Morgunblaðið - 08.03.1984, Side 2

Morgunblaðið - 08.03.1984, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 Vestmannaeyjar: Þórunn Sveinsdóttir með 93 lestir í róðri — aflinn alls um 600 lestir eftir mánaðar veiði V'estmannaeyjum, 7. marz. NETABÁTAR frá Vestmannaeyjum hafa aflað vel í vetur og sjómenn eru nokkuð bjartsýnir á góða vertíð. Mikið stuð hefur verið á þeim marg- falda aflakóngi Sigurjóni Óskars- syni, skipstjóra á Þórunni Sveins- dóttur VÉ. Sigurjón hóf ekki veiðar fyrr en í byrjun febrúar og nú eftir um það bil mánuð hefur hann komi með um 600 lestir að landi, sem verða að teljast fádæmagóð afla- brögð. 1 gær landaði báturinn 93 lest- um eftir tvær lagnir, og síðastlið- inn laugardag landaði hann 90 lestum. Mestur hluti aflans er ufsi og báturinn er nú langt kominn með ufsakvóta sinn. Annars var afli netabáta, sem lönduðu í gær, nokkuð misjafn, 10 til 30 lestir eft- ir nóttina. Gullborg og Katrín voru með 30 lestir hvor bátur. Veður hefur angrað trollbáta síð- ustu dagana og þeir hafa því lítið getað verið að. — hkj. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Aðalheiður skilur ekki hvað um er að ræða Fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson. sagði í viðtali við Mbl. í gær, að Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir skilji ekki hvað verið er að fara með Dagsbrúnarsamningnum, og hún misskilji yfirlýsingar sínar varðandi það að hann viti ekki um það fólk, sem hún fjallar um í viðtali við Mbl. í gær. „Það gerir enginn sér far um að skilja hvað þarna er um að ræða. Það eru allir stútfullir af því að ráð- ast á þetta,“ sagði hann. „Ráðherrann veit vel hvar þetta fólk er,“ segir Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, formaður Starfs- stúlknafélagsins Sóknar, í viðtali í Mbl. í gær. Þar segir hún ráðherr- ann fara rangt með í frétt Mbl. frá í fyrradag, þegar hann segist ekki vita um það fólk sem sé beitt sam- bærilegu misrétti í launum og Dagsbrúnarmenn. Segist Aðal- heiður ítrekað hafa rætt þetta misræmi við ráðherrann og hann hafi aldrei viljað leiðrétta það. Albert var spurður álits á þess- um ummælum. Hann svaraði: „Auðvitað veit ég um þetta fólk, en ég sem ekki fyrir það. Það gerir hún sjálf. Það sem ég var að segja Neskaupstaður: Birtingur NK bræddi úr sér ALVARLEG vélarbilun varð í skuttogaranum Birtingi frá Nes- kaupstað í lok síðasta mánaðar og er talið að vélin sé úrbrædd. Annar skuttogari Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, Barði, er nú frá veiðum um skeið vegna viðhalds á vél og sá þriðji, Bjart- ur, er nýkominn frá Grimsby, þar sem skipt var um vél í skip- inu, en hún bræddi úr sér síðast- liðið haust. í viðtalinu í Mbl. var að ég verð að vita hvaða fólk er sambærilegt. Ef það er sambærilegt við verkamenn Dagsbrúnar hjá ríkinu þá er sjálfsagt að gera eitthvað fyrir það. Ég veit ekki betur en bæði Sókn og yfirleitt þessi félög sem ASÍ er að tala um, Verkamanna- sambandsfélögin, semji beint við ríkið, en það gera verkamenn í Dagsbrún ekki, og þar er mikill munur á.“ . ■.. — ..., , Tekist hefur að koma Sandey II á hliðina og standa vonir til, að á næstu dögum takist að koma henni á réttan kjöl. Morgunbl»AiA/KriAþj«fur. Stórvirk vinnutæki eru notuð til verksins — vatna- drekinn ieggur út að Sandey og jarðýtur toga í vírana. Þrátt fyrir að sverir og miklir vírar hafi verið notaðir gáfu þeir sig, enda Sandeyin um 500 tonn að þyngd. Sandey II komin á hliðina NÚ HEFIJR TEKIST að koma Sandey II á hliðina, og marir skipið hálft í kafi úti á Sundunum, skammt undan Engey. í gær var gerð tilraun til þess að koma Sandey á réttan kjöl, en vírar sem starfsmenn Björg- unar höfðu komið í skipið og tengdu við jarðýtur í Engey, slitnuðu. Mikið átak þarf til að koma skipinu á réttan kjöl, en Einar Halldórsson, skrifstofustjóri Björgunar, sagði í samtali við blm. Mbl. í gær, að menn væru bjartsýnir á að það tækist á næstu dögum þrátt fyrir margvíslega erfiðleika. Nú er unnið að því að útvega nýja og sverari víra til þess að freista þess að koma skipinu á réttan kjöl. Þeir slitnuðu tvívegis í gær. Takist að koma Sandey á réttan kjöl, þá verður skipið dregið til hafnar Viðbótarsala til Sovét að verðmæti 60 milljónir SOLUSTOFNUN lagmetis hefur nú samið við sovézka innkaupasam- bandið Prodintorg um viðbótarsölu á gaffalbitum og niðursoðinni lifur að verðmæti rúmar 60 milljónir króna. Skal afhendingu lokið í sept- ember næstkomandi. Samningur þessi var undirritað- ur í Reykjavík í gær, miðvikudag, og verða gaffalbitarnir framleidd- ir hjá K. Jónssyni og Co. á Akur- eyri og Sigló hf. í Siglufirði. Lifrin