Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 27
MORGUNÉLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
ap 27
og fjölbreytni í sortum eins og
best gerðist hér fyrr á árum áður
en konur tóku að líta á heimilis-
hald sem tómstundaiðju. Þegar
önn dagsins var lokið sat Unnur
heldur ekki auðum höndum heldur
tók til við hannyrðir. Aðallega
fékkst hún við að orkera sem er
fágæt handfð nú á dögum. Marga
dúka sá ég hjá henni, stóra og
litla, alla unna með afbragðs
handbragði.
Á síðari árum ferðuðust þau
hjón töluvert, m.a. vann Eiríkur
um tíma í skipasmiðastöð í Þýska-
landi og fór Unnur þá með honum.
Minntust þau ætið dvalarinnar í
Þýskalandi með mikilli ánægju.
Fram til hins síðasta voru þau
ætíð tilbúin að lyfta sér yfir önn
hversdagsleikans þegar tækifæri
gafst og heiisan leyfði. Unnur spil-
aði einnig bridge í mörg ár, var ein
fárra kvenna sem komu á spila-
kvöld Bridgefélags Stykkishólms
og var hrókur alls fagnaðar þegar
hægt var að koma saman dömu-
bridge á góðri síðdegisstund.
Unnur var ætíð vel tilhöfð. Tfð
veikindi og margháttaðar aðgerðir
á síðari árum lét hún ekki buga sig
heldur spratt jafnharðan upp há
og spengileg og þeim mun nær
sem veikindin gengu holdum
hennar, þeim mun betur bar hún
fötin. Er hún var komin undir
sjötugt bar hún sig eins og sýn-
ingarstúlka og aldrei sá ég hana
svo veika að hárið væri henni ekki
til prýði.
Árið 1931, sama ár og Unnur og
Eiríkur gengu f hjónaband, gekk
Jón Björnsson, félagi Eiríks og
frændi, að eiga Bergþóru Bergs-
dóttur. Þeir Eiríkur og Jón voru
bræðrasynir og voru feður þeirra
Helgi og Björn Eiríkssynir, ættað-
ir frá Karlsskála við Reyðarfjörð.
Systir þeirra var Guðný sem gift-
ist Jóhannesi Paturssyni í Færeyj-
um. Þá kom einnig í ljós að þær
Unnur og Bergþóra voru náskyld-
ar, en móðir Bergþóru, Þóra
Magnúsdóttir frá Miðseli f
Reykjavík, var systir Jóns segla-
saumara, föður Unnar. Kynntist
Unnur þá föðurfólki sfnu enda var
mikil vinátta með þeim frænkum,
Unni og Bergþóru, og sýndi Unnur
alla tíð fólki Bergþóru mikla
frændsemi. Héldust f hendur vin-
semd og frændsemi milli þessara
hjóna meðan Iff entist, en hinn
eini sem eftir lifir nú er Jón
Björnsson sem dvelur á sjúkra-
húsi St. Franciskusarsystra f
Stykkishólmi. Sýndu Eiríkur og
Unnur honum vináttu og ræktar-
semi eftir að hann fluttist nokkuð
farinn að heilsu með Halldóri S.
Magnússyni fóstursyni sínum og
fjölskyldu hans til Stykkishólms
1975, fáum árum eftir lát Berg-
þóru.
Um miðjan þriðja áratuginn,
líklega 1924 eða 1925, er þeir Ei-
ríkur og Jón voru ungir menn um
og innan við tvftugt, lögðu þeir
land undir fót og ferðuðust á reið-
hjólum um vegleysur vestur í
Stykkishólm að heimsækja Ingi-
björgu systur Eiríks þá nýgifta.
Varla hefur þá grunað þá að
Stykkishólmur yrði sá þáttur í lífi
þeirra beggja sem raun hefur orð-
ið á.
Eiríkur og Unnur, Unnur og
Eiríkur, varla er hægt að minnast
annars þeirra án þess að geta
hins, svo samofin voru líf þeirra
eftir meira en hálfrar aldar hjú-
skap. Unnur þakkaði fyrir að hafa
fengið að styðja Eirik allt til hins
síðasta og hún þurfti aðeins að lifa
skamma hríð án stuðnings hans.
Báðum hlotnaðist þeim að halda
reisn sinni og lífsgleði fram í and-
látið þrátt fyrir hrakandi heilsu
hin síðari ár og voru þakklát fyrir
það. Fari þau í friði og hafi þökk
fyrir allt.
