Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 26

Morgunblaðið - 08.03.1984, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984 Minning: Alfreö Björnsson skrifstofustjóri Fæddur 24. október 1929 Dáinn 29. lebrúar 1984 Minning: Sörli Hjálmars- son frá Gjögri Þrotið er stríð og þrautir unnar. Bak við dapran deyð býr Drottins náð. Huggaðu, faðir, hjörtu syrgjenda lengst sem gráta látinn vin. Þessar ljóðlí'" ur Sigrúnar Fann- dal komu í huga minn, er ég frétti lát Alfreðs Björnssonar á dögun- um. Á hlaupársdaginn lauk hann hetjul'.gu varnarstríði sínu gegn vág stinum, sem margan góðan d: eng hefur að velli lagt. Aifreð Björnsson var fæddur 24. október 1929 á Hofsósi í Skaga- firði. Foreldrar hans voru Bjöfn Björnsson frystihússtjóri þar og kona hans, Steinunn Ágústsdóttir. Hann ólst upp á Hofsósi lengst af hjá ömmu sinni, Salbjörgu Jóns- dóttur. en var í gagnfræðaskóla á Siglufirði þrjá vetur og lauk þar gagn'ræðaprófi vorið 1947. Rúmu ári síðar dreif hann sig til Noregs á lýðháskóla til að auka sér víð- sýr.i og menntun. Eftir heimkomuna frá Noregi tok lífsbaráttan við. Stundaði hann ýmsa vinnu á vetrum en vann jafnan við brúarsmíði á sumrum, og sumarið 1954 vann hann einmitt við brúarsmíði á Austfjörðum, er hann kynntist matráðskonunni hjá vinnuflokkn- um. Var hún Sigrún Gísladóttir frá Breiðdal. Hófu þau búskap ár- ið eftir í Reykjavík, en árið 1958 flytjast þau til Akraness, og Al- freð byrjar nám í skipasmíði í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts jafnframt námi í Iðnskóla Akra- ness. Hann lauk sveinsprófi í þeirri grein vorið 1962. Um leið og þau hjónin fluttu til Akraness hófu þau að byggja sér hús að Brekkubraut 19. Var það hús byggt hörðum höndum á kvöldum og á frídögum, eins og siður var hér á Akranesi á þeim árum og er enn. Þar eignuðust þau ljúfan sælureit með fögrum blómagarði, og átti Alfreð margar yndisstundir við ræktun blóma í garðinum. En í árslok 1963 veikt- ist Alfreð af slæmri heilabólgu og lá lengi mjög sjúkur. Þó hann kæmist aftur til allgóðrar heilsu, varð hann þó aldrei samur maður eftir það. Það gaf því auga leið, að hann færi ekki til sinna fyrri starfa aftur. í árslok 1964 fékk hann starf við innheimtu hjá Rafveitu Akraness, og þar var hann orðinn skrifstofustjóri fimmtán árum síðar. Þetta er í stuttu máli ævisaga Alfreðs Björnssonar, en hún er ofin mörgum þráðum, sem hér verða ekki raktir. Þau hjónin eign- uðust tvær dætur, Ástu Salbjörgu og Hafdísi, sem báðar eru upp komnar. Hin síðustu ár átti Alfreð við erfið veikindi að stríða, en þó var hann ávallt bjartsýnn og vongóður ef eitthvað slotaði í bili. Leiðir okkar Alfreðs lágu saman í frímúrarastarfi hér á Akranesi. Þar reyndist hann góður félagi og fús til starfa. Það var alltaf létt yfir honum, og öll störf leysti hann af trúmennsku og ná- kvæmni. Hann var ákaflega fé- lagslyndur og naut sín vel í hópi góðra vina. Eitt sinn þegar Alfreð hafði leg- ið sjúkur í heilabólgunni frá ára- mótum og komið var sumar, þá var hann studdur út í sólskinið í garðinum og látinn setjast þar á bekk. Þótt mátturinn væri lítill, voru ekki liðnar nema nokkrar mínútur þegar hann var farinn að reita arfa og annað illgresi. Þann- ig var Alfreð, sístarfandi, og alltaf reyndi hann að fegra umhverfið. Um leið og ég kveð Alfreð Björnsson, óska ég honum góðrar ferðar um leiðirnar ókunnu. Ef til vill eru þar jurtagarðar, sem hægt er að fegra og bæta. Sigrúnu, konu hans, dætrum og öðrum ættingj- um votta ég samúð mína. Þorvaldur Þorvaldsson Alfreð Björnsson, skrifstofu- stjóri hjá Rafveitu Akraness, and- aðist hinn 29. febrúar sl. