Morgunblaðið - 22.06.1984, Síða 4
19. júní var síðastliðinn þriðjudag. Þessi dagur er
merkur í sögu jafnréttis á íslandi, því 19. júní árið
1915 fengu íslenskar konur kosningarétt til Al-
þingis. Við ræddum við ungt fólk um viðhorf þess
til jafnréttis kynjanna og spurðum þau meðal
annars, tiver staðan væri nú að þeirra áliti.
„Kvennabaráttan í
mörgu á rangri braut“
Kvennabaráttan hefur um
margt lent á rangri braut.
Við höfum í mörgu fórnaö
meiru en viö höfum áunniö, sagöi
Guöný Waage, vélgæslumaöur í
Áburðarverksmiöjunni í Gufunesi,
þegar blaöamaöur baö um álit á
stööu jafnréttismála.
„Viö höfum kastaö okkar kyn-
einkennum og tekiö upp ýmsa
ósiöi frá körlunum. Viö höfum
reynt aö breyta okkur í karlkonur.
Ef þú ætlar aö veröa eitthvaö verö-
uröu aö aö verða eins og léleg út-
gáfa af karlmanni. Konur hafa of
mikiö viljaö einangra sig í sérhóp-
um, sem vonandi er tímabundiö.
Konur eiga aö vinna meö karl-
mönnunum, þær eiga aö sækjast
eftir störfum, sem veriö hafa
heföbundin karlastörf. Ég get tekiö
sem dæmi að í mínu starfi, sem
vélgæslumaöur, sit ég og les af
mælum. Fram til þessa hafa karlar
gegnt þessu starfi. Konur eru ný-
farnar aö vinna í þessu á sumrin.
Þetta var ekki taliö kvennastarf.
Fyrst fannst körlunum svolítiö
skrítiö aö stúlkur væru aö sækjast
eftir svona störfum. Þetta átti eink-
um við um eldri mennina, sem hafa
í raun tekiö okkur betur en yngri
mennirnir.
Mér finnst þó ýmislegt jákvætt
hafa gerst einkum hjá konum, sem
eru fráskildar. Þær eru jákvæöari
en hinar, þær þurfa aö standa fyrir
sínu. Sjálfstæöi þeirra birtist meira
i því sem þær gera en því, sem
þær segja. Þó er það ólíkt meö
þeim og yngra fólki, aö hin hefö-
bundnu störf, sem unnin eru á
heimilinu eru enn í huga þeirra
kvennastörf. Þaö hefur líka mikið
breyst hjá ungum stúlkum, þær
eru ekki lengur taldar ætla aö
pipra þó þær séu ekki komnar í
sambúö um tvítugt. Mér finnst
raunar aö þær passi sig betur t.d.
hvaö varöar barneignir, þaö geti
beöiö þar til námi er lokið. Stúlkur
fá þó ennþá minni hvatningu en
piltar til aö halda áfram námi.
Strákur, sem klárar stúdentspróf,
jafnvel þó þaö sé lélegt, fær hvatn-
ingu til aö halda áfram. Sú hvatn-
ing birtist oft í því aö þaö er tekiö
sem sjálfsagöur hlutur aö þeir
haldi áfram. Stúlkur, sem eru meö
toppeinkunnir, fá ekki slíka hvatn-
ingu. Sem betur fer eru stúlkur
farnar aö líta sjálfar á þaö sem
sjálfsagöan hlut aö Ijúka stúd-
entsprófi.
Þaö er mjög jákvætt hve karlar
eru farnir aö sinna betur uppeldi
barna sinna. Þó eru þeir hetjur ef
þeir fá börnin viö skilnaö, konan
eitthvaö skrítin ef hún telur sig
hafa lakari aöstæöur til þess.
Til þess aö tekiö sé mark á konu
er ekki nóg aö hún standi jafnfætis
karlmanninum heldur þarf hún
beinlínis aö skara fram úr.
Kvennabarátta á aö beinast
meira aö því aö byggja konur upp
jákvætt viö hliö karla, og þá um
leiö aö brjótast út úr þeirri
einangrun sem þær eru í. Karlar
eiga aö fá aukna hvatningu til aö
ganga inn í heföbundnar stööur
kvenna bæöi á heimilunum og á
vinnumarkaönum.
Jafnrétti er ekki hvaö síst aö
eiga sömu möguleika og karlar án
þess aö þurfa aö tileinka sér lífs-
viöhorf þeirra, aö þurfa aö breyta
sér í karl,“ sagöi Guöný aö lokum.
bj.
Ljósm./ Friðþjófur.