Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNl 1984
23
Ólympíuleikarnir í eðlisfræöi:
Fræðilega hlut-
anum lokið
íslensku keppendunum þótti hann erfiður
Sigtana, 2€.júní. Frá ViAari Ágústssyni fréttn-
ritnra MorgunblaAsins.
KEPPENDUR í Ólympíuleikunum í
eðlisfreði f Sigtuna í Svíþjóð hafa nú
lokið fyrri hluta leikanna. í dag sátu
þeir 5 tíma við prófborðið og leystu
þrjú fræðileg verkefni án annarra
hjálpargagna en blýants og einfaldrar
reiknivélar.
Fararstjórar keppenda fengu í
gærkveldi að sjá fræðilegu verkefni
leikanna ásamt tillögum höfunda
þeirra að lausnum. Urðu um verk-
efnin mjög snarpar umræður áður
en þau voru samþykkt með marg-
víslegum orðalagsbreytingum. Að
lokum önnuðust fararstjórarnir
þýðingu og vélritun verkefnanna og
var því lokið um kl. 04 um morgun-
inn.
Verkefnin þrjú eru úr ljósfræði,
sveifluhreyfingum og riðstraums-
raffræði. Dr. Lars Gislen er einn
þriggja höfunda verkefnanna, ör-
eindafræðingur og kennari við
menntaskólann í Malmö. Hann
sagði að prófnefndin hefði lagt
áherslu á að tengja eðlisfræðina
daglegu lífi og fyrirbærum sem
flestir hefðu reynslu af. Keppend-
um á Ólympíuleikunum væri ætlað
að nota skarpskyggni og frumleika
til að útskýra og reikna með þekkt-
um aðferðum, ný og framandi
vandamál. „Eðlisfræðin á ekki að
vera einangruð fræðigrein, gerð
óskiljanleg almenningi með for-
múlu- og talnaflóði," sagði Dr. Gisl-
en.
Dr. Gislen kynnti ljósfræðiverk-
efnið sem er um hillingar og mögu-
leika á að reikna hitastig loftsins
við jörðu með sýndarfjarlægð
„vatnsins". Sveifluhreyfingarverk-
efnið fjallaði um vökva sem vaggar
í heild sinni, eins og kaffi í bolla, og
áttu keppendur að búa til líkan
fyrir þessa hreyfingu. Ingemar
Bartholdsson, kennari við háskól-
ann í Stokkhólmi, lét fylgja dæm-
inu gamlar mælingar á vatnshæð í
sænska stöðuvatninu Váttern, þeg-
ar það vaggaði. Verkefnið úr rið-
straumnum var um sýndarviðnám
og fasafrávik tíðnisíu og sýndi Alf
Ölme atómeðlisfræðingur og kenn-
ari við menntaskólann í Varberg
fjórar mismunandi lausnir á því.
Verkefnin í heild ásamt lausnum
verða birt síðar í Morgunblaðinu.
Þegar Finnur Lárusson, annar ís-
lensku keppendanna, kom út að
loknum fræðilega hlutanum, sagði
Reiðhjóli stolið
ÞANN 8. júní sl. var reiðhjól tekið
ófrjálsri hendi frá Tjarnarbóli 6 i
Reykjavík. Hér er um að ræða rautt
Everton-reiðhjól fyrir fullorðna, með
svörtum hnakk og svokölluðu kapp-
akstursstýri. Verksmiðjunúmer
hjólsins er EE 12276 og er það ný-
legL
Þeir sem kynnu að vita hvar
hjólið er nú niðurkomið eru vin-
samlegast beðnir að hafa sam-
band við eigandann i síma 10342 á
kvöldin eða i síma 21120 á daginn.
Alþjóðaforseti
Guðspekifélagsins
flytur fyrir-
lestur í dag
STADDUR er hér á landi alþjóða-
forseti Guðspekifélagsins, frú Radha
Burnicr, sem um þessar mundir er á
fyrirlestraferð um Evrópu.
Frú Burnier er annar forseti fé-
lagsins sem heimsækir Islends-
deild þess. Hún mun halda nokkra
fyrirlestra á sumarskóla deildar-
innar og sá fyrsti og eini sem
haldinn er í Reykjavík verður í
húsi félagsins í Ingólfsstræti 22,
miðvikudaginn 27. júní kl. 21.00.
Fyrirlesturinn verður þýddur
jafnóðum.
hann að hann væri hálfþreyttur
eftir þessa törn. Hann hefði aldrei
tekið jafn langt próf, en þó hann
hefði haft lengri tíma, hefði hann
engu haft við að bæta núna. Hann
sagði að dæmin væru snúnari en
hann ætti að venjast og í heild hefði
prófið verið erfitt.
Vilhjálmur Þorsteinsson, hinn ís-
lenski keppandinn, sagði að prófið
hefði verið þungt, það hefði frekar
prófað í innsæi og þrautseigju en
utanbókarlærdómi. Prófið hefði að
mörgu leyti verið öðru vísi eðlis-
fræði en þeir ættu að venjast að
heiman. Honum virtist undirbún-
ingur íslendinganna alveg sam-
bærilegur við aðrar vestrænar þjóð-
ir.
Ljóst er að fræðilegu verkefnin
eru erfið og krefjast mikillar leikni
og öryggis í eðlis- og stærðfræði-
námsefni framhaldsskólanna. Þrátt
fyrir að fræðilegi hlutinn hafi reynt
mikið á þá, ganga íslensku dreng-
irnir bjartsýnir til verklega hlutans
á fimmtudag.
