Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNl 1984 Reyna að semja í máli Sakharovs Kryddlegið tilbúíð á grillið LAMBA: Kótilettur — lærisneiöar — framhrygg- ur og rif. KINDA: buff — smasteik á pinnum. NAUTA: buff — framhryggur. Ókryddað Nauta- og folaldabuff. lambagrillkótilettur, nauta- framhryggur, Berlinar- og medistergrillpylsur, vin- arpylsur. Uthafsrækja og silungur. Fyrir grillið London, 7. júní. AP. Bandaríkjamonn reyna nú að semja við Sovétmenn um framtíð Sakh- arovs, sem sagður er við slæma heilsu eftir fimm vikna hungurverkfall, að sögn talsmanns Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Reynt er eftir diplómatískum leiðum að fá Rússa til að leyfa Yelenu Bonner, konu Sakharovs, að leita sér lækninga á Vestur- löndum. Richar Burt aðstoðarutanrík- isráðherra hitti tengdason Bonner, Ferem Yankelevich, í London í dag, þar sem þeir ræddu málefni Sakharovhjón- anna. Yankelevich er staddur í London ásamt konu sinni, Tat- iönu, í þeim tilgangi að fá áheyrn vegna mála Sakharovs hjá leiðtogum iðnríkjanna sjö, sem þar funda. Ræddu þau við Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra Breta í gær. Larry Speakes blaðafulltrúi Reagans sagði hvorki Banda- ríkjastjórn né venzlafólk Sakh- arov-hjónanna leggja trúnað á fregnir um andlát Sakharovs, enda þótt stjórnin hefði engar upplýsingar fengið um heilsufar hans. Speakes sagði bandarísk yfir- völd hafa reynt í marga mánuði að fá Sovétmenn til að leyfa frú Bonner að leita sér lækninga á Vesturlöndum. Malcolm Rifkind deildarstjóri í brezka utanrík- isráðuneytinu sagði Breta marg- sinnis minnst á mál Sakharov- hjónanna við Sovétmenn, og í síðustu viku hefði Paul Channon viðskiptaráðherra áréttað málið við sovézka ráðamenn. Fyrir veiöimenn: Nýgengin Hvítárlax. Hafna tilboði frá málmiðnaðarmönnum StuUgmrt, 7. jÚLÍ. AP. ENGINN árangur varð f samn- ingaviðræðum fulltrúa málmiðn- aðarmanna og atvinnurekenda í gær, en fulltrúar deiluaðila auð- sýndu þó bjartsýni með að í fyll- ingu tímans mundi semjast. Málmiðnaðarmenn slaka enn ekki á kröfunni um 35 stunda vinnu- viku. Málmiðnaðarmenn lögðu í dag fram enn eina tillögu til lausnar deilunni, en atvinnurekendur höfnuðu henni. Samkvæmt henni yrði vinnuvikustytting tengd fjölda atvinnulausra hverju sinni og vikan stytt um tvær stundir á næsta ári, eina til viðbótar 1986. Fjórða stundin yrði tekin af 1988 og sú fimmta 1989 ef meira en hálf milljón manna væru þá atvinnulausir. Árið 1982 fór tala atvinnulausra upp fyrir tvær milljónir, og hefur ekki farið aftur niður fyrir þann fjölda. í síðasta mánuði var fjöldi at- vinnulausra Vestur-Þjóðverja 2.133.000, eða 8,6% vinnufærra. Auk styttingar vinnuvikunnar kröfðust málmiðnaðarmenn í tilboði sínu í dag 3,3% launa- Segðu EUBOS (Jú-boss) i staöinn fyrir sápu! Sennilega er Eubos eitthvað það besta, sem komið hefur á markaðinn fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. Eubos kemur nefnilega í stað sápu, sem oft getur verið ertandi fyrir húðina. Tilvalið fyrir þá sem vegna vinnu sinnar, íþróttaiðkana og annarra aðstæðna þurfa oft á tíðum að nota mildari sápu en aðrir. Sumir þola jafnvel ekki að nota sápu. Það eru einmitt þeir, sem eiga að nota Eubos í stað sápu. Eubos fæst bæði í hörðu og fljótandi formi. EUBOS Umboð á islandi: C. Ólafsson, Crensásvegi 8, Reykjavík. hækkunar 1. júlí nk. og 2,7% hækkunar 1. febrúar nk. At- vinnurekendur vilja hins vegar bjóða 3,3% hækkun á árinu, 1,7% á því næsta, lækkun eftir- launaaldurs og 38 stunda vinnu- viku fólks á næturvöktum. Vilja þeir óbreytta vinnuviku dag- vinnufólks. Timman efstur í Bugonjo Bugonjo, 7. júní. AP. Hollendingurinn Jan Timman hefur enn eins vinnings forystu á stórmeistaraskákmótinu ( Bug- onjo eftir 10 umferðir af 13. Timman sigraði Vassily Smyslov Sovétríkjunum í 10. umferðinni, og er með sjö vinninga. Ungverjinn Zoltan Ribli er í öðru sæti með sex vinninga, en hann samdi um jafntefli við Júgóslavann Gligoric. I 3.-4. sæti eru Spassky og Júgóslav- inn Ljubojevic með 5,5 vinn- inga. Spassky gerði jafntefli við landa sinn Tal í 10. umferð mótsins og Ljubojevic gerði jafntefli við Torre frá Filipps- eyjum. önnur úrslit í 10. umferðinni urðu þau að Sovétmaðurinn Belyavsky gerði jafntefli við Svíann Ulf Andersson, en skákir Danans Bent Larsen og Bretans Tony Miles, svo og skák Júgóslavanna Ivanovic og Kovacevic, fóru í bið. Þjóðvegur úr gulli OM, 7. nuí. I'rá Per Korulund, fréluriur* Mbl. TIL SANNS vegar má færa að þjóð- vegurinn milli Narvik í Noregi og Kiruna í Svíþjóð sé úr gulli, því nú er komið í Ijós að fyllingarefnið í undir- stöðunni inniheldur gull. Vegurinn er eign ríkisins en gullvinnsluréttinn eiga hjón í Narvik, Henry og Gerd Isachsen, og þar sem allar athuganir benda til að gullvinnsla á svæðinu geti verið ábatasöm, er hafnar samn- ingaviðræður milli þeirra og námavinnslufyrirtækis. Gullfundurinn hefur komið verst niður á vegagerðinni, því grjótnám var bannað á gullsvæð- inu, og hefur heppilegt fyllingar- efni ekki fundist í nágrenninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.