Morgunblaðið - 22.06.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.1984, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984 c tx-23 jjHefurbu o/mur á.fruC)Ci*v<txL cx.ui(„fug\a,- $\cobaY>c>y\MG.r ?" ... krydd lífsins. HÖGNI HREKKVlSI Ekki eru allir jafn ánægðir með Listahátíð ’84. ’■ fl - Æ Jt " ÍW ': k.*L Æ Listahátíð og fisk- matsmenn ríkisins Reykvíkingur skrifar. Heill og sæll Velvakandi. Hvernig á að reka þjóðarbúið? Á að borga hallareksturinn af einu með tapinu á öðru? Ég bara spyr. Hvernig hugsar fólk í dag? Það kom fram í morgunútvarpinu, simatíma, þar sem forsvarsmenn Listahátíðar svöruðu spurningum varðandi „Hátíðina", að halli á listahátíð væri ekki meiri en bíla- kostnaður fiskmatsmanna ríkis- ins. Hvar á að fá peningana? Er ekki mál til komið að færa sig úr skýjaborgunum og koma sér niður á jörðina, hætta þessum skrípalátum. Ein af þeim er svokölluð Listahátíð og ég vil að henni verði hætt ef ekki er hægt að fá listafólk, sem almenningur vill borga fullt verð fyrir. Á borgin ekki að standa fyrir slíkri vit- leysu? Það hlýtur að vera hægt að fá, t.d. ítölsku söngkonuna til landsins án þess að setja upp heila Listahátíð, auk þess að ekki er nú allt list sem hefur flotið með. Höf- um við t.d. ekki nóg af gróðurleysi landsins og drasli þó ekki sé það flutt í listasöfn og skrípalæti inn í leikhúsin utan hávaðans. Er ekki nóg af slíku hér? Skrykkur Baldur Jónsson dósent hjá ís- lenskri málnefnd, skrifaði og vildi gera eftirfarandi athuga- semd. Þegar hringt var til mín frá Morgunblaðinu á dögunum til að spyrja um íslenskt orð yfir „break-dance“, mælti ég með því, að hann yrði kallaður skrykkur. Það orð er ekki nýtt, enda ekki þörf fyrir nýyrði. Þetta er karlkynsorð, sem allir þekkja, a.m.k. í fleirtölu. Beyg- ingin er þessi: skrykkur — (um) skrykk — (frá) skrykk — (til) skrykks. Orðið var kynnt í fréttagrein í Mbl. 17. júní, bls. 71, þar sem meðal annars var talað um að æfa skrykk. Því miður kemur ekki fram í frétt- inni, hvers kyns orðið er né heldur hvernig það er í nefni- falli. Nú sé ég undir mynd í Morg- unblaðinu i dag, 19. júní, bls. 32, að dansinn er nefndur skrykk og farið með það heiti sem hvorugkynsorð. Áð minni hyggju er það hæpið nýyrði, sem ég mæli ekki með, því að það samræmist ekki íslenskum orðmyndunarreglum. Það sem- ur sig að háttum tökuorða (sbr. þrykk, þrykkja) án þess að vera slíkt orð. Skrykkurinn er ótrúíega vinsæll um þessar mundir og er dansað- ur á hverju götuhorni hér í bæ. Þessir hringdu . . . Okkar ferða- glöðu ráðherrar Skattgreiðandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Nú er almenningi fyrst ofboðið, þegar sjávarútvegsráðherra tekur sér frí til að fara til Rússlands í skemmtiferðalag, meðan útgerð- armenn eru að komast í þrot og hóta að sigla veiðiflota landsins í höfn. Eigum við ekki einu sinni að vera samtaka í að fordæma slíkt ábyrgðarleysi og heimta að sjáv- arútvegsráðherra láti af störfum? Léttúðin er það vítaverð að engu tali tekur. Gat ráðherrann ekki frestað þessari skemmtireisu, þangað til lausn væri fundin á vandræðum útgerðarinnar? Athugasemd viö athugasemd Keneva Kunz þulur ensku fréttanna. í tilefni þess að Benjamín H.J. Eiríksson gerði athugasemd við málfar útvarpsfrétta, vil ég gjarn- an taka það fram að ég vinn og les einungis ensku fréttirnar. Hann verður því að snúa sér til íslenskra fréttamanna með þessar athuga- semdir. Hitt er annað mál, að mér hefur oft fundist íslendingar dæma útlending, sem leyfir sér að skrifa eða tala opinberlega á ís- landi ef til vill harkalegar en inn- fæddan, hvað málfar snertir. Sér- staklega þegar maður hugsar til þess að við höfum flest lagt tölu- vert á okkur til að læra þetta erf- iða mál. Keneva Kunz þulur ensku frétt- anna hringdi og vildi gera eftirfar- andi athugasemd við pistil sem birtist í Velvakanda 20. júní síð- astliðinn, undir yfirskriftinni „At- hugasemd við tíu-fréttirnar“. Leiðindaatvik við Eiríksgötu Sigrróur Lárusdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Það varð leiðindaatvik hérna fyrir framan húsið mitt nýlega. Maður á rauðum Trabant keyrði á lítinn, kátan, svartan kettling. Hann stöðvaði ekki en þaut í burt. Mér finnst það ljótt að maðurinn skyldi ekki athuga hvort dýrið lifði eða kveldist. Dýrin eru nú einu sinni ferða- félagar okkar og sérstaklega eru það nú börnin sem gráta þegar þau finna leikfélaga svona á sig komna. Því vil ég koma á fram- færi að slíkt er einungis gustuka- verk að láta vita þegar svona óhöpp verða. Að lokum vil ég koma á fram- færi þökkum til Þórunnar ólafs- dóttur frá Sörlastöðum sem ný- lega las dýrasögur og vakti þannig athygli á þeim. Hámarks- og lág- markshitastig á veðurkortum sjónvarpsins Lesandi hringdi og hafði eftirfar andi að segja: Mig langar til að koma á fram- færi fyrirspurn til Veðurstofu ís- lands. Af hverju er ekki birt á veð- urkortum sjónvarpsins hámarks- og lágmarkshitastig á hverjum at- hugunarstað? Þá á ég bæði við kortin sem lýsa veðrinu og einnig spákortin. Þessi aðferð er notuð alls staðar erlendis sem ég þekki til og á að vera auðveld í framkvæmd að mér skilst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.