Tíminn - 15.09.1965, Síða 11
/
MIÐVIKUDAGUR 15. september 1965
TÍMBNN
n
71
reka veitinga- og skemmtistaðt. Ég lét þessar hugsani” mínar
uppi við einn sjálfboðaliðann, sem var hjá okkur. — Já,
við höfum reynt að segja stúlkunum að kasta tyggigúmmíinu
í körfumar, en annað hvort hafa þær ekki komizt til þeirra,
eða þá að þær skilja þetta ekki, því þær láta það bara
detta ut úr sér hvar sem er.
Svona lá þá í þessu! Ég mundi eftir þremur stúlkum
á dansleiknum kvöldið áður. Háværar, ókurteisar stúlkur,
sem komið höfðu út úr snyrtiherberginu, reigingslegar eins
og drottningar ruðzt fram hjá mönnunum, sem stóðu í röð-
um og báðu um að fá að dansa við þær, og næstum því
hlaupið mig um koll. Þetta voru lítilmótlegar manneskjur,
sem vissu, að Þær gátu farið með menn okkar eins og þær
vildu, en þær voru þó ekki annað, en það sem maður rekst
á í hverju landi. Ég gat verið þolinmóð við hermennina
okkar og látið mér þykja gaman að þvi, en að hafa þolin-
,næði, þegar kvensniftir eins og þessar voru annars vegar,
var erfiðara en hægt er að lýsa.
Guð veit, að mig langaði stundum til þess að taka þær
og rassskeUa þær hraustlega, eða að minnsta kosti hrista
þær þangað til glamraði í tönnunum (ef þær voru þá með
einhverjar tennur) og það langaði okkur nú reyndar allar
einhvem tíma. En í staðinn fyrir að gera að gekk ég bara
í burtu og hefndi mín á einhverju öðm verðugra verkefni.
Ég niinnist þessa, á meðan ég var að reyna að skrapa gúmm-
íið upp af gólfinu æf af reiði. Ég hugsaði með mér, að
þessar stúlkur væm að gera mönnum okkar lífið erfitt á
fleiri en einn veg. Þær vora þess konar manneskjur, að
engar góðar stúlkur myndu sækja dansleikina okkar, á með-
an þær vora til staðar. Við höfðum tekið eftir því að und-
anfarið hafði meira komið af góðum stúlkum á dansleikina,
en við höfðum enn ekki fundið neina leið, sem.gerði qlfkur
kleift að velja aðeins þær góðu úr. Það myndi allt taka
tíma, en að lokum tækist okkur Þetta.
Héðan í frá vorum við ákveðnar í að hafa dagskrámar okk-
ar stærri og fjölbreyttari og við byrjuðum með að undirbúa
skemmtunina, sem haldin er kvöldið fyrir Allra heilagra
messu. Allir vildu, að þá yrði mikið um að
vera og allt eins og ætlazt var til heima. Hvernig sem
við færum að því, vorum við staðráðnar í að útvega allt,
sem til þurfti, og enn einu sinni tók Mary til starfa og
undirbjó eina af sínum stórkostlegu skemmtidagskrám. Marg-
ar Rauða kross stúlkurnar yrðu til taks, og hver þeirra
fékk ákveðið verkefni til þess að sjá um. Mary ætlaði sjálf
að annast hlutverk töframannsins, sjá um að áheyrendur
tækju þátt í skemmtuninni og hafa þar að auki yfirumsjón
með öllum undirbúningi og framkvæmdum. Doris tók að
sér eplahlaupið, nýju stúlkurnar spáðu fyrir fólki og sumar
þeirra sögðu draugasögur. Á einum stað á heimilinu komum
við fyrir draugahúsi. v
Ekki þarf að minnast á það, að auðvitað höfðum við
fjöldann allan af áköfum aðstoðarmönnum, sem hjálpuðu
okkur við undirbúninginn. Fyrir draugahús notuðum við
bakganginn, sem lá frá danssalnum gegnum ófullgert eld-
hús og matsal, sem ekki hafði heldur verið lokið við og
aftur inn í leikherbergin. Aðstaðan var hin bezta, og hægt
var að koma þama fyrir alls kyns hryllilegum hlutum, og
við slepptum engu. Við auglýstiun þetta atriði á þann veg,
að einungis þeim, sem hefðu sterkt hjarta, væri óhætt að
fara þarna í gegn —- og við meintum það líka. Við höfðum
alla skapaða hluti: blauta kústa, sem héngu niður úr loftinu
— stunur — brothljóð — rafmagnslínu — morðherbergi og
rafmagnsstól. Cam hafði talið yfirmann sinn, Brace Falkey,
á að leika hlutverk „Dr. Darekill, brjálaða skurðlæknisins,"
og mjög auðsveipur hermaður tók að sér hlutverk líksins.
