Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 Brauðnst og marmari Leiklist Jóhann Hjálmarsson Listahátíö: Morse mime theatre Morse Mime Theatre er sam- stilltur hópur sjö látbragðsleik- ara. Það sem einkennir hópinn er fjölbreytni, áhersla er lögð á að túlka sem flest afbrigði mannlífs í staðinn fyrir að ein- beita sér að hinu þrönga formi eins og títt er um látbragðsleik- ara. Látbragðsleikur gerir miklar kröfur til leikenda og áhorfenda. Allt þarf að vera hárnákvæmt i leiknum og áhorfandinn má ekki missa þráðinn. Morse Mime Theatre tókst að höfða til áhorf- enda í Gamla bíói (þeir voru allt- of fáir) með hinum skringilegu uppátækjum og ljóðrænni spegl- un hversdagsins. Mest þótti mér koma til atriða eins og Ástríðu í marmara þar sem maður og myndastytta leika saman. Einnig má nefna ólík viðbrögð áhorfenda á tónleikum. Og ekki síst atriðin þar sem leik- ararnir bregða sér í gervi brauð- ristar og bilaðs krana svo að eitthvað sé nefnt. Hlægileg voru skopatriðin Svanavatnið í túlkun Síberíu- ballettsins og ólympíuleikarnir í skák í Reykjavík 1990. Meinleg var ádeilan á Sovétveldið í báð- um þessum atriðum, en ádrepa á Bandaríkin veigaminni. Það var líf og kraftur í sýn- ingu Morse Mime Theatre. Sýn- ingin var í heild sinni vel byggð upp og í hana lögð mikil vinna. Ég hef heyrt að þetta ágæta fólk skemmti líka vegfarendum í borginni og er það vel. „KOSTAR HANN EKKIMEIRA?” ®CHRYSLER 000- „Eflir enn frekar sam- stöðu lýðræðisþjóðanna“ segir Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráð- herra um menn- ingaryfirlýsingu Evrópuráðsins Frá hátíðarfundinum þar sem menningaryfirlýsing Evrópuráðsins var sam- þykkt. Ragnhildur Helgadóttir, menntamáiaráðherra, var ein af fimm ræðu- mönnum og mtelti fyrir hönd Norðurlandaráðherranna. „ÞAÐ var að mínu mati táknrænt að þessi ráðstefna skyldi vera haldin rétt hérna megin við Berlínarmúr- inn, því hún fjallaði um grundvallar- verðmæti lýðræðisþjóðfélagsins," sagði Ragnhildur Helgadóttir, mcnntamálaráðherra, meðal annars er hún var beðin um að segja frá fjórða fundi menningarmálaráð- herra Evrópuráðsríkjanna sem hald- inn var 23.-25. maí í Ríkisþing- húsinu í Vestur-Berlín. „Fyrir fundinum lágu tvö mál,“ sagði Ragnhildur, „annars vegar var rætt um hina nýju tækni og fjölmiðla, en hinsvegar um menn- ingaryfirlýsingu Evrópuráðsins. Menningaryfirlýsingin var síðan samþykkt á sérstökum hátíðar- fundi. Yfirlýsingin er árangur 6 ára starfs sem hófst árið 1978 með ályktun menningarmálaráðherr- anna. I yfirlýsingunni sem beint er til stjórnmálamanna og stjórnvalda i aðildarríkjunum auk almennings, er reynt að draga fram aðalatriði þess sem lýðræðisþjóðirnar eru sammála um að hafi mesta þýð- ingu fyrir menningu í víðtækum skilningi. Þau atriði sem dregin eru fram varða: í fyrsta lagi skap- andi starf og menningarstarf, i öðru lagi að þroska mannlega hæfileika, í þriðja lagi að vernda frelsið, í fjórða lagi að hvetja menn til virkrar þátttöku, í fimmta lagi að hvetja menn til samstöðu og félagsskapar og í sjötta lagi að byggja upp framtíð- ina. Yfirlýsingin fjallar um almenn pólitísk markmið heldur en menn- ingarviðfangsefni í venjulegum skilningi," sagði Ragnhildur, er hún var spurð að því hvaða þýð- ingu þessi menningaryfirlýsing hefði almennt og sérstaklega fyrir ísland. „Mér finnst að þetta hafi aðallega þá þýðingu að efla enn frekar samstöðu með lýðræðis- ríkjunum, sem eru aðeins lítill minnihluti meðal ríkja heims. í sjálfu sér eru ekki nein ný efnis- atriði sem þarna koma fram held- ur almenn atriði til styrktar menningarlegri samstöðu þessara ríkja. Allt er þetta gert í ljósi þess að menning okkar getur átt undir högg að sækja ef við ekki stöndum saman." Aðspurð um hitt umræðuefni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna 30. maí 1984: „Fréttir berast nú hvaðanæva úr hinum vestræna heimi um mót- mæli gegn meðferð Sovétstjórnar- innar á Andrei Sakharov og eig- inkonu hans, Yelenu Bonner. fundarins, hina nýju tækni og fjöl- miðla, sagði Ragnhildur: „Flestir ráðherrarnir voru á þeirri skoðun að létta yrði ríkiseinokun af í út- varpi og sjónvarpi. Þessi skoðun kom reyndar fram hjá öllum nema Frakkanum og Svíanum. Hinsveg- ar voru menn almennt á því að ríkið eða einhver aðili í skjóli þess hefði einnig útvarp og sjónvarp með höndum. Var töluvert vikið að höfundarrétti í þessu sambandi og einnig var mikið rætt um auglýs- ingar í þessum fjölmiðlum." Heilsu þeirra mun hafa hrakað mjög að undanförnu og óttast er um líf þeirra. Islendingar hafa brugðist drengilega við og sýna Sakharovhjónunum stuðning sinn með ýmsu móti. Undirskriftasöfn- un meðal almennings, sem hafin var fyrir forgöngu einstaklinga úr röðum ungra sjálfstæðismanna, hefur hlotið góðar viðtökur, rit- stjórar dagblaðanna hafa sent áskorun til Chernenkos, forseta Sovétríkjanna, og Félag íslenskra rithöfunda hefur skorað á ríkis- stjórn íslands að bjóða þeim hjón- um landvist. Andrei Sakharov er kunnastur andófsmanna í Sovétríkjunum og hefur af kjarki og þrautseigju bar- ist fyrir að mannréttindi væru virt í heimalandi sínu. Jafnframt hefur hann verið talsmaður frið- samlegra samskipta þjóða í milli. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels 1975 en var, sem kunnugt er, meinað að veita þeim viðtöku. Hann hefur sætt sívaxandi ofsóknum af hálfu sovéskra stjórnvalda, sem hafa haldið hon- um í einangrun í hinni lokuðu borg Gorkij frá því snemma árs 1980. Ungir sjálfstæðismenn vekja at- hygli á því, að mannréttindabrot geta aldrei talist innanríkismál I landi þar sem slíkt athæfi tíðkast, heldur snerta slík mál mannkyn allt. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fordæmir harð- lega meðferðina á Sakharov- hjónunum og skorar á sovésk stjórnvöld að leysa Andrei Sakh- arov úr einangrun og veita þeim hjónum leyfi til að fara frá Sovét- ríkjunum þangað sem þau óska.“ "Æoo'5 Samband ungra sjálfstæðismanna: Fordæmir harðlega meðferð- ina á Sakharov-hjónunum Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! flltfgtiiiMaMb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.