Morgunblaðið - 22.06.1984, Page 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984
Ungar konur hafa
oft samviskubit
Rakel Árnadóttir er ritari á
geödeild Landspítalans. Viö
báöum hana aö segja okkur
álit sitt á kvennabaráttu og stööu
jafnréttismála.
„Jafnréttið er meira í oröi en á
boröi. Þaö hefur oröiö viss hugar-
farsbreyting hjá fólki og þá einkum
því yngra. Umræöan um jafnrétt-
ismál snýst allt of mikiö um
verkaskiptingu t.d. á heimilunum,
hvort maöurinn þvær upp eða
ekki. Allt of lítil áhersla er lögö á
róttindi kvenna á vinnumarkaðin-
um. Launamisrétti er enn viö lýöi.
Kvennastörf eru illa launuö og lítils
virt. Konur sýna litla samstööu.
Þær líta sjálfar á sig sem vara-
vinnuafl. Karlar sitja fyrir um feit
störf. Þeir eru jafnvel ráönir inn í
fyrirtæki í stööur, sem konur gætu
fyllilega gegnt, en þær hækka ekki
í metoröastignaum. Fyrirvinnu-
hugtakiö er enn æriö ríkjandi.
Konur missa líka fyrr vinnuna ef aö
kreppir.
Mikil umræöa á sér staö um
þessi mál hjá ungu fólki. Þaö er um
margt umburöarlyndara en áöur,
og er í vaxandi mæli tilbúiö til aö
brjóta gamlar hefðir.
Ungar konur hafa oft mikiö sam-
viskubit, aö þær séu aö vanrækja
barniö, vanrækja vinnuna. Þaö er
oft erfitt aö slíta hugann frá heimil-
inu þó skynsemin segi manni aö
allt sé í lagi. Konur stunda mikla
ólaunaöa kennslu á kvöldin viö aö
kenna körlunum þaö sem þeir
heföu átt aö læra í uppeldinu eins
og stúlkurnar. Svo treystir maöur
því varla aö aö þeir setji ekki allan
þvott í suöu. Strákar eru enn aldir
upp eins og strákar aö miklu leyti
þó er þetta allt á réttri leiö. Okkur
liggur bara svo á. Margir foreldrar
eru orönir meövitaöir um þessi mál
og kaupa t.d. bila handa stelpun-
um, en fáir held ég kaupi dúkkur
handa stákunum.
Viö stöndum frammi fyrir vissri
tvíhyggju. Konan vili standa sig
bæöi sem móöir og á vinnumark-
aöinum, karlarnir þurfa aöeins aö
hafa áhyggjur af ööru, af þessu
sprettur samviskubitiö. Mór finnst
einnig karlarnir eiga í vissum
vanda. Ef þeir vilja vera heima, t.d.
ef börnin eru veik, er þaö ekki allt-
af vel séö af atvinnurekandanum.
Á þaö er hins vegar litiö meö skiln-
ingi ef konan er heima. Þaö þarf aö
skapa báöum tækifæri til aö geta
sinnt heimilinu á eölilegan hátt.
Þaö er áberandi hvaö varöar ýmis
lög, sem sett hafa veriö, t.d. um
fæöingarorlof að konur nýta ekki
sem skyldi ýmis ákvæöi þeirra.
Þetta viröist benda til þess, aö þaö
þurfi nokkuö langan tíma til aö
breyta hugsunarhættinum.
Hefuröu tekiö eftir því þegar
karlar og konur eru aö tala saman,
aö þaö er hlustaö af athygli á þaö
sem karlinn segir, en nánast eins
og annars hugar á konurnar. Þær
hafa ekkert aö segja. Mér finnst
verst þegar ekki er tekiö mark á
kvenfólki. Þetta er uppeldinu aö
kenna eins og allt annað.
Konur þurfa aö hasla sér völl á
sem flestum sviöum og láta hvergi
deigan síga og vera meövitaöar
um aö breytingar fást ekki án bar-
áttu, konan sjálf veröur aö vera hiö
virka afl í því aö breyta. Viö eigum
aö setja réttindi kvenna á vinnu-
markaöinum í brennidepil, og líka
réttindi karla til aö vera heima hjá
börnunum.“ Meö þessum oröum
lukum viö samtali okkar, blaöa-
maöur hélt niöur á blaö aö ganga
frá viðtalinu og Rakel settist á ný
viö ritvélina, sem hún hyggst fljót-
lega yfirgefa og hefja nám í Há-
skóla islands.
bj.
