Morgunblaðið - 22.06.1984, Síða 16
m MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984
SJONVARP
DAGANA
L4U04RD4GUR
23. júní
16.15 íþróttir.
Umsjónarmaöur Bjarni Felix-
son.
17.15 Börnin við ána.
Fjórði þáttur. Breskur fram-
haldsmyndaflokkur í átta þátt-
um, gerður eftir tveimur barna-
bókum eftir Arthur Ransome.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
17.40 Evrópumót landsliða í
knattspyrnu — undanúrslit.
Bein útsending frá Marseille.
(Eurovision — Franska sjón-
varpið.)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 I blíðu og stríðu.
Sjötti þáttur. Bandarískur gam-
anmyndaflokkur í níu þáttum.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.00 Billy Joel
— fyrri hluti. Frá hljómleikum
bandaríska dægurlagasöngvar-
ans Billy Joels á Wembley-
leikvangi í Lundúnum.
22.00 Elska skaltu náunga þinn.
(Friendly Persuasion.) Bandarísk
bíómynd frá 1956. Leikstjóri
Wiliam Wyler. Aðahlutverk:
Gary Cooper, Dorothy McGuire,
Anthony Perkins og Marjorie
Maine. Myndin gerist í borg-
arastyrjöldinni í Bandaríkjun-
um meðal strangtrúaðra kvek-
ara sem vilja lifa í sátt við alla
menn. Á stríðstíraum reynir á
þessa afstöðu og faðir og sonur
verða ekki á eitt sáttir.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
00.20 Dagskrárlok.
Lars Ranthe í hlutverki Birgis.
Sjónvarp sunnudag kl. 18:10:
Nýr danskur framhalds-
myndaflokkur eftir Carsten
Overskov, hefur göngu sína á
sunnudaginn. Hann er um lítinn
dreng sem lendir í miklu geim-
ævintýri, en aðalhlutverkið er
leikið af Lars Ranthe sem er
fjórtán ára.
Einn góðan veðurdag þegar
Geimhetjan
Birgir er að leita að verðmætu
myndasögublaði, kemst hann í
raun um að herbergið hans
hefur breyst í geimskip og get-
ur hann ferðast hvert sem
hann vill. Hann kemur til
stjórnstöðvar Barry Sliks, sem
er óþokki mikill og Birgir
fréttir þar að hann sé útvalinn
til að færa jörðinni boðskap
skúrksins. Ef jörðin gerist
ekki leiðitöm Barry muni hún
hljóta verra af. En vandræði
aumingja Birgis hefjast fyrst
þegar hann kemur aftur heim
til sín. Þar trúir honum eng-
inn, en stráksi er staðráðinn í
að afstýra heimsendi.
SUNNUD4GUR
24. júní
17.00 Sunnudagshugvekja.
Séra Þorbergur Kristjánsson
flytur.
17.10 Teiknimyndasögur.
Lokaþáttur. Finnskur mynda-
flokkur í fjórum þáttum. Þýð-
andi Kristín Mantylá. Sög-
umaður: Helga Thorberg.
(Nordvision — Finnska sjón-
varpið.)
17.25 Hvalkálfurinn.
Þessi einstæða kvikmynd var
tekin í sædýrasafninu í Vancou-
ver af mjaldurkú sem bar þar
kálfi.
Þýðandi Jón O. Edwaid.
17.40 Ósinn.
Kanadísk kvikmynd um auðugt
lífríki í árós og á óshólmum í
Bresku Kólumbíu og nauðsyn
verndunar þess.
Þýðandi og þulur Jón O.
Edwald.
17.55 Evrópumót landsliða í
knattspyrnu — undanúrslit.
Bein útsending frá Lyon.
(Eurovision — Franska sjón-
varpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Stiklur.
16. Undir hömrum, björgum og
hengiflugum. Stiklað er um við
Önundarfjörð, Dýrafjörð og
Arnarfjörð, þar sem brött og ill-
kleif fjöll setja mark sitt á
mannlífið, einkum að vetrar-
lagi. Myndataka: Örn Sveins-
son. Hljóð: Agnar Einarsson.
