Morgunblaðið - 07.03.1984, Page 14
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Hörð rimma á Alþingi:
Óeðlilegur dráttur
á meðferð kjör-
dæmabreytingar
— sagði Svavar Gestsson
Tólf varaþingmenn sitja nú á Alþingi. Hér má sjá einn þeirra, Braga Mikaelsson, Kópavogi, sem nú situr á
Alþingi í fjarveru Matthíasar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Með honum á myndinni eru Halldór Blöndal og
Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Verulegt tjón bænda
af völdum Markarfljóts
Svavar Gestsson, formaður Al-
þýðubandalags, vakti máls á því í
neðri deild Alþingis í sl. viku, hver
dráttur hafi orðið á meðferð og af-
greiðslu þingsins á frumvörpum um
stjórnarskrár- og kosningalög, sem
tengdust leiðréttingu á vægi at-
kvæða eftir búsetu, og samstaða
hefði náðst flokka í milli í lok lið-
ins þings. Frumvarp hafi verið lagt
fram í þingdeildinni fyrir jól, þá
mælt fyrir því en umræðu ekki lok-
Ólafur Þórðarson
ið og verið frestað. Síðan séu liðnar
margar vikur án þess að umræðu
hafi verið fram haldið. Hér er
óeðlilega að málum staðið og
óhjákvæmilegt, krefjast þess af
þingdeildarforseta að málið fái
framhaldsmeðferð þegar á næsta
þingdeildarfundi.
SVAVAR GESTSSON (Abl.)
taldi óhjákvæmilegt að staðið
yrði við þau fyrirheit, sem gefin
hefðu verið í þessu máli, og hann
kvaðst vona, að ríkisstjórnin
væri ekki að hlaupa frá málinu.
Ýta yrði duglega á eftir því.
ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON (F)
kvað rangt af ’Svavari að reka
þyrfti á eftir ríkisstjórn í þessu
máli. Þetta er ekki ríkisstjórn-
armál. Það vóru formenn stjórn-
málaflokkanna, sem flutt hafi
þetta mál og stóðu að greinar-
gerð sem lofað hafi leiðréttingu á
öðru misrétti eftir búsetu. Það sé
þeirra, þ.á m. Svavars, að hafa
frumkvæði um að staðið verði við
eigin fyrirheit.
INGVAR GÍSLASON, forseti
neðri deildar, taldi rétt vera að
málið hafi dregizt um of, en þar
um væri ekki við forseta að sak-
ast, heldur hafi ítrekað verið
óskað eftir frestun málsins við
forseta. Forseti kvaðst myndu
ræða þetta mál og framvindu
þess við flutningsmenn og stuðla
að því að það fengi þinglega með-
ferð eins og efni stæðu til.
SVAVAR GESTSSON (Abl.)
sagði Ólaf Þ. ekki sýna þingmáli
Alþýðubandalags um jöfnun hús-
hitunarkostnaðar mikinn stuðn-
ing.
ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON (F)
minnti á að hann hefði flutt
þingmál um útreikning fram-
færsluvísitölu í hverjum lands-
hluta í félagsmálaráðherratíð
Svavars, sem leiða hefði átt í ljós
staðreyndir um mismunandi
framfærslukostnað í landinu.
Formaður Alþýðubandalagsins
hafi lagt sig fram um að drepa
málið.
SVAVAR GESTSSON (Abl.)
kvaðst andvígur mismunandi
verðbótum á laun eftir lands-
hlutum. Framsóknarflokkurinn
hefði hinsvegar staðið að afnámi
vísitölubóta, jafnt í öllum lands-
pörtum.
Holti, 26. febrúar.
SKEMMDIR sem Markarfljót olli,
þegar það braust yfir varnargarða
sína 12. febrúar sl. eru nú aö koma í
Ijós. Er Ijóst að hér er um verulegt
tjón að ræða, sem bændur á þessu
svæði hafa orðið fyrir. Haft var sam-
band við oddvita Austur-Landeyja-
hrepps, Magnús Finnbogason, Lága-
felli og oddvita Ve.stur-Eyjafjalla-
hrepps, Guðjón Ólafsson, Syðstu-
Mörk.
Magnús Finnbogason sagði að
hér væri um svo mikið tjón að
ræða að gera yrði úttekt á tjóninu
og leita til Bjargráðasjóðs og Við-
lagatryggingar um bætur. Því
miður virtist Viðlagatrygging ekki
ná yfir bætur á girðingum, sem
hlýtur þó að hafa verið ætlun lög-
gjafarvaldsins þegar breyting var
gerð á lögunum fyrir tveimur ár-
um, í sambandi við tjónabætur af
náttúruvöldum á ræktuðu landi.
