Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 32
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 OPID ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI 22 INNSTRÆTI, SiMI 11633 FOSTUDAGUR 8. JUNI 1984 VERÐ I LAUSASOLU 25 KR. Sjúkrahús á Norðurlandi vestra: Verkfall ófag- lærðs starfsfólks Á MIÐNÆTTI kom til framkvæmda verkfall ófaglærðs starfsfólks sjúkrahúsanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Starfsfólkið gekk út á miðnætti og mættu verkfallsverðir á vinnustaðina. Neyðarþjónustu er þó sinnt. Starfsfólkið sem hér um ræðir starfar einkum við ræstingu, þvotta og í mötuneyti í sjúkrahús- Hafvillur í þokunni SÍÐDEGIS í gær skall þoka snögg- lega yfir Faxaflóa og stóran hluta suð-vesturlands. Smábátar lentu í hafvillum og var farið að svipast um eftir einum þeirra í gærkvöldi. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen var sendur út að svipast um eftir öldruðum manni, sem var einn á lítilli trillu frá Reykjavík og ekki kom til hafnar, en hann fannst skömmu eftir miðnættið. Frá Akranesi bárust svipaðar fréttir, meðal annars af manni á trillu þaðan sem lenti í villu í þok- unni. Maðurinn taldi sig vera kominn nálægt Þormóðsskeri, þegar hann heyrði flaut frá Akra- borginni og reyndist þá vera staddur rétt utan við hafnar- mynnið í Reykjavík. Miklar trufl- anir urðu einnig á flugi. Áætlun- arvélar á leið til Reykjavíkur þurftu að lenda í Keflavík og smá- flugvélar sem voru austan Hell- isheiðar þurftu að lenda á Selfossi þegar þokan iokaði Hellisheiðinni. unum sem eru fjögur talsins, Hér- aðshæli Austur-Húnvetninga á Blönduósi, Sjúkrahús Skagfirð- inga á Sauðárkróki, sjúkrahúsið á Hvammstanga og sjúkrahúsið á Siglufirði. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga, gekk starfsfólkið út um mið- nætti og verkfallsverðir tóku sér stöðu í sjúkrahúsinu. Starfsfólkið sinnir neyðarþjónustu áfram. Samningafundur stóð enn þegar blaðið fór í prentun skömmu eftir miðnætti en þunglega horfði með að samningar næðust. Þrettándi fundur í virkjanadeil- unni var haldinn hjá ríkissátta- semjara í gær, og eru það aðallega launaflokkaröðun og launamál sem nú eru til umræðu. Sam- kvæmt frásögn beggja deiluaðila þá hefur eitthvað miðað í sam- komulagsátt, en þó mun enn vera talsvert eftir í það að samningar séu í höfn. Það sem helst ber í milli hjá aðilum í viðræðum um launaflokkaröðun er vægi viðkom- andi flokka. Hjá ríkissáttasemjara funduðu í fyrsta sinn í gær línumenn í Dagsbrún, gegn Reykjavíkurborg. „Þetta er ungt og leikur sér HÆGAR/hraðar nefnir Kristján Guðmundsson verk sitt, sem er í forgrunni myndarinnar, en Kristján er einn þeirra 10 sem sýna á Listahátíð á Kjarvalsstöðum. Kins og sjá má byggist verkið upp á tveimur malar- hraukum úr misjafnlega grófum steinvölum. Sýningar- gestir virða verkið fyrir sér, en litla fólkið á myndinni hefur í verkinu fundið kærkomið tækifæri til þess að bregða á leik og hirðir ekki um það hvort steinarnir eru einum fleiri eða færri á eftir. Sjá efni frá Listahátíð á bls. 8. Luns á Þingvöllum OI'INBEKKI heimsókn dr. Jóseps I.uns, framkva-mdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, og konu hans El- isabet Luns, lauk í gær, en þau hjón fara utan ásamt fóruneyti sínu í dag. I gær fóru þau til Þingvalla, skoðuðu þjóðgarðinn undir leið- sögn sr. lleimis Steinssonar, þjóð- garðsvarðar og snæddu þar hádeg- isverð í boði forsætisráðherra, Steingríms Hermannssonar og konu hans Eddu Guðmundsdóttur. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um launaskriðið: Ekki er vilji til þess að þjappa töxtunum saman „ÞETTA sýnir fyrst og fremst þann vanda sem við er að etja, þegar samið cr þannig að samningarnir komi láglaunahópunum sérstaklega til góða og við höfum margítrekað það hér hjá Vinnuveitendasambandinu, að það er ekki stemmning fyrir því, nema í orði, að þjappa launastigunum of mikið saman," sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, m.a. í samtali við Morgun- blaðið, er hann var inntur álits á launaskriði því sem nú á sér stað í Hampiðj- unni, eins og kemur fram í frétt Morgunblaðsins í gær. „Forysta ASÍ hefur ekki verið í neinum beinum samningum við Hampiðjuna, — þetta er því ein- hliða yfirlýsing þeirra," sagði Björn Þórhallsson varaforseti ASl er Morgunblaðið spurði hann sömu spurningar. Björn bætti við: „Okkur kom það áreiðanlega öllum á óvart, að það skyldi vera Hampiðjan af öllum fyrirtækjum, sem þetta gerir og það er meira en lítið að, þegar Hampiðjan er tilbúin til þess að greiða hærri laun en Vinnuveit- endasambandiö er reiðubúið að semja um.