Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
7
Þakkarávarp
Innilega þakka ég öllum þeim sem á einn eöa annan
hátt auðsýndu mér virðingu og vinahót á áttræðisaf-
mæli mínu þann 5. júní sl
Skólastj&rahjónum Alþýðuskólans þakka ég kærlega
húsnæði og hjálp, og bömum mínum, fósturdóttur og
tengdabömum færi ég ástarþakkir fyrir að gera mögu-
lega gestamóttöku á Eiðum.
Hafið öll hjartans þakkir og guðsblessun.
Þórarínn Þórarínsson,
fyrrum skólastjórí i Eiðum.
© cP
Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið allt að 50% verðlækkun á varahlutum í Range Rover og Land Rover SP
%
0 if w
|HÍ 1 Laugí EKI *vegi 170- AHF 172 Sími 21240
HONDA
Garðtætarar
AFKASTAMIKLIR,
HANDHÆGIR,
LÉTTIR
(AÐEINS 27 KG)
Verð aðeins
15.900.-
Nú þarf ekki aö
stinga upp garö-
inn. Notið Honda
garðtætara.
HONDA Á ÍSLANDI
VATNAGARÐAR 24,
REYKJAVÍK, SÍMI 28772.
Urval
furusófasetta
með áklæði úr leðri
Nýjar geröir
furusófasetta Veröfrákr. 13i90Ui
Höfum einnig furuhornsófa, furusófaborö og horn
borö, eldhúsborö og stóla.
Góð greiðslukjör.
Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68,
Hafnarfiröi, sími 54343.
+3 í LÍN-
stjóm
Þjódviljinn kvartar und-
an því f gær að Morgun-
blaöið skuli hafa dregið þá
ályktun af greinargerð
Ragnhildar Helgadóttur,
menntamálaráðherra, um
Lánasjóð Lslenskra
námsmanna og störf
stjómar hans að meirihluti
stjómar sjóösins ætti að
segja af sér vegna þess að
hann getur ekki lagað sig
að því sem ríkisstjórn og
Alþingi telja nauðsynlegt
að gera í fjármálum ríkis-
ins. í greinargerð ráðherr-
ans er sýnt fram á að með
störfum stjómar LÍN á
fyrrihluta þessa árs er veg-
ið að hag námsmanna á
seinni hluta ársins en ætl-
an sjóðsstjómar hefur
greinilega veríð að skella
skuldinni á ríkisstjórnina
og slá sjálfa sig til ríddara
sem sérstakur málsvarí og
hagsmunagæslumaður
námsmanna.
l’jóðviljanum finnst það
undur og stórmerki að af-
sagnar raeirihluta stjórnar-
innar skuli krafist af því að
í henni sitji tveir framsókn-
armenn, Sigurður Skag-
fjörð, sem er framkvæmda-
stjóri NT, málgagns Fram-
sóknarflokksins, og Ámi
Vilhjálmsson, lögfræðing-
ur. Er Sigurður Skagfjörð
fulltrúi menntamálaráðu-
neytisins og þar með
stjórnarformaður og vom
hann og Árni skipaðir af
Ingvari GLslasyni þegar
hann var menntamálaráö-
herra, en stjórn LÍN situr í
fjögur ár lögum sam-
kvæmL Eftir að hafa bent
á þessa tvo framsóknar-
menn segir Þjóðviljinn:
„Þessir menn hafa með
fulltingi Kagnars Árnason-
ar, sem er fulltrúi fjármála-
ráöuneytisins og vissulega
ekki afskaplega hallur
undir núverandi ríkis-
stjóm, meirihhitavald í
stjóm Lánasjóösins. Og
einn af þremur fulltrúum
námsmanna, Hrólfur Ölv-
isson, er líka í Framsókn-
arflokknum." Athyglisvert
er að Þjóðviljinn sleppir því
að nefna tvo fulltrúa í
stjórn LÍN, þá Garðar Guð-
mundsson, sem er fúlltrúi
Menntemáliriðupeytið um lánagjóð faL aámwiMuini:
AIls ekki stefnt að lækk-
un lánshlutfalls í 60%
— andstæðingar rikisstjórnarinnar mynda meirihluta sjóðsstjómar
Hver ber ábyrgðina?
