Morgunblaðið - 08.06.1984, Side 11

Morgunblaðið - 08.06.1984, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 11 Dúfnaveisla Kára Halldórs Leiklist Ólafur M. Jóhannesson Dúfnavcisla Kára Halldórs. Listahátíð í Revkjavík 1984. Leikstjóri: Kári Halldór. Aðstoóarleikstjóri: Carmen Bon- itch. Tónlist: Hilmar Sverrisson, Gunn- ar Ringsted ásamt hljómsveit leikdeildarinnar. Búningar: Pálína Hjartardóttir. Leikmynd: Kári Halldór. KafriUeknir: Sigríður Aðalsteins- dóttir. Reykjavík er undarleg borg á sólheitum degi, ekki endilega vegna þess að símastaurar grænka, heldur vegna þess að tí- brá malbiksins lyftir Reykjavík- urdætrum uppúr skónum og það er næstum einsog þær tipli á loftinu einu saman. Þar með byggist þessi bær ekki einvörð- ungu á hversdagsfólki heldur hulduverum slíkum sem okkur grunaði ekki að kæmu undan snjónum. Laxness hefir lengi vitað þetta og leitt þær ágætu verur fram í bók eftir bók og nú síðast uppá svið Iðnó þar sem þær halda í hönd Kára Halldórs, því eigi geta slíkar verur fótað sig í hversdagsveruleikanum nema með styrkri leiðsögn. Verurnar sitja að Dúfnaveislu og eru hver annarri skringilegri utan Pressarakonan sem hefir jarðsamband gegnum biblíuna. Álitamál hvort Kári Halldór hafi ekki stefnt þessum veislu- gestum í Dúfnaveislu Halldórs Laxness of fjarri hversdagsveru- leikanum, hann hafi blindast af tíbránni er umvefur texta nóbelsskáldsins og því kjaftæði er skoppað hefur úr penna list- sérfræðinganna. í einni af mín- um Laxnessbiflíum, Skeggræðum gegnum tíðina, segir skáldið: Ég mundi ekki .. vilja reisa mína leikritun á Ibsen, Strindberg og absúrdistum eins og Ameríkan- ar. Þannig er Laxness. Hann nálgast veruleika sviðsins óbundinn formúluskrift enda segir hann ennfremur í Skegg- ræðunum (bls. 42): Til eru þeir sem koma i leikhús svo dauð- drepnir af dramatúrgiskum lær- dómi, að þeir þola ekki sjónleik. Mörgum menntamanninum hættir til að leita í leikritum að einhverju sem alls ekki er þar og átti alls ekki að vera þar. Þótt ég taki þessa tilvitnun hér upp, er ekki þar með sagt að ég sé að halda því fram að „dramatúrg- iskur lærdómur" hafi blindað Kára Halldór á hið hversdags- lega í texta Halldórs, en mér finnst ansi hæpið að snúa svo Dúfnaveislunni uppá leikhús fáránleikans að leikhúsgestir fái vart jarðsamband nema sperra eyrun eftir textanum og horfa um leið ögn fram hjá hinni sjón- rænu hlið sýningarinnar. Kannski truflaði reynsluleysi leikaranna svo texta Laxness. En hitt er ljóst að það er næst- um kraftaverk hve Kári Halldór hefir virkjað hér félagana í Leikdeild Umf. Skallagríms. Þetta ágæta fólk barðist við flókinn verkhátt leikstjórans og hafði oft sigur, í það minnsta ef miðað er við áhugaleikhópa al- mennt, en slíkir hópar ráða sjaldnast við flóknar uppfærsl- ur. Þó fannst mér undarlegt hversu treglega textinn gekk stundum fram af munni leikar- anna rétt einsog þeir hefðu ný- lokið við að læra hann. Kannski ræður æfingatími hér nokkru um og ættu formenn Listahátíð- ar í Reykjavík að gaumgæfa vel að gefa ekki leikhópum utan af landi of skamman æfingatíma á þar til kjörnu leiksviði hér syðra, þeir verða í það minnsta að kunna að labba um sviðsmynd- ina. Annars var hér í leikhóp