Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1984 7 Aksturshraða skal miða við Almenna auglysmgastofan hf GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR BÍLEIGENDUR Fátt er jafn ergilegt fyrir bíl- eigendur, sem leggja mikla vinnu í að bóna og viðhalda ytra útliti bílsins, eins og það að sjá árangur vinnu sinnar skolast af bílnum í 2 — 3 þvott- um. En nú virðist séð fyrir end- ann á þessum raunum, því hafinn er innflutningur til landsins á nýju bóni, sem hlot- ið hefur meiriháttar viður- kenningar erlendis og koma þar við sögu risar eins og General Motors og Ford Mot- or Company. Árið 1983 hóf bandaríska fyrirtækið Glossit Manufact- uring Company útflutning á þessu bóni, sem teljast verður algjör tækninýjung. Þetta bón, sem er eina bónið sinnar tegundar í heiminum í dag, er selt undir nafninu ULTRA GLOSS. Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugðið er, að það inniheldur engin þau efni, sem annars er að finna í hefðbundnum bóntegnund- um, svo sem harpeis, vax, plast eða polymer efni. Grunnefnið í ULTRA GLOSS er glerkristallar, auk bindiefna og hcrða. Þegar bónað er með ULTRA GLOSS, þá myndast þunnt glerungslag á yfirborði lakksins, sem bæði styrkir það og kemur í veg fyrir að óhrein- indi nái að bíta sig fost við lakkið. Varnarskelin er það góð, að sé bónið borið á ál eða silfur þá fellur ekki á málm- inn. Með öðrum orðum, veðr- un (oxydering) á sér ekki stað. Framleiðendur benda auk þess á, að ULTRA GLOSS endist langt umfram hefð- bundnar bóntegundir. Þetta þarf engum að koma á óvart, því ef borin er saman ending á vax- eða plasthúð annars veg- ar og glerhúð hins vegar, þá er nokkuð augljóst hvaða efni endist lengst. En ULTRA GLOSS hefur fleiri kosti, því eins og kunn- ugt er þá dregur gler úr virkni útfjólublárra geisla, en þeir eru höfuðorsök þess að lakk á bílum upplitast. Nýjungar í bílamálum vekja alltaf athygli, en þær sem viðkoma útliti bílsins eru tvímælalaust þær sem veita eigendunum mesta ánægju. ULTRA GLOSS er fáan- legt á bensínafgreiðslum ESSO. HÖRFAÐ UNDAN ÍHALDINU EINHLIÐA AFVOPNUN í Staksteinum í dag er fjallaö um gremju róttæklinga yfir því aö þeim tókst ekki aö koma í veg fyrir aö Varöberg gerðist aöili aö friöarvikunni. Vitnaö er í grein Más Guömundssonar er birtist í Neista sem er málgagn Fylkingarinnar. Þá er birtur kafli úr stefnu Fylkingarinnar sem er deild innan Alþýöubandalagsins, þar sem krafist er einhliða afvopnunar Vesturlanda. Gremja rót- tæklinga Þátttaka Varðbergs { fríóarpáskunum fór mjög fyrír brjóstið á mörgum herstöðvaandstæðingum, eins og skiljanlegt er. Aðild Varðbergs kom í veg fjnrir þá fyrirætlan þeirra að mis- nota friðarhátíð kristinna manna í pólitískum til- gangi. Gremja róttæklinga vegna þessa er mikil eins og vel kemur fram í grein er Már Guðmundsson, einn forustumanna Fylk- ingarinnar, skrifaði f mál- gagn hennar, Neista, fyrir skömmu. Reiði Más yfir því að ekki tókst með „orða- lagsbreytingum og slíkum brögðum að koma í veg fyrir að Varðberg yrði þátttakandi í friðarpáskun- um“ beinist ekki hvað síst að flokksbræðrum hans í Alþýðubandalaginu. En Fylkingin er deild innan Alþýðubandalagsins og þó fámenn sé, er hún áhrifa- mikil. Þessa staðreynd skyldu menn hafa í huga við lestur Neista, málgagns Fylkingarinnar. * A undanhaldi f greininni kemst Már meðal annars svo að orði: „Vist er, að mörgum sósíal- istum og herstöðvaand- stæðingum brá, þegar það lá fyrir að Samtök her- stöðvaandstæðinga voru komin í samfylkingu með Varðbergi. Þetta var örugg- lega ekki létt skref fyrir miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga, og ekki til þess ætlast í upp- hafi að svona færi. Fulltrúi SHA í undirbúningshópi friðarpáskanna reyndi með orðalagsbreytingum og slíkum brögðum að koma f veg fyrir að Varðberg yrði þátttakandi í friðarpáskun- um. Það voru hins vegar fulltrúar þjóðkirkjunnar sem endanlega börðu það í gegn að Varðberg yrði full- gildur aðili að friðarvik- unni. Miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæðinga var f þessu máli flækt i net eigin undanhalds f herstöðvar- baráttunni á undanfömum mánuðum. Fyrst kom Keflavíkurgangan í sumar, þar sem reynt var að fela herstöðvaandstöðuna og