Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 25 Fulltrúaþing Kennarasambandsins Hér fer á eftir framhald viðtala Morgunblaðsins við fulltrúa á þingi Kennarasambands íslands, sem haldið var um síðustu helgi, en viðtöl við fleiri þingfulltrúa birtust í miðopnu Mbl. í gær: Um jafnrétti til náms „Ríkisvaldið er eini aðilinn sem tryggt getur jafnrétti til náms. Allar hugmyndir sem uppi eru um að koma í auknum mæli kostnaði yfir á sveitarfélögin frá ríkissjóði eru stórhættulegar. Þetta er spurningin um jafnrétti til náms,“ það eru þau Pétur Garðarsson, Rósa Eggerts- dóttir og Sveinn Kjartansson er hafa orðið. „Við getum sagt þér eina litla sögu. Það var skólastjóri í litlum hrepp sem óskaði eftir því að fá að kaupa kvikmyndavél, en það var ekki hægt. Hreppurinn réð ekki við kaupin. Vélin kostaði 10% af útsvarstekjunum. Þetta dæmi sýnir að ábyrgð ríkisins er mikil og það verður að tryggja að börn geti fengið menntun óháð búsetu eða efnahag." Á fulltrúaþinginu var samþykkt tillaga þar sem varað er við fyrrgreindum hugmyndum og tal- ið nær að ríkið auki frekar en hitt hlutdeild sína í skólakostnaði. „Það er einnig algjört ábyrgð- arleysi af hálfu Alþingis að hafa ekki enn afgreitt ný lög um skóla- kostnað á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi. Skólakostnaðar- kaflar núgildandi grunnskólalaga eru margir hverjir úreltir og rekstur margra framhaldsskóla byggist á fjölda ósamræmdra laga og óljósra samninga. Þá er einnig nauðsynlegt að Námsgagnastofn- un sem hefur verið í fjársvelti undanfarin ár hafi yfir nægu fé að ráða til að hún geti sinnt þeim verkefnum sem henni ber.“ Aðspurð vöruðu öll þrjú við þeim hugmyndum að bjóða út námsefnisgerð, og sögðu þar vera á ferðinni tillögu er byggð væri á vanþekkingu. „það er þó ekki sjálfgefið að námsbækur versni en við óttumst að svo verði. En auð- vitað á að hvetja einkaaðila til að gefa út hliðarefni og hjálpar- gögn.“ Frá vinstri: Sveinn Kjartansson, Blönduósi, Rósa Eggertsdóttir, Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði, og Pétur Gardarsson frá Siglufirði. Viðhorfin breytt Einn fulltrúa á kennaraþinginu var Guðrún Þórsdóttir. Blaðamaður Morgunblaðsins innti hana eftir stöðu lista- og verkmenntagreina innan skólakerfisins: „Viðhorfin hafa breyst. Hjá skólafólki ríkir nú meiri skilning- ur og áhugi á þessum greinum. Þessarar hugarfarsbreytingar hefur hins vegar ekki gætt hjá yf- irvöldum. í hugum þeirra eru lista- og verkmenntagreinar enn „kjallarafög eða aukagreinar". Þetta kemur best fram í hönnun skólamannvirkja, þar sem þær eru látnar sæta afgangi og alltaf ætl- að rúm í síðasta byggingaráfanga, ef þá yfirleitt er hugsað um hús- næði fyrir þær. Aðstaða til kennslu lista- og verkmenntagreina er þó viðunandi hér í Reykjavík en víða úti á landi er hún léleg eða engin. Oft vegna þess að kennara vantar. Það er nauðsynlegt að gerð verði úttekt á því hvernig þessi mál standa í hverju fræðsluumdæmi fyrir sig. í framhaldi af því verður í samráði við skólanefndir á hverjum stað að leita lausnar á vandamálum þess- ara greina.” lönskólinn ísafiröi Áætluö starfsemi veturinn 1984—1985 1. Nám fyrir samningsbundna iönnema. a) 1. áfangi á haustönn. b) 3. áfangi á haustönn. c) 2. áfangi á vorönn. 2. Nám í grunndeild rafiðna. a) 1. áfangi á vorönn. b) 2. áfangi á haustönn. 3. Nám í tækniteiknun á haustönn. 4. Vélskóli. a) 1. áfangi 1. stig á haustönn. b) 1. áfangi 2. stig á vorönn. c) lokaáfangi 1. stig á haustönn. 5. Stýrimannaskóli. a) 1. áfangi 1. stig á haustönn. b) 2. áfangi 1. stig á vorönn. 6. Meistaraskóli fyrir byggingamenn á vorönn. 7. Nám í frumgreinadeild Tækniskóla íslands, á haust- önn. 8. Fornám fyrir nemendur, sem ekki hafa framhalds- einkunn frá grunnskóla, á vorönn. Innritun fer fram virka daga milli kl. 10:00 og 12:00. Upplýsingar eru veittar í síma 94-4215 á sama tíma. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 10. júní 1984. Skólastjóri FombflaHúbbur Islands * A morgun laugardag verður farið í fyrstu ökuferð sumarsins á gömlu bfl- unum. Lagt verður af stað kl. 13.30 frá planinu á Hótel Esju og farið austur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Kaffi drukkið í bakaleiðinni á Selfossi. Öll leiðin á malbiki. Feröanefnd. Plöntupinnar • Plöntuskóflur • Slönguvagnar • Grasklippur • Greinaklippur Garðslöngur • Slönguhengi • Vinnuvettlingar • Stígvél • Regnfatnaður • Vinnuföt 11 Ánanaustum sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.