Morgunblaðið - 27.07.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984
37
TEXTI: HILDUR EINARSDÓTTIR
Mála undir
Guörún Tryggvadóttir, er þetta hún?
— Komdu sæl, eg heiti ... (svo
kom þessi venjulega kynning). Ég
ætlaöi alltaf að hringja í þig i fyrra, þegar þú
varst valin nemandi ársins viö iistaakademi-
una í Munchen og heyra í þér hljóöiö, en svo
varö ekkert úr þvi, en betra er seint en
aldrei... Hvernig hefur þú þaö?
„Fínt nema, ég á engan pening."
— Er dýrt aö búa í Munchen?
„Já, ég leigi til dæmis 60 fm herbergi, sem
er ágætis vinnustofa, á 430 mörk á mánuði.
En viö megum ekki búa þar, en gerum þaö
samt, svo viö verðum stundum aö vera í hálf-
geröum feiuleik. Viö sofum til dæmis á dýnum,
sem viö getum rúllað upp í flýti, ef húseigand-
inn skyldi birtast. Fötin okkar felum viö líka.
Þetta húsnæöi er þannig tilkomiö, aö viö vor-
um nokkur, sem tókum á leigu 250 fm hús-
næöi. Viö skiþtum því niöur í þrjár vinnustofur
fyrir málara og eina stóra vinnustofu fyrir 25
arkitekta. Og þegar viö förum á klósettiö á
morgnana veröum viö aö ganga í gegnum
vinnustofu þessara 25 arkitekta og hlusta á
athugasemdir þeirra eins og „ógurlega eruö
þið syfjuleg". Það getur veriö erfitt aö búa
svona þröngt.“
— Hver erum við?
„Ég og sambýlismaður minn, Bob Becker
óperusöngvari, en hann kom til íslands síö-
astliöinn vetur og söng í óperunni Toska meö
Sinf óníuhl jómsveit i nni. “
— Ég var aö heyra aö þú heföir eignast
velgjöröarmann þarna ytra?
„Þaö er eitthvaö til í því. Eftir sýninguna í
desember hringdi til mín efnaöur Munchen-
búi, Engelhorn Stiftung aö nafni, sem styrkt
hefur fjölda listamanna og rekur gallerí hérna
í Munchen og bauöst hann til aö greiöa fyrir
mig allan efniskostnaö. Þáöi ég þaö meö
þökkum. Þaö munar um það.“
— Hvernig hefur þór svo vegnaö eftir að
þú laukst námi?
„Þaö var á vissan hátt erfitt aö hætta í
skólanum, því hann veitir manni einhverja ör-
yggistilfinningu. Nú er ég orðin ein í vinnustofu
úti í bæ. Og ég er í rauninni aö byrja upp á nýtt
fyrir sjálfa mig, læra þaö sem ég læröi aldrei í
skólanum — þessi litlu leyndarmál, sem eru
svo mikilvæg, ef þú ætlar aö fá fram eitthvaö
sérstakt. En þaö er líka gott að vera byrjandi,
þaö felst í því ákveöinn frumkraftur.“
— Meöan þú varst hér heima i málara-
deildinni og einnig meðan þú varst í Beaux
Arts-listaskólanum í París málaöir þú mikiö í
olíu, gerir þú þaö ennþá?
„Ég hætti í nokkur ár aö mála i olíu, því mér
fannst efniö halda aftur af mér. Fyrstu árin hór
í Múnchen fékkst ég aöallega viö concept-list.
Ég fór aö nota hausinn. Reyndi aö setja skyn-
samlega niður þaö sem ég var aö hugsa, út-
skýra þaö sem mér fannst um allt. Ég notaöi
mikiö Ijósmyndir af sjálfri mér í alls konar út-
gáfum. Ég sat öllum stundum viö skrifboröiö í
vinnustofunni minni í skólanum og vann. Svo
fór ég aö hafa þaö á tilfinningunni aö vinnu-
stofan væri oröin eins og skrifstofa. Þá byrjaöi
óg aö mála aftur. Ég vann myndirnar mínar á
stórt karton og ég notaöi bara venjulega
málningu. Þetta var í fyrsta skipti, sem mér
fannst ég reglulega geta gert þaö sem ég vildi.
Þaö hentar mér ágætlega aö mála stórar
myndir, ég er til dæmis núna aö mála mynd,
sem er 4x3 metrar aö stærö.“
— Hefur þú einhverja skýringu á því af-
hverju þér finnst gott aö mála stórt?
