Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 21

Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 21 Tunnan brast og úr henni allt við ærandi fógnuð viðstaddra. Ljósm. Mbl. Kriöþjófur. Þessi nemandi Mýrarhúsaskóla bjó sig Bæjarlífið á Akureyri var með fjölskrúðugum blæ í gær. sem skó. Ljósm. Mbl. G.tterg. Heilbrigðiseftirlit í Reykjavík: Hefur ekki fjallað um hundahreinsun í borginni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ekki reynt að auglýsa ormahreinsun á þeim fimmtán hundruð hundum sem taldir eru vera í Keykjavík, né heldur fjallað um þau mál á fundum sínum sl. ár, og hefur heldur ekki neinar áætlan- ir á prjónunum þar um. Oddur Rúnar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði í samtali við blm. Mbl. að hann teldi að yfirvöld gætu ekki auglýst hreinsun á hundum sem óleyfilegt væri að halda. Að sínu mati gætu yfirvöld ekki auglýst þjónustu fyrir lögbrjóta. Oddur sagðist sjálfur vera þeirrar skoðunar að hundahald ætti að vera bannað i borgum með vissum undan- þágum, svo sem fyrir lögreglu, hjálp- arsveit skáta o.þ.h., en hinsvegar að vera leyfilegt í dreifbýli. Hann kvaðst telja ókosti hundahalds í áhersluröð vera ónæði og hávaða, sóðaskap, bithættu og loks sýk- ingarhættu. Hann sagði að um þetta vandamál hefði ekki verið fjallað á fundum heilbrigðiseftirlits frá því hann hóf störf fyrir rúmu ári. Beðið væri eftir því að fólk losaði sig við óleyfilega hunda. Hann kvaðst telja rétt að láta fara fram könnun við næstu kosningar um vilja fólks í þessum efnum. Tilfinning sín væri hins vegar sú að fólk vildi yfirleitt ekki leyfa hundahald. Rétt væri að erfiðlega hafi gengið að framfylgja banninu um hundahald eftir, en á það bæri að líta að löggjafinn hafi ekki getað beitt sér sem skyldi. Hann taldi sig hafa ástæðu til að ætla að þetta væri að breytast. Yfir- völd yrðu að gera gangskör að því að fá fólk til að losa sig við óleyfilega hunda, og ekki yrði framhjá því horft að slíkt yrði stundum að gera með valdi. Viðvíkjandi því vand- ræðaástandi að hafa um fimmtán hundruð hunda, sem mjög margir væru óhreinsaðir, víðs vegar um borgina, þá sagði Oddur, að hann teldi yfirvöld ekki geta staðið fyrir hreinsun fyrir óheimila hunda og hefði enda enga aðstöðu til þess svo honum væri kunnugt um. Oddur Rúnar gat þess að lokum að honum fyndist það ankannalegt að ná- grannabyggðarlög hefðu ekki sömu reglur um þessi mál og höfuðborgin. 1 Mosfellssveit er bæði þéttbýl- iskjarni og dreifbýli. Þar er leyft hundahald með ákveðnum skilyrð- um. Menn greiða þar sextán hundruð krónur í skráningargjald fyrir hunda sína. Innifalið í þeirri greiðslu er tryggingar og hunda- hreinsun. Að sögn Margrétar Auðunsdóttur, heilbrigðisfulltrúa í Mosfellssveit, er þannig staðið að hundahreinsun þar í sveit, að auglýsing er sett i sveitar- blaðið og útvarpið um stað og stund þar sem hreinsunin fer fram. Allir sem eiga hunda á skrá, en þeir eru um 120, fá einnig senda tilkynningu sama efnis. f þéttbýliskjarna er hundahreinsunin innifalin í skrán- ingargjaldi eins og fyrr sagði, en „Sú endurskoðun, sem við fram- kvæmdum síðast, bendir til þess að fyrri áætlanir um tekjur ríkis- ins standist, eða verði jafnvel ívið meiri, en gert var ráð fyrir," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- dreifbýlismenn greiða fyrir hana sérstaklega. Skili menn sér ekki með