Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
55
Forherðing læknastéttar — Kraftaverka
hugsunarháttur? — Kerlingabækur?
eftir Jóhannes
Jóhannesson
I.
Undanfarna mánuði hefur verið
ofarlega á baugi umræða um heil-
brigðismál. Mun hún hafa sprottið
upp úr því að heilbrigðisráðherra
hefur leitað dyrum og dyngjum
ýmissa sparnaðarleiða í heilbrigð-
iskerfinu og í framhaldi af því
viðrað hugmyndir um svonefndan
sjúkraskatt. Um hann hafa síðan
orðið deildar meiningar og m.a.
bent á, að þar sé verið að mismuna
einstaklingum í þjóðfélaginu,
skattleggja sjúka og þjáða sem
jafnframt þurfi þá að vega og
meta hvort þeir hafi fjárráð til að
leita sér lækninga.
Hverjar sem lyktir þessa verða
er það óumdeilt að í dag telst það
eitt helsta hlutverk almanna-
tfygginga og er í raun meginregla
almannatryggingalaga að gera
sjúklingum kleift að leita sér
lækninga. Það má því vera ljóst að
þegar gengið er framhjá þessari
meginreglu, er almannatrygg-
ingakerfið að sjálfsögðu að fara á
svig við eigin skyldur og brjóta
lög. Einmitt þetta er tilefni minna
skrifa.
II.
Einn af mörgum sjúkdómum
sem hrjáir okkur mannfólk, nefn-
ist psoriasis. Er það húðsjúkdóm-
ur sem lýsir sér í svæsnum útbrot-
um á víð og dreif um líkamann,
jafnframt sem ofsakláði og psori-
asisgigt eru oft fylgifiskar. Um
eðli sjúkdómsins rek ég ekki nán-
ar, enda mun flestum um hann
kunnugt, ýmist af eigin raun eða
reynslu annarra.
Psoriasis er ólæknandi og er
þekking læknavísindanna á sjúk-
dómnum enn mjög takmörkuð.
Þau vita ekki orsökina og hafa þar
af leiðandi ekki sett saman lyf
sem unnið getur bug á sjúkdómn-
um. Engu að síður er hin almenna
meðferð fólgin í lyfjum. Þau hafa
mjög takmörkuð áhrif og stundum
aukaverkanir í för með sér svo
miklar að á tveimur tungum kann
að leika, hvort til bóta eða óbóta
eigi að telja.
Það segir sig því sjálft að psori-
asis-sjúklingar hafa ætíð verið
opnir fyrir öllum möguleikum sem
bjóðast til bættrar heilsu. í því
augnamiði hafa margir leitað til
sólarlanda, en þar má fá mark-
verðan bata. Sú meðferð takmark-
ast hins vegar af fjárráðum sjúkl-
inga.
Fyrir þremur árum opnaðist
nýr möguleiki fyrir psoriasis-
sjúklinga og er hann fólginn í Bláa
lóninu við Svartsengi.
III.
Um nokkur ár hafa margir
psoriasis-sjúklingar stundað böð í
Bláa lóninu og talið sig fá þar bata
sem er miklum mun markverðari
en þeir hafi áður þekkt. Þessi upp-
götvun vakti strax mikla athygli
bæði hér á landi og erlendis. I
framhaldi af því var samþykkt
þingsályktun á Alþingi fyrir þremur
árum um að rannsókn skyldi fara
fram á lækningamætti Bláa lóns-
ins. Eðli máls samkvæmt var heil-
brigðisyfirvöldum falið að standa
að rannsókninni, enda bar þeim
skylda til að eiga frumkvæði að
henni allt að einu. Nú, að þremur
árum liðnum, hefur engin rann-
sókn farið fram. Þá hljóta menn
að spyrja sjálfa sig: hvers vegna
er ekki kostað kapps að athuga
mál sem horfa til framfara á sviði
heilbrigðismála og hvers vegna er
látið hjá líða að rannsaka hluti
sem fela í sér margfalt ódýrari
kosti.
