Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 43 lega eru „sýniljóð" eins og hverjar aðrar lygisögur, misjafnlega sann- ar, misjafnlega fyndnar, sumar soldið „lousy-sneddy" og fljóta hér með vegna frumstæörar kímnigáfu höfundar." málverk hérna eru sem sagt hugmyndalega teknar úr þessum þrívíöu myndum, þó ég brjóti reyndar mín eigin þrinsiþ, en ég hef einhvern tíma sagt að gæöi mynda versni í öfugu hlutfalli viö stærö. En einhvern veginn þurfti ég að fá útrás á stóru myndflötun- um eftir allar smámyndirnar og nákvæmnisvinnuna.“ Draumur um suðræna sælu? — Nú finnst eflaust mörgum skrýtið að þú skulir mála hita- beltisdýr og eyðimerkursanda. Má skilja þetta sem svo aö þú sért farinn aö láta þig dreyma um suð- ræna sælu? „Ætli sælan orki ekki tvímælis. Það var auðvitaö hryssingslegur vetur þegar ég málaöi flestar þessara mynda, reyndar verið nær samfelldur vetur hér undanfarin tvö ár. En fyrir tilstilli fjölmiöla eru framandi álfur, lönd og dýr oröinn hluti af umhverfi og veruleika merkingar í verkin. En ég er sjald- an að meina eitthvað eitt og ákveðiö með einni mynd, heldur gef ákveðnar vísbendingar í ýmsar áttir. í sumum tilfellum er ég bara að leika mér, fá útrás á léreftinu, mála ánægjunnar vegna, eöa reyna að höndla einhverja tilfinn- ingu.“ — Hvað kom til að þú fórst aö snúa þér að málverkinu aftur? „Ég byrjaði upþhaflega sem málari og þaö er uppruni sem maöur getur aldrei hlaupiö frá. Þetta er svipað og að læra aö synda, þú gleymir ekki sundtökun- um, og ef þér er hent út í vatn tekur þú ósjálfrátt við þér. Á tíma- bili hafnaöi ég málverkinu, var aö gera málverk málverkanna vegna. Mér fannst vanta innihald og til- gang í þessar myndir, gat gert 20—30 fallegar myndir á dag og leiddist það. Upp úr því fór ég að fást viö skúlptúra og um '67 lagði ég málverkiö á hiiluna, og seinna fór ég að sýsla viö málverk í þrí- víðu formi. Annars finnst mér ég alltaf vera þessi maöur sem er alltaf rétt aö byrja á því sem hann ætlar aö gera, mér finnst ég stundum vera eins og Páll postuli í þessu, en hann á að hafa sagt: „Þaö góða sem ég vil gera, geri ég ekki, en í Magnús Tómasson snýr sér aö málverkinu á nýjan leik og opnar einka- sýningu á morgun leggnum, en nú er mér aö veröa Ijóst að talentiö gagnar ekkert nema unnið sé alveg gegndarlaust úr því.“ — Kannski sammála þessu meö eina prósentið? „Ég þori ekki alveg að fullyrða um hlutfalliö, en þaö er mikill sannleikur í þessu, það veröur að vinna óskaplega til að árangurinn skili sér. Sjálfsagi hefur ekki verið mín sterkasta hlið, hér áöur vann maö- ur í skorpum en ég er óðum að skipuleggja sjálfan mig, hef orðiö aö aölagast minni fjölskyldu, flutti vinnustofu mína hingaö fyrir fimm árum, til að hafa meiri frið og er venjulega kominn hingaö eins og venjulegur kontoristi um 9-leytið á morgnana og er til 5—6 á kvöldin, alla daga og allar helgar.“ — Hvernig gengur þér aö lifa á listinni? „Ætli ég sé ekki með svona um þaö bil hálf verkamannalaun áö jafnaði yfir áriö. Annars hefur mér alltaf fundist ég vera ríkur, hefur alltaf fundist ég vera milljóneri sem hefur gleymt buddunni heima. Ég er ekki þurftafrekur, eyði litlu, byggöi t.d. sjálfur hús mitt úr engu. Hér áður var ég í íhlaupavinnu, tók að mér ýmis hönnunarverkefni, sem tengdust ýmsum hliöargreinum af myndlist. En þaö er dálitiö langt síöan ég hef unnið það sem almenningur kallar heiöarlega vinnu. Auðvitað hefur maður oft verið blankur, og á tímabili átti ég varla fyrir efni og þorði jafnvel ekki að mála á léreft af hættu við að ég