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið, en eigi að síður kom okkur samstarfsmönnum hans það á óvart þegar kallið kom. Þau hjónin, Sigrún Þorbjörg Gísladóttir og Alfreð Björnsson, fluttu til Akraness með fjölskyldu sína árið 1958, er Alfreð hóf nám í skipasmiði hjá Þorgeir og Ellert hf. Námi sínu lauk hann með frá- bærum vitnisburði, eins og svo mörgu öðru, er hann tók sér fyrir hendur og var próf hans frá Iðn- skóla Akraness eitt af hæstu próf- unum í sögu skólans. Nokkru eftir að námi lauk veiktist Alfreð mjög alvarlega og var alveg frá vinnu í heilt ár og hann gat ekki hafið vinnu að nýju við þá iðn sem hann hafði numið með svo miklum glæsibrag. í desember árið 1964 réð hann sig til starfa hjá Rafveitu Akra- ness sem álestrar- og innheimtu- maður og starfaði hann hjá raf- veitunni upp frá því. Kynni okkar Alfreðs hófust er ég réð mig til starfa hjá þessu sama fyrirtæki árið 1968. Alfreð var óvenju traustur starfsmaður og góður félagi. Hann var nákvæmur, glöggur á tölur og útreikninga, einstaklega ljúfur og hlýr í framkomu og störf sín leysti hann af hendi með stakri prýði. Það fór því svo að á hann hlóðust margvísleg störf, sem í upphafi var ekki gert ráð fyrir að hann annaðist og í september 1979 tók hann við starfi skrifstofustjóra rafveitunnar og stjórnaði skrif- stofu hennar upp frá því. Minnisstætt verður mér alltaf hve vel honum lét að ræða við viðskiptavini rafveitunnar, er báru fram kvartanir og gátu þá stundum verið allháværir í byrj- un. Það brást ekki að eftir að Al- freð hafði rætt við þá og útskýrt málið á sinn hlýja óg ljúfmann- lega hátt róuðust viðmælendurnir og þegar svo var komið reyndist auðvelt að greiða úr málum. Okkur samstarfsmönnum Al- freðs hjá rafveitunni er efst í huga þegar við kveðjum hann, að við kveðjum góðan dreng, samvisku- saman starfsmann og einstaklega hlýjan og góðan félaga. . Konu hans, Sigrúnu, Þorbjörgu Gísladóttur og dætrum þeirra hjóna, Hafdísi og Ástu Salbjörgu, barnabörnum og öðru venslafólki sendum við einlægar samúðar- kveðjur. F.h. starfsfélaga hjá Rafveitu Akraness, Magnús Oddsson Alfreð Björnsson, sem jarðsett- ur er frá Akraneskirkju í dag, fæddist á Hofsósi 24. október 1929, en dó 29. febrúar 1984. Hann var sonur hjónanna Steinunnar Ág- ústsdóttur og Björns Björnssonar. Hann flutti hingað til Akraness 1958 ásamt konu sinni, Sigrúnu Þ. Gísladóttur, og ungri dóttur þeirra. Hann hóf þá fljótiega nám í skipasmíði hjá Þorgeir & Ellert og lauk þaðan sveinsprófi fjórum árum síðar. Vann svo nokkur ár við iðn sína. Hóf störf hjá Raf- veitu Akraness 1964, fyrst sem innheimtumaður og hin síðari ár sem skrifstofustjóri. Það er ekki svo auðvelt að ætla allt í einu að setjast niður og skrifa minningargrein um látinn vin. Þann vin og félaga, sem við höfðum vænst að hitta nú eitt- hvert kvöldið, eins og á mörgum undanförnum árum. Við höfðum það að tilefni að spila saman. En oft vildu nú spilin gleymast og þoka fyrir umræðu um allt, sem var að gerast í kringum okkur. Við slíkt tækifæri hefði ekki staðið í okkur umræðuefnið, sem enst hefði í marga klukkutíma. En þegar einhver deyr, sem nærri okkur stendur, verðum við orðlaus um stund. Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart. Jafnvel þó barist sé við erfiðan sjúkdóm eins og í þetta sinn, þá uppgötvum við sem eftir stöndum að við hefðum betur komið ýmsu í verk, sem gera átti seinna. En þetta seinna er þá ekki lengur væntanlegt. Því alltaf er það svo, að þegar einhver er burt kallaður úr þessum heimi finnst okkur það ótímabært. Svo var einnig í þetta sinn. Og þó hann Alli væri elstur okkar í hópnum, vorum við allir jafn ungir og fannst öllum að við ættum svo ótal margt ógert. Sem betur fer vitum við ekki fyrirfram daginn eða stundina, sem við eigum að yfirgefa þennan heim. Þess vegna hljótum við að fara frá einhverju ógerðu. Við skulum því ekki sýta hið óorðna, heldur gleðjast yfir því sem vannst. í þessu alltof stutta lífi þessa vinar okkar