Morgunblaðið - 08.03.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984
3
Jón L. enn
efstur í
Grindavík
ÁTTUNDA umferd alþjóðaskák-
móLsins í Grindavík var tefld í gær-
kvöldi að viðstöddum fjölmörgum
áhorfendum, aö sögn Guömundar
Arnlaugssonar. Helztu úrslit voru
þau, aö Haukur Angantýsson tapaöi
fyrir Gutman, Björgvin Jónsson tap-
aöi fyrir Helga Ólafssyni og Christ-
iansen tapaöi fyrir McCambridge.
Ingvar Ásmundsson vann Elvar
Guðmundsson og jafntefli gerðu
þeir Jón L. Árnason og Knezevics
og Jóhann Hjartarson og Lomb-
ardy.
Eftir áttundu umferð skákmóts-
ins er Jón L. Árnason efstur með 6
vinninga og síðan koma í 2.-4.
sæti þeir Helgi Ólafsson, Christ-
iansen og Gutman.
Margir samn-
ingafundir
Félag íslenskra bókageröarmanna
og Félag prentiönaöarins sátu á
fundi í gærmorgun hjá ríkissátta-
semjara og lauk fundinum um há-
degisbilið. Til nýs fundar hefur veriö
boöað í dag kl. 13.30. Þá voru blaða-
menn einnig á fundi meö viðsemj-
endum sínum síðdegis í gær. Til nýs
fundar hefur veriö boðaö í dag kl.
16.00.
Ríkisverksmiðjurnar og launa-
málanefnd ríkisins verða á fundi
hjá ríkissáttasemjara á morgun.
Upp úr samningafundi slitnaði á
mánudag með Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar og Launa-
málanefnd sveitarfélaga. Til nýs
fundar hefur ekki verið boðað enn
hjá ríkissáttasemjara.
Bergþórshvolsprestakall:
Biskup bjart-
sýnn á að deil-
um sé lokið
VEGNA ágreiningsmála og óánægju,
sem rikt hefur í Bergþórshvolspresta-
kalli undanfarið, hélt biskup fslands,
herra Pétur Sigurgeirsson, fund 2.
marz síðastliöinn með sóknarnefndum
Akureyjar- og Krosssóknar, þar sem
einnig voru mættir sóknarpresturinn,
séra Páll Pálsson, og prófastur Kang-
árvallaprófastsdæmis, séra Sváfnir
Sveinbjarnarson. Herra Pétur sagöi í
samtali við Mbl. aö sáttahugur hefði
ríkt á fundinum og væri hann bjart-
sýnn á að deilum væri lokið.
„Á fundinum var rætt allmikið um
ágreiningsmálin, og kom fram ein-
hugur í þá átt, að við svo búið mætti
ekki lengur standa. Allir fundar-
menn tjáðu sig reiðubúna til þess
fyrir sitt leyti, að vinna saman að
sátt og friði í prestakallinu," sagði
herra Pétur Sigurgeirsson.
Herra Pétur Sigurgeirsson vildi
taka fram, að aldrei væri létt verk að
jafna deilur og útkljá ágreiningsmál,
en það hefði verið samdóma áliti við-
staddra að með fundinum hefði verið
stigið spor í þá átt.
* I* *
Æskulýðs- og
kristniboðsvika
á Akranesi
NÚ í<rENDlJR yfir á Akranesi sérstök
æskulýðs- og kristniboðsvika. Eru
haldnar samkomur hvert kvöld í Akra-
neskirkju sem hefjast kl. 20.30.
Yfirskrift vikunnar er hin sama og
á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, „Líf
í trú“. Er fjallað um hana í ávörpum
og ræðum og í kv'öld, fimmtudags-
kvöld, er einnig sýnd kvikmynd frá
kristniboðsstarfi á Taiwan. Þá talar
Skúli Svavarsson, kristniboði, sem
um árabil starfaði í Eþíópíu og
Kenýa, á samkomunni annað kvöld
og það kvöld mun Æskulýðskór
KFUM og K í Reykjavík syngja.
Þessari æskulýðs- og kristniboðs-
viku lýkur á sunnudagskvöld og er
þá ræðumaður Jónas Gíslason, dós-
ent.
