Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 14
' 1 MORGUNBLADlÐ, MIÐVlttUPAGUft 27i jQNÍ'1984 i 14 Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa-Síríusar og Hreins í viðtali við Morgunblaðið en í vetur voru gerðar umfangsmiklar breytingar á rekstri fyrirtækisins og meðal annars fjárfest í stórvirkri steypivél fyrir súkkulaði, sem eykur framleiðslugetuna til muna íslenskt sælgæti hik- laust samkeppnisfært og reynslan sýnir, og í mörgum til- fellum miklu betri og ódýrari vara. Stærsti parturinn af framleiðslu Nóa — Síríusar er súkkulaði, og við notum aðeins besta fáanlega hrá- efnið, sem er hreint kakósmjör og kakómassi. Margt af því erlenda súkkulaði sem er hér á markaðinum er unnið úr margfalt ódýrara en að sama skapi lélegra hráefni, sem er harðfeiti blandað með kakódufti. Kakóduftið er sú afurð kakóbaun- arinnar, sem eftir verður þegar bú- ið er að vinna úr bauninni verð- „Það er óhætt að fullyrða að nýja steypivélin okkar fyrir súkkulaði er einhver sú fullkomnasta sem til er í heiminum í dag. Hún er tölvustýrð og býður upp á möguleika til að framleiða margar ólíkar tegundir súkkulaðis, til dæmis fyllt súkkulaði, sem er nokkuð flókið í framleiðslu. Þá er hún fljótvirk, getur framleitt þrjú og hálft tonn, hvort heldur af fylltu eða ófylltu súkkulaði, á sjö tímum,“ sagði Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri sælgætisverksmiðjunnar Nóa — Síríusar hf. og kerta- og sápuverksmiðjunnar Hreins hf. í samtali við Morg- unblaðið. Kristinn tók við störfum framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins um áramótin 1981—82 af Hallgrími Björnssyni efnaverk- fræðingi, sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Síðastliðinn vetur voru gerðar umfangsmiklar breytingar á rekstri Nóa og Síríusar og var lagt út í 30 milljón króna fjárfestingu, meðal annars f nýrri súkkulaðisteypivél, eins og Kristinn minntist á hér í upphafi. Nói og Síríus er stærsta sælgætisverksmiðja landsins og starfa þar að jafnaði 110 til 120 manns. Á síðastliðnu ári seldust 600 tonn af sælgæti frá Nóa — Sírfus, sem er aukning um liðlega 30% frá árinu 1981. Nói — Sírfus lagði því til 25% af þvf sælgæti sem íslendingar neyttu á árinu 1983, en heildarneyslan var 2.400 tonn. NÓI, SÍRÍUS OG HREINN Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi nýlega við Kristinn Björns- son um fyrirtækið eða fyrirtækin Nóa — Sfrfus og Hrein hf., og fyrsta spurningin var einmitt, hvort um væri að ræða eitt, tvö eða þrjú fyrirtæki. „Brjóstsykursgerðin Nói hf. var stofnuð í Reykjavík árið 1921, en tólf árum síðar keypti Nói hf. súkkulaðiverksmiðjuna Sfríus frá Kaupmannahöfn. Síríus er þvf 50 ára um þessar mundir," sagði Kristinn. „Þessi tvö fyrirtæki voru síðan sameinuð í eitt fyrirtæki, Nói — Sfríus hf. 1. janúar 1977. Kerta- og sápuverksmiðjan Hreinn hf., sem stofnuð var 1922, er hins vegar rekin í nánu samstarfi við og undir sömu stjórn og Nói — Síríus hf.“ Ingibergur Grímsson verkstjóri stendur við stjórnstöð nýju súkkulaðisteypi- vélarinnar. AUKIN FRAM- LEIÐSLUGETA BRÝNASTA VERKEFNIÐ — Hvaða áhrif kemur nýja steypivélin til með að hafa á fram- leiðslu og markaðsmöguleika Nóa — Síríusar? Á að hefja útflutning eða verður fyrst og fremst framleitt fyrir innanlandsmarkað eins og áð- ur? „Framleiðslugetan eykst töluvert og jafnframt opnast möguleikar á nýrri framleiðslu. Hins vegar höf- um við haft nóg með það undanfar- ið að anna eftirspurn innanlands og munum leggja megináherslu á inn- anlandsmarkaðinn alveg á næst- unni. En