Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984
19
Masoud
snýr til baka
lndlandi, 26. júnf. AP.
FRÉTTIR herma að Ahmad Shah
Masoud, ieiðtogi freisisliða í Afgan-
Lstan, hafi snúið aftur til Panjsher-
dalsins og stjórnað árásum á stöðvar
Sovétmanna í norðurhluta Afganist-
an.
Masoud slapp úr Panjsher-
dalnum, ásamt miklu af liði sínu,
stuttu áður en Sovétmenn réðust
þar inn í apríl sl. Hann sneri aftur
12. júní og stjórnaði a.m.k. tveim-
ur árásum á Sovétmenn um miðj-
an mánuðinn.
Sovéskar hersveitir réðust inn í
Paghman, norður af Kabúl, í byrj-
un júní með það fyrir augum að
flæma burtu frelsissveitir Afgana.
Masoud er sagður huga á hefndir
fyrir árásirnar innan skamms.
Veður
víða um heim
Akurayri
Barcatona
BarUn
Chtcago
DubJin
Frankturt
Ganf
nong nong
Jatúaalam
Kaupmannahöfn
Las Palmas
8 skýiað
18 aký|a«
27 hsMsklrt
25 haiðskirt
17 skýiað
18 hsiðskirt
25 haMskirt
21 skýiað
vantar
17 skýiað
vantar
18 hsiðskirt
29 hsiðskfrt
29 hsiðskfrt
15 skýlaö
London
Luxomburg
Moskva
Now York
Osló
Parts
Psking
Rsykiavik
Ríódo Jansirð
Stokkhólmur
Sydnay
Tókýó
28 haiðskfrt
25 haiðskirt
29 hsióskfrt
18 skýiað
25 haióskirt
31 lóttskýiað
34 ský|að
22 skýiað
25 haióskirt
29 haiðskfrt
17 haióskfrt
23 skýiað
34 haföskfrt
12 Mttskýjaó
31 skýjað
30 haióskirt
13 rigning
18 skýiað
21 rignlng
18 skýiaó
11 skýiað
AP/ Símamynd.
Bæjarar í þjóðbúningi standa vörð við kistu Mariönnu Strauss, konu Franz Josef Strauss, sem lézt í umferðar-
sysi á laugardag. Óþekkt kona leggur blóm að kistunni.
Fiskveiðiráðstefna
150 ríkja í Rómaborg
Róm, 26. júnl. AP.
SÉRFRÆÐINGAR frá 150
þjóðum koma saman í Róm á
miðvikudag til að ræða mögu-
leika á að nýta sjávarafurðir
sem vopn gegn bungri í heim-
inum.
Ráðstefna þessi, sú stærsta
sinnar tegundar á vegum
Sameinuðu þjóðanna, mun
standa yfir í átta daga. Hana
sækja um 1.000 sérfræðingar
alls staðar að úr heimínum.
Þrátt fyrir viðleitni sérfræð-
inganna, segja fulltrúar SÞ að
ráðstefnan muni líklega snú-
ast upp í pólitískar umræður
vegna áframhaldandi deilna
þjóðanna um efnahagslögsögu
strandlengjanna og skort á al-
þjóðlegri samvinnu.
Matvælasamtök Sameinuðu
þjóðanna (FAO) vilja með ráð-
stefnu þessari, reyna að hjálpa
smáþjóðum til að þróa sjávar-
auðlindir sínar, styrkja mat-
vælaforða heimsins og bæta
fiskviðskipti í heiminum.
Forstöðumaður FAO, Ed-
ourad Saouma, lýsti raðstefn-
unni sem fyrstu alþjóðlegu til-
rauninni til að líta raunsæjum
augum á fiskveiðar síðan haf-
réttarsáttmálinn gekk í gildi
árið 1982.
Þingið htindsar Reagan:
Synjað um framlag
til skæruliðaaðgerða
WMhinKton. 26. júní. AP.
ÖLDUNGADEILD Banda-
ríkjaþings hafnaði seint í
gærkvöldi með 88 atkvæðum
gegn einu beiðni Reagans for-
seta um 21 milljóna dollara
fjárframlag til Ieynilegra að-
gerða í Nicaragua, sem stjórn-
Gullna musterið
opnað um sinn
Amritsnr, 26. jnní. AP.
UM TÍU þúsund síkhar streymdu til
gullna musterisins eftir að það var
opnað að nýju í dag eftir bardaga
öfgasinnaðra síkha og stjórnarhers-
ins 5. og 6. júní sl.
Algengt var að sjá síkhana tár-
fella í musterinu vegna ummerkja
eftir úrslitaorrustuna á dögunum.
Heyrðust margir þeirra og tuldra
hefndarþulur, en engin sagði
hefndarhug sinn yfir fjöldann,
enda stjórnarhermenn á verði á
hverju strái í musterinu. Her-
menn unnu einnig að viðgerð á
musterinu þar sem það hafði lask-
ast.