Heyrðum við einhvem hermanninn segja, — yss, þetta er
bara fyrir smákrakka, ekki er ég hræddur, flýttum við okkur
á undan honum inn í myrkrið og hvísluðum illgirnislega
til aðstoðarmanna okkar, — látið hann fá það vel útilátið,
drengir, hann segist geta tekið hverju sem er! Og þegar
hann kom svo inn, voru móttökumar hinar hressilegustu,
og hann fékk líka að koma við rafmagnslínuna. — Hver
fjandinn sjálfur . . . ! Ég fékk rafmagn! í draugalegri
grænblárri birtunni í morðherberginu tókst Bruce svo vel
upp, að stúlkurnar hlupu skelfingu lostnar upp í fang fylgdar
mann sinna — og auðvitað gladdi það fylgdarmennina alveg
óendanlega. Ef hermaðurinn lét engan bilbug á sér finna,
þegar hann var að komast út úr skelfingunum, var honum
boðið að setjast niður og fylgjast með, hvernig þetta færi
allt saman fram. Hann gerði það fúslega og settist í raf-
magnsstólinn, og flaug um leið beint út í danssalinn miður
sín eftir meðferðina. Hundruð manna fóru í gegnum drauga-
húsið allt kvöldið og sumir fóra aftur og aftur til þess
JOHN MACDONALD
9
— Þér sjáið að litlu hefui
munað að honum tækist að ná
beygjunni, en hér lendir hann í
lausamöl og við það missir hann
stjóm á bílnum sem þeytist út
af veginum — og þér sjáið hvar
hann hefur rótað upp mold og
grasi.
Hann benti henni niður hæðina
og hún sá að jarðvegurinn hafði
rótast upp á löngu svæði þar sem
bíllinn hafði steypzt niður.
— Þér sjáið að héma fer hann
út af. Ýmislegt bendir til að
hann hafi farið margar veltur.
Dyrnar opnuðust og konan kastað
ist út. Hún hafur lent eins og
hérna á jörðinni og síðan hefur
bxllinn oltið yfir hana ...
Það fór hrollur um Jane. Gray
gekk að trjánum og hún fylgdist
með honum.
— Maðurinn — ég á við eigin
mann yðar — hefur kastazt út
seinna og bíllinn stanzaði hér og
lá á vinstri hlið. Tréð þarna hef-
ur stöðvað hann.
— Er hugsanlegt að konan hafi
setið við stýrið?
Hann leit á hana og reis hægt
upp. — Fyrir því liggja engar
sannanir og ekkert sem bendir til
þess, hvort þeirra hún eða mað
urinn yðar hafi ekið. Og í þeim
tilfellum, þegar við höfum enga
sönnun ganga lögin út frá því,
að eigandi bílsins hafi ekið.
— Og lögin ganga einnig út frá
því að hann hafi verið ölvaður?
— Stanley Stack í Fjallakránni
sagði að hr. Foley hefði drukkið
að minnsta kosti þrjá sjússa og eng
inn ódrukkinn maður mundi ætla
sér að taka þessa beygju á slík-
um hraða sem á bílnum hefur ver
ið, frú Foley. Og hvað viðvíkur
konunni og hvort hún kann að
hafa ekið bílnum — þá drakk’hún
aidrei.
— Þekktuð þér hana?
Henni til undrunar roðn-
aði Vernon Grey — skyndilega
og ofsalega. Þegar hann leit aftur
á hana sá hún eitthvað i svip
hans sem gerði hann allt í einu
að karlkynsveru í staðinn fyrir lög
reglumann. Augnaráð hans tjáði
henni að honum hefði allt í einu
orðið ljóst að hún var aðlaðandi
kona og hún sá aðdáunina í aug-
um hans. Henni flaug í hug að
það var merkilegt og óþægilegt
að hann skyldi einmitt á þessum
stað og þessari stund verða þess
var að hún var aðlaðandi. Hún
vissi að hann var á þessu augna
bliki að velta fyrir sér, hversu
viðkvæm hún væri, eftir að maður
hennar hafði nær týnt lífi í slysi
með götudrós héraðsins. í þögn-
inni sem rikti milli þeirra óku
margir bílar eftir veginum fyrir
ofan.