maður gæddur slíkum hæfileika að það var einsog hann hefði fæðst á sviðinu í Iðnó, nefnist sá Theódór Þórðarsonn og leikur Gvendó. Ekki kann ég frekari skil á þessum ágæta leikara en vil bara þakka Kára Halldóri og hans ágætu félögum úr Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms fyrir leikkveld sem var álíka dul- úðugt og tíbráin sem var að slökkna á kólnandi götum Reykjavíkur þá ég gekk úr leik- húsinu. P.S. Það er skömm að því að skemma svona upphafna loka- setningu með athugasemd við framkomu nokkurra leikhús- gesta þetta leikkveld í Iðnó, en ég get ekki á mér setið. Svo er mál með vexti að fyrsti bekkur í sal hafði verið numinn burt og því settist nóbelsskáldið okkar ekki á fyrsta bekk einsog til stóð heldur þann næsta, því 2. bekkur var stimplaður á miða þess. Þá ber að ungt fólk sem hættir ekki fyrr en nóbelsskáldið hrekst úr sæti og á fremsta bekk. Þannig hagar maður sér ekki við nób- elsskáldið né aðra þá er hafa fært okkur landið í arf. Siglfirðingar fjölmenna á vinarbæjarmót í Svíþjóð DAGANA 14.—19. júní verður haldið í Vánersborg í Svíþjóð vina- bæjamót Siglufjarðar. Siglufjörður var fyrsti kaupstaðurinn úti á lands- byggðinni sem stofnaði til vina- bæjatengsla við bæi á öllum Norð- urlöndunum. Vinabæirnir eru Ván- ersborg í Svíþjóð, Holmestrand í Noregi, Herning í Danmörku, Kangasala í Finnlandi, Aland á Álandseyjum og Eidi í Fær- eyjum. Vinabæjatengslin hafa verið mjög blómleg undanfarin ár og áratugi. Fyrir tveimur árum sótti kirkjukór ásamt sóknarpresti vinabæinn í Finnlandi heim. Tók kórinn þátt I samnorræni guðs- þjónustu og söng þjóðlög eftir sr. Bjarna Þorsteinsson, tónskáld og fyrta heiðursborgara Siglufjarð- ar. Nú hefur kórinn og sóknar- prestur Siglufjarðar verið beðinn um að taka þátt í norræni guðs- þjónustu í Vanersborg. Sú guðs- þjónusta verður 17. júní og verð- ur henni sjónvarpað um Svíþjóð. Það sama kvöld mun kirkjukór- inn ásamt styrktarmeðlimum flytja lög eftir sr. Bjarna Þor- steinsson. Stjórnandi kirkju- kórsins er Páll Helgason organ- isti Siglufjarðarkirkju. Fjörutíu og sex Siglfirðingar munu taka þátt í vinabæjamótinu að þessu sinni. Ferðin verður far- in á vegum ferðaskrifstofunnar Útsýnar, en undirbúning annan hefir stjórn Norræna félagsins í Siglufirði annast. í stjórn Nor- ræna félagsins eru: Sr. Vigfús Þór Árnason, formaður, Anton Jóhannsson, varaformaður, Knútur Jónsson, ritari, Arnfinna Björnsdóttir, gjaldkeri, og Guð- rún Kjartansdóttir, meðstjórn- andi. Fréttaritari. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' sjöum Moggans! Njótið góöra veitinga í fögru umhverfi Athugíö Athugiö Athugiö Athugiö Athugíö Athugiö Athugiö Athugiö Athugiö aö viö erum búin aö opna. aö nú er hvítasunnan. aö viö veitum dvalarafslátt í miöri viku. aö viö sjáum um einkasamkvæmi fyrir starfs- mannahópa, fólagasamtök, brúökaup, átthagasamtök, ættarmót eöa aðra . . . aö viö erum meö þjónustumiöstöö fyrir tjaldbúa og hjólhýsafólk. aö viö erum meö bensín og olíusölu. aö grillveislurnar okkar eru feikivinsælar. aö þiö getiö fariö meö börnin út á vatn aö róa. aö viö erum meö allar veítingar. HÓTEL VALHÖLL ÞINGVÖLLUM SÍMI 99-4080.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.