Hér er ekki úr vegi að fara
nokkrum orðúm um afstöðu lækna
til Bláa lónsins. Það mun sam-
dóma álit manna að aðalverkefni
og keppikefli allra lækna er að
sjúklingar þeirra fái bata. Fyllsta
ástæða var því til þess að ætla að
læknastéttin veitti sitt lið til
rannsókna á lækningamætti Bláa
lónsins. Hver hefur orðið raunin?
Strax í upphafi gekk fram fyrir
skjöldu valinkunnur maður úr
læknastétt, sérfræðingur í húð-
sjúkdómalækningum. Taldi hann
lækningamátt Bláa lónsins mjög
vafasaman og ásakaði psoriasis-
sjúklinga um að lifa í heimi
„kraftaverkahugsunarháttar" og
„kerlingabóka." Þetta verður að
telja „vísindaleg vinnubrögð" í
nýju ljósi hjá lækninum, þar sem
dregnar eru ályktanir og niður-
stöður kynntar áður en rannsókn-
ir fara fram. Slík vinnubrögð
munu ekki teljast til fyrirmyndar
í heimi vísindanna og eru vægast
sagt slakleg meðmæli með „vís-
indamanni".
Hver er ástæða þessarar af-
stöðu lækna? í þessu tilviki fara
hagsmunir lækna og sjúklinga
ekki alveg saman. Læknum finnst
e.t.v. varpað rýrð á sig, því að
meðferð í Bláa lóninu er ekki „vís-
indaleg". Á hitt er einnig að líta,
að ef sjúklingum er beint í Bláa
lónið kunna læknar að tapa
ákveðnum viðskiptahagsmunum.
Það sem er alvarlegra, er að svo
virðist sem sjónarmið lækna hafi
orðið ofan á hjá æðstu yfirmönn-
um heilbrigðismála. (sbr. IV.)
Ofangreint leyfir mér að álykta:
Læknar setja sína eigin hagsmuni
ofar því að sjúklingar fái bata, jafn-
framt sem skellt er skollaeyrum við
meðferð sem er kostnaðarminni
fyrir almannatryggingar, m.ö.o.
ganga skal á rétt sjúklinga og
engu skiptir hagur Trygginga-
stofnunar ríkisins þegar hags-
munir lækna eru annars vegar.
Þar sem þettá eru mjög alvarl-
egar ásakanir mun ég færa fyrir
þeim nánari rök. (sbr. V., liðir 4 og
5.)
IV.
Sá, er þetta skrifar, er einn
þeirra sem reynt hafa Bláa lónið.
Að mati þeirra sem stundað hafa
lónið lengst varðar mestu að
sækja það að staðaldri, helst
tvisvar á dag til að byrja með,
meðan verið er að ráða niðurlög-
um sjúkdómsins. Þar sem mikill
kostnaður fylgir því að aka dag-
lega frá Reykjavík að Svartsengi
(100 km), leitaði ég eftir því við
Tryggingastofnun að hún styddi
mig til þessarar meðferðar, því
eins og áður er komið fram er það
meginhlutverk og meginregla al-
mannatryggingalaga að gera
sjúklingum kleift að leita sér
lækninga.
í lok síðasta árs lagði ég fram
beiðni til TR um stuðning vegna
meðferðar við Bláa lónið. Hafði ég
í huga að dvelja í nýreistu gisti-
heimili sem þar er staðsett. Var
beiðnin tekin fyrir hjá trygginga-
yfirlækni, Framkvæmdanefnd TR
og nú síðast hjá Tryggingaráði var
endanlega skorið úr um rétt minn
og annarra psoriasis-sjúklinga um
stuðning úr TR til að stunda Bláa
lónið.
Svar allra þessara aðila var í
stuttu máli þetta: „Beiðni yðar er
synjað þar sem heimild skortir".
