Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 34

Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 EYSTRASALT OG VARNIR SVÍÞJÓÐAR Keðja sovézkra hlustunardufla þvert yfír Eystrasalt milli sænsku fíotastöðv- arinnar í Karlskrona og sovézku fíotastöðvarinnar Baltijsk. Lennert Ljung, hershöfðingi, yfírmaður scnska herafíans, og Anders Thunb- erg, landvarnaráðherra. Sænskir hermenn fylgjast með sovézkum kafbát sem strandaði í skerjagarð- inum. Grein: Pétur Pétursson Lundi Misheppnuð leit að óvinakafbátum Fjórða maí sl. lagði yfirhers- höfðingi Svía, Lennart Ljung fram skýrslu um niðurstöður þeirra að- gerða sænska hersins síðastliðna tvo mánuði er miðuðu að því að afhjúpa starfsemi óþekktra neð- ansjávarfarartækja á hernaðar- lega mikilvægum svæðum í land- helgi Svía. Að þessu sinni var leit- in áköfust í skerjagarðinum fyrir utan flotastöðina í Karlskrona — á svipuðum slóðum og sovéski kafbáturinn W-137 strandaði sællar minningar haustið 1981. Niðurstaða þessarar skýrslu er að- eins á einn veg, eins og hershöfð- inginn viðurkenndi sjálfur er hann sagði: „Okkur hefur mistek- ist.“ Þetta er það súra epli sem Svíar eru nú að bíta í þrátt fyrir það að sjóherinn hefur fengið auk- ið fjármagn, tæki og mannafla og aukið svigrúm til þess að gera við- eigandi ráðstafanir með beitingu vopna. Miðað við fyrri aðgerðir er niðurstaðan nú mun lélegri. Ekk- ert óyggjandi spor hefur fundist sem hægt er að setja fram sem sönnunargagn. í sambærilegri skýrslu sérstakrar nefndar sem skilaði áliti sínu fyrir ári síðan var þó hægt að setja fram svo sterk sönnunargögn að fullyrt var að kafbátarnir í Hársfirðinum nálægt Stokkhólmi hefur verið frá Sovétríkjunum eða Varsjárbanda- lagsríkjunum. Landhelgin og hlutleysisstefna Svía Það „óþekkta" afl sem hér er á ferðinni er greinilega miklu betur búið nýjustu tækni við aðstæður neðansjávar en sænski sjóherinn hefur yfir að ráða. Þetta er mikill skellur fyrir varnarkerfi Svía, og ekki síður sjálfsálit þeirra og af- stöðu erlendra ríkja. Hin sálfræði- lega hlið þessara atburða er mikil- vægur þáttur sem taka verður til- lit til f varnarkerfi því sem Svíar hafa komið sér upp, sérstaklega varðandi trúna á hlutleysið; trúna á það að Svíar séu þess umkomnir að standa vörð um hernaðarlegt hlutleysi sitt ef til átaka kæmi í okkar heimshluta. Varnarkerfi Svía hefur lengi byggt á þeirri kenningu að hlutleysið verndi Sví- þjóð fyrir árás. Því tryggara sem þetta hlutleysi Palme og Gromyko. er í augum þeirra sjálfra og ekki síður í augum umheimsins þeim mun öruggari geta Svíar verið um sig samkvæmt þessari kenningu. Svíþjóð var hlutlaust bæði í fyrra og seinna heimsstríði þessarar aldar og slapp við þær þjáningar sem nágrannaþjóðirnar urðu að þola. Þessi reynsla styrkir mjög trú þeirra á hlutleysiskenninguna sem heilagt „princip" í utanrík- ismálum. Allir flokkar þingsins styðja þessa stefnu þótt blæmun- ur sé á því hvað þeir álfta innihald hennar sé við ólíkar kringumstæð- ur og hvaða ályktanir beri að draga af henni í reynd. Þessi „blæ- brigðamunur" er einmitt mikil- vægur til skilnings á innanríkis- stjórnmálum, ekki sist nú hin seinustu misserin. Ytri ógnun og innri samstaða Gömul og margreynd kenning segir að ytri ógnun styrki sam- stöðuna inn á við. Hefur kafbáta- ógnunin styrkt samstöðuna í sænskum stjórnmálum og aukið einhug þeirra um hlutleysisstefn- una? Það má ætla að svo hafi ver- ið í upphafi. Þegar þessar ólöglegu ferðir neðansjávar hófust í upp- hafi þessa áratugs komu þær fyrst flatt upp á sænsk yfirvöld, en þau urðu brátt full bjartsýni um að koma mætti f veg fyrir þessar inn- rásir. Þar sem hér er um brot á alþjóðalögum og reglum var trúað að eftir diplómatískum leiðum og með opinberum yfirlýsingum mætti sannfæra þá sem hér lægu á bak við um, að ekki