Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.1984, Side 20
20 — MORGÍJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á rrtánuði innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Áhugi á álveri að hlýtur að vekja athygli hve áhugi erlendra aðila á byggingu álvers hér á landi er mikill. Áttu fáir á því von eftir fimm ára forustu Hjörleifs Guttormssonar í iðnaðarmál- um svo mjög sem hann lagði sig fram um að draga úr áhuga erlendra aðila á sam- vinnu við íslendinga á þessu sviði. í þessu efni eins og .svo mörgum öðrum hafa mál ekki gengið eftir eins og hann ætl- aði og nú þegar nýr skriður virðist vera að komast á stór- iðjuviðræður landsmanna hafa andstæðingar samvinnu íslendinga við útlendinga að sjálfsögðu risið upp til and- mæla. Þrátt fyrir reynsluna úr álverinu heyrast enn þær röksemdir að með stóriðju sé verið að skapa sérstakan lág- launahóp verkamanna. Þess- um sömu röksemdum beittu andstæðingar álversins í Straumsvík á sjöunda ára- tugnum en eins og vænta mátti hafa þær reynst rangar. Fáir launþegar eru jafnvel launaðir og þeir sem þar vinna. Það hefur sannast að með samvinnu við erlenda að- ila hafa lífskjör batnað og geta orðið enn betri ef rétt er á málum haldið. Meginþorri ís- lendinga gerir sér ljóst að ein- angrun í samfélagi þjóðanna, kemur verst niður á þeim sjálfum. Fáir hafa hins vegar veikt stöðuna meira út á við en þeir vinstrimenn sem staðið hafa fyrir myndun erlendu skuldasúpunnar síðustu ár. í umræðum um smíði nýrr- ar álverksmiðju hefur helst verið talað um Eyjafjarðar- svæðið og standa nú yfir rann- sóknir á hugsanlegri mengun- arhættu ef af því verður, en niðurstöður liggja ekki enn fyrir. Það vekur því furðu þeg- ar hópur manna tekur sig saman og myndar samtök gegn álveri við Eyjafjörð með þeim rökum að mengunar- hætta sé of mikil. Þetta er enn furðulegra í ljósi þess að sum- ir þessara manna hafa tekið virkan þátt í málefnum Akur- eyrarbæjar, en þar hefur at- vinnuástand verið slæmt um árabil. Eyjafjörðurinn er gróður- sælt og fallegt hérað og því eru áhyggjur manna vegna hugsanlegrar mengunar skilj- anlegar. Auðvitað á ekki að ráðast í byggingu verksmiðju sem stefnir í voða fallegri náttúru og góðu landbúnað- arhéraði. Um þetta geta allir verið sammála, en á meðan niðurstöður rannsókna liggja enn ekki fyrir þjónar andstaða af þessu tagi engum tilgangi, síst framtíð íbúa Akureyrar. Þeir menn sem hvað harðast ganga fram í mótstöðu við byggingu álvers, gera það ekki af einskærri hugulsemi við móður náttúru. Þar liggja aðr- ar ástæður að baki, eins og sumir þeirra viðurkenna. Samvinna við útlendinga í at- vinnumálum er eitur í þeirra beinum og skiptir engu hvort íslendingar hagnast á henni eður ei. Og ef andstaða við ál- ver við Eyjafjörð fær hljóm- grunn meðal heimamanna verður ekkert af byggingu þess, hvort sem mengunar- hætta er mikil eða hverfandi. En ætli Eyfirðingar sér að renna styrkari stoðum undir atvinnulíf byggðarlagsins verða þeir hins vegar að fylgja málinu fast eftir. Álver við fjörðinn er ekki keppikefli annarra, aðrir staðir koma einnig til álita þar sem heima- menn eru samhuga. Stroku- maður laus Til þess eru engin lögleg úr- ræði fyrir íslensk yfirvöld að ná Miroslav Peter Baly, eggjaþjófi, aftur i sína vörslu. í því efni verða þau að sjálf- sögðu að fara að gerðum samningum sem eiga að tryggja rétt einstaklinga og veita þeim þá vernd sem felst í því að vera borgari í réttar- ríki. Vonandi vekur mál Miro- slav P. Baly svo mikla athygli að þeir sem hafa kynnu í hyggju að koma hingað til lands í sömu erindagjörðum og hann forðist landið af ótta við ströng viðurlög. Líklegt er að Baly sjálfur, þó bíræfinn sé, láti íslenska fálka framvegis í friði. Á þessu máli er önnur hlið. Má þar fyrst nefna framferði skipstjórans á Elizu Heeren. Hann hlýddi að vísu tregur fyrirmælum um að fara til Esbjerg en gerði ekkert þar til að stuðla að því að íslensk réttvísi næði fram að ganga. Hið sama má segja um full- trúa þýskra stjórnvalda sem létu undir höfuð leggjast að vera til staðar þegar skipið kom til Esbjerg, en fjarvera þeirra réð úrslitum um að danska lögreglan hélt að sér höndum. Þessu framferði þarf að svara með viðeigandi hætti. Hafskip ætti að hætta að skipta við fyrirtækið sem gerir út Elizu Heeren og utanríkis- ráðuneytið ætti að bera fram hörð mótmæli við þýsk gtjórn- völd. Þyrlubjörgunarsveit vamarliðsins: Heiðruð fyrir að ha bjargað 200 mannslíf Þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins (Detachment 14) var í gær afhent á Keflavíkurflugvelli viA hátíAlega at- höfn heiAursskjal frá íslensku þjóA- inni fyrir aA hafa bjargaA 200 mannslífum hér viA land og á landi undanfarin ár. Geir Hallgrímsson, utanríkisráAherra, afhenti Joseph M. Nall, ofursta og yfirmanni þyrlu- sveitarinnar, skjaliA, þar sem sveit- inni var þakkaA þaA hugrekki og ósérhlífni sem hún hefur sýnt í sínu starfi. Athöfnin fór fram í flugskýli þyrlusveitarinnar á Keflavíkur- flugvelli að viðstöddum sendi- herra Bandaríkjanna, Marshall Brement, og fulltrúum frá Land- helgisgæslunni, Flugbjörgunar- sveitinni, Hjálparsveit skáta, Slysavarnafélagi íslands, Al- mannavarnaráði og Flugmálayf- irvöldum. Athöfnin hófst klukkan tíu með því að þjóðsöngvar íslands og Bandaríkjanna voru leiknir og síð- an flutti yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Ronald Narmi aðmíráll, stutt ávarp. Að því loknu flutti Geir Hallgrímsson ræðu þar sem m.a. kom fram að í meira en 12 ár höfum við íslend- ingar verið þess aðnjótandi að þyrlusveitin hafi verið hér til taks til að láta í té mikilvæga aðstoð við björgunar- og leitarstarfsemi. Sagði hann að liðsmenn þyrlu- björgunarsveitarinnar hefðu vak- ið aðdáun og þakklæti íslendinga fyrir dugnað þegar slys eða skyndileg veikindi hefði borið að höndum og íslensk yfirvöld hefðu óskað eftir aðstoð. Aðstoð sveitarinnar hefði ávallt verið til reiðu og til fyrirmyndar og liðsmenn hefðu oft lagt sig í hættu við sín störf. Þá kom fram í ræðu utanríkisráðherra að þyrlu- Joseph M. Nall færir Geir Hallgrímssyni innar sem eflaust hefúr komiA viA sögu í I Einn liAsmanna sveitarinnar skoAar hér minjagrip sem þeim var færAur aA gjöf vegna veru og starfa sveitarinnar hér á landi. Morgunblaðið sigraði á Lækjartorgsmótinu MORGUNBLAÐIÐ sigraði á þriðja útiskákmóti Skáksam- bands íslands sem haldið var á Lækjartorgi í gær. Keppandi Morgunblaösins var Margeir Pétursson, alþjóðlegur meistari, hann hlaut sex vinninga af sjö mögulegum, en næst urðu fyrir- tækin Dentalia, keppandi Ás- geirs Ásbjörnsson og Visa ís- land, keppandi Jón L. Árnason, alþjóðlegur meistari. Keppnin fór fram í blíðskaparveðri á Lækjartorgi í gær og fylgdist fjöldi vegfarenda með mótinu, sem tók þrjár klukkustundir. Tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og hafði hver kepp- andi sjö mínútur á skákina. Margir af okkar beztu skák- mönnum voru með á mótinu, þ.á m. fjórir af titilhöfunum. Ás- geir P. Ásbjörnsson náði snemma forystunni fyrir Dentalia en tap- aði í síðustu umferð fyrir Jóni L. Árnasyni og Margeir Pétursson náði þar með efsta sætinu fyrir Morgunblaðið með því að vinna Hilmar Karlsson sem tefldi fyrir Arnarflug. Helgi Ólafsson, sem hefur sigrað í flestum Lækjar- torgsmótunum lék herfilega af sér í fyrstu umferð og náði sér síðan ekki fyllilega á strik. Margeir Pétursson vann fimm skákir og gerði tvö jafntefli við þá Guðmund Sigurjónsson, stór- meistara, sem tefldi fyrir BM Vallá og Ásgeir Ásbjörnsson. Margeir Pétursson, keppandi Morg- unblaðsins meA Tímabikarinn sem teflt er um á Lækjartorgsmótinu. Heildarúrslit mótsins urðu þessi: 1. Morgunblaðið (Margeir Pét- ursson) 6 v. 2. -3. Dentalia (Ásgeir Ás- björnsson) og Visa ísland (Jón L. Árnason) 5‘Æ v. 4.-7. Arnarflug (Hilmar Karlsson), Landsbankinn A (Jó- hann Örn Sigurjónsson), Guð- mundur Arason, heildverslun (Stefán Briem) og Nútíminn (Helgi Ólafsson). 8.-9. BM Vallá (Guðmundur Sigurjónsson) og Brunabótafélag íslands (Kristján Guðmundsson) 4lÆ v. 10.—19. Eimskip (Björgvin Jónsson), Plastprent (Gunnar Gunnarsson), Þýzk-íslenska verzlunarfélagið B (Davíð Ólafs- son), Björgun hf., (Þorsteinn Þorsteinsson), Hafskip hf., (Þröstur Þórhallsson), Dag- blaðið-Vísir (ögmundur Kristins- son), Þjóðviljinn (Lárus Jóhannesson), Tímaritið Skák (Jóhann Þórir Jónsson), Flugleið- ir (Stefán Þórisson) og Skákhúsið (Benóný Benediktsson) 4 v. 20.—28. Sælgætisgerðin Freyja (Guðlaug Þorsteinsdóttir), Ut- vegsbankinn (Björn Þor- steinsson), Samvinnubankinn (Árni Á. Árnason), Hampiðjan (Snorri Bergsson), Vörumerking hf, (Andri Áss Grétarsson), Þýzk-íslenska verslunarfélagið Á (Sveinn Kristinsson), Sjóvá (Dan Hansson), Álafoss (Georg Páll Skúlason), og Ferðaskrifstofan Útsýn (Páll Þórhallsson) 3 v. 29. Búnaðarbankinn (Tómas Björnsson) 2‘Æ v. 30. —33. Verzlunarbankinn (Óttar Felix Hauksson), Eva, Laugavegi 42, (Sigurlaug Frið- þjófsdóttir), Skáksamband Is-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.