Gígja RE 340 kemur til Eyja með fullfcrmi af loðnu. Mor*unhi»»ið/Si*ur*eir
Loðnuveiðin:
Þriðjudagsaflinn 15.200 lestir
LOÐNUVEIÐIN gengur enn vel þó
veður séu fremur umhleypingasöm.
Þriðjudagsaflinn varð alls 15.200 lestir
af 23 bátum og um klukkan 17 í gær
höfðu 8 bátar tilkynnt Loðnunefnd um
afla.
Til viðbótar þeim bátum, sem get-
ið var í Morgunblaðinu í gær, bætt-
ust eftirfarandi í hópinn: Sighvatur
Bjarnason VE, 350; Heimaey VE,
500; Eldborg HF, 1.450; Kap II VE,
670; Skírnir AK, 320; Svanur RE,
630; Pétur Jónsson RE, 750; Albert
GK, 550; Víkingur AK, 700; Grind-
víkingur GK, 800 ög Bergur VE, 420
lestir. Til klukkan 17 í gær höfðu
eftirtaldir bátar tilkynnt um afla:
Ljósfari RE, 500; Sæbjörg VE, 200;
Harpa RE, 480; Gígja RE, 600; Vík-
urberg GK, 450; Guðmundur RE,
600; Þórshamar GK, 500 og Skarðs-
vík SH, 600 lestir.
Oddgeir Jóhannsson, skipstjóri á Hákoni ÞH
Við erum sendir í 40
tíma siglingu í stað 6
„MÉR finnst það anzi hart, aö
okkur skuli vera mismunað af
Loðnunefnd eins og nú er verið að
gera. Við fengum 770 lestir af loðnu
hér undir Jökli í kvöld og Loðnu-
nefnd segir okkur að fara meö þetta
austur á Firöi eða til Siglufjarðar.
Við gátum hins vegar losnað við
þetta í hrognatöku í Reykjavík í
kvöld, en okkur var bannað það.
Þangað er 6 tíma sigling en 40 aust-
ur á Firði,“ sagði Oddgeir Jóhanns-
son, skipstjóri á Hákoni ÞH, í sam-
tali við Morgunblaðið á mánu-
dagskvöld.
Öddgeir sagði, að ætlunin væri
að koma aflanum í hrognatöku og
þvl yrði að fara austur, engin
hrognataka væri í Siglufirði. Sér
virtist að þarna væri verið að mis-
muna útgerðinni vegna þess, að
skipið væri búið með viðbótar-
kvóta sinn og væri nú að veiða úr
„fríkvótanum" svokallaða eða
þeim 60.000 lestum, sem leyft var
að veiða utan kvóta. Talað hefði
verið um sparnað við aflaskipting-
una, en hann gæti ómögulega
komið auga á það, að sparnaður ..
fælist í 40 tíma siglingu i stað 6
tíma siglingu. Hann efaðist um að
svona tilskipanir stæðust fyrir
lögum.
Vigri seldi
í Cuxhaven
SKUTTOGARINN Vigri RE seldi
í gær 213,7 lestir í Cuxhaven.
Heildarverð var 5.951.500 krónur,-
meðalverð 27,85. Þá mun Snæfugl
SU selja í Bremerhaven í dag.
3MILLJÓNIR
ATKVÆÐA
Þaö er engin tilviljun, að seldar hafa verið yfir 3 milljónir Ford Fiesta
síðan hann var settur á markað. Alveg frá 1976 hefur verið unnið að stöðugum
endurbótum bílsins. Hann er nú einn vinsælasti smábíll Evrópu. - Ford Fiesta 1984
er nú kominn á markað mikið endurbættur - betri bíll en fyrri árgerðir:
+ Endurbætt útlit - minni loftmótstaða
t Sparneytnari
(eyðir aðeins 6.2 1/100 km í bæjarakstri)
t Nýjar endurbættar vélar
t Betri aksturseiginleikar
| Framhjoladrif með bættri fjöðrun
t Endurbætt innrétting
t Ódýrari rekstur
t Meiri aukabúnaður
t Aukið rými
í V-Þýskalandi hefur Ford Fiesta 4 sinnum fengið verðlaunin:
„8/7/ skynseminnar“
Það er viðburður að sjá Fiesta á viðgerðarverkstæði
Verð aðeins 243.000 kr. Mjög gott endursöluverð
Sveinn Egilsson hf.
Skeifan 17-Sími: 85100