Morgunblaðið - 27.06.1984, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
Peninga-
markaðurinn
GENGIS-
SKRÁNING
NR. 120 - 26. júní
1984
Kr. Kr. Toll-
Eúl KL 09.15 Kiup Sala gengi
lDollar 29,940 30,020 29,690
ISLpund 40,486 40395 41,038
1 Kin dollar 22311 22372 23,199
1 Dönsk kr. 2,9220 2,9299 2,9644
INorskkr. 3,7811 3,7850 3,8069
1 Ssnsk kr. 3,6541 3,6639 3,6613
111 mark 5,0643 5,0778 5,1207
1 Fr. franki 3,4870 3,4963 3,5356
1 Belg. fraaki 03259 03273 03340
1 Sv. franki 123283 123626 13,1926
1 HoiL gyllini 93042 93296 9,6553
1 V-þmark 10,7057 10,7343 103814
IÍL líra 0,01740 0,01744 0,01757
1 Aostorr. irh. 13334 13375 13488
1 PorLescudo 03078 03083 03144
1 Sp. peaeti 0,1899 0,1904 0,1933
1 Jap. yeo 0,12604 0,12637 0,12808
1 írekt puod 32,780 32367 33,475
SDR. (SéreL
dráttmrr.) 303257 30,9080
Belg. fraaki 03189203 0320316
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 11. maí 1984
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbækur.....................15,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).... 17,0%
3. Sparisjóösreikningar, 12. mán. 1)... 19,0%
4. Verðtryggöir 3 mán. reikningar...... 0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar.... 2,5%
6. Avisana- og hlaupareikningar........ 5,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum..... ..... 9,0%
b. innstæöur í sterlingspundum.... 7,0%
c. innstæður i v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæður í dönskum krónum.... 9,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir.~...(12,0%) 18,5%
2. Hlaupareikningar ..... (12,0%) 18,0%
3. Afuröalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0%
4. Skuldabréf ........... (12,0%) 21,0%
5. Visitölubundin skuldabréf:
a. Lánstimi allt að 2% ár 4,0%
b. Lánstimi minnst 2% ár 5,0%
6. Vanskilavextir á mán...........2,5%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna rikisins:
Lánsupphæð er nó 300 þósund krónur
og er lániö vísitölubundið meö láns-
kjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign só, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Lifeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nó eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóðnum 120.000 krónur, en fyrir
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lániö 10.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á
timabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs-
fjóröungi, en eftir 10 ára sjóðsaöild er
lánsupphæöin oröin 300.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Því
er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur með
byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber
3% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravfsitala fyrir jónimánuö
1984 er 885 stig, er var fyrir maímánuö
879 stig. Er þá miöaö viö vísitöluna 100
í jóní 1979. Hækkun milli mánaöanna er
0,68%.
Byggingavísitala fyrir apríl til jóni
1984 er 158 stig og er þá miöaö viö 100
í janúar 1983. v
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nó
18-20%.
Sjónvarp kl. 20.50:
Gervikýr, torfærutröll
og tvískrokka skip
Nýjasta tækni og vísindi verða i
dagskrá sjónvarpsins I kvöld kl.
20.50 og umsjónarmaður er Sigurð-
ur H. Richter.
í þættinum kennir margra
nýrra grasa eins og jafnan áður,
og sýndar verða ellefu eða tólf
stuttar myndir. Sú fyrsta fjallar
um tæki til að finna fóðurþörf
kúa hverju sinni. Hún er mjög
misjöfn eftir veðri, en þær þurfa
að halda líkamshitastigi í 39
gráðum á celsíus, geta hreyft sig
og framleitt mjólk eins og allir
vita. Breskir rannsóknarmenn
hafa búið til eins konar gervikú
sem þeir stilla út í haga og hún
mælir hvað þarf margar hitaein-
ingar til þess að kýrin geti hald-
ið eðlilegri líkamsstarfsemi, og
hvað hún þurfi mikið fóður.
Einnig verður sýnd mynd um
nýja tækni i skóiðnaðinum.
Tölva reiknar út hvernig skinnin
í yfirleður á skóm eru best nýtt
og síðan stjórnar hún örmjórri
vatnsbunu sem rennur af mikl-
um krafti og getur skorið mörg
lög af skinni þ.a. afköstin marg-
faldast.
Ný gerð lyfjaprófana verður
kynnt, en lyf geta farið afar mis-
munandi i fólk. Tæki, sem er
bresk uppfinning, fylgist gaum-
gæfilega með hvernig örlítið
magn af lyfjunum hefur áhrif á
æðaveggi sjúklingsins.
Mörg fleiri atriði verða í nýj-
asta tækni og vísindi í kvöld,
m.a. um torfærutrukk sem eru
allar leiðir færar, nýja tækni við
blindralestur, tvískrokka skip og
margt fleira. Allir tæknilega
sinnaðir ættu þvi að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.
Sigurður H. Richter, Ifffræðingur.
Hann er umsjónarmaður nýjustu
tækni og vísinda.
Rás tvö kl. 17.00:
Hljóð úr horni
kvennabúrsins
Andrea Jónsdóttir verður með
þátt sinn „Úr kvennabúrinu“ á
dagskrá rásar tvö í dag klukkan
17.00. Að vanda verður þar einung-
is flutt tónlist sem er flutt og/eða
samin af kvenfólki.
í þættinum i dag heyrist i
Carly Simon, en hún á afmæli í
þessari viku. Nona Hendryx
kemur einnig við. Hún var einu
sinni í hljómsveitinni La Belle
og söng siðar bakraddir m.a. hjá
Talking Heads. Bell Stars leika
líka og syngja, og Laurie And-
erson.
