Morgunblaðið - 08.03.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1984
31
fólk í
fréttum
Mick Jagger fékk
þriðju dótturina
Sylvester Stallone Dolly Parton hefur unnið fri 9—5 við nýju
myndina sína og er meira að segja búin að
gera Sylvester Stallone að sveitasöngvara.
Nýjasti sveitasöngvarinn
heitir Sylvester Stallone
+ Flest virðist benda til, að kvikmyndin „Rhinestone" muni verða vinsæl hjá
kvikmyndahúsagestum og ekki kannski að furða því að þar leggja tvær
þekktar stórstjörnur saman í púkkið, Dolly Parton og Sylvester Stallone. í
myndinni veðjar Dolly um það að hún geti gert hvern sem er að góðum
sveitasöngvara og sýnir það og sannar á Stallone. Myndin er tekin í New
York og Nashville, höfuðborg sveitasöngvanna, og má rekja rætur hennar til
lagsins „Rhinestone Cowboy", sem Glen Campell gerði vinsælt á sínum tíma.
+ Rokksöngvarinn Mick Jagger er
kvensamur maður eins og kunnugt
er og sem dæmi um það má nefna,
að hann á bara dætur, þrjár tals-
ins, en sú þriðja leit dagsins ljós
fyrir nokkrum dögum. Móðir
stúlkunnar er Jerry Hall, unnusta
Jaggers um nokkurra ára skeið, og
er hún þeirrar skoðunar að stelp-
an sverji sig mest i föðurættina
með miklar og þykkar varir. Jagg-
er var sjálfur viðstaddur fæðing-
una og þótti mikið til koma. Mick
Jagger á 12 ára gamla dóttur,
Jade, frá hjónabandi hans og
Biöncu Jagger og aðra 13 ára, sem
hann átti með leikkonunni Marsha
Hunt.
COSPER
— Ég vona bara að þú hafir verið hreinn undir
nöglinni.
Götóttu
skórnir hans
Gary Harts
+ Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn Gary Hart hefur komið
á óvart með sigrum sfnum í for-
kosningum Demókrataflokksins
en fyrirfram var Walter Mondale
talinn öruggur um að verða valinn
forsetaefni flokksins. Þessi mynd
'var nýlega tekin af Gary Hart og
vakti athygli fyrir það hvernig
skórnir hans líta út, sólarnir eins
og gatasigti. Sumum finnst það
dálítið skrýtið, að maður með
hans tekjur skuli vera eins og ein-
hver larfaláki til fótanna en öðr-
um finnst það bara sniðugt og
sýna hvað Hart er önnum kafinn í
kosningabaráttunni. Þeir eru líka
til seni segja að þetta sé allt með
ráðum gert. Hart sé með þessu að
sýnast „alþýðlegur" eða með öðr-
um orðum að snobba niður fyrir
sig.
Jörð til sölu
Tilboö óskast í jöröina Kjarnholt I, Biskupstungum,
Árnessýslu, sem er laus til ábúöar á fardögum í vor.
Upplýsingar um jöröina eru veittar í síma 99-6932.
Lokuöum tilboöum skal skila til eiganda jarðarinnar
Magnúsar Einarssonar, Kjarnholtum I, fyrir 25. mars
næstkomandi. Réttur áskilinn til aö taka hvaöa til-
boöi sem er eöa hafna öllum.
Viðtalstími
borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12.
Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viötals-
tíma þessa.
ATHUGIÐ
Vegna einlægrar viöleitni okkar aö veita viöskiptavinum
betri þjónustu sérstaklega meö síhækkandi kostnaöi
bíleigenda í huga, innifelum viö nú og mælum meö
olíubætiefni viö hver olíuskipti.
Tryggir að olíubætiefni þeirra muni:
★ Lengja líftíma vélarinnar.
★ Viöhalda góöum olíuþrýstingi.
★ Minnka olíueyöslu.
★ Minna bensíneyöslu (vegna minni snúnings-
mótstööu).
★ Bæta stimpilhringjaþéttingar.
★ Lækka ventla og timakeöjuhljóö.
★ Veita vélinni þýöari-, hljóölátari- og lengri gang.
Smurstöö Olís, Klöpp.
Blaðburöarfólk óskast!
i In in Wi oo m ,v»®
Austurbær
Óöinsgata
Þórsgata