Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKtTDÁGtJR 1. MAl 1985 ÚTVARP/SJÓNYARP „Fá mér tvá... w Eg minntist hér í gærdags- pistli á nýfluttan sjónvarps- pistil hins nýbakaða útvarps- stjóra, Markúsar Arnar Antons- sonar, þar sem áréttuð var sú ábyrgð er rikisfjölmiðlarnir bera lögum samkvæmt á varðveislu þjóðmenningar vorrar og tungu, og i því sambandi tók ég dæmi af Sturlungaþætti Einars Karls Har- aldssonar á rás 1, er ég taldi varpa prýðilegu ljósi á fornmenningu vora. En einnig minntist ég á þá hópa manna, er nú sækja á af miklum þunga um aukið svigrúm í samfélagi voru fyrir staðlaðar af- urðir hins alþjóðlega vitundariðn- aðar. f þeim herbúðum virðist hvergi smuga fyrir þjóðlega menningu, enda mun ódýrara að dreifa innihaldi hinna alþjóðlegu „skemmtipakka" (afsakið orð- bragðið) en að leggja rækt við heimatilbúna dagskrárgerð. Dag- skrárgerðarmönnum í þjónustu hins opinbera er hinsvegar lw?ð sú sjálfsagða skylda á herðar. Eg tel eigi réttlátt að skipa þannig þjóð vorri í tvær fylkingar, annars veg- ar fylkingu þeirra er bera ábyrgð- ina á þjóðerni voru og menningu og svo hina er búa við algert frelsi í þessum efnum sem öðrum. Þriðji kosturinn er vafalaust fyrir hendi og hann er sá aö leggja niður þann vandræðagemling er ríki nefnist, en kenningar hinna hálfbrjáluðu Gyðinga er ég nefndi í gærdags- pistlinum ganga að mestu útá það, að afneita flestum þeim siða- og samskiptareglum, með öðrum orð- um lögum og reglum er vér höfum byggt á siðuð þjóðfélög vor og ríkisvald allt frá tímum lögmáls- bóka Móses. Afkomendurnir Nú en ég tel persónulega að svo lengi sem við burðumst við að lifa saman í sátt og samlyndi, innan ramma laganna sem ein þjóð með eitt ríkisvald, þá beri okkur öllum skylda til að styrkja þann grund- völl er þjóðmenning vor hvílir á og sá grundvöllur er tungan, hinn lif- andi málheimur andartaksins og ekki síður sá forni málheimur er vekur til lífs sögu vora og fólgin er í Islendingasögunum. Þann heim ber okkur að opna uppá gátt fyrir uppvaxandi kynslóðum, í krafti nýjustu tækni, því annars vex hættan á því að hin alþjóðlegi vit- undariðnaður mái út landamæri menningar vorrar og vér finnum ekki lengur hugsun vorri og til- finningu stað. Með öðrum orðum þá verðum vér ekki lengur íslend- ingar nema í landfræðilegum skilningi. Því legg ég til að ströng ákvæði verði sett hinum nýfrjálsu sjónvarpsstöðvum (sem vonandi sjá brátt dagsins ljós) og ríkis- sjónvarpsstöðinni okkar, á þann veg að þær filmi búta úr íslendinga- sögunum og sýni reglulega. Þessa búta má festa á myndsældur og selja, ekki bara á myndbands- leigum og i skólum landsins, held- ur og textaða til allra heimshorna. Það er raunar mín persónulega skoðun að með þessu móti einu sé oss fært að laða uppvaxandi kyn- slóðir til móts við þann málheim er geymir sögu okkar og þjóðlega menningu. Og ég er ennfremur þreirrar skoðunar að slíkar glefs- ur úr íslendingasögunum geti í krafti alheimssjónvarpsins vakið slíka athygli á landi voru, og þeim vörum sem þar eru framleiddar, að jafnvel ríkisstarfsmenn geti horft björtum augum fram á veg- inn, eða hvað haldiði að „Shogun“ hafi selt marga Datsuna og Mitsu- bishía? ólafur M. Jóhannesson „Þriðji Maðurinn“ — Jón Baldvin Hannibalsson „Þriðji maður- | 00 inn“, þáttur “ A Ingólfs Mar- geirssonar og Árna Þórar- inssonar, er á dagskrá rásar 2 á morgun 2. maí klukkan 21.00. Þriðji maðurinn að þessu sinni er formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannivalsson. Hann ætlar að rabba við umsjónarmennina um líf- ið og tilveruna, sjálfa sig og pólitíkina í klukku- tíma. Dagskrá um Jónas frá Hriflu ■Hlv Dagskrá um 1 705 Jónas Jónsson 1 « — frá Hriflu verð- ur á dagskrá rásar 1 í dag klukkan 17.05. Dagskráin ber nafnið „Að velta í rústir og byggja á ný“, og er hún flutt í tilefni af aldarafmæli Jónasar. Gunnar Stefánsson tók saman og tengir efnið, en ýmsir sérfróðir menn fjalla um ýmsa þætti í ævistarfi Jónasar: Eggert Þór Bernharðsson, sagn- fræðingur, um hlutdeild Jónasar í stofnun Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins og Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri, um valdaskeið hans í Framsóknarflokkn- um. Andrés Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, fjallar um stefnu Jónasar í menningarmálum og Þór Whitehead, sagnfræðing- ur, um afstöðu hans í utanríkismálum. Þá svara tveir alþingismenn, Har- aldur Ólafsson og Jón Baldvin Hannibalsson, því hvað þeim þyki merkast í pólitísku starfi Jónasar. Einnig verða fluttar frá- sagnir Jónasar sjálfs af upphafi Samvinnuskólans og stofnun