Umsjón: Ómar Ragnarsson.
21.35 Sögur frá Suður-Afríku.
3. Dularfull kynni. Mynda-
flokkur í sjö sjálfstæðum þátt-
um sem gerðir eru eftir smásög-
um Nadine Gordimer. Ekkja
ein kemst í kynni við ungan
mann, sem sest að hjá henni, en
er þó oft fjarvistum. Þegar frá
líður vekja athafnir hans og
framkoma ugg hjá konunni.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
22.30 Kvöldstund með Arnett
Cobb.
Bandarískur djassþáttur. Ten-
órsaxófónleikarinn Arnett Cobb
leikur ásamt hljómsveit í Fau-
bourg-djassklúbbnum í New
Orleans.
23.10 Dagskrárlok.
/HhNUD4GUR
25. júní
19.35 Tommi og Jenni.
Bandarísk teiknimynd.
19.45. Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Flæðarmálið. Endursýning.
Framlag íslenska sjónvarpsins
til norræns myndaflokks frá
kreppuárunum. Höfundar: Jón-
as Arnason og Ágúst Guð-
mundsson.
Leikstjóri: Ágúst Guðmunds-
son.
Tónlist: Gunnar Þórðarson.
Leikendur: Ólafur Geir Sverr-
isson, Óskar Garðarsson, Bjarni
Steingrímsson, Ingunn Jens-
dóttir, Þórir Steingrímsson, Jón
Sigurbjörnsson, Arnar Jónsson
og fjölmargir Eskfirðingar.
Myndin gerist í sjávarþorpi á
Austfjörðum árið 1939. Þar er
atvinnuleysi og víða þröngt í
búi. Söguhetjan, Bjössi, sem er
ellefu ára, tekur til sinna ráða
til að létta áhyggjum af móður
sinni.
21.15 Rússlandsferðin.
Bandarísk heimildamynd um
ferð þriggja ungra Bandaríkja-
manna til Sovétríkjanna þar
sem þeir háðu kappræður við
sovéska jafnaldra sína. Skoðan-
ir reynast skiptar um ágæti
stjórnarfarsins austantjalds og
vestan og koma Bandaríkja-
mönnum viðhorf viðmælenda
sinna mjög á óvart. Þýðandi:
Árni Bergmann.
22.05 íþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
22.35 Fréttir í dagskrárlok.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Á járnbrautaleiðum.
4. Frá Aþenu til Ólympíu.
Breskur heimildamyndaflokkur
í sjö þáttum. f þessum þætti ber
lestin ferðalanga um fornfrægar
slóðir Grikklands. Þýðandi Ingi
Karl Jóhannesson. Þulur Sig-
valdi Júlíusson.
21.25 Verðir laganna.
Sjötti þáttur.
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur um lögreglustörf í
stórborg. Þýðandi Bogi Arnar
Finnbogason.
22.15 Þá hugsjónir rættust
Fjörutíu ára afmælis íslenska
lýðveldisins hefur verið minnst
í Sjónvarpinu með myndaþætt-
inum „Land míns föður...“ En
hver var aðdragandi lýðveldis-
stofnunarinnar og hvað er þeim
ríkast í minni sem áttu þar hlut
að máli og sáu hugsjónir rætast
17. júní 1944? í þessum um-
ræðuþætti minnast fjórir fyrr-
um alþingismenn og stjórn-
málaleiðtogar þessara tíma-
móta, þeir Hannibal Valdimars-
son, Lúð'ík Jósepsson, Sigurð-
ur Bjarnason og Vilhjálmur
Hjálmarsson. Umræðum stýrir
Magnús Bjarnfreðsson.
23.05 Fréttir í dagskrárlok.
A1IÐMIKUDAGUR
27. júní
17.40 Evrópumót landsliða í
knattspyrnu — úrslitaleikur.
Bein útsending frá París. (Evró-
vision — Franska sjónvarpið).