var svo ótal margt, sem mátti gleðjast yfir. Og ennþá fleira, sem taka mátti til eftir- breytni. Hann var sá er allt vann af stakri samviskusemi. Mátti þá einu gilda hvort það var hið vandasama starf, sem hann vann daglega, eða hvort hann var að hlúa að blómi í garðinum sínum. Allt fékk sömu nák"æmnina og sömu árveknina. Fegurð náttúr- unnar í kringum okkur átti at- hygli hans og hann hafði mikla ánægju af blómarækt og naut þar sín vel þolinmæði hans, sem hann átti í ríkum mæli. Hann hafði mannbætandi áhrif á umhverfi sitt vegna jákvæðra viðhorfa til lífsins. Þrautseigju hans og æðruleysi geta þeir best borið vitni, sem þekktu hann nán- ast. Við sem þekkjum hann vitum að hann hefði ekki kært sig um nein- ar lofræður. Þetta er heldur ekki hugsað sem slíkt. Okkur langar hins vegar að votta honum virð- ingu okkar. Þá virðingu, sem við látum lifendum svo alltof sjaldan í té. Og okkur langar að votta henni Sigrúnu dýpstu samúð okkar. Hún hefur staðið við hlið hans í blíðu og stríðu og veitt honum styrk í erfiðri baráttu. Við viljum einnig votta dætrum þeirra, Ástu og Haf- dísi og fjölskyldum þeirra, samúð okkar. Einnig systkinum hans og öldruðum foreldrum. Við viljum biðja þann Alföður sem öllu ræður að gefa þeim styrk og veita birtu á ófarinn veg. Við vitum að minn- ingin um góðan dreng mun lifa að eilífu. Spilafélagar Fæddur 4. desember 1902 Dáinn 1. mars 1984 „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ Er ég læt verða af því að setjast niður og skrifa fátækleg kveðjuorð um kæran vin minn og frænda, Sörla Hjálmarsson frá Gjögri í Strandasýslu, koma fyrst upp í hugann minningar frá æskustöðv- unum kæru. Aldrei hef ég séð fal- legri vorkvöld eða heldimmri vetr- arnætur en einmitt á Ströndum norður. Vor- og sumarkvöldunum fögru í Gjögri gleyma þeir seint sem alið hafa manninn þar, né heldur hinu gagnstæða. Kaldari hef ég hvergi frétt kafaldshel- dimmar vetrarnætur eða hvernig sem gekk sú glíma við grályndar bylgjur, storm og fleira. Það voru önnur skilyrði þá en nú til dags, þegar Sörli Hjálmarsson hóf göngu sína fyrir röskum 80 árum. Já, lífsskilyrðin voru önnur í þá daga, og þá þurfti seiglu, hörku og dugnað til að hafa til hnífs og skeiðar. Þarna var ófalskt íslenskt blóð, orka í geði og seigar taugar, þessi orð eiga svo sannarlega við um Sörla Hjálmarsson. Hans ævi var saga sjómanns og verka- manns, sem skilaði af sér löngum og drjúgum starfsdegi í þrenging- um í byrjun þessarar aldar. Sörli Hjálmarsson var fæddur á Gjögri í Arneshreppi á Ströndum, 4. desember 1902, sonur Hjálmars Guðmundssonar, sjómanns á Gjögri, og Lilju Þorbergsdóttur. Faðir Sörla, Hjálmar á Gjögri eða afi, eins og ég kallaði hann alltaf, vegna þess að skyldleika okkar var þannig háttað að systir Hjálmars, Jóhanna, var amma mín, en Hjálmfríður, systir Sörla, tók mig ungan í fóstur. Hjálmar á Gjögri var mikilsvirtur kall á sinni tíð og minnti Sörli mig óneitanlega mik- ið á hann á efri árum. Ég kynntist Sörla Hjálmarssyni raunverulega ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn, má segja fyrst úti i Vestmannaeyjum árið 1960, en þá var ég matsveinn á Stíg- anda, aflahæsta bátnum á vertíð- inni. Sörli var þá ferskfiskeftir- litsmaður hjá Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna. Ég man að hann sagði við mig eftir þá vertíð: „Það hélt ég Auðunn, að þeir myndu drepa þig með þrældómi." Þá var í tísku í Vestmannaeyjum að matsveinninn ynni tveggja manna vinnu og voru þetta orð að sönnu og lýsa Sörla nokkuð vel, og þekkti ég hann ekki af öðru en óvilhallan og réttlátan í öllu því sem við ræddum saman um. Hann gat ver- ið fastur á meiningu sinni. En þar sem einhver kjarni er, þar er byggt á bjargi. Sem ferskfiskeftirlitsmaður mun Sörli hafa átt fáa óvildar- menn, þó var þetta starf hans mjög