Kostnaður við ræktað land væri
að stórum hluta girðingin og við-
hald hennar. í Austur-Landeyjum
hafi girðingar skemmst á 7 bæj-
um, Brú, Leifsstöðum, Voðmúla-
stöðum, Búlandi, Grenstanga,
Svanavatni og Búðarhóli, svo nemi
tugum kílómetra og mikið af þess-
um girðingum hafi verið nýupp-
settar. Þá hafi einnig skemmst
ræktað land á Brú og heimahagar
víðsvegar. Átak yrði að gera við
varnargarða Markarfljóts og
vinna að stokkun þess til sjávar.
Vatnsveita Vestmanneyinga og
dælustöð ásamt raflínu væru í
stórri hættu á sandinum og þessar
skemmdir sem nú hefðu orðið
hlytu að kalla á varanlegar úrbæt-
ur. Að síðustu gat Magnús þess að
enn væri ekki komið á vegasam-
band hjá Svanavatni. Brúin þar
væri í miðjum farvegi og miðok
brúarinnar á lofti.
Guðjón ólafsson sagði að nú
fyrst fyrir tveimur dögum hefði
tekist að gera við varnargarðinn
sem fór í sundur fyrir sunnan
Seljaland með þeim afleiðingum
að Markarfljót rann inn á sand-
rækt Vestur-Eyfellinga. Þar væru
nú um 40 hektara svartur aur sem
áður hefði verið ræktað land og
um tveggja kílómetra girðing
horfin. Tíu bændur í sveitinni
stæðu að sandræktinni sem væri
127 ha og þessir bændur byggðu að
verulegum hluta heyskap sinn á
þessari ræktun, þannig að hér
væri um verulegan skaða að ræða.
Guðjón sagðist vilja minna á
ábyrgð ríkisvaldsins í sambandi
við varnargarða Markarfljóts og
viðhald þeirra. Fyrir meira en 50
árum hefði verið ákveðið að veita
vatnsföllum annarra hreppa,
Þverá, Affalli og Álum í Mark-
arfljót, sem síðan rann með aukn-
um þunga um Vestur-Eyjafjalla-
hrepp. Jarðirnar Brúnir og Tjarn-
ir í hreppnum væru iagðar undir
eyðingu Markarfljóts, en gert væri
ráð fyrir að annað land í hreppn-
um væri varið fyrir ágangi fljóts-
ins, sem hreppsbúar yrðu að geta
treyst.
Hreppsnefnd Vestur-Eyjafjalla-
hrepps hefði í mörg ár óskað eftir
auknu fjármagni til viðhalds görð-
unum og varað við þeim hættum
sem af gætu hlotist ef varnargarð-
ar brystu. Að mati hreppsnefndar
hefði stórlega skort á þessar fjár-
veitingar. Minnti Guðjón á að
varnargarðar Markarfljóts hefðu
rofnað áður og fyrir nokkrum ár-
um hefði fljótið farið upp fyrir
sunnan varnargarðinn með þeim
afleiðingum að skemmdir hefðu
orðið á ræktun og girðingum
sandræktarinnar. Garðurinn hefði
þá verið lengdur og stöðugt þyrfti
að fylgjast með varnargörðunum,
styrkja þá og hækka, því aurfram-
burður Markarfljóts væri mikill
og meðan áin væri ekki betur
stokkuð, hækkaði farvegur árinn-
ar með þeim afleiðingum að áin
væri sífellt að ryðja sér nýja far-
vegi og mæddi með mismunandi
þunga á varnargörðunum.
Að síðustu gat Guðjón þess að ef
varnargarður Markarfljóts hjá
Seljalandi hefði rofnað aðeins
ofar, sem vel hefði getað orðið, þá
hefði fljótið runnið austur í ár-
farveg Fitjaráls, tekið sundur
þjóðveginn og Seljaland og aftur
hjá Hvammi og síðan runnið eftir
endilangri sveit Vestur-Eyjafjalla
með ófyrirsjáanlegum skaða á
landi og mannvirkjum. Markar-
fljót væri straumþungt, skæri
landið í sundur og fyllti þegar í
stað farveg sinn með aur. Hér
væri því um mjög alvarlegt mál að
ræða fyrir sveitarfélagið, sem yrði
að fá varanlegar úrbætur á, en það
væri veruleg styrking á varnar-
görðum og ef til vill nýir varnar-
garðar.
Fréttaritari.