20.15 Fréttir og veður.
20.45 Auglýsingar og dagskrá.
20.50 Nýjasta tækni og vísindi.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.20 Berlin Alexanderplatz.
Sjöundi þáttur.
Þýskur framhaldsmyndaflokk-
ur í fjórtán þáttum, gerður eftir
sögu Alfreds Döblins. Leikstjóri
Rainer Werner Fassbinder.
Efni síðasta þáttar:
Biberkopf víkur æ lengra af
vegi dyggðarinnar. Hann tekur
þátt í myrkraverkum Pums og
félaga hans en verður fyrir vikið
undir bíl og missir annan hand-
legginn.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
22.20 Úr safni Sjónvarpsins.
Handritin
Sögulegt yflrlit um handrita-
málið. Þátturinn var gerður í til-
efni heimkomu handritanna 21.
april 1971.
Umsjónarmaður Ólafur Ragn-
arsson.
23.10 Fréttir í dagskrárlok.
FOSTUDAGUR
29. júní
19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu
dögum
8. Þýskur brúðumyndaflokkur.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
Sögumaður Tinna Gunnlaugs-
dóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmali
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
20.50 Grínmyndasafnið
2. Hótelsendillinn. Skopmynda-
syrpa frá árum þöglu myndanna
Karl Malden, Angela Lansbury og Brandon deWilde í hlutverkum Willart-hjónanna og yngri sonarins.
Sjónvarp föstudag kl. 22:00:
Sviplegur endir
Föstudagsbíómyndin er
bandarísk, frá 1962 og nefnist
„Sviplegur endir“ (All Fall
Down).
Hún fjallar um Berry-Berry
og fjölskyldu hans. Hann er
rótlaus, virðist ekki geta kom-
ist hjá vandræðum og er mikið
kvennagull. Yngri bróðir hans
lítur mjög upp til hans. En
undir sléttu yfirborði heimil-
islífsins ríkir mikil spenna,
einungis spurning hvenær hún
brýst upp á yfirborðið. Þegar
Echo O’Brien, falleg eldri frú,
kemur til bæjarins, hefjast
átökin og litli bróðir fer að sjá
þann eldri í öðru ljósi.
Hjartaknúsarinn Warren
Beatty fer með hlutverk
Berry-Berrys og yngri bróðir-
inn leikur Brandon deWilde.
Með önnur aðalhlutverk fara
Eva Marie Saint, Karl Malden
og Angela Lansbury. Leik-
stjóri er John Frankenheimer.
með Charlie Chaplin og Larry
Semon.
21.05 Heimur forsetans
Breskur fréttaskýringaþáttur
um utanríkisstefnu Ronald
Reagans forseta og samskipti
Bandaríkjanna við aðrar þjóðir
í stjórnartíð hans. Þýðandi
Ögmundur Jónasson.
22.00 Sviplegur endir
(All Fall Down) Bandarísk
bíómynd frá 1962. Leikstjóri
John Frankenheimer. Aðalhlut-
verk: Warren Beatty, Brandon
de Wilde, Angela Lansbury,
Karl Malden og Eva Marie
Saint. Unglingspiltur lítur mjög
upp til eldra bróður síns sem er
spilltur af eftirlæti og mikið
kvennagull. Eftir ástarævintýri,
sem fær hörmulegan endi, sér
pilturinn bróður sinn í öðru
Ijósi. Þýðandi Guðrún Jör-
undsdóttir.
23.45 Fréttir í dagskrárlok
L4UG4RD4GUR
30. júní
16.30 íþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
18.30 Börnin við ána
Annar hluti — Sexmenningarn-
ir. Breskur framhaldsmynda-
flokkur í átta þáttum, gerður
eftir tveimur barnabókum eftir
Arthur Ransome. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmali
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 ( blíðu og stríðu
Sjöundi þáttur. Bandarískur
gamanmyndaflokkur í níu þátt-
um. Þýðandi Þrándur Thor-
oddsen.