því er ekki að leyna, að við beinum sjónum okkar til útlanda og stefnum að því að reyna að koma okkar vöru á markað erlendis. Því það er alveg ljóst, að við erum með mjög frambærilega vöru, sem er samkeppnisfær víðast hvar f heim- inum. Þess má reyndar geta að f tengslum við iðnsýninguna síðast- liðið sumar pöntuðu Færeyingar hjá okkur prufur, sem við sendum út fyrir síðustu jól. Eins höfum við fengið mikið af fyrirspurnum víða erlendis frá, meðal annars frá Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Þýskalandi og Englandi." — Það er þá fyrst og fremst framleiðslugetan sem stendur út- flutningi fyrir þrifum? „Það er rétt, við höfum unnið á tvöföldum vöktum undanfarin ár bara til að anna eftirspurn innan- lands. Þess vegna er stækkun og aukning á framleiðslugetu eitt brýnasta verkefni okkar þessa stundina." — Markaðshlutdeild Nóa — Sfr- íusar hefur aukist mikið undanfar- in þrjú ár. Hverju þakkar þú það? „Við höfum haldið uppi virkri vöruþróun og komið með ýmsar nýjungar á markaðinn, til viðbótar við okkar gamalgrónu tegundir. Þetta hefur skilað sér vel, til dæmis Nóa-kroppið, sem er mjög vinsælt og Baronbitarnir." ÁHRIF FRJÁLS INNFLUTNINGS — Nú var innflutningur á sæl- gæti gefinn frjáls 1. apríl 1980. Var það skynsamleg ákvörðun að þfnu mati? Og ennfremur, hvernig hefur þessi ráðstöfun komið við sælgætis- framleiðendur á íslandi? „Ég held að það hafi verið vitur- leg ákvörðun að gefa innflutning á sælgæti frjálsan, það þýðir ekkert fyrir okkur íslendinga að ætla að búa f þessu landi vfggirtu til að stemma stigu við innflutningi. Fljótlega eftir að innflutningur var gefinn frjáls datt markaðshlutdeild lslendinga úr tæplega 70% f 30%, en smám saman höfum við sótt f okkur veðrið og nú er svo komið að fslenskir og erlendir sælgætis- framleiðendur skipta með sér markaðinum nokkurn veginn til helminga. Þetta sýnir okkur svart á hvítu hvað samkeppnin er nauðsynleg. Hún hvetur fyrirtæki til að leggja sig virkilega vel fram eða verða undir í baráttunni ella. Ef fyrirtæki eins og okkar hefði ekki sinnt neinni vöruþróun undanfarin þrjú eða fjögur ár, værum við vafalaust í sömu sporum, eða verr settir. En staðreyndin er sú, að aðeins á þremur árum höfum við aukið markaðshlutdeild okkar um 30%.“ ÍSLENDINGAR VEL SAMKEPPNISFÆRIR — Hvernig er fslenskt sælgæti í samanburði við erlent? „Það er vel samkeppnisfært, eins mætustu afurðirnar, kakósmjör og kakómassa. Slíkt gervisúkkulaði er stundum mjög ódýrt, en jafnframt ekki eins gott.“ FRJÁLS VERÐLAGNING — Nú var verðlagning á sælgæti gefin frjáls í fyrra. Hefur það haft í för með sér hærra vöruverð? „Nei, þrátt fyrir kvfða manna hafa allar verðhækkanir á sælgæti verið mjög skaplegar." — Mörgum finnst þó sælgæti nokkuð dýrt, eigi að síður. „Það er þá ekki vegna óhóflegrar álagningar islenskra framleiðenda. En við verðum að gæta að því að ríkið tekur sinn toll af hverjum súkkulaðimola sem menn stinga upp í sig, og við það hækkar verðið auðvitað. Á sælgæti er lagt tvenns konar vörugjald. Það er annars veg- ar það sem við getum kallað „venju- legt vörugjald", sem er 7% og kom í stað þyngdargjaldsins, sem áður var við lýði. Hins vegar er það svo- kallað „sérstakt tímabundið vöru- gjald", sem er 24%. Okkur er gert sem framleiðendum að innheimta þetta fyrir ríkið, en auk þess leggj- ast þessi gjöld á innflutt sælgæti samkvæmt samkomulagi við EFTA.“ — Kristinn, hvernig fmyndarðu þér að það fyrirtæki sem þú ert Unnið að pökkun i Pipp-súkkulaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.