Morgunblaðið - 25.05.1984, Page 6
»38
MORGUNBtAÐIÐ;’FOSTtfDAGURiö. MAf 1984
Bóndabær í Svartaskógi.
Hvernig er hægt að lýsa Þýskalandi, landi sem hefur á
sér svo margar töfrandi hliðar? Á að byrja á hinni fögru
náttúru landsins eða setja upp spekingssvip og fjalla um
ómetanleg menningarverömæti, taka fyrir lífið í stór-
borgunum eða friðsælum sveitaþorpunum, bera saman
aldagamlar siðvenjur og nútímatækni og framfarir eða
hella sér út í fjörugt næturlífið. Þýskaland býður upp á
allt þetta og miklu meira. Úm það sannfæröumst við,
ferðafélagarnir, sem fórum á vegum Flugleíða í kynnis-
ferö um Suður-Þýskaland ekki alls fyrir löngu. Raunar
kynntumst við fyrst og fremst þeirri hlið Þýskalands sem
snýr að feröamannaiðnaöi, en á því sviði eru Þjóðverjar
meðal hinna fremstu, eins og í svo mörgu öðru. í eftirfar-
andi grein verður reynt aö lýsa í stuttu máli því sem fyrir
augu og eyru bar í ferðinni og þeim möguleikum sem
Þýskaland býöur upp á sem feröamannaland, þótt rúms-
ins vegna sé Ijóst, að stikla verði mjög á stóru.
ifTT.nM
Sveinn Guðjónsson
Iaugum margra islendinga eru út-
lönd aöeins stórborgir eöa sói-
arstrendur, en því fer auövitaó
viös fjarri og augu manna eru
smám saman aö opnast fyrir nýj-
um möguleikum. Fyrir þá, sem hafa
þreytt bílpróf og staöist það, eru þessir
möguleikar nánast ótakmarkaöir. Meö
Flugleiöum komast menn til Luxem-
borgar, í hjarta Evrópu, og þaöan
liggja leiðir til allra átta, m.a. inn i
Suður-Þyskaland í þessum efnum má
taka undir meö manninum, sem eitt
sinn sagöi viö annaö tækifæri: „Vilji er
allt sem þarf,“ — ásamt smáslatta af
seölum auövitaö, þvi ekkert fær maóur
gefins nú til dags. Þó eru feröir sem
þessar líklega með þeim ódýrari, sem
völ er á og meö útsjónarsemi og góöri
skipulagningu er hægt aó fá ótrúlega
mikið fyrir peningana í slíkum ferðum,
fyrir svo utan þann kost að verja sjálfs
sín herra. Og þetta gildir ekki aöeins
um þá sem kjósa aö aka sjálfir í bíla-
leigubíl, heldur einnig fyrir hina, sem
veöja á samgöngukerfi Þjóöverja,
enda er þaó i traustara lagi. Þess ber
þó aö geta, aö auövelt er aö aka um á
þessum slóöum, allar leiðir þaulmerkt-
ar og umferðin ekki mjög þung.
Frá Luxemborg lá leiöin um blóm-
legar sveitir, yfir landamærin, til
Þýskalands. Ekiö var eftir Móseldaln-
um, þar sem vinviðurinn teygir sig hátt
upp i hliðar og fyrsti viökomustaöurinn
í Þýskalandi var borgin Trier, hin forna
borg Rómverja í noröanveröri Evrópu,
en þar er aö finna miklar rústir, sem
minna á yfirráð þessarar fornu herra-
þjóöar. Trier hefur þaö einnig sér til
ágætis að vera fæóingarstaöur Karls
Marx, og þar hefur nýlega verið reist
safn eitt mikiö til minningar um hann.
Fyrir þá, sem hafa þann siö aö eyöa
peningunum sínum i verslunum er-
Síglt um 6 Titisee.
lendis, má geta þess, aó Trier er talin
góö borg til aö versla í. í Trier hittum
viö herra Martin Kluck. sem átti eftir
aö veröa leiðsögumaöur okkar næstu
dagana, mikill öölingsmaöur og
skemmtilegur feróafélagi. Siöan lá
leiðin til Daun í Eifelheraöi, þar sem
Flugleiöir bjóöa upp á dvöl í orlofshús-
um.