21.00 Bankaránið
(The Bank Shot). Bandarísk
gamanmynd frá 1974. Leikstjóri
Michael Anderson. Aðalhlut-
verk: George C. Scott, Joanna
Cassidy og Sorell Booke. Oftast
nær láta bankaræningar sér
nægja að láta greipar sópa um
sjóði og fjárhirslur en ræningj-
arnir í þessari mynd hafa á
brott með sér banka með öllu
sem í honum er. Þýðandi Jón O.
Edwald.
22.20 Minnisblöð njósnara
(The Quiller Memorandum).
Bresk bíómynd frá 1%6, gerð
eftir samnefndri njósnasögu
Ivans Foxwells. Leikstjóri
Michael Anderson. Handrit:
Harold Pinter. Aðalhlutverk:
George Segal, Max von Sydow,
Alec Guinness og Senta Berger.
Breskum njósnara er falið að
grafast fyrir um nýnasistahreyf-
ingu í Berlín. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
00.10 Dagskárlok
ÞRIÐJUDKGUR
26. júní
19.35 Bogi og Logi. Teiknimynda-
flokkur frá Tékkóslóvakíu.
19.45. Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
Sjónvarp sunnu
da>í kl. 21:50:
George
Orwell
Á dagskrá sunnudagsins
verður sýndur fyrri hluti breskr-
ar heimildamyndar um ævi
George Orwell, höfundar
„1984“, „Félaga Napóleons'* og
fleiri bóka. í myndinni er dregið
fram það helsta, sem hafði áhrif
á ritsmíðar Orwells, og gerði
hann að áhrifamesta rithöfundi
Breta á þessari öld.
Myndin er gerð í nánu sam-
ráði við prófessorinn Bernard
Crick, sem árið 1972 fékk
óskoraða heimild frá erfingjum
Orwells til að skrifa ævisögu
höfundarins, en í erfðaskrá
sinni frá árinu 1950 hafði hann
tekið skýrt fram að hann vildi
ekki láta rita hana. Þetta er yfir-
Rithöfundurinn
Orwell.
George
gripsmesta heimildamynd sem
gerð hefur verið um ævi Orwells
fyrir sjónvarp og í henni kemur
margt nýtt í Ijós um skáldið.
Myndin er tekin á Spáni, í
París, Jura og á fjölmörgum
stöðum í Bretlandi. Leikstjóri er
Nigel Williams.
Guðað á skjáinn
Varnir Evrópu
Á ráöstefnu um framtíð sjónvarpsmála
í Evrópu, myndaflokka og annað í þeim
dúr, sem fyrirmenn helstu sjónvarps-
stöðva í flestum löndum álfunnar sóttu á
Ítalíu fyrir skemmstu, var eiginlega um
lítið annaö rætt en ógnina, sem stafar af
þáttum á borð við Dallas og Dynasty. J.R.
og Jackie Collins og slíkir félagar virtust
vera í hverju ttorni.
Ótti ráðstefnufulltrúanna viö siíka gesti
frá Bandaríkjunum tengist hugmyndum
um aö meö aukinni
kapalvæðingu sjón-
varps, verði þættir
eins og Dallas eöa
Dynasty jafnvel alls-
ráðandi í evrópsku
sjónvarpi og geri á
endanum Evrópu-
menn að óþenkjandi
mönnum og eyöileggi
hina dýrmætu evr-
ópsku arfleifð. Aðal-
umræðuefni ráð-
stefnunnar fólst í
eftirfarandi oröum:
„Can Europe strike
back?“ — Getur Evr-
ópa varist.
Ráðstefnan var
haldin á ítatíu eins og
fram hefur komið en
ítalskir sjónvarps-
myndaframleiöendur
eiga í miklum brösum
heimafyrir. Þeir
standa frammi fyrir
því að sjónvarps-
rekstur verði gefinn frjáls innan skamms,
þeir eiga núna í stríði við einkasjónvarps-
stöðvar, sem starfræktar eru rétt utan við
landamæri landsins og innanlands eru
sjóræningjastöðvar aöalhöfuöverkurinn.