yrði látið viðgangast að erlent ríki sýndi Svíum slíka vanvirðu. Þegar áreitnin hélt áfram létu sænsk stjórnvöld hart mæta hörðu og beittu vopnavaldi, en það brást einnig. Innrásirnar héldu áfram og nú er það orðið augljóst að hvorki yfirlýsingar eða vopnavald fær stöðvað þær. Bjartsýni sænskra stjórnvalda f upphafi þessara átaka kom einnig fram f afstöðu þeirra til fjölmiðla og frétta af gangi mála. í upphafi höfðu fréttamenn góða aðstöðu til að fylgjast með og nutu jafnvel fyrirgreiðslu hersins við öflun gagna, mynda o.s.frv. Það viðhorf virðist hafa ráðið að ekki yrði langt að bíða þess að sænski her- Krítarkort á sænskum markaði — Frá Magnúsi Brynjólfssgni frétta- ritara Mbl. í Uppsölum Þegar almennur launþegi, Svens- son (á íslandi Jón Jónsson), kemur inn í húsgagnaverslun í Svíþjóð og ætlar að kaupa sófasett fyrir heimil- ið, er ekki talað um afborganir í formi víxla heldur spurt hvort hann hafí krítarkort. Ef hr. Svensson hef- ur ekki slíkt, missir sölumaðurinn skyndilega áhugann og segir kulda- lega. ,,(>11 afborgunarviðskipti hjá okkur gerast með krítarkortum og bankinn bannar okkur annað við- skiptaform." Þetta eru þeir verslunarhættir, sem flestir Islendingar reka sig á, er þeir ætla að reyna afborgun- arkjör á sænskum markaði. Afborgunarviðskipti hafa farið í nýjan farveg, sem reynsla hefur skapast fyrir í útlöndum, en er að ryðja sér braut á Islandi. Aðaleinkenni þessara nýju viðskiptahátta er að ekki er lengur um tvíhliða samning milli selj- anda og kaupanda að ræða heldur er þriðji aðilinn kominn í spilið á milli þeirra, þ.e. krítarkortafirm- að (bankinn). Bankinn tekur yfir kröfurnar frá verslunum og losar þar með verslunareigendur við að eiga útliggjandi stórar lánsupp- hæðir hjá viðskiptamönnum sín- um þ.e. hinum alm. neytanda. Atriði er einkenna krítarkort í fyrsta lagi sleppa menn við að bera á sér stórar peningaupphæð- ir og það minnkar hættuna á lfk- amsárásum og ránum. í öðru lagi má nota sum kort í útlöndum, sem er bæði til þæginda og öryggis fyrir viðskiptavini. { þriðja lagi fær enginn krítar- kort nema að hafa tekjur yfir ákveðnu lágmarki (í Svíþjóð oftast miðað við 50 þús. s.kr. = 185.000,- ísl. kr.). í fjórða lagi verður væntanlegur viðskiptavinur krítarkortafirmans (bankans) að sýna ofangreindar lágmarkstekjur síðustu 3 árin. I fimmta lagi verður Svensson að vera í fastráðnu starfi. Sum stærri krítarkortafyrirtækin krefjast fasteignatryggingar sbr. American Express. I sjötta lagi þarf Svensson að skila upplýsing- um um fjölskylduhagi, t.d. hvort hann sé giftur, hvað makinn starfi, hvort hann búi í eigin hús- næði eða leiguíbúð o.s.frv. Töl- fræðiskýrslur hafa sýnt að eftir því sem þessar upplýsingar hafa verið nákvæmari, hafa almenn skil orðið betri eftir þessum við- skiptamáta. Ofangreind skilyrði hafa m.ö. orðið til þess að meiri festa og ör- yggi hefur komist á afborgunar- viðskipti. Námsmenn eru oftast útilokaðir frá lánsviðskiptum vegna lítilla launa á ársgrundvelli og aðrir hópar, sem ekki ná þessu lág- marki, njóta því ekki þessara kjara. Þó svo að það sé mun dýrara að versla með krítarkortum, fjölgar þeim alltaf, sem hafa kortin undir höndum. í Svíþjóð eru rúmlega 2 milljónir krítarkortareikninga í gangi og u.þ.b. 100 mismunandi krítarkortategundir og eru þá ekki bensíngreiðslukort reiknuð með, en í gegnum þau veitist aðeins greiðslufrestur fram að næstu mánaðamótum. 24—30 prósent raunvextir vegna krítarkortanna Flestir eru sammála um aö af- borgunarkaup séu alltaf dýrari en staðgreiðsla. Að vísu er sú fullyrð- ing hæpin á íslandi. Þar sem verð- bólgudraugurinn hefur lengi brenglað verðmætamat fólks. Raunvextir v/notkunar krítar- korta eru milli 24—30 prósent í Svíþjóð. Innifalið í þessum pró-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.