Vegna greinargeröar menntamálaráðherra þar sem fram kemur aö
stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur í ákvörðunum sínum
gengið þvert á stefnu ríkisstjórnar, fjárlaga og lánsfjárlaga vaknar
þessi spurning: Hver ber ábyrgðina á því að þannig er staðiö aö
málum í jafn viðkvæmum og fjárfrekum málaflokki sem þessum?
Menntamálaráöherra og fjármálaráöherra skipa menn í stjórn
sjóðsins, þessir ráöherrar verða kallaöir til ábyrgðar á þingi en ekki
stjórnarmenn í LÍN. í Staksteinum í dag er litið nánar á það hverjir
sitja í stjórn lánasjóðsins og minnst á gamlan kunningja hér í
dálkunum, nefndakóng Alþýðubandalagsins, sjálfan gullkistuvörð
flokksins.
Kandalags islenskra sér-
skólanema (BÍSN), og Era-
il Bóasson, sem er fulltrúi
Sambands íslenskra
námsmanna erlendis
(SÍNE). Um báða þessa
menn má segja hið sama
og Ragnar Árnason að þeir
eru „vissulega ekki af-
skaplega hallir undir nú-
verandi ríkisstjóm". Svo
að notaðir séu flokks-
stimplar Þjóðviljans þá
sitja í stjórn LÍN þrír fram-
sóknarmenn og þrír
alþýðubandalagsmenn,
falli atkvæói jöfn í þessum
ábyrga hópi úrskuröar for-
maður og ræður niðurstöð-
unnL
Gullkistu-
vöröurinn
Ragnar Árnason, sem er
hvorki meira né minna en
fulltrúi hins háa fjármála-
ráðuneytis í stjórn LÍN,
hefur oftar en einu sinni
verið kynntur fyrir lesend-
um Staksteina. Þar er
kominn sá frægi maður
sem tók við hlutverki
gullkistuvarðarins innan
Álþýðubandalagsins eftir
að Ingi R. Helgason varö
forstjórí Brunabótafélags
íslands.
Fyrir um það bil ári
gerði Þjóðviljinn allt í einu
mikið veður út af því að
hinn 1. júlf 1983 var
svonefnd gjaldskrárnefnd
á vegum ríkisstjórnarinnar
lögö niður, en hún var eins-
konar stuðpúði á milli rík-
isstjórnarinnar og opin-
berra fyrirtækja. í Ijós kom
að Þjóðviljinn komst í upp-
nám vegna þess að tneð því
að leggja niður nefndina
missti Ragnar Árnason,
gullkistuvörður, spón úr
aski sínum. Taldi Þjóðvilj-
inn að um leið og Ragnar
léti af yfirstjórn opinberra
gjaldskrármála myndi
verðbólgudraugurinn
magnast svo að ekki stæði
steinn yfir steini í efna-
hagslífi þjóöarinnar. Annað
hefur orðið upp á teningn-
um eins og dæmin sanna.
Þegar Ingi R Helgason
varð forstjórí í Brunabóta-
félaginu losnuðu sæti í fjöl-
mörgum nefndum og fyUti
Ragnar Árnason mörg
þeirra bæði innan Alþýðu-
bandalagsins til dæmis í
útgáfustjórn Þjóðviljans og
utan eins og í stjórn álvers-
ins í Straumsvik. En ekki
var nóg með að Ragnar
tæki við stólunum hans
Inga R., hann safnaði nýj-
I um. Hann komst í stjórn ,
Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur, gott ef hann er ekki
stjórnarformaður þar, og
nú skýtur hann upp kollin-
um sem fulltrúi hins háa
fjármálaráðuneytis í stjórn
lánasjóðsins.
Af greinargerð mennta-
málamálaráðherra um
störf stjórnar LÍN má ráða
að það hafi verið stjórninni
sérstakt kappsmál að
brjóta f bága við stefnuna
sem fjármálaráðherra hef-
ur mótað í rfkisfjármálum.
Værí fróðlegt að vita hvað
þeim Albert Guðmunds-
syni og Ragnari Árnasyni
hefur farið á milli af þessu
tilefni.
Þjóðviljanum var það
hið mesta kappsmál í fyrra
að Ragnar Árnason missti
ekki bitlinginn sem fólst í
því að sitja í gjaldskrár-
nefndinni. Nú er sami
söngurínn tU stuðnings
Ragnarí að hefjast á síðum
Þjóðviljans í von um að
hann fái aö sitja sem lengst
í stjórn Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna sem
fulltrúi fjármálaráðherra.
