Morgunblaðið - 27.07.1984, Síða 30
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1984
’Jrausiur c-'ms og klettur og léttur
efns og Jjo3ur."
Ást er...
■i-io
llu'-O
... að hjálpa henni að
velja nýjan kjól
TM Rea U.S Pat Ott — all rights reserved
«1984 Los Angeles Times Syndicate
Og hvað kostar að lagfæra gítar-
inn?
[D^£5S£S
HÖGNI HREKKVlSI
Þessir hringdu . . .
Umdeilanleg
úrslit í öku-
leiknikeppni
Guömundur Ólafsson hringdi:
Sl. þriðjudagskvöld var haldin
ökuleiknikeppni í Garðinum og
var ég þar meðal keppenda mér
til ánægju. Framkvæmd keppn-
innar var þó með þeim hætti að
mig langar að koma á framfæri
eftirfarandi spurningum:
Hver er ástæðan fyrir því að
keppandi er látinn sjá um tíma-
töku annarra keppenda í braut-
inni? í þessari keppni voru að-
stoðarmenn stjórnanda meðal
keppenda. Þeir hafa óneitanlega
meiri möguleika á að kynna sér
keppnisreglur og hafa áhrif á
keppnina? Væri ekki eðlilegra að
keppnin væri svæðisbundin? 1
þessari keppni voru þrír efstu
menn ekki af Reykjanessvæðinu
sem ég tel óeðlilegt.
Það skal tekið fram að ég er
ekki að bera brigður á heiðar-
leika þessara manna en ég tel
framgang keppninnar afar óeðli-
legan og í mínum huga er Hans
V. Bragason sigurvegari í þess-
ari keppni enda þótt hann hafn-
aði í 4. sæti. Hans ók 20 manna
rútu og fékk 204 refsistig og þar
af 70 í spurningunum sem hann
svaraði rangt úti í bíl ökuleikni-
manna við lúðraþyt.
Með fyrirfram þakklæti um
greið svör.
Vel heppnuð
Rokkhátfð
J.S. hringdi og hafði eftirfarandi
að segja:
Ég var stödd á Patreksfirði
laugardaginn 21. júlí sl. og var
þar saman komin Rokkhátíðin
’84.
Dagskráin var sérstaklega
skemmtileg og var stemmningin
öll eins og best verður á kosið.
Ég veit að Rokkhátíðin er á leið
norður um land og um leið og ég
þakka fyrir þessa frábæru
skemmtun, vil ég hvetja fólk til
að láta hana ekki fram hjá sér
fara.
í litlu samræmi
við launakjör
almennings
í landinu
Neytandi hringdi og hafði eftir-
farandi að segja:
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að undanförnu hvað
ýmsum milliliðum hefur tekist
að ráðast út í stórar og miklar
fjárfestingar á sama tima og
undirstöðuatvinnuvegir þjóðar-
innar, sjávarútvegur og fisk-
vinnsla, eru að stöðvast vegna
taprekstrar og fjárskorts.
Góð dæmi um þetta eru hinar
hrikalegu byggingar bensín-
stöðva, mjólkurstöðva, slátur-
húsa og bankahalla. Er furðulegt
hvernig þessir milliliðir hafa
getað rakað saman fé í alls kon-
ar sérsjóði sem virðist hafa farið
fram hjá skattakerfinu og
stjórnvöldum. Þessar stofnanir,
sem eiga að vera þjónustustofn-
anir almennings, hafa brugðist
hlutverkum sínum á erfiðum
tímum í þjóðfélaginu og hafa
með fjárfestingabramboltinu af-
hjúpað gróðastarfsemi sína.
Stjórnendur þessara fyrirtækja
virðast hafa ótrúlega mikið í
laun. Sumir hverjir hafa jafnvel
þjóna til að opna fyrir sig hurðir
og aka drossium á milli laxánna.
Er þetta í litlu samræmi við
launakjör almennings í landinu.
Miklu fé er varið til verðkann-
ana og verðlagseftirlits, sem er
góðra gjalda vert, en sú starf-
semi beinist aðallega að vörum
eins og kaffi og sykri. Er nú ekki
kominn tími til að Verðlagseft-
irlitið fylgist með verðmyndun
þeirrar þjónustu sem ofangreind
fyrirtæki selja okkur, og skipta
allan almenning geysilega miklu
máli?
Auðvelt að
komast hjá
sóöaskapnum
Kristin hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja:
Mig langar til að taka undir
orð bréfritara, sem skrifar í
Velvakanda 25. júlí undir fyrir-
sögninni „Óhreinlæti í Sundlaug
Laugardals".
