Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 1
72 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
144. tbl. 71. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Jackson hittir Castro
Jesse Jackson og Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, á flugvellinum í Havana
í gær. Jackson, sem keppir að útnefningu sem forseti bandariskra
demókrata, hefur að undanförnu sótt heim nokkur ríki í Mið-Ameríku
og kvaðst vonast til þess að fundur sinn með Castro gcti orðið til þess
að bæta sambúð Bandaríkjanna og Kúbu.
Sjá: „Jackson og Castro hittast" á bls. 18.
Verkfóllin í Vestur-Þýskalandi:
Lausn virðist
nú í sjónmáli
Ludwigsburg, 26. júní. AP.
SÁTTANEFNDIN, sem reynir að
finna lausn á deilu málmiðnaðar-
manna og vinnuveitenda þeirra í
Vestur-Þýskalandi, kom saman síð-
degis í dag til að ræða miðlunartil-
lögu sáttasemjara, en treysti sér
ekki til að taka afstöðu til hennar og
kemur aftur saman í fyrramálið,
miðvikudagsmorgun.
Vinnudeilan, sem snýst um
kröfu verkalýðssamtakanna um
styttingu vinnuvikunnar um fimm
stundir, úr 40 í 35, hefur lamað
bifreiðaiðnað í Vestur-Þýskalandi
og leitt til þess að um 400 þúsund
manns eru án atvinnu. Sáttatil-
laga, sem Georg Leber, sáttasemj-
ari, hefur sett fram, felur í sér að
vinnuvikan verði stytt um hálfa
aðra klukkustund frá 1. apríl nk.
og til 1. október 1986, en þá verði
samkomulagið endurskoðað.
Leber sagði við fréttamenn eftir
sáttafundinn í gær að hann vonað-
ist til að endi yrði bundinn á
vinnudeiluna fyrir lok þessarar
viku. Kvað hann ástæðu til að
ætla að sú von sín yrði að veru-
leika.
Fulltrúar málmiðnaðarmanna
og vinnuveitenda hafa einnig gefið
í skyn að lyktir deilunnar, sem nú
hefur staðið í sjö vikur, væru í
sjónmáli.
Lambsdorff
segir af sér
26. jnní.
OTTO Lambsdorff efnahagsmála-
ráóherra Vestur-Þýskalands sagði af
sér embætti í dag og hefur Helmut
Kohl kanslari fallist á afsögn hans.
Ástæðan fyrir afsögninni eru
ásakanir á hendur Lambsdorff um
að hafa þegið mútur frá Flick-
auðfélaginu og standa nú yfir rétt-
arhöld i því máli.
Lambsdorff kveðst saklaus af
öllum ákærum, en telur afsögn
sína auðvelda rannsókn málsins.
Kjósa Natta
sem leiðtoga
Róm. 26. júní. AP.
ALESSANDRO Natta var f dag kjör-
inn leiðtogi Kommúnistaflokks Ita-
líu á fundi miðstjórnar flokksins í
Róm. Hann hlaut öll greidd atkvæði,
227 að tölu, en 11 sátu hjá.
Að kjöri loknu lýsti Natta því
yfir að hann mundi fylgja áfram
sömu stefnu og hinn látni leiðtogi
flokksins, Enrico Berlinguer, sem
kunnur var fyrir sjálfstæða af-
stöðu gagnvart Sovétríkjunum,
svonefndan „Evrópukommún-
isrna".
Natta er 66 ára að aldri og var
um árabil náinn samstarfsmaður
Berlinguers. Hann hefur starfað í
kommúnistaflokknum frá 1945, á
Alessandro Natta Simamynd AP.
sæti í miðstjórn og er formaður
hinnar áhrifamiklu eftirlitsnefnd-
ar flokksins.
Leiðtogar ríkja Efnahagsbandalagsins fyrir utan höllina í Fontainebleau í Frakklandi þar sem þeir hafa setið á
rökstólum undanfarna tvo daga.
Undarlegt skeyti frá
Sakharov og Bonner
Parú, 26. iúní. AP.
SrJÚPDOTTIR sovéska eðlisfræð-
ingsins Andrei Sakharovs kvaðst í
dag hafa fengið skeyti, sem undirrit-
að væri af Sakharov og móður henn-
ar, Yelenu Bonner, og sent frá borg-
inni Gorkí í Sovétríkjunum þar sem
þau hafa búið.