Og það er síður en svo
verra að mati Þjóðviljans
að fulltrúi fjármálaráð-
herra vinni gegn stefnu
ráðherrans í stjórn lána-
sjóðsins.
Búðardalur:
„Hagkvæmt og skynsamlegt
að reisa Ieirverksmiðju“
— segir Þrúður Kristjánsdóttir, formaður Dalaleirs
„NIÐURSTTÖÐUR frá danska ráð-
gjafarfyrirtækinu Scankey, sem séð
hefur um að rannsaka hversu hag-
kvæmt það er að reisa leirverk-
smiðju hér, liggja nú fyrir og benda
þær til að það sé bæði hagkvæmt og
skynsamlegt að reisa slíka verk-
smiðju í Búðardal," sagði Þrúður
Kristjánsdóttir, skóiastjóri og for-
maður áhugamannafélagsins Dala-
leirs, er hún var spurð hverjar niður-
stöðurnar hefðu verið sem fengust
frá Danmörku eigi alls fyrir löngu.
„Núna er verið að kanna hversu
góður grundvöllur er varðandi stofn-
un hlutafélags sem myndi sjá um að
nýta leirinn til framleiðslu," sagði
Þrúður, „en eftir er að sjá hvort það
takist. Það má alveg vera Ijóst að
stofnun leirverksmiðju hér í Búðar-
dal myndi hafa alveg geysilega
mikla þýðingu fyrir byggðarlagið og
fjölga atvinnutækifærum."
Fyrir fimm árum var stofnað í
Búðardal áhugamannafélag um
framleiðslu á leir sem setti sér það
markmið að láta rannsaka leirinn
og athuga hvort hann væri hæfur
til framleiðslu á byggingarvörum.
Á þessum fimm árum hafa verið
gerðar rannsóknir á leirnum i
Bretlandi og hér á íslandi. Margir
aðilar hafa verið til þess að sýna
þessu máli áhuga og hefur t.d.
Iðntæknistofnun íslands unnið að
málinu í samvinnu við Dalaleir.
Sem fyrr segir liggja nú niður-
stöður rannsóknanna fyrir og
kemur m.a. fram í þeim að leirinn
sé vel nýtanlegur í margs konar
framleiðslu, s.s. múrsteina, vegg-
og gólfflísar og fleiri byggingar-
vörur.
Þrúður sagði að ekkert væri því
til fyrirstöðu, tæknilega séð, að
leirverksmiðja yrði reist, þvi
tækjabúnaður væri fáanlegur frá
Evrópu. Þá sagði hún að verk-
kunnátta þyrfti ekki að vera sér-
staklega sérhæfð þvi þarna væri
um grófiðnað að ræða og ættu
starfsmenn verksmiðjunnar því að
geta komist upp á lag með fram-
leiðsluna á stuttum tíma.
„Á næstu vikum verður kannað
hversu mikill áhugi er fyrir stofn-
un leirverksmiðju meðal ýmissa
aðila sem e.t.v. myndu vilja taka
þátt í stofnun hlutafélags, en
áhugi hér í Búðardal er eins og
gefur að skilja mjög mikill," sagði
Þrúður. „Nokkrir aðilar hafa nú
þegar sýnt talsverðan áhuga en á
þessu stigi málsins get ég ekki
upplýst hverjir það eru.“
Þrúður sagði að meiningin hefði
verið að byrja með lítið fyrirtæki
sem síðan gæti vaxið eftir því sem
efni og aðstæður leyfðu. „Þetta er
algjörlega nýr iðnaður og þessi
verksmiðja yrði sú eina sinnar
tegundar hér á landi. Málið á allt
eftir að skýrast á næstu vikum og
í ágúst ætti að vera ljóst hvort
hlutafélag um leirverksmiðju í
Búðardal verður stofnað eða ekki,“
sagði Þrúður Kristjánsdóttir að
lokum.
Ættarmót í
Sælingsdal
ÆTTARMÓT afkomenda hjón-
anna frá Atlastöðum í Fljótavik,
Júlíusar Geirmundssonar og Þór-
unnar Jónsdóttur, verður haldið
dagana 29. júní til 1. júlí í tilefni
af hundrað ára afmæli þeirra
hjóna í Laugarskóla í Sælingsdal í
Dalasýslu. Gist verður á Edduhót-
elinu eða í tjöldum.
Undirbúningsnefnd