myndi skemma það. En nú í seinni tíð hef ég spanað mig upp í allt aö því fyrirlitningu á efninu, er alls óhræddur við aö mála á léreft, ef þaö lukkast ekki hendi ég léreftinu einfaldlega.” — Hvernig líst þér á listalífið í landinu? þá á hin raunverulega myndlist sér erfitt uppdráttar á Islandi, það er híbýlaprýöin sem blaktir. Mér finnst heldur ekki nægilega mikill greinarmunur gerður á þeim sem eru áhugamenn í myndlistinni eöa mála af alvöru, fjölmiölar mættu t.d. gera meira af því aö gera greinarmun á þessu tvennu. Það getur auðvitaö farið saman að mynd sé augnayndi og gott lista- verk, en ég get ekkert verið að blanda mér inn í það, mér finnst híbýlaprýði og myndlist ekki eiga neina samleið. Ég skil svo sem að fólk vilji ekki hafa óþægilegar myndir heima hjá sér, en myndlist á aö vekja hræringar, og myndlist- armaður verður aö vera allt að þvi algjörlega óháður því aö gera myndir út frá einhverjum smekk. Og þetta með íslenska mynd- list, það er of algengt að flutt séu inn erlend áhrif, umræða um myndlist er oft komin á sama stig og popptónlist, en bak við þaö er ekkert annað en sölumennska, það er oft veriö aö blása upp ein- hverja hluti og svo hleypur í þetta tíska í neikvæðri merkingu þess orðs. Þetta er svolítiö krampakennt, islendingar vilja alltaf vera meö á nótunum og taka gjarnan við er- lendum straumum sem þeir ætla svo að flytja út aftur sem íslenska vöru. Þetta er svipað því að flytja inn gott nautakjöt frá Bandaríkj- unum og selja þaö svo út aftur sem hakkað buffl" — Finnst þér þú vera laus við tískustefnur? „Mér finnst ég alltaf hafa veriö mjög persónulegur, allt frá því ég losaði mig við gamla málverkiö. Mér finnst ég vera miklu meðvit- aöri nú en áður um hvað ég sé að gera en þegar ég var yngri. okkar hér. Á flestum myndanna eru rándýr sem tilheyra hinum suðræna heimi, en ég nota þau í symbólskum tilgangi, byggi á þessu einfalda prinsipi aö eins dauði er annars brauð. Ég finn fyrir ákveöinni óttatilfinningu, þaö er uggur í mér, ógn og grimmd eru þeir þættir sem mest ber á í heim- inum í dag. Flestar eru myndirnar málaðar á sl. ári, myndu daterast á árin ’83 og ’84, og þó það sé auövitaö ekki í mínum verkahring að útskýra myndirnar mínar þá vona ég að þær séu með húmor- ískum undirtón. Annars vil ég að myndirnar mínar tali sínu máli sjálfar, gef fólki ekkert nema titilinn og hver og einn getur síðan lagt eigin það illa sem ég vil ekki gera, það geri ég.“ Mér finnst ég vera rétt aö byrja í myndlistinni þó ég sé búinn að vera í þessu í 25 ár. Ég veit ekki hvers vegna ég fór upphaflega út á þessa braut. En ég var of heimskur til að læra, of latur til að vinna og hafði ekki næga kímnigáfu til aö fara í lög- regluna þannig að mér var nauð- ugur einn kostur að fara aö mála!“ — Kímnigáfan sem sagt nauð- synleg í lögreglunni? „Já, það held ég hljóti að vera. „Þú meinar ástand og horfur? Mér finnst íslensk myndlist mjög blómleg um þessar mundir. Ég er helst á því að það sem stundum hefur verið sagt um listamenn að margir séu kallaðir en fáir útvaldir eigi helst við um gagnrýnendur í seinni tíö. Tökum sem dæmi skólastrák sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig listasögu í háskóla. Þar nemur hann eitthvað ákveðið svið listasögunnar, en hann þarf ekki að.hafa neitt vit á myndlist fyrir því — fyrir utan þaö auðvitaö að menn læra ekki að vera gáfaðir í skólum. Ég tala nú ekki um ef viðkomandi er óvandur aö meðul- um og hefur mestan áhuga á að koma sjálfum sér á framfæri, eöa eins og viö höfum dæmi um að menn hafi selt skoöanir sínar fyrir embættisframa, til að næla sér i þægilega stöðu. I íslenskri gagn- rýni er yfirleitt fariö mildum orðum um meðalmennskuna en þeir sem skara fram úr virðast fara í taug-' arnar á gagnrýnendum. Gagnrýn- endur hér virðast byrja með.