Morgunblaðið - 07.03.1984, Qupperneq 16
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 1984
Draumabúseta
— eftir dr. Pétur
H. Blöndal
í fyrri grein minni tók ég til
umræðu grein Jóns Rúnars
Sveinssonar, formanns Húsnæð-
issamvinnufélagsins Búseta, sem
hann skrifaði vegna nokkurra að-
vörunarorða minna um forsendur
Búsetumanna þegar þeir með
dæmum lofa hið nýja húsnæðis-
form, húsnæðissamvinnufélagið.
Held ég hér áfram að ræða um
húsnæðismálin almennt og þá
Búseta sérstaklega.
Eignarhald á íbúðum
Jón hefur þá skoðun, að eign sé
óþörf, öruggt húsnæði dugir.
Hann ályktar út frá aðsókninni að
Búseta að þúsundir íslendinga eigi
sér enga ósk heitari en að sleppa
við hina margrómuðu húsnæðis-
eign. Þessi ályktun er að mínu
mati röng, því þessu fólki hefur
ekki verið boðið upp á sömu gullnu
kjörin til að eignast eigin íbúð og
þeir Búsetamenn eru að lofa. Ef ég
stofna á morgun húsnæðissér-
eignafélag, sem gengur út frá því
að 95% af verði eignaríbúðar verði
lánaðar til 30 ára með 0,5% vöxt-
um, hver yrði aðsóknin? Hver varð
aðsóknin að Sigtúnsfundinum? Ég
fullyrði að ef einhver tryði því að
hægt yrði að ná þessu marki, þá
gengju þúsundir í þetta félag.
Jafnvel tugþúsundir. Og einnig
margir þeirra, sem hafa keypt
himnaríki hjá Búseta fyrir 500
kall.
Ég er persónulega á þeirri skoð-
un, að það sé þjóðhagslega hag-
kvæmast að sem flestir búi í eigin
húsnæði. Auk þess veitir það
hverjum manni efnahagslegt
sjálfstæði og eykur sjálfstæði
hans að eiga þá fasteign, sem
íbúðin hans er. Ég ætla að leyfa
mér að rökstyðja þessar fullyrð-
ingar. Umgengni um eigin íbúð er
alla jafnan miklu mun betri en um
leiguíbúðir enda beinir hagsmunir
Dr. Pétur Blöndal
þess, sem um gengur að halda
eigninni við. Ef læsing á glugga
bilar eða krani byrjar að leka er
ekki beðið eftir manni frá húseig-
anda eða „félaginu" til þess að
gera við. Flestir gera það bara
sjálfir. Þannig verður viðhald hús-
anna miklu ódýrara. Menn eru
líka mikið fúsari til þess að fegra
íbúð sína og endurbæta, þegar þeir
eiga hana sjálfir. En mest virði er
þó það efnahagslega sjálfstæði,
sem sá öðlast sem á sína eigin
íbúð. Hann getur notað íbúðina
sem varnagla ef hann vill skipta
um vinnu, fara í framhaldsnám
eða taka einhverja aðra áhættu.
Og ef tryggingakerfið skyldi nú
ekki reynast óbrigðult (það er jú
háð þróttmiklu atvinnulífi) þá er
sá, sem á eigin íbúð mikið betur
staddur en leigjandinn, jafnvel þó
sá hafi búseturétt. Sú staða fyrri
aida að aimenningur var upp til
hópa öreigar getur ekki komið upp
ef menn almennt búa í eigin hús-
næði. Þetta eru menn farnir að sjá
víða erlendis og vinna markvisst
að því að fólk búi í eigin húsnæði.
En ég vil undirstrika það, að
þetta er mín skoðun og Jón má
hafa aðra skoðun mín vegna.
„Ég fæ ekki skilið aö
með því einu að ég
hengi skilti „félagsleg
íbúð“ yfir dyrnar á íbúð-
inni minni skuli ég eiga
rétt á forréttindaláni á
forréttindakjörum. Og
það á kostnað þeirra,
sem ekki eiga svona
skilti.“
2. grein
Hver á Búsetaíbúðina?