Engar fregnir fóru af ofbeldis-
átökum í musterinu eftir að það
var opnað. Síkharnir voru flestir á
bæn, auk þess sem þeir dreyptu á
vatni úr tjörn musterins og
hlýddu á sálmasöngva.
Blað í Delhí skýrir frá því í dag
að hermönnum, sem eru við
< t/<|«| J| *
gæslustörf meðfram landamærum
Indlands og Pakistan, hafi verið
skipað að skjóta alla öfgamenn
síkha, sem reyna að komast inn í
landið frá Pakistan.
in vildi taka af framlagi til
vinsælla vinnuskóla banda-
rískra ungmenna.
Samþykkti deildin síðan út-
gjöld að upphæð 1,4 milljarð-
ar, en þar á meðal eru 100
milljóna dollara framlag til
vinnubúðanna. Stjórn Reag-
ans vildi fá heimild til að
ráðstafa hluta fjárframlag-
anna til aðgerða í Nicaragua.
Fulltrúadeildin hafði áður
lagst gegn þeirri ráðagerð.
Thomas O’Neill, leiðtogi
demókrata í fulltrúadeildinni,
fagnaði niðurstöðum öldunga-
deildarinnar. „Hinni undar-
legu speki forsetans að mikil-
vægara sé að borga mönnum í
Nicaragua til að drepa en
Bandaríkjamönnum fyrir að
vinna, hefur verið hafnað,"
sagði O’Neill.
Stjórn Reagans heldur því
fram að uppreisnarmenn í
Nicaragua vanti vopn til að
stöðva flæði kúbanskra og sov-
éskra vopna um Nicaragua til
vinstrimanna í E1 Salvador.
Margir öldungadeildarmenn
úr röðum repúblikana voru
andvígir málaleitan stjórnar-
innar.
Harry Shlaudeman, sérleg-
ur sendimaður Bandaríkja-
stjórnar, og Victor Hugo Tin-
oco, utanríkisráðherra Nicara-
gua, komu saman til fundar
ásamt embættismönnum
beggja ríkja í Manzanillo í
Mexíkó í dag. Fundurinn er
liður í tilraunum til að draga
úr spennu í samskiptum
Bandaríkjanna og Nicaragua.
Hætt viö geimskot
á síðasta augnabliki
Kanaveralhöföa, 26. júní. AP.
GEIMSKOTI geimferjunnar
„I)iscovery“, sem frestaö var í
gær, var frestað á ný aðeins fjór-
um sekúndum fyrir fyrirhugað
geimskot í dag. Var geimskoti
frestað í dag þar sem tölvur
sýndu hugsanlega bilun í elds-
neytisloka.
Tveir hreiflar geimferjunn-
ar höfðu verið ræstir áður en
fyrirskipun um að hætta geim-
skoti barst, og kviknaði eldur
við aðalflaug ferjunnar, en
hann var slökktur fljótt. Mikil
spenna ríkti eftir að niðurtaln-
ingu var hætt, en hermt er að
sex manna áhöfn ferjunnar,
sem átti að fara í jómfrúrferð
sína, hafi aldrei verið í hættu.
Starfsmenn geimvísinda-
stofnunarinnar sögðu síðar að
búast mætti við að beðið yrði í
nokkrar vikur með að reyna
geimskot að nýju.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Dísarfell ........ 9/7
Dísarfell ....... 23/7
Dísarfell ........ 6/8
ROTTERDAM:
Dísarfell ....... 10/7
Dísarfell ....... 24/7
Dísarfell ........ 7/8
ANTWERPEN:
Dísarfell ....... 11/7
Dísarfell ....... 25/7
Dísarfell ........ 8/8
HAMBORG:
Dísarfell ........29/6
Dísarfell ....... 13/7
Dísarfell ....... 27/7
Dísarfell ....... 10/8
HELSINKI/TURKU:
Hvassafell ...... 21/7
Hvassafell ...... 16/8
LARVIK:
Jan .............. 2/7
Jan ............. 16/7
Jan ............. 30/7
Jan ............. 13/8
GAUTABORG:
Jan .............. 3/7
Jan ............. 17/7
Jan ............. 31/7
Jan ............. 14/8
KAUPMANNAHÖFN:
Jan .............. 4/7
Jan ............. 18/7
Jan .............. 1/8
Jan ............. 15/8
SVENDBORG:
Jan .............. 5/7
Jan ............. 19/7
Jan .............. 2/8
Jan ............. 16/8
ÁRHUS:
Jan .............. 6/7
Jan ............. 20/7
Jan .............. 3/8
Jan ............. 17/8
FALKENBERG:
Mælifell ........ 29/6
Arnarfell ....... 18/7
OSLO:
Hvassafell ...... 26/6
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell ...... 28/6
Jökulfell ........ 3/7
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ...... 30/6
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
TJöfðar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!