Brugóiðáleik
í Daun-Eifel
Sumarhúsin í Daun-Eifel standa í
skipulegri og stílhreinni þyrpingu í út-
jaöri Daun, sem er vinalegur smábær
með um sex þúsund íbúa. Húsin eru
byggö í heföbundnum þýskum bygg-
ingarstíl, falleg og snyrtileg og falla
einkar smekklega aö umhverfinu, en
þaö var eitt af því, sem vakti sérstaka
athygli okkar í allri feröinni, hvernig
Þjóöverjum hefur tekist aö byggja upp
glæsilega sumarleyfisstaöi án þess aö
spilla hinu náttúrulega umhverfi. Auk
þess er snyrtimennskan þeim í blóð
borin og ber landiö þess fagurt vitni.
Andy Glas, framkvæmdastjóri svæöis-
Götulíf í SaarbrUcken.
ins, tók á móti okkur og t móttöku-
kokteilnum gat hann þess sérstaklega,
aö reynsla þeirra Daun-manna af is-
lendingum væri mjög góö og vildu þetr
gjarnan fá fleiri til dvalar í sínum hús-
um. Og þaö veröur aö segjast eins og
er, aö alltaf hlýnar manni um hjarta-
ræturnar aö heyra landanum hrósaö í
útlandinu. í móttöku þessari voru einn-
ig staddir fulltrúar úr feröamálaráöi
héraðsins og lýstu þeir allir áhuga sín-
um á auknum samskiptum viö islend-
inga. Og sjálfur bæjarstjórinn i Daun,
heiöraöi okkur meö nærveru sinni viö
kvöldverðarborðiö.
Að loknum kvöldveröi var fariö í
kynnisferö um svæöiö, Eifel Ferien-
park Daun, eins og það heitir. Boöiö er
upp á stúdíóibúðir, hótelibúöir og
sumarhús af ýmsum stæröum í skógi
vöxnu umhverfi. Þá er þarna þjónustu-
miðstöö þar sem finna má m.a. versl-
un, veitingahús, sundlaug. sauna,
leiktækjasali, barnaleikvelli og tennis-
velli, bæði úti og inni. Þarna er líka
útitafl og minigolf og þaö sem vakti
sérstaka athygli okkar, reiöskóli og
hestaleiga.
í sjálfum bænum, Daun, sem liggur
þar skammt frá eru svo um fimmtíu
veitingastaóir og bjórkrár og tvö
diskótek og má þaö meö ólíkindum
teljast í ekki stærri bæ. Hinum þýsku
gestgjöfum okkar tókst eftir mikiö
þjark aö draga okkur út á galeiðuna
um kvöldiö og fóru meö okkur í eina
þekktustu krá bæjarins, þar sem vert-
inn spilaöi á harmónikku og söng þýsk
þjóölög. Undirritaöur lenti viö hliö eins
af ferðamálafrömuöum héraðsins,
herra Jung, sem ber ótrúlega sterkan
svip af Derrick lögregluforingja. Herra
Jung talar ekki stakt orö í ensku og
voru samræöur því tregar framan af.
En herra Jung kunni ráö viö því og
pantaói handa okkur staup af kirsu-
berjavtni héraðsins, sem hann taldi
undralyf hiö mesta, enda færi þaö vel í
fnaga, Væri gott fyrir svefn auk þess
sem maöur yrði stálsleginn daginn eft-
ir. Skömmu síðar, þegar Ijósakrónurn-
ar voru farnar að sveiflast undir
söngnum, sagöi hann mér í trúnaði, að
ég væri einhver besti þýskumaður sem
hann hefði kynnst. Mikill undradrykkur
þetta kirsuberjavín þeirra Daun-
manna.
Herra Jung var svo mættur fyrir all-
ar aldir morguninn eftir og fór meö
okkur í kynnisferö um héraöiö og er
þar margt skemmtilegt að sjá. I þrem-
ur gömlum eldgígjum hafa myndast
stööuvötn, sem vinsæl eru meöal
þeirra sem hafa gaman af bátsferöum,
seglbrettasiglingum og sólbööum.
Einnig fórum viö í friöaöan garö, þar
sem sjá má dádýr bregöa á leik á milli
Pistlar úr ferð blaðamanna um Suður-Þýskaland