“ Magnús sagðist í sjálfu sér ekki hafa áhyggjur af launaskriði í at- vinnulífinu, heldur sagðist hann hafa þungar áhyggjur af atvinnu- ástandinu á næstu mánuðum. Björn sagðist telja að ríkisstjórnin hefði úrslitaáhrif í þessu máli, og að hún yrði að grípa til einhverra aðgerða sem stöðvuðu þá kaupmáttarrýrnun sem stöðugt ætti sér stað, ef hún ætlaði sér að fá starfsfrið til þess að framkvæma annan áfanga við- fangsefna sinna. Sjá nánar bls. 2. Kosið í nefndir og ráð í borgarstjórninni A fundi borgarstjórnar í gærkvöld fóru fram kosningar um embætti inn- an borgarstjórnar og í þær nefndir og Friðrik Pálsson eftir aðalfund SÍF: Veiðiheimildir Portúgala eru fjarlægur möguleiki „I’ORTÉGALAR hafa ákveðið að setja toll á fiskinnflutning, en hann er þó ekki enn kominn í gildi. Hins vegar er það talið formsatriði hve- nær það verður," sagði Friðrik Fálsson framkvæmdastjóri Sölu sambands íslenzkra fískframleið- enda í samtali við Mbl. í gær en þá var haldinn aðalfundur SÍF. „Ál- menna reglan er sú að settur er 12% tollur á innfluttan óverkaðan físk. Þó er gerð sú undantekning, að þær þjóðir, sem veita Portúgölum físk- veiðiréttindi þurfa aðeins að greiða 3 % tolI,“ sagði Friðrik. Aðspurður um hvort til greina komi að heimila Portúgölum að veiða í íslenzkri landhelgi til að ná fram tollalækkunum, eins og aðr- ar þjóðir hafa gert, svaraði Frið- rik: „Það er ríkisstjórn íslands sem hefur með milliríkjasamninga að gera. Það er þess vegna ekki okkar að dæma um það; enda er ólíku saman að jafna hér og til dæmis í Kanada, þar sem Portúgölum er hleypt í vannýtta fiskistofna. Við höfum hins vegar geysilegar hömlur á veiðinni. Á hitt ber þó að líta að við höfum þegar gert samn- inga við erlendar þjóðir um fisk- veiðiréttindi í íslenzkri landhelgi. Það hefur verið mat þeirra, sem um það hafa samið, að um svo mikla hagsmuni sé að ræða, að það sé réttlætanlegt. Með öðrum orðum: viðskipti eru viðskipti. Værum við til dæmis í svipaðri aðstöðu og Kanadamenn, sem hafa vannýtta fiskistofna og geta því boðið öðrum þjóðum aðgang að auðlindum sínum í skiptum fyrir aðra hagsmuni, þá mundi málið horfa öðru vísi við. En eins og komið er fyrir okkur, meðan allir fiskistofnar eru í lægð, er það fjarlægur möguleiki. En aldrei skyldi maður segja aldrei." Sjá í miðopnu fréttir af aðalfundi SÍF. ráð borgarinnar, sem kosið er í til eins árs. Markús Öm Antonsson var endurkjörinn forseti borgarstjómar með tólf atkvæðum meirihlutans. Al- bert Guðmundsson fékk eitt atkvæði en auðir seðlar voru átta. I’áll Gísla- son var kjörinn fyrsti varaforseti og Magnús L. Sveinsson annar varafor- seti með tólf atkvæðum hvor. En síð- asta kjörtímabil var Magnús fyrsti varaforseti og Fáll annar varaforseti borgarstjórnar. Skrifarar borgar- stjórnar voru kjörin Sigurjón Fjeldsted og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. í borgarráð voru kjörin Mark- ús Örn Antonsson, Magnús L. Sveinsson, Ingibjörg Rafnar, Sigur- jón Fétursson og (iuðrún Jónsdóttir. Var (iuðrún kjörin í stað Kristjáns Benediktssonar, sem sat í borgarráði síðastliðið ár, af V-lista kvennafram- boðsins og Framsóknarflokksins, en Guðrún átti sæti í borgarráði árið þar áður. Varamenn í borgarráð voru kjör- in Davíð Oddsson, Hulda Valtýs- dóttir, Sigurjón Fjeldsted, Guðrún Ágústsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Skipan hafnarstjórnar, stjórnar innkaupastofnunar borg- arinnar og atvinnumálanefndar er óbreytt frá í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.