Tatiana Yankelevitch sagði að
skeytið væri dagsett föstudaginn
22. júní og virtist hafa verið mót-
tekið í Bandaríkjunum í gær. Hún
kvaðst efast um að skeytið væri
ófalsað.
í skeytinu segir orðrétt: „Móðir,
börn. Verið áhyggjulaus. Við erum
á lífi og okkur líður vel. Bestu af-
mæliskveðjur til Efrem. Ástar-
kveðjur. Mamma og Andrei."
Efrem er eiginmaður frú Yank-
elevitch og móðirin, sem ávörpuð
er, Ruth, móðir frú Bonner.
Tatiana Yankelevitch kvað und-
arlegt að fá í hendur skeyti með
þessu orðalagi þegar allar aðstæð-
ur væru hafðar í huga. Ef þau
hjón gætu á annað borð sent frá
sér skeyti væri kynlegt að þau
hefðu ekki gert það fyrr.
Ekkert hefur spurst til Sakh-
arov-hjónanna í nærri tvo mánuði,
en 2. maí sl. fór Sakharov í hung-
urverkfall til að mótmæla því að
eiginkona hans hefur ekki fengið
að leita sér læknishjálpar utan
Sovétríkjanna. Hafa ýmsir látið í
ljós ótta um að þau væru látin.
Thatcher kveðst
fagna úrslitum
FoDtainebleau, 26. júnf. AP.
MARGRÉT Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur fagnað sam-
komulagi því, sem tókst í dag, um
fjárframlög Breta til Efnahags-
bandalags Evrópu. Ágreiningurinn
um framlög Breta hefur valdið mikl-
um erfiðleikum í samskiptum
bandalagsríkjanna og hafði nærri
riðið efnahagssamstarfi þeirra að
fullu.
Samkomulagið er talið mikill póli-
tískur sigur fyrir Francois Mitt-
errand, forseta Frakklands, sem
lagt hefur mikla vinnu í að útkljá
deiluna. Hann sagði í dag að nú
væri ekki lengur um nein misklíð-
arefni að ræða innan bandalags-
ins.
Það var í gær sem leiðtogar
hinna tíu aðildarríkja Efnahags-
bandalags Evrópu komu saman í
Fontainebleau í Frakklandi til að
ræða ágreiningsefni sín og laust
fyrir hádegi í dag náðu þeir sam-
íranska vélin
í Egyptalandi
Doha, Qatar, 26. júní. AP.
ÍRANSKRI farþegaflugvél af
gerðinni Boeing 727 var rænt í
innanlandsflugi í dag og snúið til
Doha í furstadæminu Qatar þar
sem farþegunum 136 og sex af níu
manna áhöfn var leyft að fara frá
borði. Vélin hélt síðan í loftið á ný
með flugræningjana, sem talið er
að séu tveir, og þrjá úr áhöfninni,
og lenti á flugvellinum í Kaíró í
Egyptalandi laust fyrir kl. 19 í
kvöld. Þar var hún enn, sam-
kvæmt heimildum AP, þegar
Morgunblaðið fór í prentun í nótt.
ítalskir kommúnistar:
komulagi. í samkomulaginu felst
að Bretar fá endurgreitt jafnvirði
24 milljarða ísl. króna af framlagi
sínu til bandalagsins á þessu ári
og á næstu árum fá þeir endur-
greitt tvo þriðju af þeim mismun
sem er á framlögum þeirra til
bandalagsins og beinum greiðslum
sem þeir fá frá því í formi niður-
greiðslna á landbúnaðarvörum og
annarra styrkja.
Fjárlög Efnahagsbandalagsins
á þessu ári nema jafnvirði 720
milljarða íslenskra króna og að-
eins Bretar og Vestur-Þjóðverjar
hafa greitt meira í sameiginlega
sjóði bandalagsins en þeir hafa
fengið úr þeim. Samkomulagið,
sem tókst í dag, þýðir að á næstu
árum verða viðskipti Breta og
bandalagsins á sléttu, en á þessu
ári verður enn halli sem nemur
jafnhárri upphæð og þeir hafa nú
fengið endurgreidda.
A fundinum i Fontainebleau
náðist einnig samstaða um að
hækka úr 1% í 1,4% þann hluta af
virðisauka- og söluskatti í banda-
lagsríkjunum, sem rennur í sjóði
EBE, en þessi framlög eru aðal-
tekjur bandalagsins. Ef ekki hefði
náðst eining um þessa hækkun var
greiðsluþrot fyrirsjáanlegt i
október á þessu ári.