Við afgreiðslu sína setti Trygg-
ingaráð það að skilyrði að fyrir
hendi lægi viðurkenning heil-
brigðisráðuneytis á Bláa lóninu.
Slík viðurkenning fékkst hins veg-
ar ekki, enda læknum í raun feng-
ið sjálfdæmi þar sem ráðuneytið
er að lögum bundið við álit lækna.
Má velta vöngum yfir hversu eðli-
legt það er, t.d. með hliðsjón af því
sem hér hefur komið fram.
V.
Við þessa afstöðu yfirmanna
heilbrigðis- og tryggingamála er
ýmislegt athugunarvert. Skal í því
efni bent á nokkur atriði:
1. Með þingsályktun Alþingis var
heilbrigðisráðherra falið að
láta fara fram rannsókn á
lækningamætti Bláa lónsins.
Síðan eru liðin þrjú ár og enn
„Þá hljóta menn að
spyrja sjálfa sig: hvers
vegna er ekki kostað
kapps að athuga mál
sem horfa til framfara á
sviði heilbrigöismála og
hvers vegna er látið hjá
líða að rannsaka hluti
sem fela í sér margfalt
ódýrari kosti?“
hefur ekki verið gerð rannsókn.
Samkvæmt lögum 4/1963 varð-
ar það ráðherra ábyrgð að hafa
vilja Alþingis að engu, sbr. 9.
gr., b-lið.
2. Með synjun á beiðni minni set-
ur heilbrigðisráðuneyti og
Tryggingaráð fótinn fyrir að
sjúklingar kanni lækningamátt
lónsins frekar og öðlist um leið
frekari vitneskju um þennan
lækningamátt. Hér er heil-
brigðisráðuneyti Þrándur í
Götu og stendur gegn framför-
um á sviði heilbrigðismála, eins
og nýkynntar lífefnafræðilegar
athuganir á Bláa lóninu gefa
vonir um.
Verður að telja þetta dapur-
legt og óæskilegt hlutskipti
heilbrigðisráðuneytis.
3. Þegar TR segir að heimild
skorti til að styðja psoriasis-
sjúklinga mun átt við að hvergi
sé þess getið berlega í lögum
67/1971 um almannatryggingar
að gera eigi psoriasis-sjúkling-
um kleift að stunda Bláa lónið.
Það er út af fyrir sig rétt, en
ekki þarf mikla glöggskyggni
að sjá ástæðu þess. Sú stað-
reynd er ljós að löggjafinn get-
ur með engu móti séð fyrir um
öll atvik sem upp koma í fram-
tíðinni og því er þessi „heimild-
arskortur" í rauninni eðlilegur,
þar sem lækningamáttur Bláa
lónsins er tiltölulega nýupp-
götvaður. Réttur sjúklinga til
stuðnings úr TR takmarkast
ekki af settum lögum, heldur
koma einnig til meginreglur
laga og eðli máls. Það er því á
valdi TR að ráða málum til
lykta þegar á framtíðarinnsýn
löggjafans skortir. Gangi
niðurstöður TR gegn rétti
HAFIN er á vegum iðnaðarráðu-
neytisins útgáfa á sérstöku blaði þar
sem birtast munu allar lögboðnar
auglýsingar er varða vörumerki og
einkaleyfi. Um leið verður hætt að
birta þetta efni í Lögbirtingablaði og
B-deild Stjórnartíðinda.
Hið nýja blað nefnist Vöru-
merkja- og Einkaleyfatíðindi.
Mun það að jafnaði koma út mán-
aðarlega og verða 8—16 síður í
A-4 broti.
Yfirumsjón með vörumerkja- og
einkaleyfamálum af hálfu iðnað-
arráðuneytisins annast Gunnar
Guttormsson, deildarstjóri. Rit-
stjóri Vörumerkja- og einkaleyfa-
sjúklings, reistum á meginregl-
um laga og eðli máls, eins og í
þessu tilviki, er TR að fara
mjög á svig við eigin skyldur og
tekin er ákvörðun sem berlega
brýtur í bága við meginreglu
laga um almannatryggingar.
