Morgunblaðið - 25.05.1984, Page 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ1984
„Ertu komin?“ Röddin \ stofunni, fyrir utan hin
kemur handan viö inn- \ venjulegu verkfæri málar-
göngudyrnar í vinnustofu \ ans eru stórar litríkar
\ sem áður var Gallery \ myndir upp um alla veggi,
\ Súmmara. Sekúndubroti \ og út úr myndflötunum
\ síðar birtist eigandi hennar \ birtast ýmis furðu og kynja-
Magnús Tómasson, fyrrum \ dýr, tígrisdýr sem eru að
borgarlistamaður með 1 breytast í menn, eða menn
\ franskan klút um hálsinn \ sem eru að breytast í tígris-
og dyrnar lokast á snar- \ dýr, sebrahestar, fuglar og
\ brattan stigann og þaö sem \ snákar, eyðimerkursandar,
fyrirfinnst annarstaðar í \ fornar menningarsúlur,
\ húsinu og utandyra, meira \ grassléttur og pálmatré.
að segja kjólklæddu ösku- \ Magnús er aö leggja síð-
\ tunnurnar í portinu, fá ekki \ ustu hönd á um 30 olíumál-
að vera með. Það er Suður- \ verk sem sýna á í List-
landastemmning í vinnu- \ munahúsinu frá og meö
\ \ morgundeginum.
Myndlist
Valgerður Jónsdóttir
„Sýningin á aö heita Hamskipti
og skepnuskapur eöa Metamorf-
osis and Bestiality, stutt snörun
fyrir vini mína í útlöndum sem fá
send boöskort." Hann stendur
fyrir framan eitt stærsta mál-
verkið, nýstárlega útgáfu af Morg-
unveröi í skóginum sem margir
Ijósmyndarar og málarar hafa
glímt viö. í forgrunninum er einn
hamskiptingur, jakkafataklæddur
maöur sem kominn er meö tígris-
dýralöpp í handarstaö og veiðihár
í stað yfirskeggs. Augun eru
stingandi, kannski svolítið ráðvillt,
en minna á dautt augnaráð há-
karlsins. Skáhallt á móti er annað
stórt verk, lítill fugl aö hakka í sig
eflaust gómsætan ánamaök, allt í
kring eru aðsteðjandi hættur,
krókódíll, tígrisdýr og snákur sem
bíða færis.
„Þetta eru stemmningsmyndir,
sumar dramatískar, aörar melo-
dramatískar eins og t.d. þessi
hérna af fuglinum, en eins og þú
sérö þá stafa aö honum allar
heimsins hættur, en lífið er jú
nokkurs konar melodrama, eins
dauði er annars brauð, ekki satt.“
í einu horni vinnustofunnar eru
tvær samfastar eldavélahellur og
á annarri pottur með bullsjóöandi
vatni. Þangað liggur leiðin, Magn-
ús hellir sjóðandi vatni í kaffikrúsir
og lagar vel sterkt Neskaffi og eitt
bláröndótt tígrisdýr, sem hefur
hlotið nafniö litblinda tígrisdýrið
fylgist með í hæfilegri fjarlægö.
„Þessar myndir mínar eru
sprottnar upp úr visual poetry eða
sýniljóöum eins og ég hef kallaö
þau á íslensku. Fyrsta sýningin var
einmitt haldin hér í þessum sal
meöan Gallery Súm var og hét.
Þaö var bara byrjunin, en svo
sýndi ég þessar myndir bæöi á
Kjarvalsstööum og nú fyrir
skömmu í Gallery Grjót.
En hvaö er það sem Magnús
kallar visual poetry eöa sýniljóö? í
sýningarskrá frá ’82 er hann sýndi
á Kjarvalsstööum aö loknu ári
sem borgarlistamaður kemst
hann svo að orði: „Það var á árun-
um 1967—69 að ég bjó til ýmsa
hluti, sem mér gekk illa að fella að
ríkjandi myndstefnum. í bland
voru litlar sprettimyndabækur,
þ.e. að þegar opnaður er tvíblöð-
ungur sprettur fram þrívíö mynd,
eins og í ævintýrabókunum um
Stígvélaða köttinn og Hans og
Grétu, sem ég minnist frá æsku.
Þá duttu mér í hug orðin „visual
poetry", rétt eins og maður veifar
rongu tre, og allt veröur að heita
eitthvað.
Nokkrar þessara sprettimynda
rötuðu síðar saman í bók, sem
gerö var í einu eintaki undir sam-
heitinu „sýniljóð" eöa „visual
poetry“. Þessi snörun á ensku
orðunum „visual poetry“ yfir í
„sýniljóð” var meira af skyldu-
rækni við þaö ylhýra en ánægju
með orðið.
En hvaö er þá „visual poetry"?
Ef til vill mætti skilgreina það
svor.a: Það er eitthvað sem er of
tengt Ijóöi til þess aö geta veriö
mynd og of myndrænt til þess að
geta verið Ijóð, eða: ekki nógu
myndrænt til þess að geta verið
mynd og heldur ekki nógu Ijóö-
rænt til þess að vera Ijóð. Efnis-