óvinsælt, en í þessu starfi kom vel í ljós hve maðurinn var heilsteyptur, ákveðinn og sann- gjarn. Sörli kvæntist 11. júní 1927 Guðbjörgu Pétursdóttur, ljósmóð- ur frá Gjögri, og eignuðust þau 8 börn, 5 drengi og 3 stúlkur, og eru þau systkinin öll hin mannvænleg- ustu eins og þau eiga kyn til. Sörli átti einn dreng áður en hann kvæntist. Af þessu sést að hús- móðurstörfin hafa verið ærin, þegar húsbóndinn var langtímum fjarverandi frá heimilinu eins og þá var, til að afla tekna, hlaut þvi öll ábyrgð og mikil vinna að bæt- ast við húsmóðurstörfin, auk þess sem Björg gegndi ljósmóðurstörf- um í erfiðri og strjálbyggðri svoit. Og vil ég meina að kona, sem ,kí1- ar slíku ævistarfi, sem Guðbjörg Pétursdóttir gerði, sé kvenskör- ungur. Ég veit að Sörli frændi minn vill ekki, að ég eða aðrir séu með mikið málæði eftir hann genginn, enda áttu þetta aðeins að vera örfá kveðjuorð til manns, sem ég bar virðingu fyrir. Oft hef ég velt því fyrir mér hvers vegna menn skrifa minningargreinar og held ég að svarið sé einfalt, að minnsta kosti hvað mig varðar, örlítill virðingar- og þakklætis- vottur fyrir góða viðkynningu og samfylgdina, en kynni mín af Sörla Hjálmarssyni gerðu mig að betri manni. Eitt var þó, sem við vorum ekki sammála um, en það voru eilífð- armálin, þau mál eiga eftir að skýrast nánar J)egar það kall kem- ur. Ég votta konu hans, börnum og aðstandendum öllum innilega samúð mína. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Auðunn Hafnfjörð Jónsson Með fáeinum línum ætla ég að kveðja tengdaföður minn, Sörla Hjálmarsson. Hann lést á Landa- kotsspítala 1. mars síðastliðinn eftir stutta legu. Sörli var fæddur að Gjögri í Árneshreppi í Strandasýslu 4. des- ember 1902, sonur hjónanna Lilju Þorbergsdóttur og Hjálmars Guð- mundssonar. Sörli gekk ekki lengi í skóla, lærði lestur, skrift og reikning í farkennslu, sem tíðkaðist i þá daga í Árneshreppi. Tólf ára gamall hóf hann sjó- róðra með föður sínum á árabát frá Gjögri. Árið 1920 fór hann fótgangandi á vertíð til ísafjarðar. Sú ferð þætti víst ekki fýsileg í dag og var það ekki síðasta ferðin. Þetta var algengur ferðamáti í þá daga og stundaði hann sjó- mennsku á ýmsum vertiðarbátum til ársins 1936. Hinn 11. júní 1927 kvæntist Sörli eftirlifandi konu sinni, Guð- björgu Pétursdóttur, ljósmóður á Gjögri, mikilli mannkostakonu sem stóð sterk við hlið hans alla tíð, oft við mjög erfiðar aðstæður. Þau eignuðust átta börn, sem búa í Reykjavík, nema dóttir, sem býr norður í Þingeyjarsýslu. Sörli átti einn son áður en hann gifti sig og er hann búsettur í Reykjavík. Árið 1937 hóf Sörli störf við síldarverksmiðjuna á Djúpavík og starfaði þar á sumrin til ársins 1951. Aðra tíma ársins stundaði hann sjóinn ásamt sonum sínum á IVi tonna trillu eða allt til ársins 1960 er þau hjónin yfirgáfu æsku- stöðvarnar og fluttu til Reykjavík- ur. Þau eignuðust íbúð að Hörgshlíð 2 og bjuggu þar þangað til nú um síðustu áramót er þau fluttu að Hrafnistu. Fljótlega eftir að Sörli kom til Reykjavíkur hóf hann störf hjá Ferskfiskeftirliti ríkisins við gæðamat á sjávarafurðum og vann við það til 70 ára aldurs. Eft- ir það vann hann í Stálveri hf., hjá sonum sínum til 76 ára aldurs. Þá lærði hann bókband og hafði það sér til dægrastyttingar til æfiloka. Elskulegri tengdamóður minni og börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum hans, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Með þessum línum kveð ég Sörla. Betri tengdaföður hefði ég ekki getað óskað mér. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Guð blessi minningu Sörla Hjálmarssonar. Sísi Vilhjálmsdóttir Ég saknaði vissulega vinar í stað þegar ég frétti lát Sörla Hjálmarssonar þann 1. þ.m. Raunar var vitað að hann átti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.