Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 17
njúga á Apcx-fargjaldi til viökomandi staöar og síðan til sólarlanda heldur en að ferðast með íslenskri ferða- skrifstofu, en í sumum tilvikum hefði ekki munað nema fáeinum þúsund- um. Morgunblaðið ræddi viö tvo for- stjóra fcröaskrifstofa og spurði þá hver skýringin á þessum mismun væri. Ekki náðist í forstjóra Sam- vinnuferða, Helga Jóhannsson. tar ferð- iðað við Evrópu, Tjæreborg, síðastliðin 12 ár og dreifir áætlun þeirra og verðskrá á íslandi í þúsundum eintaka árlega. Bæklingar ann- arra eriendra ferðaskrifstofa eru hér einnig og næg tækifæri til samanburðar og því þurfa íslend- ingar ekki á aðstoð sjónvarpsins að halda til þess, en ég fullyrði að tölur sjónvarpsins í gærkveldi eru blekking, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum, nema í undan- tekningatilfelli. Það hefur marg- sannast að þegar komið er upp í sambærilegan gæðaflokk í gist- ingu eru erlendar ferðaskrifstofur með jafn dýrar ferðir eða jafnvel dýrari en sólarlandaferðir ís- lensku skrifstofana. Má til dæmis nefna gististaðinn E1 Remo á Costa del Sol sem mörgum íslend- ingum er kunnur. Þar býður Spies-ferðaskrifstofan í Dan- mörku einnig gistingu sem hefur undanfarin ár verið talsvert dýr- ari en gistingin með Otsýn,“ sagði Ingólfur. „íslendingar hafa mörg undan- farin ár notið þeirra hlunninda að geta ferðast jafnvel betur en al- menningur í nágrannalöndunum og með sambærilegan tilkostnað og það er stórt framlag til menn- ingarauka og skapar fjölbreytni í íslensku þjóðlífi og það sætir furðu að ríkisfjölmiðill skuli ráð- ast á þá starfsemi með því móti sem sjónvarpið gerði í gærkveldi. Verði þetta að opinberu máli mun það ekki aðeins vekja þjóðarat- hygli, heldur heimsathygli, því mér þykir ólíklegt að nokkurt for- dæmi sé um þvílíkan málflutning í ríkisfjölmiðli eins og átti sér stað í umræddri frétt," sagði Ingólfur Guðbrandsson að lokum. nburð lum“ við þá tíma sem eru dýrastir, en verðmunurinn hér er ef til vill 15%, þannig að það getur skípt miklu máli við hvaða árstíma er miðað og niðurstaðan farið eftir því. Mér finnst þessi frétt því illa unnin hjá sjónvarpinu," sagði Karl. Karl sagði sennilegt að áætla sem svo að erlendar ferðaskrif- stofur hefðu eitthvað hagstæðari samninga við hótel erlendis og um leiguflug vegna stærðar sinnar og einnig þess að þau eru með samn- inga árið um kring, en þessi hag- kvæmni hyrfi oftast nær vegna áætlunarflugsins héðan og til Evr- ópu. Hann sagði að þetta mál yrði skoðað ofan í kjölinn og annað hvort Úrval eða Félag íslenskra ferðaskrifstofa kæmi til með að birta samanburð byggðan á stað- reyndum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 1 7 Á myndinni er stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, en hana skipa: Dagbjartur Einarsson, formaður, Sigurður Markússon, varaformaöur, Einar Sveinsson, ritari; Björgvin Jónsson, Gunnar Tómasson, Soffanías Cecilsson, Þorsteinn Jóhannesson, Guðbergur Ingólfsson, Hallgrímur Jónasson, Kristján Guðmundsson, Olafur Björnsson, Stefán Runólfsson, Sigurður Einarsson og Kristján Ólafsson. Ein breyting varð á stjórninni á aðalfundinum í gær. Bjarni