Morgunblaðið - 27.06.1984, Page 28
Jafnt alþjóðamót í
Smederevska Palanka
Skák
Margeir Pétursson
ÍSLENSKIR skákmenn hafa und-
anfarin ár teflt á fjölmörgum mót-
um í Júgóslavíu og nú síðast tók
undirritaður þátt í alþjóðlegu móti
í Smederevska Palanka, smábæ 80
km í suðurátt frá Belgrad. Skýring-
in á tíðum ferðum okkar á þessar
slóðir er sú hversu erfitt er að
verða sér úti um boð á lokuð mót í
nágrannalöndum okkar. í Júgó-
slavíu er skákáhuginn hins vegar
geysilegur og árlega haldin 15—20
alþjóðleg mót. Verðlaunin eru að
vísu í lægri kantinum en það er
alltaf fengur í því að fá að spreyta
sig við þekkta titilhafa í löngu al-
þjóðlegu móti.
Júgóslavneskir skákmenn
hafa einnig verið tíðir gestir á
mótum hér á landi, skemmst er
að minnast stórmeistarans Mil-
orads Knezevics, sem tefldi hér á
fjórum mótum í vetur. Vonandi
verður framhald á þessum sam-
skiptum, því þjóðirnar eiga mik-
inn og almennan skákáhuga
sameiginlegan.
Á mótinu í Smederevska Pal-
anka tefldu fimm stórmeistarar,
heimamennirnir Simic og Matr-
inovic, Tékkarnir Jansa og
Lechtynsky og Búlgarinn Kirov.
Átta alþjóðameistarar mættu til
leiks og töluna fyllti FIDE-
meistarinn Ristic, ungur heima-
maður.
Mörg tafntefli settu
svip á mótið
Svo sem sést af stigatölum
keppenda í mótstöflunni var
styrkleikinn fremur jafn og það
varð til þess að sumir þátttak-
endur, t.d. þeir Simic, Adamski,
Kirov o.fl., brugðu á það ráð að
taka enga áhættu nema gegn
þeim sem þeir vissu að væru í
óstuði. Þetta er afskaplega leiði-
gjörn taktík sem leiðir til óhóf-
lega margra stórmeistarajafn-
tefla en orsök hennar er auðvit-
að sú að skákin er atvinna þess-
ara manna en ekki ánægja.
Ég fór mjög illa af stað með
tapi fyrir Lechtynsky eftir vafa-
sama peðsfón í byrjuninni. Svo
einkennilega vildi til að þetta
varð mitt eina tap og jafnframt
eini sigur Tékkans á mótinu.
Þetta hafði það hins vegar í för
með sér að ungu alþjóðameistar-
arnir Cvitan (heimsmeistari
unglinga 1981) og Cabrilo tefldu
glæfralega gegn mér, hafa e.t.v.
haldið að ég væri í óstuði á mót-
inu, og mér tókst að vinna þá
báða. Einn sigur til viðbótar,
gegn Ljubisavljevic, dugði mér
til að komast í efsta sætið vegna
þess hve mótið var jafnt. Fyrir
lokaátökin stóð ég því ágætlega
að vígi.
Fótbrot setti strik
í reikninginn
Á opna mótinu í Bela Crkva i
fyrra höfðum við íslensku þátt-
takendurnir á mótinu spilað tvo
skemmtilega fótboltaleiki við úr-
val serbneskra skákmanna. í
Smederevska Palanka átti að
endurtaka gamanið og skoruðum
við yngri skákmennirnir á lið
fyrirtækisins sem stóð fyrir
mótinu. Nú átti að reka það
slyðruorð af skákmönnum að
þeir væru stirðbusalegir kyrr-
setumenn og það tókst, því leikn-
um lauk 2—2, en í hita leiksins
var undirritaður borinn fótbrot-
inn af velli eftir að hafa lent í
hörðu samstuði við einn and-
stæðinganna.