baráttuna gegn NATO. Síðan þögla blysförin á Þorláksmessu, og nú þetta. Þetta er afleiðing þess, að í stað hluttækrar baráttu gegn hersetunni og öllu sem henni fylgir, er sett fram almennt friðarhjal. Það hefur hins vegar það í för með sér, að mörkin milli NATO-sinna og NATÓ-andstæðinga verða óljós, því svo lengi sem ekki eru sett fram nein haldfost baráttumarkmið, Ld. gegn auknum hernað- arframkvæmdum hér á landi, er ekkert sem getur hindrað að NATÓ-sinnar leiti inn í samfylkingar eins og þá sem ætlunin var að búa til kringum friðar- vikuna. Til að snúa þessari þróun við, verður að stöðva það undanhald sem mið- nefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga hefur verið á í herstöðvarmálinu. Það má ekki gerast að nýjar kyn- slóðir verði aldar upp f því, að andstaða við herinn og NATÓ sé eitthvað óhreint sem berí að dylja sérstak- lega, þegar komið er inn- anum fint fólk, eins og presta og listamenn. En þarna ræður miðnefndin ekki þróuninni ein, enda fór hún inn á þá braut sem hún hefur nú verið að feta i mjL vegna þrýstings frá Alþýðubandalaginu, sér- staklega meðan það var í ríkisstjórn og þurfti að setja eitthvað í staðinn fyrir brottför hersins. Leið- ari Þjóðviljans frá 19. aprfl (en hann er ritaður eftir að Fylkingin gekk til liðs við Alþýðubandalagið, innsk. Staksteinar), sem hét Gegn hernum á páskum, vekur vonir um að nú sé að verða breyting á þeirri stefnu sem leiddi til þeirra mis- taka sem gerð voru við undirbúning friðarpásk- anna 1984. Það mun koma í Ijós á næstunni hvort mið- nefnd Samtaka herstöðva- andstæðinga mun læra af þessum mistökum.” „Einhliða af- vopnun borg- arastéttanna“ Krafan um einhliða af- vopnun er ekki ný af nál- inni. Hún hljómar víða um Vestur-Evrópu í dag, líkt og hún gerði á fjórða áratugn- um — með afleiðingum sem fáir gleyma. Á sama hátt og hreyfingar fólks er i góðum ásetningi barðist fyrír friði þá eru samtök þess misnotuð af mönnum er hafa allt annað markmið en að varðveita og tryggja fríð í heiminum. Meðlimir Fylkingarinnar eru þessu marki brenndir. Markmið þeirra er ein- hliða afvopnun og uppgjöf lýðfrjálsra ríkja „fram- kvæmd af verkalýðnum og bandamönnum hans“. 1 stjórnmálaályktun síðasta þings Fylkingarinnar kem- ur þetta markmið vel fram. Þar segir meðal annars: „Friðarhreyfingin er ... framsækin hreyfing, bylt- ingarsinnaðir marxistar styðja aðgerðir hennar, og taka þátt í þeim og undir- búningi þeirra. Þeir styðja einnig kröfur friðarhreyf- ingarinnar sem beinist að afvopnun heimsvalda- sinna... þó við gerum bæði okkur og öðrum grein fyrir því að yfirlýs- ingar eða samningar ríkis- stjórna þessara landa tryggja engan veginn, að þau verði kjarnorku- vopnalaus f reynd. Allra síst á meðan þau eru hluti af NATO og vígbúnaðar- kerfi þess. Krafan um úr- sögn úr NATO og um að önnur tengsl við hernaðar- kerfi heimsvaldastefn- unnar verði rofin, er þvf rökrétt framhald af kröf- um um kjarnorkuvopna- laus svæði. Slik krafa og baráttan fyrir henni bein- ist gegn borgarastéttum hcimsvaldalandanna og samtryggingu þeirra gegn verkafólki, eins og andóf- ið gegn kjarnorkuvopnum gerir einnig. Slik barátta er líka eina leiðin til frið- ar, þ.e. einhliða afvopnun borgarastéttanna, fram- kvæmd af verkalýðnum I og bandamönnum hans." Æfingastöðin Engihjalla 8, Kópavogi verður opnuð fyrir almenna tíma í tækjasal sem hefur verið bætt við nýrri og betri tækjum þriðjudaginn 12. júní nk. kl. 07.00 og þá veröur einnig opnuö Ijósastofa með nýjum perum. Tekið viö pöntunum í Ijósin í síma 46900. NÝJUNG Mánaöarnámskeiö er aö hefjast í kvennaleikfimi frá kl. 09—10 og 10—11 sem veröur frá mánudegi til föstudags. Barnapössun er á staönum á morgnana. Hinir vinsælu kvöld-kvennaleikfimitMnar veröa áfram frá kl. 18— 19 frá mánudegi til föstudags og músíkstuö leikfimi kl. 19— 20 sömu daga og Aerobic stuö leikfimi frá kl. 20—21 og á laugardögum frá kl. 14. Námskeiö í breakdance hefst í næstu viku. Kennari Stefán Baxter. Æfingastöðin veröur opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 07—22 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10—18. Nánari upplýsingar og innritun á námskeið í 8,ma46900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.