Morgunblaðið - 22.06.1984, Síða 31
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1984
63
Vísa til heiðurs
Jóni forseta
Guðmundur A. Finnbogason
skrifar:
Þegar ég var unglingur lærði
ég erindi sem tilheyrir Jóni
Sigurðssyni forseta. Var þetta
erindi með ágætu lagi er ég
lærði líka. Ég furða mig mjög á
því að þetta lag skuli aldrei
heyrast á þjóðhátíð íslendinga
eða á öðrum tímum hvort sem
er í útvarpi eða sjónvarpi. Þess
vegna vil ég biðja þig Velvak-
andi góður að leita eftir höf-
undi lags og ljóðs. Ég kann að-
eins eitt erindi en ég held að
þau séu fleiri. En svona er er-
indið:
Þú komst á tímum myrkravalds og voðans,
þú varðir, sóttir helgan þjóðarrét
þú faðir Islands, frelsis, morgunroðans
er feyktir allra hugum saman þétt.
Svo þétt, svo fast að féllust öllum hendur
er frelsi voru búið höfðu tjón.
Þú komst sem andi, af sjálfum guði sendur,
til sigurs þinu föðurlandi, Jón.
Velvakandi kemur hér með
þessu ljóði á framfæri og óskar
eftir höfundi lags og ljóðs.
Jón Sigurðsson
Ættu að leggja áherslu á hið jákvæða
Þórsarar eins
og sláttuþyrlur
t>að er óhægl að segja
að leikmenn Þórs hafi ver-
ið eins og Sláttuþyrlur
gegn Fram á dögunum —
þeir léku mjög gróft og
fengu að komast upp með
það. Nói Björnsson braut
það gróflega á Kristni
Jónssyni, svo að hann var
að ftya af leikvelli. Óskar
Gunnarsson braut eitt sinn
illa á Trausta Haraldssyni,
að hann haltraði á eftir og
síðan gat óli Þór Magnús-
son hrósað happi að hafa
ekki veríð rekinn af leik-
..... — »■«•* "• á
Sverri Finarssyni.
Aðeins einu sinni var
Þórsarí bókaður i leiknum
— fyrír kjaftbrúk. Það var
hreint furðulegt, að leik-
menn Þórs hafi ekki feng-
ið að sjá gula spjaldið fyrir
grófan leik og jafnframt
broslegt, að eina spjaldið
sem sást á lofti, var gefið
fyrir kjaftbrúk.
Knattspyrnuunnandi skrifar:
Ég get ekki orða bundist eftir
að hafa lesið leikskrá Fram fyrir
leikinn við Víking i 1. deildinni i
knattspyrnu í Laugardalnum 16.
júní. A bls. þrjú er grein undir
fyrirsögninni „Þórsarar eins og
sláttuþyrlur". Þar fer sá er ritar
ófögrum orðum um það hve Þórs-
arar hafi verið grófir í leiknum
við Fram „á dögunum" í Laugar-
dalnum.
„Það er óhætt að segja að
leikmenn Þórs hafi verið eins og
sláttuþyrlur, þeir léku mjög gróft
og fengu að komast upp með það.
Það var hreint furðulegt að
leikmenn Þórs hafi ekki fengið að
sjá gula spjaldið fyrir grófan leik
...“ Hvaða tilgangi þjóna slík
skrif? Vantaði Frammara tilfinn-
anlega efni í leikskrána eða er
þetta af illkvittni gert? Ég sá um-
ræddan leik Fram og Þórs get
alls ekki fallist á Akureyringarn-
ir hafi verið „eins og sláttuþyrl-
Úrklippan úr umræddri leikskrá Fram.
ur“. Liðið leggur áherslu á létta
og skemmtilega knattsþyrnu og
er að margra mati eitt besta lið
deildarinnar. Frammarar ættu
því að skammast sin fyrir að
birta slík níðskrif í leikskrá sinni.
Þeir ættu að leggja áherslu á hið
jákvæða í knattspyrnunni.
Það eni fleiri en börnin sem hafa gaman af peningakössum Rauða krossins.
Að lokum vil ég minnast á
framhaldsþáttinn sem sýndur er á
miðvikudagskvöldum, „Berlin Al-
exanderplatz". Ég tek undir þá
gagnrýni sem hann hefur fengið.
Hann er mjög niðurdrepandi og
hreint klám á köflum, sem reynt
er að fela bak við listrænt gildi,
eða eitthvað þvíumlíkt.