Ekki kom samt til greina að ég
hætti keppni og tefldi ég fimm
síðustu skákirnar í gipsi og á
hækjum. Mér leið því ekki sem
bezt og sá mér ekki annað fært
en að fara samningaleiðina
snemma í skákum mínum, fyrir
utan það að mér tókst að sigra
neðsta mann mótsins með mikl-
um herkjum. Þetta er mjög
bagalegt því að ég hafði hvítt í
þremur af fimm þessara skáka
og átti möguleika á að ná stór-
meistaraárangri. Engu að síður
tókst mér að halda efsta sætinu,
því helstu keppinautar mínar
gerðu jafntefli eða unnu og töp-
STI& 1 2 3 H 5 <o 7 t 9 10 11 11 /3 11 vmti. K ÖB
1 Marqeir Pétursson zws V/2 m/ •k •k /z /z \ /z •k •k 0 /z i i i 8 1-2
2 l NikolicCJúqósl) 1HZ0 '/z vA //// 0 'k /z •k /z 1 /z /z 1 i i Á 8 1-2
3 S. Martinovic (Jújósl) 2HÍ0 '/z i /tf/ /z /z /z /z /z Zz •Á /z i Á Á 7/4 3-5
H R Sinmic(JLíiióslei<') 2185 Á k /z /ZM m /z /z /z /z /z •k i /z Á i l'/z 3-5
5 I fida rms lci (PóllnnJi'i) Z%0 'Á 'k /z /z '/// •k •k /z /z /z 'Á 1 /z i T/z 3-5
<o o. Cvitdn (Júgósí ) 2 H70 O /4 'k •k •k 7m 0 o i /z Á i 1 i 7 6-8
7 N. KirOV (ftúlqdriu) 2155 •k /z •A /z •k i m y/// o /z i 0 /z /z i 7 6-8
% D Barlov (Túqóslw) 2110 •k O /i /z /z i i •k /z Á o /z i 7 6-8
°! V. TansaCTélckósl) 2115 Á k •k 'k •k 0 /z k yyA 7// /z •k o i i k/z 9
10 X LechtynskyCTétt) 1110 1 i •k /z •k /z 0 /z /z 1 /z 0 Á /z (o 10
11 T. Horvath (Unqverjal) 2110 k 0 /z 0 /l /z i /z •k /z 1 i O 0 5/z 11
12 i Uubisavljevicdús) 2350 o 0 0 •k 0 0 Vt i i i Q V/Á Y/Zl /z /z 5 12-13
15 &. Cabrilo (Túqósl ) 2150 o 0 •k /z /z 0 •k /z o /z i /z /z 5 12-13
1H N Ristic (Túqósl) 2210 0 1z •k 0 0 Q 0 0 0 •k i •k 'Ál y/t, Y/Y/ 3/z 1H
uðu á víxl. Alþjóðameistarinn
Zivoslav Nikolic náði mér þó
með því að vinna gjörtapaða
skák af Ljubisavljevic I síðustu
umferð.
I síðustu umferð sótti heima-
maðurinn Barlov hart að mér, en
mér tókst að snúa á hann í tíma-
hraki og tryggja jafnteflið. Það
nægði til efsta sætis, en svo
jafnt var mótið að einn vinning-
ur skildi að efsta og áttunda
mann.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Ljubisavljevic (Júgóslavíu)
Ben-Oni-byrjun
1. d4 — c5, 2. d5 — e5
Nú til dags eru ekki margir
skákmenn sem kjósa að fast-
skorða peðamiðborðið á þennan
hátt strax í upphafi skákar.
3. e4 — d6, 4. Rc3 - Be7, 5. f4I?
Tvíeggjað afbrigði, því ef
svörtum tekst síðar meir að
koma riddara til e5, eftir upp-
skipti á e5-peðinu, stendur hann
yfirleitt mjög vel.
5. — Rd7, 6. Rf3 — a6, 7. a4 —
Rgf6, 8. Be2
Eftir 8. fxe5? — Rxe5, 9. Rxe5
— dxe5 hefði hvítur að vísu vald-
að frípeð á d5, en allur hreyfan-
leiki væri farinn úr stöðu hans.
8. — 0-0, 9. 04) — Hb8
Hér eða í næsta leik ætti
svartur að leika 9. — exf4, 10.
Bxf4 — Rg4, sbr. athugasemdina
við 5. leik hvíts.
10. a5 — b5, 11. axb6 (framhjá-
hlaup) Hxb6, 12. f5!
Miðborðinu og kóngsvængnum
hefur verið lokað og hvítur getur
einbeitt sér að drottningar-
vængnum þar sem svartur hefur
veikt stöðu sína.
12. — h6?
Betra var 12. — Hb4 því hug-
myndin Rh7 og Bg5 kemst ekki í
framkvæmd.
13. Rd2 — Hb4,14. Bxa6 — Bxa6,
Verður Sovétkommúnisminn
tölvubyltingunni að bráð?
— eftir Loren
Graham
RÁÐAMENN í Sovétríkjunum
standa nú frammi fyrir alvarleg-
ustu ögrun, sem hið kommúníska
kerfi hefur orðið fyrir frá upphafi.
Þar er ekki um að ræða óvíga inn-
rásarheri eða byltingu borgaranna
heldur tækni hins nýja tíma, tölvu-
byltinguna, sem nú hefur kvatt
dyra og bíður þess að vera boðið í
bæinn. Sá galli er hins vegar á gjöf
Njarðar að dómi ráðamanna, að
þegar búið er að tengja einkatöiv-
una við prentara er útkoman
prentsmiðja, tæki, sem ásamt fjöl-
ritunarvélum er bannað að sé í
einkaeign í Sovétríkjunum.
Á sjöunda áratugnum sátu
sovéskir andófsmenn löngum við
það á nóttunni að fjölfalda
bannfærðar bækur á ritvél og
höfðu jafnvel þrjú eða fjögur
blöð í vélinni samtímis og kalki-
pappír á milli. Að sjálfsögðu var
þessi aðferð ákaflega seinvirk en
gefur hins vegar góða hugmynd
um þá gerbyltingu, sem orðið
hefur með tölvunni. Pólverjar
fengu líka dálitla nasasjón af
þessu á dögum Samstöðu þegar
stuðningsmenn samtakanna not-
uðu stundum tölvur á opinberum
skrifstofum til að prenta áróð-
ursmiða.