4. Markmið almannatrygginga
með stuðningi við sjúklinga er
að þeir megi fá lækningu.
Niðurstaða TR skýtur því mjög
skökku við, þar sem árangur
meðferðar í Bláa lóninu er mun
betri en hin hefðbundna með-
ferð, að mati þeirra sem gerst
þekkja til og telja þar ólíku
saman að jafna.
5. Þau sjónarmið hafa nú verið
mjög á lofti að leita ætti sparn-
aðar í heilbrigðiskerfinu. Það
var ekki að ófyrirsynju að ætla
að slíkt myndi móta afstöðu
heilbrigðisráðuneytis og Trygg-
ingastofnunar. Að mínu mati
ber TR að fara með almannafé
af forsjálni og vera opin fyrir
öllum atriðum sem horfa að því
að draga úr útgjöldum hennar.
Sé þess ekki gætt er réttmætt ð
bera fram harkalega rökreista
gagnrýni á opinberum vett-
vangi á hendur þeim aðilum
sem að baki slíkum ákvörðun-
um standa, jafnframt sem yfir-
manni er skylt að víta þá, svo
ekki sé meira sagt.
Spurning vaknar hvort þetta
hafi verið haft að leiðarljósi í
þessu tilviki. Kostnaður TR
vegna meðferðar við Bláa lónið
væri í dag um kr. 1.000,- á
hvern sólarhring, en er nú svo
dæmi sé tekið 3.200,- á húð-
lækningadeildinni á Vífilsstöð-
um og er þá ótalinn kostnaður
sem fylgir því að styðja einn
sjúkling til þess að jafnmikill
kostnaður sem fylgir lyfja- og
lampanotkun. Á þessu sést að
nærri liggur, að jafnmikill
kostnaður fylgi því að styðja
einn sjúkling til þess að vera á
Vífilsstöðum og fjóra sjúklinga
til þess að stunda Bláa lónið.
Ákvörðun Tryggingastofnunar
og heilbrigðisráðuneytis leyfir
mér að álykta að þegar heilbrigð-
isráðherra leitar nú mjög sparn-
aðarleiða að þá þurfi hann ekki að
leita langt yfir skammt þegar
hann er staddur á 4. hæð Lauga-
vegar 116, þ.e.a.s. í húsakynnum
heilbrigðisráðuneytis.
Jóbannes Jóhannesson er laga-
nemi, búsettur í Reykjavík.
tíðinda er Eygló Halldórsdóttir,
lögfræðingur. Afgreiðsla blaðsins
verður á Laugavegi 116, sama stað
og Lögbirtingablaðs.
Til að kynna blaðið hefur fyrsta
eintak þess verið sent öllum
áskrifendum Lögbirtingablaðs.
Þeir sem óska að gerast áskrifend-
ur þurfa að tilkynna það til af-
greiðslunnar bréflega eða í síma.
Áskriftargjald fyrir árið 1984 er
kr. 450,- en verð hvers eintaks í
lausasölu er kr. 50.-
í blaðinu er að finna nánari
upplýsingar frá útgefanda um efni
þess og sitthvað er varðar skrán-
ingu vörumerkja og einkaleyfa.
ERGO-DATA
stóllinn frá
DRABERTheldur
þérígóðu skapi
allandaginn
í Drabert
siturðu rétt
HALLARMÚLA 2
Fenner
Reimar og
reimskífur
Vald
Poulsen
Suöurlandsbraut 10,
•ími 86499.
Vörumerkja- og einkaleyfis-
tíðindi heitir nýtt blað,
sem iðnaðarráðuneytið gefur út
SKRIFSJOFU HÚSGÖGN