Velvakandi sneri sér til Markús-
ar Á. Kinarssonar veðurfræðings til
að fá svar við fyrri spurningu les-
endans. Hann sagði að veðurlýs-
ingu og veðurspá mætti fram-
kvæma á marga vegu. „Þegar við
lýsum veðri dagsins notum við
veðurathuganir frá klukkan 18.00.
Það er skömmu eftir að há-
markshitastigi er náð og á þeim
tíma fáum við veðurskeyti frá
flestum veðurathugnarstöðvum á
landinu, þannig að heildarmynd af
veðrinu næst þá best. í orðum ger-
um við síðan yfirleitt grein fyrir
hvar á landinu hafi orðið hlýjast,
og hvað hitinn varð hér.“
Einnig taldi Markús að það
hefði truflandi áhrif að fylla yfir-
litskortið með táknum þegar fólk
horfir á það í örskamma stund.
„Við gætum bætt við hámarks- og
lágmarkshitastigi við á hverjum
stað og reyndar fleiri veðurþátt-
um, en við kjósum frekar fyrr-
greindu aðferðina," sagði hann að
lokum.
Peningakassana
inn í vfn-
veitingahúsin
Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir
hringdi og hafði eftirfarandi að
sema:
Eg hringi út af peningakössum
Rauða krossins sem eru út um all-
an bæ, í hverju sjoppuskoti. Mér
er kunnugt um að þeir séu orðnir
að vandamáli viða. Jafnvel sex ára
börn standa við þá tímunum sam-
an til að leika sér. Rauði krossinn
getur ekki tekið ábyrgð á því að
börn undir lögaldri séu ekki í
kössunum og þar sem ég hef talað
við afgreiðslufólk í sjoppum, segja
allir að það sé ærið starf að af-
greiða, þeir geti ekki staðið í því
að halda börnunum frá kössunum.
En þó ég tali fyrst og fremst um
börnin eiga fleiri við þetta vanda-
mál að stríða. Ég veit að eldra fólk
á að geta tekið ábyrgð á sjálfu sér,
en það hefur mikinn tíma og veit
ekki hvernig á að verja honum.
Það fer inn á þessa leiktækjasali
og eyðir jafnvel allri hýrunni í
spilakassann. En ég hef mestar
áhyggjur af börnunum eins og
fyrr sagði. Þegar þau alast upp við
leiktækin verður spilamennskan
að fíkn.
Ég vil gera það að tillögu minni
að allir spilakassar verði færðir
inn á vínveitingahúsin. Fólk þarf
að sýna nafnskírteini til að kom-
ast þangað inn og þar ná ungl-
ingarnir ekki í þá.
Nú er bannað samkvæmt lögum
að græða á spilamennsku, en samt
leyfilegt þegar góðgerðarstarf-
semi á í hlut. Mér er hlýtt til
Rauða krossins og reyni að styrkja
hann eftir megni og því undrar
mig að forráðamenn hans skuli
fara þessa leið til að afla peninga,
vegna þess að þeir hljóta að vita
sjálfir hverjir spila í þessum köss-
um. Þegar menn vilja græða pen-
inga í nafni líknarfélaga, en er al-
veg sama hvernig farið er að þvi,
þá er þetta ekki lengur góðgerð-
arstarfsemi.
Ég er staðráðin í að berjast
gegn þessu vandamáli, því það er
fyrirsjáanlegt að mikið böl getur
hlotist af peningakössunum.
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
I.EgBáHT
Vönduð og menningarleg helgarlesning
ÞÚSUND DÝRATEGUNDUM
ÚTRÝMT
Maðurinn heldur áfram aö eyöa lífi á jöröinni, oftast
meö taumlausri græögi — og enn eru margar teg-
undir í hættu, sumar þeirra íslenskar.
LAGANÁM BYGGIR Á SKILNINGI
FRAMAR UTANBÓKARLÆRDÓMI
10. greinin um Háskóla islands. Þóröur Gunnarsson
hrl. ræðir viö Björn Þ. Guömundsson og Arnljót
Björnsson, lagaprófessora.
SYDNEY
er hinum megin á hnettinum, afburöa fögur borg og
frá henni segir Sveinn Sæmundsson, sem kom þar í
hnattferö sinni.
HÚN FÓR ÚT MEÐ
BOJFRENDINU SÍNU
Haraldur Bessason skrifar um vesturíslenzku.