo rétt fljóti yfir kjöt- ið. Saltið eftir smekk. Sósan jöfn- uð með hveiti. Saltið gerir krydd- bragðið sterkara. Suðan fer eftir grófleika kjötsins. Ljóst kjöt af ungum hval þarf aðeins 20 mín. suðu, en drekkra kjöt af eldra dýri þarf 30—40 mín. suðu. Rétturinn er borinn fram með stöppuðum kartöflum og grænum baunum. Þegar lárviðarlauf er notað í mat skal það brotið í sundur áður en það er sett í pottinn. Leysast þá úr laufinu hin sætu eftirsóknar- verðu bragðefni. Verð hráefnisins (í febrúar) Kjöt 60 kr. (1 kg. 92 kr.) Teningar 0.70 kr. Tómatar. 6.15 kr. Krydd 10.00 kr. 76.85 kr. Baunir 18.50 kr. Kartöflur 10.00 kr. Alls 105.35 kr. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.