því að rífa kjaft til að vekja á sór athygli, svo fá þeir einhverja dúsu, hvort sem það er leiklistarstjóri eöa safnvörður og eftir þaö þegja þeir þunnu hljóði nema þegar þeir þurfa að launa fyrir sig. Það má þó ekki setja alla gagnrýnendur undir sama hatt, því sumir hafa unnið vel, þó í seinni tíð hafi óheiðarleg vinnubrögð eins eða fleiri komiö óoröi á alla stéttina. Umfjöllun eða gagnrýni Eitt prósent talent „Annars máttu bæta því við hérna, að ef ég heföi vitað aö þetta væri svona mikil vinna hefði ég hugsað mig um tvisvar. Ég man að hér endur fyrir löngu heyrði ég einhver sþakmæli sem mig minnir að hafi verið eignuð Gunnlaugi Scheving, að listin væri 99% vinna og 1% talent. Ég hafnaði þessu þá eins og hverri annarri hótfyndni, hélt aö talentiö væri eitthvaö óskiljanlegt og sæti í framhand- er nauðsynlegur liður milli lista- manns og almennings, og getur verið hrein list út af fyrir sig. Vita- skuld er alltaf um persónulegt mat gagnrýnenda að ræða, og veröur aö takast sem slíkt, en þegar það persónulega mat stjórnast af af- brigðilegum eða óheiöarlegum hvötum, er það ekki lengur al- menningi til gagns aö vera boðið inn á einkakamar gagnrýnand- ans.“ Kannski er ég bara svona sein- þroska, en þá ætla ég að vona aö ég haldi því áfram. Annars er þetta allt svo öfugsnúiö. Þegar ég var lítill var mér t.d. sagt að ég væri mjög bráðþroska! Þegar ég var yngri var ég miklu vissari um að þaö sem ég væri aö gera væri hið eina rétta, núna bý ég frekar viö stööuga efahyggju. Nú, svo koma inn í þetta geö- ^ sveiflur, stundum er ég mjög bjartsýnn eða mjög svartsýnn, það koma dagar þegar mig langar til að henda þessu öllu frá mér, en svo tek ég upp þráöinn aftur og hugga mig við að hér séu áreið- anlega á ferðinni ódauðleg menn- ingarverðmæti.” Magnús á sæti í safnráði Lista- safnsins og talið berst nú aö því. „Listasafnið á að vera andlit þjóðarinnar út á viö, og það er til háborinnar skammar hve litium fjármunum er varið til þess. Lista- safniö er yfirleitt alltaf skammað fyrir slóðaskap, en engum dettur í hug að skamma fjárveitingavaldið og hina ýmsu mennta- málaráðherra á hverjum tíma sem skammta safninu peninga.” — Er ekki erfitt aö kaupa verk eftir einn kollega en ekki annan? „Jú, þetta er í rauninni skíta- djobb. En þegar loks er keypt verk eftir einhvern listamann er viökomandi fúll yfir því að ekki skuli hafa veriö keypt af honum fyrr, eða að ekki skuli hafa verið keypt miklu stærra verk og allir hinir sem ekki er keypt af fara í fýlu, af því að engin verk eru keypt af þeim. Það er gjörsamlega ómögulegt að gera mönnum til hæfis í þessu starfi, og allir lista- menn hugsa eins: „Það hljóta að Híbýlaprýðin sem blaktir „En svo ég snúi ástandi og horfum vera til aurar til að kaupa verk eftir mig, þó ekkert sé til handa hin- um.“ Á hverju ári sendum við svo bænabréf og skýrslur stundum með þeim árangri aö fjárhæðin er skorin niður um helming og þá miða ég við 60—70% verðbólgu sem veriö hefur undanfarin ár.“ — Ætlarðu að halda áfram að mála myndir í þessum dúr? „Það tekur sjálfsagt breyting- um, hvort þær verða hraðar eða hægar get ég ekki sagt um. „Þaf mer aftur að \ er erfitt aö spá, einkum um fram í myndlistinni, \ tíðina,” sagöi Storm P.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.