Ekki stríö
milli kynjanna
aö, sem breyst hefur á um-
liönum árum í umræöunni
um jafnréttismál, er aö nú
þykir þaö sjálfsagt aö bæöi karlar
og konur aöhyllist jafnstööu. Þegar
ég var lítil og bjó í Austurbænum,
þá heyröi ég hvernig eldri kynslóö-
in talaöi um Rauösokkur, þetta fyr-
irbrigöi virtist eitthvaö ægilega
„spooky“. Þegar ég svo fór sjálf aö
tala um jafnrétti, þá var gjarnan
spurt hvort aö ég væri Rauösokka,
en þaö vildi ég alls ekki viöur-
kenna! Þetta sagöi Sigríöur Þóra
Árdal, en hún er 21 árs gamall
nemi. En hvernig finnst henni staö-
an nú? „Fólk, sem ég umgengst
finnst mér mjög opið fyrir jafnrétti
þá ekki bara í oröi heldur líka í
verki. Þetta á ekki síst viö um
karlmenn, en ég tel aö þaö sé
miklu minna um svokallaöar karl-
rembur í minni kynslóð en þeirri,
sem eldri er og aö þeir skilji betur
stööu kvenna. Og þegar jafnaldrar
mínir ræöa jafnrétti þá er ekki litiö
á jafnréttisbaráttuna sem stríð
milli kynjanna heldur aö þetta sé
eitthvaö, sem bæöi kynin veröa aö
vinna aö sameiginlega, til aö skapa
betri heim.
En Því miöur er mörgu ábóta-
vant í jafnréttismálunum. Ennþá
eru til konur, sem telja sér þaö
áskapaö, aö vera mæöur, þjónust-
ur og bólfélagar án þess aö gera
sér grein fyrir því aö þær eiga völ á
fleiru. Þaö má ekki skilja þetta sem
svo aö ég sé aö gefa skít í hús-
móöur og eiginkonu hlutverkið. En
mér finnst til dæmis allt of algengt
aö fólk telji þaö ekkert mál aö
eignast barn og stofna til sambúö-
ar áöur en þaö hefur raunverulega
fundiö sjálft sig og aflaö sér ein-
hverrar menntunar og reynslu á líf-
inu sjálfu. Eöa veröur einstakling-
urlnn ekki aö vita hver hann er áö-
ur en hann fer aö geta gefið af
sjálfum sér?
Þaö sem ég tel aö standi meöal
annars í vegi fýrir jafnréttisþróun-
inni er aö karlar eru yfirleitt í betur
launuöum störfum en konur. Þegar
svo hjón eignast börn og spurning-
in stendur um þaö hvort þaö jafn-
vel borgi sig ekki eins vel, aö annar
aöilinn só heima, þá er þaö oftast
konan, sem hlýtur þaö hlutskipti
vegna þess aö laun hennar nægja
venjulega hvort sem er ekki nema
rétt fyrir dagheimilisvist tveggja
barna. Ef karlmaöurinn hefur góö-
ar tekjur þá er honum líka gjarnt á
aö líta á útivinnu konunnar, nánast
sem óþarfa, vegna þess hve tekj-
urnar eru oft á tíöum lágar og lítur
jafnvel á þaö sem tómstundagam-
an. Og hugsar ef til vill sem svo aö
fyrst aö hún vill ieggja þetta á sig
ofan á allt annað þá sé þaö allt í
lagi, en hann telur það ekki sitt mál
aö auövelda henni útivinnuna, meö
því aö vera virkur heimafyrir. Hann
gerir sér ekki grein fyrir aö oft á
tíöum er þetta konum andleg
nauösyn. Lausnina á þessu tel ég
auövitaö þá aö störf kvenna séu
betur metin fjárhagslega og aö
þær séu örvaðar til náms, sem
veita betur launuö störf. Þá þarf
kvenfólk aö gera sér grein fyrir að
þær eru á engan hátt minni
„menn“ en karlmenn. Jafnframt aö
þegar fólk á börn, þá skipti for-
eldrarnir því á sig aö vera heima
hjá börnunum aö minnsta kosti tvö
fyrstu árin, þ.e. aö þau vinni úti
hálfan daginn hvort um sig. Þetta
gefur þá fööurnum líka tæifæri til
aö kynnast börnum sínum betur
en margir feður gera nú. En til
þess aö þetta megi veröa aö veru-
leika veröur fólk aö láta af þeim
hugsunarhætti aö karlmaöurinn sé
hin mikla og stóra fyrirvinna og
hamingjan sé fólgin í því aö eiga
fínt hús og bíl.“