Morgunblaðið - 25.05.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
55
félk í
fréttum
Goldie
giftir sig í
þriðja sinn
+ Leikkonan Goldie Hawn hefur lengi verið staðráðin í að gifta sig
ekki í þriðja sinn en nú herma fréttir, að henni hafi snúist hugur eða
öllu heldur verið talið hughvarf. Það eru börnin hennar tvö, Oliver,
sem er sjö ára, og Kate, fjögurra ára, sem hafa fundið rétta manninn
handa henni og heitir hann Kurt Russell og er leikari eins og Goldie.
Svo vel vill til, að þau Goldie og Kurt hafa verið óaðskiljanleg í
nokkurn tíma og láta það ekkert á sig fá þótt nokkur aldursmunur sé
á þeim en Kurt er fimm árum eldri en Goldie. Þau hittust fyrst þegar
þau léku bæði í myndinni „Swing shift" og var það ást við fyrstu sýn.
Kurt var raunar kvæntur þá en hann fór frá konu sinni og fluttist til
Goldie.
Goldie Hawn á tvö hjónabönd að baki, með tískuhönnuðinum Gus
Trikonis og rokkhljómlistamanninum Bill Hudson, en í þeim gekk
allt á afturfótunum. Goldie var því ákveðin í að brenna sig ekki á því
þriðja. Börnunum hennar líkar hins vegar svo vel við Kurt að Goldie
ætlar að freista gæfunnar einu sinni enn.
+ Prinsinn og prinsessan af Wales voru nýlega á glæsílegri góógerö-
arskemmtun í Covent Garden í London en þar var aðalstjarnan stór-
söngvarinn Luciano Pavarotti. Hann og aórir skemmtikraftar tóku ekk-
ert fyrir að koma fram en allur ágóói rennur til hjálparsjóös á vegum
Konunglegu óperunnar. Diana prinsessa er nú ófrísk af öóru barni sínu
og á von á sór í september nk
COSPER
----Friðrik, þessi herramaður vill tala við þig.
Joan Collins
gefurút
elskhugatal
+ Æviminningar leikkonunnar
Joan Collins eru nú komnar út
í Bandaríkjunum og þykja hin
skemmtilegasta lesning enda
mikil bersöglismál. Fjalla þær
aöallega um elskhuga hennar í
gegnum tíöina, sem eru orðnir
mjög margir. Þegar bókin kom
út hélt útgáfufyrirtækið góöa
veislu og þá var þessi mynd
tekin af þeim Joan og Pamelu
Belwood en þær eru báöar
stjörnur í sjónvarpsmynda-
flokknum „Dynasti".
Geymsluhúsnæöi
óskast til að geyma trjávið, stærð ca. 45—60 fm.
Til greina kemur bílskúr eöa góöur braggi. Húsið
má vera óupphitað en góö loftræsting nauðsynleg.
Uppl. gefur Aðalsteinn Pétursson í síma 38600.
flaggstengur
frá 6—18 m. með
öllu tilheyrandi.
Verð um 1.000 kr.
í
t
pr m.
Efni Glerfiber — Ekkert viðhald — Þrælsterkar — Conískar —
Gilltir toppar.
Bæjarfélög, íþróttafélög og einstaklingar pantiö fyrir 17. júní.
BYGGIR HF.,
SÍMI 73090.
KFUM og KFUK
gangast fyrir útisamveru við styttu
séra Friöriks Friðrikssonar í Lækj-
argötu á afmælisdegi hans 25. maí
í tilefni Biblíuársins.
Hátíðin hefst kl. 17.30.
Dagskrá:
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur.
Biblíukynning.
Ávörp frá Biblíufélaginu og frá KFUM
og KFUK.
Fjöldasöngur: Söngvar séra Friðriks.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíö
Oddsson, ávarpar samkomugesti.
Allir velkomnir.
Hurða-
pumpur
Þrír styrkleikar sameinaðir í einni hurðapumpu.