Morgunblaðið - 08.06.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.06.1984, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 r PASSA- MYNDIR tfg* íLJ fekJ tZJl kbl S3 Ath. í sumar höfum við opið kl. 9—17 20 leikmenn verða valdir til æfinga: „Víð eigum góða möguleika á að ná þriðja sæti í riðlinum" — segir Jón Hjaltalín, formaóur HSÍ LAUGAVEG1178 SÍMI81919 Þaö mun vera alveg endanlega ákveöiö aö landsliö fslands { handknattleík keppir á Ólympfu- leikunum í Loe Angeles. Þetta er f annaö sinn sem íslenska lands- liöiö í handknattleík tekur þátt í Ólympíuleikum. Síöast keppti landslíö íslands í handknattleik á leikunum í MUnchen áriö 1972 og stóö sig meö mikilii prýöi. Mbl. innti nýkjörinn formann HSÍ, Jón Hjaltalín Magnússon, eftir því hvernig yröi staöiö aö undirbún- ingi fyrir leikana í Los Angeles. — Viö höfum verið aö ræða málin í stjórn HSÍ og munum um helgina ganga endanlega frá því hvernig viö stöndum aö lokaund- irbúningi fyrir leikana. Þaö er mikiö {húfi aö vel takist til og viö munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess aö landsliöiö fari eins vel undirbúiö og nokkur kostur er. — Bogdan landsliösþjálfari er um þessar mundir í Póllandi en kemur heim um helgina og þá veróur tekiö til viö æfingar af full- um krafti. Viö munum velja 20 leikmenn til æfinga og tilkynna hópinn fljótlega. Þaö munu 15 leikmenn fara á leikana, þjálfari, liðsstjóri svo og fararstjórar, alls um 20 manns. — Ólympíunefnd islands mun sjá um feröir, uppihald, svo og dagpeninga til leikmanna meöan á leikunum stendur og reyna aö hjálpa okkur til þess aö fjármagna undirbúning feröarinnar. Viö mun- um leita til fyrirtækja um aöstoö. Viö munum leika nokkra opinbera landsleiki áóur en vió höldum á leikana. Ég geri mér vonir um aö V-Þjóöverjar komi hingað til lands 11. til 12. júlí og leiki viö okkur tvo til þrjá leiki. Þá stendur okkur til boöa aö fara í æfingabúöir víöa erlendis. — Okkur hefur veriö boöiö aö koma í æfingabúöir til Póllands, Hollands og Spánar, svo nokkur lönd séu nefnd. Þá eru líkur á því aö viö leikum æfingaleiki í Banda- ríkjunum áöur en keppnin á Ól- ymptulelkunum hefst. Liölö mun sennilega fara utan þann 26. júlí. Ertu ánægöur meö riöilinn sem ísland lenti í? — Já, ég er ánægöur meö hann. Viö eigum mjög góöa möguleika á aö ná þriöja sæti í riölinum og leika síöan um 5. til 6. sætiö á leikunum, sagði Jón Hjaltalín. En stjórn HSÍ hefur núna í mörg horn aö líta í sambandi viö undirbúning sinn fyrir leikana. — ÞR FERSKUR FISKURSBfi MEST Sjómenn vita að nauðsynlegt er, að varðveita eiginleika ferska fisksins alla leið að borði neytandans. Það er löng leið og mestu máli skiptir að hráefnið sé gott þegar það kemur í vinnslu. Góður frágangur og kæling um borð skipta því miklu. Með samstilltu átaki tekst okkur að framleiða úrvals sjávarafurðir í hæsta gæðaflokki. h~i bættum tiskgæöum • Hvernig móttökur fær Schumacher {Frakklandi er Evrópukeppnin ( knattspyrnu hefst? Frakkar hugsa Tony þegjandi þörfina TONI Schumacher, markvöröur v-þýska landsliösins í knatt- spyrnu, er ekki vinsælastí maður- inn sem keppir á Evrópumóti landsliöa í knattspyrnu sem hefst í Frakklandi á þriðjudaginn. Eins og menn muna eflaust eftir þá braut Schumacher mjög illa á Patrick Battistoni í undanúrslitum Heimsmeistarakeppninnar á Spáni fyrir tveimur árum og því atviki eru Frakar ekki búnir aö gleyma. Þeir mun enn eftir því hversu fólksulegt brot Schumacher var og hvernig Battistoni varö aö yfirgefa völlinn. Spurningin er hvort Jupp Der- wall, þjálfari Þjóðverjanna, tekur Schumacher með til Frakkklands. Ekki alls fyrir löngu slasaði Schu- macher annan leikmann í landsleik viö Noröur-irland og var sá at- buröur sýndur aftur og aftur í franska sjónvarpinu þannig aö Frakkar hugsa Schumacher örugglega þegjandi þörfina. FRI vill að íris verði valin til ólympíuþátttöku STJÓRN Frjálsíþróttasambands islands hefur mælst til þess viö Ólympíunefnd Íslands aó fris Grönfeldt spjótkastari úr UMSB veröi valin til þátttöku á Ótympíu- leikunum í Los Angeles. íris náöi á dögunum lágmarki Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) um þátttöku í leikunum er hún sigraöi á bandaríska háskóla- meistaramótinu meö 56,14 metra kasti. Þegar hafa veriö valdir til leikanna frjálsíþróttamenn sem náö hafa lágmarki IAAF, og í sam- ræmi viö þaö hefur FRÍ mælst til þess viö Ól aö íris veröi valin. Ólympíunefndin kom saman til fundar í gær, miövikudag, þar sem tilmæli stjórnar FRÍ voru m.a. til umfjöllunar, en ákvöröun ekki tek- in. Nefndin íhugar hvort fjórði sundmaöurinn, Árni Sigurösson úr Vestmannaeyjum, skuli sendur til leikanna. — ágás

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.