Jóhannesson gekk úr stjórninni og kom Kristján Ólafsson í hans stað. Hlutur saltfisks í heildarafla þorsks aðeins 35 % á þessu ári /r_ — sagöi Dagbjartur Einarsson stjórnarformaður SIF í ræðu Dagbjarts Einarssonar stjórnarformanns Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda á aðalfundi SÍF í gær kom fram, að spáð er að hlutur saltfisks ( heildarafla þorsks verði einungis 35% á þessu ári í sam- anburði við 42%—44% á netárunum 1982 og 1983. Dagbjartur kvað þenn- an samdrátt mikið áhyggjuefni, því að kaupendur á erlendum mörkuðum hafa lagt ríka áherslu á aukið fram- boð frá íslandi ár frá ári. Og þó að hátt gengi dollars og aukin sam- keppni annarra saltfiskframleiðenda hefðu haft mikil áhrif á markaðs- stöðu Sölusambandsins skipti það langmestu máli hve illa væri komið fyrir þorskstofninum. I ræðu Friðriks Pálssonar fram- kvæmdastjóra SÍF kom m.a. fram að samkvæmt spá Sölusambands- ins er nú mestur hluti saltfisk- framleiðslunnar á þessu ári þegar seldur. Nú hafa verið gerðir samningar við fjögur aðalmarkaðslönd SÍF í blautfiski, þ.e. Portúgal, Spán, ít- alíu og Grikkland. Heildarsölu- magnið er 19 þúsund tonn, auk tæplega 8 þúsund tonna sem átti eftir að afhenda upp í eldri samn- inga. Friðrik, sem flutti hluta af aðalskýrslu SlF sagði að samist hafði um að meðaltali 10% hækkun í dollurum frá árinu á undan, og væri það hærra verð, en reiknað hefði verið með í upphafi. Þó væri markaðsverð á Islenskum saltfisk nú þriðja árið í röð svo miklu óhagstæðara kaupendum en fiskur frá samkeppnisþjóðum okkar, að mjög Teyndi á þolrif þeirra. Því þyrfti lítið til að út af brygði. Friðrik vék nokkuð að þróun mála í helstu markaðslöndum og sagði m.a. að hertar innflutnings- reglur í Grikklandi gætu leitt til vandkvæða í saltfisksölu, þó að viðskiptin væru enn snurðulaus. Þá væru ýmis hættumerki á lofti á ít- alíu, þar sem saltfiskneysla virtist eitthvað vera að dragast saman. Hvað varðar Portúgal, sem er lang- stærsti saltfiskmarkaðurinn, þá hefði verið samið um sölu á 12 þús- und tonnum á þessu ári, enda þótt enn væri óafgreitt upp í samning frá síðasta ári tæp 8 þús. tonn. Friðrik sagði að SÍF væri skuld- bundið til að afhenda Portúgölum um 15 þús. t. á þessu ári, en þó yrði reynt að verða við óskum þeirra um afskipun alls sölumagnsins, eða 20 þús. tonn. í máli Valgarðs J. ólafssonar, framkvæmdastjóra SÍF kom fram að útflutningur á þurrkuðum salt- fiski varð mun meiri árið 1983 en verið hefur undanfarin ár. Kvað Valgarð ástæðuna til þessarar miklu aukningar vera þá, að mikil ufsagengd var á árinu og minna hengt upp vegna erfiðleika á sölu til Nígeríu. Því hefði verið brugðið á það ráð, að þurrka þann ufsa sem ekki seldist úr landi blautverkaður. Almennar umræður voru eftir að aðalskýrsla SÍF var flutt og kom fram nokkur gagnrýni á verðlags- ráð vegna verðlagningar fisks, og lögð var áherzla á nauðsyn þess að auka fræðslustarf um sjávarútveg og saltfiskframleiðsluna. Tilraunir með sölu á tandur- fiski til Spánar gefast vel ÞAD KOM fram í ræðu Friðriks Pálssonar framkvæmdastjóra SÍF á aðalfundinum í gær, að tilraunir með sölu á tandurfiski, sem er mun minna pressaður en venjulegur