Að hrökkva eða stökkva
Þróun tölvunnar er geysihröð
og það liggur í augum uppi, að
það þjóðfélag, sem nýtir sér ekki
þessa nýju tækni til fulls, mun
dragast aftur úr og daga uppi
eins og nátttröll. Valda-
mennirnir í Sovétríkjunum vita
þetta og það veldur þeim höfuð-
verk. Þeir treysta ekki þegnun-
um fyrir þessum tækjum, um
það þarf ekki að ræða, og þess
vegna reyna þeir að leita ann-
arra leiða.
Phyrrusarsigur
„stóra bróður“
Hugmyndir sovéskra komm-
únista eru m.a. þær, að farið
skuli eins að með tölvurnar og
ljósritunarvélarnar, þ.e.a.s. að
hafa þær allar á sérstökum
stofnunum og undir stjórn emb-
ættismanna. í öðru lagi: Ef
einkatölvan verður heimiluð skal
þess gætt, að enginn prentari
fylgi henni og sá, sem vill fá
skrif sín eða vinnu prentaða,
verður að fara með diskinn í
opinbera stofnun þar sem efnið
er prentað og ritskoðað um leið.
í þriðja lagi eru hugmyndir um
að allar tölvur verði tengdar
einni miðstöð, sem afritaði allt
efni, sem á þær væri unnið. Ör-
yggislögreglan hefði þá aðgang
að öllu tölvuunnu efni í Sov-
étríkjunum. „Stóri bróðir" hefði
sem sagt borið sigur úr býtum.
Yfirvöld í Sovétríkjunum hafa
vissulega vald og getu til að
hrinda þessum hugmyndum í
framkvæmd en þau virðast hins
vegar ekki skilja hvaða verði þau
munu greiða það. Afleiðingarnar
af því að hindra ungt fólk í að
tileinka sér alla möguleika tölv-
unnar munu verða stóralvarleg-
ar fyrir Sovétríkin, sem munu
dragast aftur úr efnahagslega á
sama tíma og „upplýsingaþjóðfé-
lagið" er að verða allsráðandi á
Vesturlöndum.
Ráðamennirnir geta auk þess
aldrei verið vissir um, að einhver
klókur tölvuáhugamaður geti
ekki skotið eftirlitinu ref fyrir
rass. f Bandaríkjunum hafayfir-
völd áhyggjur af unglingum, sem
„brjótast inn“ í upplýsinga-
banka, en í Sovétríkjunum munu
yfirvöldin þurfa að hafa áhyggj-
ur af mönnum, sem brjótast út
úr eftirlitskerfinu og ef þeim
tekst það, er fræðilega ómögu-
legt að rekja það.
Steinrunniö kerfi
í Rússlandi kommúnismans
hefur einstaklingum alltaf verið
bannað að fást við upplýsinga-
miðlun. Ríkið hefur þau mál á
sinni könnu og matar þegnanna
bara á ákveðnum upplýsingum.
Fjármálakerfið í Sovétríkjunum
er líka með þessum sama, fá-
tæklega brag. Ávísanareikn-
ingar í eigu einstaklinga eru
næstum óþekktir og lánafyrir-
eiðsla ákaflega þung í vöfum.
Vesturlöndum verða tölvu-
kaupmenn að geta boðið upp á
tæknilega ráðgjöf, viðhalds- og
varahlutaþjónustu en í Sovét-
ríkjunum eru þessi mál í alger-
um ólestri. Tölvur eru hins vegar
svo flókin og viðkvæm verkfæri,
að án góðrar þjónustu koma þær
einfaldlega ekki að gagni.
Frjálst framtak í verslun og
viðskiptum er bannað í Sovét-
ríkjunum og í stað þess að leyfa
óháða framleiðslu hugbúnaðar
hefur henni aliri verið safnað
saman í geysistórum stofnunum
og verksmiðjum. Er það alveg
öfugt við það, sem er í Banda-
ríkjunum þar sem stóru fyrir-
tækin kaupa hugbúnaðinn oft af
einstaklingum og litlum fyrir-
tækjum.
„Rugl inn, rugl út“
Allir tölvufræðingar þekkja
þá meginreglu, sem orðuð hefur
verið þannig: „Rugl inn, rugl út“.
Með öðrum orðum: Tölva getur
ekki unnið gott verk ef upplýs-
ingarnar, sem hún er mötuð á,
eru ófullkomnar. Nú er það svo
með miðstýrt efnahagslíf, að
sumir hagfræðingar draga I efa,
að það standist í raun og jafnvel
þeir, sem aðhyllast það, viður-
kenna, að slíkur áætlunarbú-
skapur verði að byggjast á rétt-
I