— Eg skal segja yður, sagði
hún, — það er áríðandi fyrir mig
að skilja, hvemig svona nokkuð
getur gerzt.
— Það verða oft mörg slys
héma. Fólk gætir sín ekki nógu
vel á beygjunum.
— Ég er ekki að hugsa um það.
Það sem ég vil skilja er hvers
vegna hann var með frú Mannix
og hvert þau voru að fara.
— Ég get víst ekki hjálpað yður
hvað það snertir, frú Foley.
— Kannski getið þér hjálpað
mér meira en þér gerið yður ljóst.
Mér hefur skilizt að frú Mannix
— hafi ekki haft sem bezt orð
á sér.
— Já, ekki mundi ég segja að
hún hafi haft slæmt orð á sér.
— Hr. Grey, var hún sú teg-
und kvenna er gæti hugsað sér
að fara með manninum mínum á
mótel?
Grey roðnaði aftur.
— Já, ég býst við að óhætt sé
að segja það.
— já, en finnst yður þá ekki
einkennilegt að þau aka frá
kránni saman og keyra margar
mílur í. þessa átt, fyrst maðurinn
minn hafði pantað gistingu í
Hartville?
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængumar
Eigum dún og fiðurheld ver
æðardúns og gæsadúnssængnr
og kodda af ýmsum stærðum
- PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstlg 3 — Símj 18740
(Örfá skref frá Laugavegt)
— Kannski vildi hún út í öku-
ferð með honum fyrst , . . — og
kannski eggja hann og æsa girnd
hans . . . ég veit það ekki . . .
Hún er býsna óvenjuleg. Hún
þurfti ekki að drekka til að verða
ölvuð. Hún var alveg óútreiknan-
leg og . hegaði sér stundum . ..
fyrir neðan allar hellur . . . Maður
vissi aldrei hvar maður hafði hana.
Hún var kannski í sólskinsskapi
eina stundina og svo varð hún
allt í einu ergileg bölvaði hástöf-
um og hljóp burt í fússi.
-j-. Gat maðurinn hennar ekki
tjónkað Við hana?
— Hann vinnur úti í ’skógunum
og er stundum að heiman marga
daga í senn. Hann frétti ekki um
slysið fyrr en tveim dögum eftir
það geröist. Þau búa skammt frá
kránni. Hún giftist Ross Mannix
þegar hún var sextán ára. Þau eiga
sjö ára gamalt barn. Þegar dreng
urinn hefur fengið mat og er kom
inn í rúmið og ef Ross var ekki
heima — og þaö var hann oft
ekki — fór hún oft í krána og
sat á barnum.
— Þér virðist hafa þekkta hana
harla vel.
— Ég var í Hartsville í eitt ár
og hér hef ég verið síðustu tvö
árin. Hér í nágrenninu þekkja all
ir alla. Ross barði hana oftsinnis,
þegar hún tók þessa túra sína, en
hann gerði það víst ekki í seinni
tíð.
— Hvernig var hún í hátt?
— Jah — hún var lítil . . . svo
suðræn í útliti að maður hélt
fyrst að hún væri spönsk
eða ítölsk. Dökk var hún og þybb-
in. Hún klæddi sig í sterkum lit-
um og hafði alltaf fjöldann allan
af armböndum og öðru dinglum-
dangli til að skreyta sig með. Og
hún hafði djúpan hlátur, sem kom
fólki á óvart, sem þekkti hana
ekki.
— Ég hef víst tafið yður lengu
en ég ætti að gera.
— Því miður verð ég víst að
fara að koma mér aftur á Stöð-
ina, því að ég á bráðum að taka
aðra vakt.
— En ef mig langar áð spyrja
yður einhvers frekar?
— Það er hægt að ná í mig á
stöðinni milli 4 og hálf fimm á
hverjum degi.
Þau klifriðu upp hæðina aftur
og gengu að bílnum og óku aftur
að lögreglustöðinni, þar sem hún
hafði skilið bifreið Irenu eftir.
— Það er dálítið sem ég vil
biðja yður að hugléiða, því að ef
það er mðgulegt mun ég snúa
mér til yðar aftur, ef ég tel það
nokkurs virði, sagði húh. — Mað-
urinn minn og ég höfum Jlotað ör