Kristín Bjarnadóttir
Aron Halldórs-
son — Minningarorð
Það er sárt að þurfa að beygja
sig fyrir því, að nú þegar dagur er
lengstur og öll náttúran flytur líf-
inu lofgjörð, skuli ævi Arons Hall-
dórssonar öll. Han fæddist 23.
nóvember árið 1962, svo hann átti
æskuvorið rétt að baki þegar kall-
ið kom. Það var líka svo margt í
fari hans og gerð sem vakti manni
trú á að hann ætti bjarta framtíð
fyrir höndum. Hann var við það að
ljúka námi í vélvirkjun og kom sér
hvarvetna vel í starfi, enda gædd-
ur miklum dug og hagleik, því
listfengur var hann, eins og teikn-
ingarnar sem hann lætur eftir sig
bera vott um, og batt hann og þeir,
sem þekktu hann bezt, miklar von-
ir við að sú gáfa fengi að njóta sín
síðar.
En hann flíkaði þeirri gáfu ekki
fremur en öðru, sem hjarta hans
stóð næst, því hann var dulur að
eðlisfari, en alltaf glettinn og hýr
á að hitta og gáskafullur í góðum
hópi. Glaðværðin hafði líka verið
förunautur hans frá fyrstu
bernsku, því glaðan og bjartan
hóp fyllti Aron er hann fæddist
hjónunum Þóreyju Kristjánsdótt-
ur og Halldóri S. Björnssyni, því
fyrir áttu þau fimm dætur, þegar
hann fæddist og skömmu síðar
eignuðust þau annan son. í þess-
um góða hópi naut Aron mikils
ástríkis og þó atvikin höguðu því
svo til, að allar eldri systurnar
eignuðust heimili í Bandaríkjun-
um, rofnuðu ástúðarböndin ekki
og margar ferðir átti Aron vestur
um haf og sárt mun hans saknað
af mágum sínum og litlu frænd-
systkinunum vestra, sem hann lét
sér svo annt um að gleðja. Og
vandfyllt verður skarðið, sem eftir
hann stendur í systkinahópnum,
og mikill harmur er að foreldrun-
um ástriku kveðinn. En þau öll
finna það líka, að missirinn er
mikill vegna þess hve stór gjöf Ar-
on var þeim. Minningin um þá gjöf
og þakklætið, sem hún vekur, er
mikil harmabót, líkt og vonirnar
björtu, sem Anna Bára Aronsdótt-
ir vekur þeim. Hún fæddist Aroni
og unnustu hans, Rakel Ólafsdótt-
ur, fyrir um tveimur árum og var
hún föður sínum mikill sólar-
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
geisli. Þær mæðgurnar hafa misst
flestum meira og mikil samúð vef-
ur þær og aðra ástvini og ómetan-
leg er sú hlýja öll. En dýrmætara
er öllum þeim þó að mega treysta
því, að önnur og máttugri samúð
en okkar mannanna vakir yfir
þeim, sá eilifi kærleikur, sem hinn
upprisni Jesús Kristur birti, sá
kærleikur, sem er sterkari en allt,
sterkari en dauðinn. Hann sagði:
„Ég lifi og þér munuð lifa.“ Það
orð stendur að eilífu. Aron átti
hlutdeild í því fyrirheiti og þeirri
miskunn Guðs, sem varir að eilífu
þar sem vilji Guðs og kærleikur er
allt í öllu. Og eins og hann geymir
Aron nú og að eilífu, mun hann í
Jesú nafni hugga og styðja og
blessa alla sem unnu honum.
Vinir
t
Innilegar þakkir til allra þelrra er sýndu okkur samúö og hlýhug viö
fráfall og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa,
GÍSLA GUONASONAR,
Sandgeröi, Stokkaayri.
Fyrlr hönd ættingja,
Guörún Tómasdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér og fjölskyldu minni samúö
og hlýhug viö fráfall eiginmanns mfns,
HELGA GfSLASONAR,
hreppatjóra,
Tröóum, Hraunhreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-A og 11-G Landspítalanum.
Katrin Guömundsdóttir.
Hdgarboð
Hótels Stykkishólms
m,-vi
GISTING MEÐ MORGUNVERÐI
1 NÓTT 1.340 KR. FYRIR MANNINN
2NÆTUR 1.995KR. --1|---
3 NÆTUR 2.441 KR. -11--
Skoðun á stærstu perlu íslenskrar náttúru.
Ferð um Breiðafjarðareyjar kl. 13 á sunnudag,
stoppað 2 tíma í Flatey, komið til baka kl. 20.
Harmonika með í för.
SAUNABAÐ Á STAÐNUM.
HVÍLD OG HRESSING UM HELGINA.
Hótel Stykkishólmur
Sími: 93 8330
VERSLUNARTÍMAR í SUMAR:
í Ármúla: Mánud. — miövikud.kl.09.00—18.00
Flmmtud. kl. 09.00—20.00
FÖStud. kl. 09.00-22.00
Lokað laugardaga.
Ármúla 1A, s. 686111,
Eidistorgi 11, s. 29366.
Á Eiðistorgi: Mánud. — miðvikud. kl. 09.00—19.00.
Fimmtud. kl. 09.00—20,00.
Föstud. kl 09.00-22.00.
Lokað laugardaga.