Lögum um ríkissjónvarpskerfiö, RAI, var
nýlega breytt þannig aö nú sjá framleiö-
endur sjónvarpsmynda fram á óvissa
framtíð fjárhagslega, en á sama tíma
blómstra keppinautar þeirra meö því aö
bjóöa uppá vinsælt efni frá Bandartkjun-
um.
Framleiöendur sjónvarpsmynda í
Frakklandi, V-Þýskalandi og Bretlandi
viröast allir standa í sömu sporum og hin-
ir ítölsku starfsbræöur þeirra. Þeim stafar
ógn af rásum, sem fá ódýrt efni frá
Bandaríkjunum beint í gegnum kapla eða
gervihnetti. Hugmynd um einhverskonar
samevrópskt átak, sem beint yrði að hin-
um bandarísku áhrifum, virðist því eiga
upp á pallborðið þessa stundina enda
kom hún fram á þessari merkilegu ráð-
stefnu. Hiö samevrópska átak myndi þá
kosta sameiginlega framleiöslu sjón-
varpsþátta, sem stæöu jafnfætis hinum
Mörgum þykir sem hastta atafi af of
míklum áhrifum bandarískrar menning-
ar á evrópskt sjónvarp.
bandarísku að gæðum, sem evrópskir
sjónvarpsáhorfendur eru svo mjög kunn-
ugir. Peningar en ekki hæfileikar eru
aðalvandamál þeirra framleiöenda, sem
þurfa að keppa við efni frá Hollywood.
Sjónvarpsþættir, sem eiga að ganga
árum saman um allan heim eins og hinir
bandarísku eru frægir fyrir, t.d. Dallas og
Dynasty og Bonanza og High Chaparal á
undan þeim, útheimta ólík vinnubrögð
þeim er áður hafa tíðkast meðal evr-
ópskra framleiðenda.
En takist það vel og
ríkisstöð auðnist að
gera þætti sem ná til
alls fjöldans um allan
heim, þá verður ef-
laust eitthvað eftir af
peningum til að gera
þætti fyrir sérstakan
áhorfendahóp, sem
kærir sig frekar um
eitthvaö á borö við
Nicholas Nickleby en
Dynasty eöa Dallas til
dæmis. ítalir eru
ákaflega jákvæðir
gagnvart samevr-
ópsku átaki.
En er raunveruleg
þörf fyrir slíkt átak?
Einn af ráðstefnu-
gestunum á ítalíu,
Michel Souchon frá
franska sjónvarpinu,
hélt því fram aö það
væri verið aö gera of
mikið úr hinum
bandarísku áhrifum í evrópsku sjónvarpi.
Það væri verið aö gera úlfalda úr mýflugu.
Aðalvandamálið er, sagði Souchon, aö
halda uppi góöri framleiðslu ríkisstöðv-
anna. Bandarískir þættir eru vinsælir, því
er ekki hægt að neita, en afar vandaðir
gæöaþættir er þaö sem fólkiö vill.
Ætti Evrópa þá að verjast með sameig-
inlegu átaki? Um það voru skiptar skoð-
anir og Bretar voru gegn því. Fulltrúi
þeirra á ráðstefnunni, Linda Agran, sagöi:
„Getur þaö verið að fólk fái ekki aöeins
þá ríkisstjórn sem þaö á skiliö, heldur fái
einnig þá þætti sem það á skilið? Sé
þetta rétt hafa Bandaríkjamenn veriö
sérstaklega óþekkir aö mínu mati því þeir
sitja uppi meö Ronald Reagan, Dynasty
og þætti um bifreiö sem talar, og virðist
ekki aðeins vera mun gáfaöri en hrúgan
sem ekur henni, heldur líka mun gáfaðri
en Reagan. Það væri gaman aö velta því
fyrir sér hvernig mál þróuöust ef þessi
bifreið ákvæði að fara í forsetaframboð."
„Kannski,” sagöi fulltrúinn, „gætum við
sigraö Bandaríkjamenn á þeirra eigin
brögöum, en ég efast um aö þeir muni
nokkru sinni vinna okkur á heimavelli.“