Nokkrar spurningar
I þeim blaðagreinum sem hamp-
að hafa húsnæðissamvinnufé-
lögum, er hvergi talað um það
hver eigi íbúðirnar. Eftir 30 ár er
lánið góða uppgreitt og íbúðin
skuldlaus. Hver á hana þá? Búset-
inn (þ.e. sá, sem á búseturéttinn)
flytur úr íbúðinni og fær sín 5%
endurgreidd með verðbótum.
Eignast þá nýr íbúi íbúðina? Gef-
um okkur að tuttugu menn stofni
húsnæðissamvinnufélag og fái 20
íbúðir á silfurfati. Eftir 30 ár selja
þeir allir sinn hlut og aðrir 20
kaupa búseturéttinn. Eignast þeir
þá félagið og þessir 20 skuldlausu
íbúðir fyrir nánast 5%? Og þurfa
þeir engin lán að greiða niður?
Hér vantar greinargóð svör.
Hvernig verður með Búseta, hús-
næðissamvinnufélag okkar Reyk-
víkinga? Þegar það hefur byggt og
keypt tíu þúsund íbúðir hér í
Reykjavík eftir nokkur ár, trónir
þá Jón Rúnar Sveinsson ofan á
bákninu? Og ofan á tíu þúsund
leiguliðum?
Hvernig er með búseturéttinn?
Verður hann ekki seldur hæst-
bjóðanda? Það er reyndin t.d. í
Svíþjóð. Ég get ekki ímyndað mér
að búseturéttur í eftirsóttri íbúð í
Suðurhlíðum komi til með að
kosta jafnlítið og búseturéttur í
annarri miður eftirsóttri íbúð.
Braskið og klíkuskapurinn með
búseturéttinn mun hefja innreið
sína.
Hvernig verður fyrstu 10 íbúð-
unum hjá Búseta úthlutað? Verð-
ur farið eftir inngöngu í félagið?
Hvar yrði ég í röðinni, ef ég sækti
um inngöngu í dag? Hvenær fengi
ég íbúð? Hvar er formaður Búseta
í hlunnindaröðinni?
Hærri lán til
Búsetaíbúða?
Jón tekur í seinni grein sinni
fyrir furðulegt dæmi um að 10
milljónir króna verði lánaðar út á
eitt hús í Grafarvoginum til þess
að rökstyðja að þær íbúðir, sem
hann kallar félagslegar, eigi rétt
til mikið hærri lána. Hann gefur
sér að þetta hús skipti um eigend-
ur á tveggja ára fresti í tíu ár.
Hann getur þess ekki, að hann er
búinn að leysa þarna vanda 5 fjöl-
skyldna, sem allar virðast eiga að
byrja á því að kaupa þetta ágæta
hús. Hvað eiga svona dæmi að
sanna? Hver er tilgangurinn?
Venjulegur íslendingur tekur ekki
oft lán hjá Byggingasjóði um
ævina. Og ekki þekki ég dæmi þess
að menn taki meiri lán en húsnæði
þeirra kostar. Enda óhægt um vik
þar sem þeir eiga ekki næg veð.
Ég fæ ekki skilið að með því
einu að ég hengi skilti „félagsleg
íbuð“ yfir dyrnar á íbúðinni minni
skuli ég eiga rétt á forréttindaláni
á forréttindakjörum. Og það á
kostnað þeirra, sem ekki eiga
svona skilti. Hvernig geta menn
öðlast sjálfsagðan rétt til niður-
greiddra lána með því einu að
stofna félag með ákveðnu heiti?
Frjáls sparnaður
Jón segir í seinni grein sinna að
ef frjáls sparnaður væri fyrir
hendi hér á landi væri allt önnur
staða í húsnæðismálunum. Hér er
ég honum hjartanlega sammála.