Langar mig í þessu sambandi
að benda starfsfólki laugarinnar
á það að hægt er að komast hjá
þessum sóðaskap með þvi að láta
fólk alltaf fara úr skónum, áður
en það fer inn i búningsklefana.
Ég hef sótt sundstaði víðs vegar
um landsbyggðina en aldrei orð-
ið vör við sóðaskap sem þennan.
Vona ég nú að breyting verði á.
Ingjaldur Tómasson skrifar:
Erum við farin að líta á umferð-
arslysin sem sjálfsagðan hlut eða
náttúrulögmál, sem enginn fær
ráðið við? Þetta er spurningin sem
Jón Þorgeirsson fjallar um í grein
sinni i Morgunblaðinu 28. júlí sl.
Hann bendir réttilega á, að of
mikill hraði og slök umferðar-
stjórn sé orsök hins mikla umferð-
artjóns, sem bæði á sér stað á
fólki og farartækjum. Er ömurlegt
að sjá margt ungt fólk sem lamast
hefur ævilangt eftir að hafa lent i
umferðarslysi.
Umferðarhraðinn er vafalaust
of mikill og langt yfir löglegum
hraða. Eru ekki lögbrotin að verða
talinn sjálfsagður hlutur i okkar
góða landi? Og til hvers að hafa 60
manna löggjafarþing, þegar lögin
eru brotin jafnótt og þau eru sett?
Umferðarstjórnin virðist vera f
lágmarki. Varla er hægt að segja
að lögreglan sjáist stjórna umferð
á hættustöðum eins og oft bar við
hér áður og æ sjaldnar sést lög-
regla mæla hraðann og beita sekt-
um fyrir of hraðan akstur.
Framúrakstur á sér stað við
næstum hvaða aðstæður sem er.
Nýjasta dæmið um stórslys við
framúrakstur er þegar ekið var
framúr bíl á Hellisheiði i blind-
þoku. Eins og segir í fyrrnefndri
blaðagrein, er engu líkara en að
menn þoli ekki að sjá bil fyrir
framan sig og þvi oft áhætta tek-
in, þó að ekki sjáist nema nokkrar
bíllengdir vegna dimmviðris. Það
er áberandi i umferðinni að
stefnuljós eru gefin um leið og
beygt er og svo ekki slökkt á þeim
fyrr en eftir langan tíma. Fjöldi
ökumanna kveikir ekki ökuljósin
þótt nokkuð dimmviðri sé. Er engu
líkara en að yfirvöld okkar séu i
blindingsleik þegar hætta steðjar
að þjóðinni á mörgum sviðum, og
er þar yfirstjórn umferðarmála
engin undantekning. Ég hef áður
bent á að hvorki er sparað fé né
fyrirhöfn til að koma i veg fyrir
öll önnur slys en umferðarslys.
Nefni ég í þvi sambandi sem dæmi
sjóslys, flugslys, slys á ferðalögum
og ekki má gleyma þvi er eitthvað
fer úrskeiðis hjá hersveitinni gegn
rjúpunni.
Öll viðleitni Umferðarráðs,
lögreglu og fleiri aðila virðist
næstum árangurslaus. Stöðugt er í
gangi fræðsla í „Útvarpi þjóðar-
innar“ með tilheyrandi tónlist,
sem er orðið vanabundið söngl
sem fáir taka mark á, en kostar
samt dágóðan skildinginn. Eitt er
það sem Jón Þorgeirsson minntist
ekki á í grein sinni sem veldur þó í
það minnsta um helmingi umferð-
arslysanna. Það er áfengisflóðið
sem nú steypist óhindrað yfir
þjóðina. Það virðist ekki vera talið
nóg að nú er heimtaður áfengur
bjór í ofanálag. Um daginn las ég
samtal í blaði, þar sem veitinga-
húsarekandi einn sagði, að nú
væru fslendingar að tileinka sér
hina ágætu heimsdrykkjumenn-
ingu sem flestir þekktu. Nú væru
fjölmargir veitingastaðir farnir að
selja svokallað „bjórlíki" og fjöldi
manns biði eftir leyfi til að opna
samskonar veitingastaði.
Er þjóðin virkilega svo djúpt
sokkin í áfengisneyð, að hún vilji
láta hefja bjórdrykkjumenning-
una til vegs og virðingar hérlend-
is? Það er eins og sumir vilji inn-