óperusöng
Gunna
— Slegiö á þráöinn til
myndlistarkonunnar GuÖ-
rúnar Tryggvadóttur, sem
búsett er í Munchen og
spurst frétta. Reyndar
kallar hún sig bara Gunnu
þarna ytra.
— Hvernig er svo aö selja verkin?
„Ég hef ekkert veriö aö reyna aö selja, og
ég á dobíu af myndum. Ég kann ekki aö verö-
leggja. Ef einhver sþyr hvað mynd hjá mér
kostar, þá vil ég helst gefa hana , þ.e.a.s. ef
viökomandi finnst hún góö. Ef ég haga mér
eins og á aö haga sér finnst mér ég vera
einhver kúkalabbi. Maöur fer ekki aö selja fyrr
en maöur er kominn innundir hjá stærstu gall-
eríunum.“
Gestir é sýningunni.
„Ég syndi mikiö og hef gaman af því aö
dansa. Til þessa þarf gott svigrúm. Og þaö
sama má segja er ég mála, ég þarf rými. Ég
hef oftast gaman af líkama mínum og vil aö
hann sé hluti af því, sem ég er aö gera. Ég
dansa til að fá ákveðinn kraft og stundum
dansa óg meðan ég mála og þá er eins og
maöur máli meö sjálfri sór. Veröi eins konar
framlenging á þenslinum. Þetta er líka spurn-
ing um aö vera frjáls."
— Pabbi þinn sagöi mér aö þú byggir til
olíulitina þina sjálf?
„Já, ég geri þaö. Ég kaupi original litaduft
og blanda þaö meö línolíum og býflugnavaxi.
Þaö er æöisleg vinna viö þetta. Þaö tók mig 2
mánuöi aö blanda 50—60 kíló af málningu, 24
liti. En þetta er lærdómsríkt, því óg skynja
litina miklu betur en áöur. — Rauöur er ekki
lengur bara rauður. Núna hafa litirnir mismun-
andi áhrif á mig, til dæmis hefur fjólublátt þau
áhrif að ég verö mjög „aggressive", en aðrir
litir hafa róandi áhrif og sumir geta orkaö svo
sterkt aö ég verö þræll fjeirra."
— Viltu flokka verk þin undir eitthvaö sér-
stakt, til dæmis nýja málverkiö?
„Bull, þaö hjálpar mér ekkert aö flokka
niöur þaö sem ég geri, því þaö veröur aöeins
til þess aö maöur skoðar hlutinn ekki nógu vel.
Ég mála þaö sem mig dreymir. En þaö getur
verið erfitt því tímaskeiöiö er allt annaö. Mig
dreymir oft stórbrotna drauma. Þaö getur ver-
iö gott aö horfa á drauma sína og finna kraft-
inn í því sem er aö gerast, og mér finnst ég
verða aö miöla honum."
— Er það erfitt?
„Já, því til þess aö komast áfram þarf maö-
ur aö koma sér í mjúkinn hjá vissu fólki. En ég
er enginn rassasleikir. Ég segi þaö sem mér
býr í brjósti hverju sinni... Ég er ekkert al-
mennileg."
— Hvernig er þetta hér heima?
„Þaö er á annan hátt en svipaö sarnt."
— Langar þig ekki til aö vinna á islandi?
„Ég só ekki hvernig ég gæti þaö. Þar hefur
fólk engan áhuga á þvi sem ég er aö gera. Þaö
vill bara sjá þaö, sem því þykir sætt. Hér er
meira svigrúm og hór er eitthvaö aö gerast.
Markaöurinn er líka svo lítill heima og mögu-
leikarnir engir til aö selja. Mig langar til aö
selja, því óg vil ekki þurfa aö veröa frístunda-
málari."
— Hvernig lífi lifir þú svo?
„Ég reyni aö komast í gegnum dagiega erf-
iöleika og mála. Lífiö snýst um þaö, aö vinna
og það er ekki mikiö um huggulegheit. Maöur-
inn minn hefur æft mjög mikiö í vetur. Þaö má
segja aö ég hafi málaö undir óperusöng á
hverjum degi. Hann fékk styrk til náms hjá
afar góöum kennara, sem hefur veriö aö
breyta rödd hans úr bariton yfir í bassa. Því
þaö uppgötvaöist einn góöan veöurdag, aö
þar lægi rödd hans. Hann syngur ofboöslega
vel. Viö eigum marga góöa vini hér og erum
komin í hljómsveit. Ég er farin aö spila á
trommur og tek tíma í trommuleik. Maöurinn
minn spilar á gítar. Svo ég er líka komin út í
tónlistina. — Þaö er ýmislegt aö gerast."