En hvers vegna örvum við ekki
frjálsan sparnað? Jón vill leggja
skatt á vissa kynslóð eða skylda
hana til þess að spara. Hann mið-
ar við þá, sem eru 35 ára eða eldri
(enda sennilega sjálfur yngri).
Þetta fólk hafi hagnast svo mikið
á óverðtryggðum lánum í verð-
bólgu síðasta áratugar. Vissulega
högnuðust margir á þeim tíma
eins og ég hefi áður bent á, en
bara ekki allir jafn mikið. Sumir
högnuðust ekki neitt vegna þess
að þeir byggðu ekki eða fengu ekki
lán á þessum tíma. Margir, sem nú
eru þrítugir hafa hagnast dável.
Regla Jóns er of einföld. Hugsan-
lega mætti skattleggja lántökur
þessa tíma. En lánin voru með
mjög misjöfnum kjörum. Auk þess
er það ósiðlegt að láta fólk gera
ráðstafanir við ákveðnar aðstæður
(óverðtryggð lán, frádrátt vaxta á
sköttum) og koma svo aftan að
því. Nei, skattlagning kemur ekki
til greina. Og skyldusparnaður er
mér mjög ógeðfelldur. Hann ýtir
enn frekar undir skattsvik og
kemur aðallega niður á launafólki.
Nei, við verðum að fá fólk til
þess að spara af frjálsum og fús-
um vilja. Benda fólki á kosti
sparnaðar. Öryggið, frelsið og
sjálfstæðið, sem sparnaður gefur.
Segja ungu fólki hversu miklu
auðveldara sé að byggja eða kaupa
ef menn eiga eins eða tveggja ára
sparnað (200 þús. til 400 þús). upp
á að hlaupa. Fá eldri kynslóðina
(35 ára og eldri) til þess að slaka
örlítið á neyslunni og leggja svo
sem eins og eitt videótæki til hlið-
ar á ári. En við verðum að forðast
eins og heitan eld að tala um að
skerða verðtryggingu á innlánum
eða lækka vexti um of. Sparnaður
myndast ekki nema menn treysti
því að þeir tapi ekki á því að
spara, þ.e. að þeir geti eins keypt
skfðin eftir árið eins og nú. Og
eftir því sem vextir hækka, þeim
mun meiri verður sparnaðurinn.
Geti menn eftir árið keypt skiði og
vettlinga að auki, freistar það
þeirra til að leggja til hliðar. Þeg-
ar innlán eru orðin of mikil, geta
menn lækkað vextina litillega.
Besta ráðið til þess að ná fram
miklum sparnaði er að gefa vexti
frjálsa. Það kemur auk þess í veg
fyrir að fjármagnið streymi i
óarðbæra fjárfestingu eins og
reyndin hefur verið hér á landi og
Kynning á merkja-
sölu Rauða krossins
Um áratugaskeið hefur ösku-
dagurinn verið kynningardagur
Rauða krossins. Þá hafa deildir
hans um allt land efnt til merkja-
sölu til fjárhagslegs stuðnings
fyrir starf sitt í heimabyggð.
Reykjavíkurdeild RKÍ hefur ann-
ast merkjasölu á höfuðborgar-
svæðinu og á hverju ári notið að-
stoðar mörg hundruð skólabarna,
sem ætíð hafa verið boðin og búin
til að annast merkjasölu af mikl-
um dugnaði og þannig styrkt starf
Rauða krossins og tekið þátt í að
efla mannúðar- og samhjálpar-
starf stofnunarinnar. Með þessum
hætti hefur fjöldi skólabarna
komist í nokkra kynningu við
Rauða krossinn og starf hans. Sú
þekking og fræðsla um starf
Rauða krossins, sem þau hafa öðl-
ast í þessu starfi á öskudag hefur
geymst í traustu minni hinna
ungu borgara fram á fullorðinsár.
Þetta hefur orðið grundvöllur
vinsælda og virðingar Rauða
krossins og skapað traust tengsl
stofnunarinnar við þjóðfélagið.