Hér getur að líta plötuumslag
Carly Simon en hún á afmæli í
þessari viku.
Séra Eiríkur J. Eiríksson pró-
fastur.
Utvarp kl. 20.40:
Biblían á
móðurmálinu
í kvöld kl. 20.40 flytur Eirík-
ur J. Eiríksson prófastur erindi
um biblíuna á móðurmálinu.
í samtali við Eirík sagði
hann að þungamiðja erindis-
ins væri að siðbótarmenn
lögðu áherslu á móðurmálið í
biblíuþýðingum sfnum til þess
að boðskapur hennar kæmist
betur til skila hjá alþýðu
manna. Dvalið verður við ís-
lensku þýðingarnar og þá ein-
kum þá sem Guðbrandur bisk-
up Þorláksson gerði fyrir fjög-
ur hundruð árum. Um leið
verður að virða fyrir sér fyrir-
rennara hans, þá Gissur Ein-
arsson í Skálholti, Odd Gott-
skálksson og Gísla Jónsson, en
ræturnar liggja þó miklu víð-
ar í tjáningu trúar en sem
þessum mönnum nemur.
Reynt verður einnig að sýna
fram á mikilvægi Guð-
brandsbiblíu fyrir íslenskt
mál og menningu.
Synoduserindi eru þau er-
indi kölluð sem flutt eru i
tengslum við prestastefnu.
Það er venja að slfk erindi séu
flutt meðan prestastefna
stendur og nú í seinni tíð eru
þau orðin tvö í hvert skipti.
Áður voru fyrirlestrarnir að
jafnaði í Dómkirkjunni og var
útvarpað þaðan, en hafa nú
verið fluttir inn í upptöku-
herbergið.
Útvarp Reykjavík
A1IÐMIKUDKGUR
27. júní
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
í bítið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Halldóra Rafnar
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Jerútti heimsækir Hunda-
Hans“ eftir Cecil Bödker. Stein-
unn Bjarman les þýðingu sína
(3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 „Nefið“, smásaga eftir Nik-
olaj Gogol. Guðjón Guðmunds-
son les fyrri hluta þýðingar
sinnar. (Seinni hluti verður á
dagskrá í fyrramálið kl. 11.30.)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar
13.30 Létt lög frá Norðurlöndum.
SlDDEGID______________________
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich. Þorsteinn Antonsson
les þýðingu sína (19).
14.30 Miðdegistónleikar. Fou
Ts’ong leikur Píanósvítu nr. 14
eftir Georg Friedrich Hándel.
14.45 Popphólfið. — Jón Gústafs-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar. Sinfónfu-
hljómsveitin f Chicago leikur
Sinfóníu nr. 2 í D-dúr op. 36
eftir Ludwig van Beethoven;
Georg Solti stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Stjórnandi
Gunnvör Braga.
20.00 Var og verður. Um íþróttir,
útilíf o.fl. fyrir hressa krakka.
Stjórnandi: Matthías Matthí-
asson.
20.40 Biblían á móðurmálinu.
Séra Eiríkur J. Eiríksson flytur
synoduserindi.
21.10 Marta Eggerth og Jan Kiep-
ura syngja lög úr óperum og
kvikmyndum.
21.40 Útvarpssagan: „Glötuð
ásýnd“ eftir Francoise Sagan.
Valgerður Þóra les þýðingu sína
(6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Aldarslagur — Símamálið.
Umsjón: Eggert Þór Bern-
harðsson. Lesari með honum:
Þórunn Valdimarsdóttir.
23.15 íslensk tónlist: Sinfóníu-
hljómsveit (slands leikur. Páll
P. Pálsson og Karsten Ander-
sen stj.
a. „Úr myndabók Jónasar Hall-
grímssonar“ eftir Pál ísólfsson.
b. „Hinsta kveðja” op. 53 eftir
Jón Leifs.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
28. júní
10.00—12.00 Morgunþáttur
Kynning á heimsþekktum tón-
listarmanni eða hljómsveit.
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson,
Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs-
son.
14.00—16.00 Út um hvippinn og
hvappinn
Leikin verða lög úr hinum ýmsu
áttum.
Stjórnandi: Arnþrúður Karls-
dóttir.
16.00—17.00 Nálaraugað
Djass-rokk.
Stjórnandi: Jónatan Garðars-
son.
17.00—18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eða samin af
konum.
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir
SKJAHUM
MIÐVIKUDAGUR
27. júní
17.40 Evrópumót landsliða f
knattspyrnu — úrslitaleikur.
Bein útsending frá París. (Evró-
vision — Franska sjónvarpið).
20.15 Fréttir og veður.
20.45 Auglýsingar og dagskrá.
20.50 Nýjasta tækni og vísindi.
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.20 Berlin Alexanderplatz.
Sjöundi þáttur.
Þýskur framhaldsmyndaflokk-
ur í fjórtán þáttum, gerður eftir
sögu Alfreds Döblins. Leikstjóri
Rainer Werner Fassbinder.
Efni síðasta þáttar:
Biberkopf víkur æ lengra af
vegi dyggðarinnar. Hann tekur
þátt í myrkraverkum Pums og
félaga hans en verður fyrir vikið
undir bfl og missir annan hand-
legginn.
Þýðandi Veturliði Guðnason.
22.20 Úr safni Sjónvarpsins.
Handritin
Sögulegt yfirlit um handrita-
málið. Þátturinn var gerður í til-
efni heimkomu handritanna 21.
apríl 1971.
Umsjónarmaður Ólafur Ragn-
arsson.
23.10 Fréttir í dagskrárlok.