saltfiskur, til Spánar hefðu gefið mjög góða raun. T.a.m. hefði hcild- arsamningur við Spánverja á þessu vori verið gerður um tandurfisk. Er hér um að ræða 4.500 tonn, og hefði engin kvörtun um ga-ði eða undir- vigt fisksins borist frá því að verkun og sala hófst. Friörik sagði að ástæða væri til að ætla að Ítalía og Grikkland sigldu í kjölfarið, þó aö ef til vill liði nokkur tími þangaö til neytendur í þessum löndum byrjuðu að borða þennan fisk. Samt sem áð- ur befði sú reynsla, sem fengist hefði af tandurfiskinum, verið mikil hvatning til sóknar í vöruþróun. Afkoma saltfiskverkunar mjög mismunandi meöal framleiðenda r_ — sagði Sigurður Haraldsson skrifstofustjóri SIF AFKOMA saltfiskverkunar árið 1983 var sæmileg en þó mjög mismunandi meðal einstakra framleiöenda og Vilja lækka verð á smá- fiski ur sjo TV/ER ályktanir voru samþykktar á aðalfundi SÍF í gær. Annars vegar var skorað á fulltrúa fiskverkenda í verð- lagsráöi, að beita sér fyrir því að verð á smáfiski úr sjó verði lækkað, og hins vegar var skorað á ríkisstjórnina að verða við ósk Fiskvinnsluskólans um aukna fjárveitingu til kennslu. Einnig var því fagnaö að lláskóli íslands hafi tekið upp kennslu í sjávarútvegsfræö- um. landssva-ða. Meginástæðan fyrir lé- legri afkomu margra framleiðenda er stöðug hækkun á Bandaríkjadollar. Þetta kom fram í þeim hluta að- alskýrslu SÍF, sem Sigurður Har- aldsson skrifstofustjóri Sölusam- bandsins, flutti á aðalfundinum í gær. Sagði Sigurður að einkum þeir framleiðendur, sem væru á þeim svæðum er selormur í fiski væri fnikill, ættu við mikla erfiðleika að etja. Þá hefði það ollið mörgum framleiðendum þungum búsifjum, að ekki væri lánað til skreiðarverk- unar fyrr en á haustmánuðum. í ræðu Sigurðar kom fram, að af- koman í vetur í hreinni saltfisk- verkun verði að teljast sæmileg, einkum í netafiski og tandurfiski. Sigurður sagði að þessi árangur væri að þakka hraðri afskipun, sem leitt hefði til minni rýrnunar afl- ans og lægri vaxtakostnaðar en ella. Sigurður bætti því samt við, að þó að unnt væri að sýna með tölum að þokkalegur árangur hefði náðst í saltfiskvinnslunni á síðustu vertíð þá yrði að taka tillit til mik- illa erfiðleika í útgerð seinvirkrar greiðslu fyrir skreið. Loks kom fram í máli Sigurðar, að samtals hefðu verið verkuð árið 1983 10 þús. tonn af blautverkuðum þorski í stærðarflokkunum 40/100 eða 26,5% af framleiðslu saltþorsks, og hefði þetta hlutfall aldrei verið svo hátt áður. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið á morgun ANNAÐ kvöld verður dregið í afmælishappdrætti Sjálfstæðis- flokksins. Sala miða hefur geng- ið vel, segir í frétt frá flokknum, en ýmsir eiga þó enn ógerð skil á heimsendum miðum og eru þeir hvattir til að gera það í dag. Aðeins verður dregið úr seldum miðum. Vinningar eru 26 ferðir til New York, Amsterdam, Olsó, Kaupmannahafnar, London, Mallorka og Ibiza. Skrifstofa happdrættisins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, er opin til kl. 23 í kvöld og fram að kvöldmat á morgun. Þeir, sem ekki eiga heimangengt geta látið sækja greiðslu á miðum, sem hafa borist,— síminn er 82900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.