hundana í hreinsun er gengið eftir því að hreinsun fari fram, og dýra- læknir fer jafnvel heim á bæi í því skyni. Margrét sagði, að fólk væri yfirleitt samviskusamt í þessum efn- um, vildi að hundarnir væru hreins- aðir af ormum eins og lög mæltu fyrir um. Hundar í Mosfellssveit eru hreins- aðir einu sinni á ári, svo og á Kjal- arnesi og í Kjós. Á Kjalarnesi eru hundar á skrá og þar er staðið að hundahreinsun á sama hátt og í Mosfellssveit, en í Kjós eru hundar ekki á skrá og þar er staðið að hreinsun á þann veg að tilkynning er send heim á álla bæi, en á flestum þeirra eru hundar. Síðast þegar hundar voru hreinsaðir þar náðist til allra hunda í sveitinni. Margrét sagðist telja að sæmilega væri fyrir þessum málum séð í Mos- fellssveit, hitt væri annaö mál að illt væri að varast þá hættu sem af þeim hundum stafaði sem fluttir væru ólöglega inn í landið. Þeir gætu flutt með sér bæði sullaveiki og hunda- æði. hagsstofnunar, í samtali við Morgunblaðið, er hann var inntur eftir því hvort hið svokallaða gat í fjárlögum mætti á einhvern hátt rekja til þess að Þjóðhagsstofnun hefði vanreiknað tekjur ríkisins. Tekjur jafnvel ívið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir — segir Jón Sigurðsson um afkomu ríkissjóðs Hailinn á fjárlögunum Jón Helgason dómsmála- og landbúnaðarráðherra: Embættin fengu ekki það sem þau fóru fram á JÓN HELGASON, dómsmála- og landbúnaðarráöherra, segir að skýring á þeirri staðreynd, að 150 millj. kr. eru nú taldar vanta á til að endar náist saman við rekstur embætta sýslumanna og fógeta, sé annars vegar að leita í ákvörðun um breytt fyrirkomulag á uppgjöti embættanna við ríkissjóð og einn- ig þeirri staöreynd, aö við af- greiðslu fjárlaga hafi verið skorin niður sú fjárhæð sem farið var fram á til þessa liöar. Varðandi 120 millj. kr. vönt- unina á útflutningsbótum á fjár- lögum sagði Jón Helgason land- búnaðarráðherra: „Útflutn- ingsbæturnar voru á fjárlögum lægri heldur en gert er ráð fyrir í lagaákvæðum, en það er ekki í fyrsta skipti. Þetta er áætlun- artala. Það var tekið mið af þörf- inni á síðasta ári, sem er ekkert óvanalegt." — En mátti ekki ljóst vera við afgreiðslu fjárlaganna að þessi tala væri of lág? „Talan var sett út frá reynsl- unni á síðasta ári, eða menn reyndu að gera það. Síðan kemur í ljós að útflutningurinn þá var minni heldur en þörf var sjálf- sagt á. Sá vandi er því enn á höndum okkar. Dómsmálaráðherra sagði um vöntunina á fjárveitingum til fógeta- og sýslumannsembætta m.a. fólgna í því að verið væri aiY breyta uppgjörsaðferðum. Á síð- ustu árum hefði verið ákveðnar i einu lagi upphæðir til þessara embætta, en ekki tekið tillit til beiðna þeirra eða áætlana fjár- málaráðuneytisins á fjárlögum. Ástæðan væri sú sérstaða sem embættin hefðu. Þau innheimtu tekjúr fyrir ríkið og greiddu af þeim peningum kostnað við rekstur þeirra. Nú hefði verið ákveðið að hafa sama hátt á við þau eins og önnur ríkisfyrirtæki og stofnanir. Þetta ætti ekki að auka útgjöldin, fremur draga úr þeim. Ráðherrann var einnig spurð- ur, hvort þetta hefði ekki mátt vera ljóst við afgreiðslu fjárlaga. Hann svaraði: „Ég býst við því. Það var skorin niður sú tala sem óskað var eftir í þessu skyni og síðan hefur málið verið til um- fjöllunnar hjá Hagsýslustofnun frá áramótum. Þetta er niður- staðan á þeirri athugun." Ráð- herrann sagði aðspurður í lokin að hann vænti þess að þetta væri endanleg niðurstöðutala, ekki þyrfti að vænta meiri hækkana þar á. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Þad var þó lagt fyr- ir ríkisstjórnina ÞAÐ VAR þó lagt fyrir ríkis- stjórnina,“ sagði Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra, er hann var spurður álits á þeim um- mælum Steingríms Hermannsson- ar, forsætisráðherra, í Mbl. í gær, að ríkisstjórnin hefði ekki átt að lækka neina tolla eða skatta. Albert vildi ekki tjá sig um yfirlýsingar Magnúsar Péturs- sonar hagsýslustjóra þess efnis, að 1.845 millj. kr. rekstrarhall- inn sem fjárlög stefna í sé að stærstum hiuta vegna ákvarð- ana ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Hann sagði: „Ég vil ekki tala við mitt starfsfólk í gegnum blöðin, en Magnús Pétursson er mjög fær maður." Fjármálaráðherra gerir Al- þingi grein fyrir stöðu þessara mála í dag. Hann var spurður, hvort rétt væri að stór hluti þessa vandamáls hefði mátt vera mönnum ljós, áður en fjárlögin voru afgreidd frá Alþingi. Hann svaraði: „Jú, það getur vel verið að margt af þessu hefði mátt liggja ljóst fyrir. Ég veit það ekki. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en þetta eru bara stað- reyndirnar. Ég efast um að þessi vandi hefði verið dreginn fram í dagsljósið, ef önnur ríkisstjórn hefði setið að völdum. Auðvitað hefði verið þægilegast fyrir mig og ég komist hjá miklum óþæg- indum með því að sitja bara og þegja og afgreiða vandann síðan með aukafjárlögum. Ég held að fólk hljóti að meta þessa hreinskilni, annað skil ég ekki," sagði hann. Ráðherrann var í lokin spurð- ur, hvort landsmenn mættu vænta nýrra skattaálaga og/eða skyldusparnaðar og hvort ríkis- stjórnin væri alveg búin að gefa upp á bátinn að láta fólk greiða hluta raunkostnaðar í opinberri þjónustu. Hann svaraði: „Fyrst er að finna vandann og skilja hann áður en ákvarðanir eru teknar um aðgerðir. Ég held að það séu um 86% ríkisútgjalda á vegum ráðherra Sjálfstæðis- flokksins og aðalsamdrátturinn verður að koma frá þeim. Við höfum þó lítið rætt þetta ennþá, fyrst er að finna vandann." Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna Gerum tilraun til að spara 42 milljónir „HVAÐ ríkisspítala varðar, þá vantar okkur 106 milljónir króna í ár og því gerðum við grein fyrir í bréfi til fjárveitinganefndar um miöjan desember og í því bréfi er skýrt frá því að við treystum okkur til þess að gera tilraun til þess að spara 42 milljónir af þessum 106 milljónum,“ sagði Davíð Á. Gunn- arsson, forstjóri ríkisspítala í sam- tali við Mbl., en hann var spurður um fyrirhugaðan sparnað í rekstri í ár. Sagði Davíð að þessum sparn- aði ætti að reyna að ná með al- hliða aðgerðum á öllum sviðum í rekstri ríkisspitala, samdrætti og aðhaldi. „Það er reynt að klípa af öllu,“ sagði Davið. Sagði Davíð að hver sparnaðarliður væri fremur smár, upp á 1—3 milljónir króna, en stærsti þátt- urinn væri sá að reiknað væri með að ríkisspítalar slyppu við að greiða dráttarvexti, en það er um helmingur áætlaðrar sparn- aðarupphæðar. Hægt yrði að sleppa við greiðslu dráttarvaxta, með því að haga fjárveitingum þannig ekki féllu dráttarvextir á skuldirnar. Af öðrum sparnaðaraðgerðum nefndi Davíð breytingar á vinnu- tíma, aðhald í línnotkun, hag- kvæmari innkaup og fleiri slík atriði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.