Bæjarstjóri
— ekki fógeti
I Akureyrarbréfi Leifs Sveins-
sonar, hér í blaðinu á laugardag,
misritaðist embættisheiti Steins
Steinsen og var hann sagður hafa
verið bæjarfógeti á Akureyri.
Þetta er ekki rétt, hann var bæj-
arstjóri. Eru hlutaðeigendur beðn-
ir velvirðingar á þessu.
Skipstjórinn
skuldar okk-
ur skýringu
— athugasemd frá
Heinz Pallasch
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá Heinz
Pallasch, sendiráðunauti í sendiráði
Vestur-Þýskalands, þann 26. júní
1984.
Þvf meira sem vitnast um atvik-
ið í sambandi við flótta þýska
ríkisborgarans Miroslav Baly
þeim mun meira álítur maður
nauðsynlegt að skipstjórinn á
þýska flutningaskipinu „Eliza
Heeren" útskýri framferði sitt,
svo og það, hver af hálfu Þjóðverja
hefði hvatt hann til þessa verkn-
aðar. Flótti Miroslav Baly lýsir
mikilli óskammfeilni, þvert ofan í
þá viðleitni að fá dóm hinnar ungu
og seinþroskuðu eiginkonu hans
mildaðan, með því að áfrýja dóm-
inum. Þá lýsir flóttinn einnig
áberandi lítilsvirðingu fyrir rétt-
visi þessa litla lands, þar sem
náttúruvemdarlög gilda — lítils-
virðingu, sem með þessu einstaka
kæruleysi gæti skaðað álit íslend-
inga á Þjóðverjum. Jafnvel þó að
enginn hafi skaðast á þessu, vegur
þetta trúnaðarbrot ekki minna
með tilliti til hins góða sambands
íslendinga og Þjóðverja. Vegna
alls þessa skuldar skipstjórinn
okkur skýringu fyrir framferði
sitt í Esbjerg.
Leiðrétting
RANGHERMT var í Mbl. í gær að
Fiat-bílar hefðu verið mest selda
tegundin á fyrsta fjórðungi þessa
árs. Bifreiðir af gerðinni Lada
seldust meira. Þá var einnig rang-
hermt að 163 bílafarmur Fiat-
bifreiða væri stærsti farmurinn af
einni bílategund, sem hefði komið
með skipi hingað til lands.
í hinu nýja fyrirtæki Sauðkræklinga, rækjuvinnslunni Dögun, er nú
unnið af fullum krafti.
Sauðárkrókur:
Rækjuyinnslan
Dögun hefur
starfsemi
Sauóárkróki, 20. júlí.
NÝTT FYRIRTÆKI, rækju-
vinnslan Dögun, hóf starfsemi
sína hér á Sauðárkróki í gær. Þá
landaði Ágúst Guðmundsson,
Vogum, um 7 lestum af góðri
rækju.
Tveir aðrir bátar, Sigurjón
Arnlaugsson og óskar Hall-
dórsson, munu fara til veiða út
af Norðurlandi næstu daga og
leggja aflann upp hjá Dögun.
Starfsmenn fyrirtækisins nú
í upphafi eru um 14 og gengur
vinnslan vel að sögn Hermanns
Agnarssonar, verkstjóra.
Framkvæmdastjóri er Harald-
ur Hákonarson.
Kári
TIL
FORSVARSMANNA
FYRIRTÆKJA.
B-BONUSA
FJARF
REIKNINCA.
ESTINGARSJOÐS-
Athygli er vakin á breytingu á lögum um tekju- og eigna-
skatt, sem gekk í gildi 30. mars 1984.
Samkvæmt þeirri breytingu er nú heimilt aö draga 40%
frá skattskyldum tekjum til aö leggja í fjárfestingarsjóö.
Þessi frádráttur er bundinn því skilyröi, aö skattaöili leggi
a.m.k. 50% fjárfestingarsjóöstillagsins inn á verðtryggöan,
bundinn reikning, fyrir 1.júlí. og eigi síöar en fimm
mánuöum eftir lok reikningsárs.
Viö minnum sérstaklega á í þessu sambandi, að viö
BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR IB-BÓNUSÁALLA
BUNDNA SEX MÁNAÐA REIKNINCA. IB-bónusinn er reiknað-
urtvisvar á ári, íjúlí og janúar. Bónusinn er nú 1.5% p.a. sem
leggst sjálfkrafa auk vaxta viö innstæöu sem hefur veriö án
úttektar.
Ef fjá rfesti ng a rsjóöst i llag er lagt inn í lönaðarbankann
fyrir 1. júlí, n.k. reiknast IB-bónus auk vaxta, af innstæöunni
1. júlí og.aftur 1. janúar, hafi ekki verið tekið út af reikn-
ingnumátímabilinu.
Rétt er aö geta þess, aö þegar slíkur reikningur er
opnaður þarf aö taka sérstaklega fram viö starfsfólk
bankans, aö um fjárfestingarsjóðsreikning sé aö ræða.
Bankinn birtir þessa auglýsingu til þess aö forsvarsmenn
fVrirtækja geti íhugað þessi mál í tíma og væntir þess aö
geta átt gagnkvæm viðskipti viö sem flesta í þessu
sambandi.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í bankanum.
Iðnaðarbankinn
Fer eigin leiöir - fyrir sparendur.
(FrétUtilkynninj;.)