verður unnin hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja og Gerðaröst í Garði. f rammaviðskiptasamningi ís- lands og Sovétríkjanna er gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi lagmeti af íslendingum að verðmæti eigi minna en 115 milljónum króna, en allt að 190 milljónum króna á ár- inu. Samtals hefur nú verið samið um sölu á lagmeti til Sovétríkj- anna fyrir liðlega 100 milljónir króna til afgreiðslu á þessu ári. Heimir Hannesson, fram- kvæmdastjóri SL, sagði í samtali við Morgunblaðið, að sjaldan hefði verið búið að ganga frá söiu á jafnmiklu magni og nú til Sovét- ríkjanna á þessum tíma árs. Það mætti því ætla, að meira magn seldist þangað en á síðasta ári. Líkur væru á því, að Sovétmenn keyptu á þessu ári alla þá gaffal- bita og lifur, sem til ráðstöfunar væri á markað þar. Þá væri nú unnið að því að ná sölusamningum fyrir nýjar tegundir, sem vitað væri að Sovétmenn hefðu áhuga á. Mætti þar helzt nefna ýmsar teg- undir síldarafurða, svo sem síld í sósum og reykt síldarflök. Heildaraflinn fyrstu tvo mánuði ársins: Nær fjórfalt meiri en á sama tíma í fyrra afli togara í febrúar meiri nú en á síðasta ári HEILDARAFLI landsmanna var tæplega fjófalt meiri eftir fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í Tónlist Áskels Más- sonar flutt í Wigmore Hall í Lundúnum TÓNLIST eftir Áskel Másson verður flutt á tónleikum í Wig- more llall í Lundúnum þriðjudag- inn 20. mars nk. Á efnisskránni er eingöngu tónlist eftir Áskel sem flutt verður af íslenskum og erlendum tónlistarmönnum. Aðalhvata- maður að þessum tónleikum er Archie Newman, en hann sér um almannatengsl fyrir Royal Phil- harmonic Orchestra í Lundún- um. Einar Benediktsson, sendi- herra í London, er verndari tón- leikanna. Guðný Guðmundsdóttir, kons- ertmeistari, leikur einleik i „Teikn“, tónverki sem Áskell samdi fyrir hana. Frumflutt verður verkið „Kaconza“, verkið er samið fyrir Unni Sveinbjarn- ardóttur, víóluleikara, sem leik- ur einleik á tónleikunum í Lund- únum. Einar Jóhannesson, klari- nettleikari, leikur einleik í „Blik“, tónverki sem Áskell hef- ur samið fyrir hann. Einnig hef- ur Áskell samið tónverk fyrir sænska slagverksleikarann Rog- er Carlsen sem heitir „Sonata“. Carlsen leikur einleik í verkinu á tónleikunum. Frumflutt verður nýtt tónverk eftir Áskel, „Tríó fyrir klarinett, víólu og fiðlu“. Þekktir breskir hljóðfæraleikar- ar taka þátt í tónleikunum, þau Áskell Másson tónlistarmaður James Holland og David John- son, slagverksleikarar, og Judith Hall og Helen Keen, flautuleik- arar. fyrra. Munar þar öllu um loðnu- veiðina, sem fyrstu tvo mánuðina var tæplega 250.000 lestir nú, en engin í fyrra. Afli togara í febrú- armánuði, bæði þorskafli og annar botnfiskafli var nú meiri en í fyrra. Afli báta, að undanskilinni loðn- unni varð hins vegar talsvert minni nú samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins. Þorskafli 'báta í febrúar reyndist nú 11.586 lestir eða 5.168 lestum minni en í sama mánuði í fyrra. Annar botnfisk- afli reyndist 8.914 lestir eða 1.768 lestum minni en í fyrra. Loðnuafli bátanna reyndist í febrúar 247.586 lestir og heildar- aflinn þann mánuð því 271.487 lestir á móti 30.188 lestum í fyrra. Fyrstu tvo mánuði ársins var þorskafli bátanna samtals 5.252 lestum minni en í fyrra og annar botnfiskafli 726 lestum minni. Afli togara í febrúar sl. reynd- ist meiri en á síðasta ári. Heild- araflinn varð 25.626 lestir eða 1.635 lestum meiri en þá. Þorsk- aflinn nú varð 9.375 lestir eða 897 lestum meiri en í fyrra og annar botnfiskafli varð nú 738 lestum meiri en þá. Sé litið á tvo fyrstu mánuðina varð heildarafli togaranna nú 40.328 lestir á móti 41.778 lestum í fyrra. Þorskafl- inn varð 4.478 lestum minni nú eða 15.485 lestir á móti 19.963 lestum í fyrra, en annar botn- fiskafli varð nú 3.028 lestum meiri en á sama tíma í fyrra. Þorskafli báta og togara í febrúar varð nú 4.478 lestum minni en í fyrra en annar botn- fiskafli 1.030 lestum minni. Fyrstu tvo mánuðina varð þorskaflinn 9.839 lestum minni en í fyrra en annar botnfiskafli 2.302 lestum meiri. Eftir landshlutum skiptist afl- inn fyrstu tvo mánuðina þannig: Suðurland 54.195 lestir, Reykja- nes 51.730 lestir, Vesturland 20.908 lestir, Vestfirðir 21.122 lestir, Norðurland 49.382 lestir og Austfirðir 122.832 lestir. 8.337 lestum var landað erlendis. Eins og fyrr skiptir loðnan mestu máli í landshlutaskiptingunni en á Austfjörðum var alls landað 113.488 lestum af henni, en minnstu var landað af loðnu á Vestfjörðum, 9.180 lestum, og 10.403 lestum á Vesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.