Starf Rauða krossins beinist að
því að efla mannúð og samhjálp og
auka virðingu fyrir því jákvæða í
heiminum.
Ranði kross íslands vinnur að
þessum málum bæði hér heima og
erlendis í samvinnu við Alþjóða
Rauða krossinn, en hver deild
vinnur fyrst og fremst að verkefn-
um á sínu félagssvæði og á það
einnig við um Reykjavíkurdeild
RKl, sem er stærsta deild stofn-
unarinnar með rúma 10.000 fé-
laga.
Verkefni Reykjavíkurdeildar
eru fjölþætt og mörg þeirra stór,
aðeins verður minnst á nokkur
þeirra og það stuttlega.
Múlabær:
Á ári aldraðra tók Reykjavík-
urdeild RKÍ höndum saman við
SÍBS og Félag aldraðra um að
stofna og starfrækja dagvist fyrir
aldraða og öryrkja. Komið var á
fót stofnuninni Múlabæ sem er í
Ármúla 34. Múlabær tók til starfa
í ársbyrjun 1983 og á því ári nutu
þar þjónustu 184 einstaklingar.
Margt af þessu fólki hefði ekki
getað búið í heimahúsum án þess-
arar aðstoðar, enda sumt af þessu
fólki nýkomið af sjúkrahúsum.
Heimsending máltíða:
Um árabil hefur Reykjavíkur-
deild veitt öryrkjum og öldruðum,
sem erfitt eiga um aðdrætti til
heimilis, þá þjónustu að senda
þeim heim mat á kostnaðarverði.
Þessi þjónusta hefur komið mörg-
um að gagni og eftirspurn farið
vaxandi.
Námskeið í skyndihjálp:
Deildin heldur að staðaldri
námskeið í skyndihjálp og er ætl-
unin að taka þar upp nýtt fyrir-
komulag, sem ætlað er unglingum
þannig að þeir fái kennslu, afnot
tækja og alla aðstöðu ókeypis, að
frátöldum kennslubókum einum.
Á vegum Reykjavíkurdeildar
starfar nefnd í samvinnu við Al-
1 RtofgmiÍMbifetft
00 : co Metsölublad á hverjwn degi!
Úr matstofu Múlabæjar.
mannavarnir og Rauða kross Is-
lands að skipulagi vissra þátta
neyðarvarna á höfuðborgarsvæð-
inu.
Sjúkraflutningar:
Reykjavíkurdeildin á nú 6
sjúkrabifreiðar, sem starfræktar
eru af Slökkviliðinu og ein þeirra,
neyðarbíllinn, starfræktur frá
Borgarspítalanum í samvinnu við
slysadeild og lyflækningadeild
spitalans. Þessi bíll hefur nú verið
búinn öllum nýjustu tækjum, sem
neyðarbíll þarf að hafa. Með til-
komu þessa bíls hafa orðið þátta-
skil í sjúkraflutningum fyrir bráð-
veika sjúklinga. Með þessum bíl
fer sérþjálfaður læknir, sem getur
strax í heimahúsum hafið meðferð
þegar slíks er þörf t.d. fyrir bráð-
veika hjartasjúklinga. Þannig hef-
ur sá tími sem líður frá því beðið
er um aðstoð þar til hjartasjúkl-
ingur fær meðferð sérfræðings
með fullkomnustu tækjum styst
um nærri helming.
Ágóði af merkjasölu Rauða
krossins í Reykjavík hefur undan-
farin 3 ár runnið til öldrunarmála
og mun einnig gera það að mestu
leyti nú en þó er ætlunin að verja
nokkrum hluta ágóðans til þess að
standa undir kostnaði við skyndi-
hjálparnámskeið fyrir unglinga á
þessu ári. Reykjavíkurdeild RKÍ
væntir þess að vel verði tekið á
móti merkjasölubörnum Rauða
krossins þegar þau heímsækja
heimili ykkar í dag. Þau vinna að
góðu máiefni sem vert er að
styðja.
Reykjavíkurdeild RKÍ
■