Alþýðusam- bandsins sem varðveittar eru í segulbandasafni út- varpsins. Lesari er Gerður Steinþórsdóttir. Lokaþáttur „Shogun“ 22 ■i Lokaþáttur 10 „Herstjórans" ““ eða „Shogun" Or byggðum Vestfjarða“ 99 ■■■■ Viðtalsþáttur U30 Finnboga Her- — mannssonar „Úr byggðum Vestfjarða" er á dagskrá rásar 1 á morgun, 2. maí, klukkan 11.30. Viðmælendur Finnboga rekja minningar sínar frá þeiri tíð er þeir fyrst muna eftir sér í heima- byggð sinni, bæði frá barnsaldri og eins þegar um fyrstu kynni aðfluttra er að ræða. Brugðið er upp aldarspegli viðkomandi byggðarlags, hvernig þá var umhorfs, hvaða menn voru helst áberandi og brugðið upp svipmyndum úr atvinnu- og menning- arlífi byggðarinnar. Þær byggðir er sóttar voru heim eru Súðavík við Álftafjörð, ísafjörður, Bolungarvík, Flateyri við Önundarfjörð og Þingeyri við Dýrafjörð. í fyrsta þætti er rætt við Hjört Hjálmarssonar fyrrum sparisjóðsstjóra og skóla- stjóra á Flateyri og segir hann frá ýmsum atvikum milli stríðsáranna, þ. á m. viðleitni Þjóðverja að nema járn úr jörðu í ön- undarfirði fyrir seinna stríð. eins og það heitir á frum- málinu er á dagskrá sjón- varpsins klukkan 22.10 í kvöld. Eins og menn ef- laust muna úr síðasta þætti þá dó hin fagra Mariko, sem Anjin-san dáði svo mjög og elskaði svo að lokaþátturinn verð- ur forvitnilegur. „Herstjórinn“ er banda- rískur framhaldsmynda- flokkur gerður eftir met- sölubók eftir James Cla- vell. I aðalhlutverkum eru: Richard Chamberla- in, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. I UTVARP MIÐVIKUDAGUR 1. maí Hátíöisdagur verka- lýösins. 7.00 Veðurfregnír. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir 7.20 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Siguröar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö: — Úlfhildur Grimsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. .Kötturinn sem fór slnar eig- in leiðir" eftir Ftudyard Kipl- ing. Kristln Ólafsdóttir les fyrri hluta sögunnar I þýð- ingu Halldórs Stefánssonar. 9.20 Leikfimi. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11j45 íslenskt mál Endurtekinn þáttur Guðrúnar Kvaran frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13J0 Barnagaman Umsjón: Heiödls Noröfjörð (RÚVAK). 13.40 Tónleikar. 13.50 Lúörasveit verkalýösins leikur. Stjórnandi: Ellert Karlsson. Kynnir: Jón Múli Arnason. (Hljóöritun frá vor- tónleikum 1984.) 14.25 Dagskrá útifundar full- trúaráös verkalýðsfélaganna I Reykjavlk, BSRB og INSl á Lækjartorgi. Avörp flytja: Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iönverkafólks, Einar ÓLafs- son formaður starfsmann- afélags rlkisstofnana og full- trúi INSl. Fundarstjóri: Björk Jónsdóttir stjórnarmaöur I Verkakvennafélaginu Fram- sókn. Einnig mun sönghóp- urinn Hálft I hvoru koma fram. 15.15 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 islensk tónlist a. Ragnheiöur Guðmunds- dóttir syngur lög eftir Þórar- inn Guðmundsson og Sig- valda Kaldalóns. Ólafur Vignir Albertsson leikur á planó. b. Eiður A. Gunnarsson syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur á planó. c. Sinfónluhljómsveit Islands leikur lög eftir Isólf Pálsson og Björgvin Guðmundsson: Páll P. Pálsson stjórnar. d. Lúörasveitin Svanur leikur Iðg eftir Arna Bjðrnsson. Sæbjörn Jónsson stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Aö velta I rústir og byggja á ný“. Samfelld dagskrá á aldarafmæli Jón- asar Jónssonar frá Hriflu. Gunnar Stefánsson tók sam- an. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarpáttur. Baldur Jónsson formaður Islenskrar málnefndar flytur. 19.50 Horft I strauminn með Kristjáni frá Djúpalæk (RÚ- VAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: Gunnlaugs saga ormstungu. Erlingur Sigurðsson les (3). 20.20 Hvað viltu verða? Starfskynningarpáttur I um- sjá Ernu Arnardóttur og Sig- rúnar Halldórsdóttur. 21.00 Gestur I útvarpssal. Vjatsjeslav Semjónof leikur á harmoniku. a. Tokkata I d-moll eftir Jo- hann Sebastian Bach. b. „Rauöa snjóboltatréö", og Búlgörsk svlta eftir Vjatsj- eslav Semnjónof. c. Pastoral ettir Domenico Scarlatti. d. Sverðdansinn eftir Aram Katsjaturian. e. Vetrarmyndir eftir Kusia- kow. 21.30 Aö tafli. Guömundur Arnlaugsson flytur skákpátt. 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP 19.25 Aftanstund Barnapáttur meö innlendu og erlendu efni: Söguhorniö — Hörmuleg heimkoma, eft- ir Jóhannes Friölaugsson. Dðgg Hringsdóttir les, mynd- ir: Hringur Jóhannesson. Kanlnan með köflóttu eyrun, Dæmisögur og Högni Hinriks sem Helga Thorberg les. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sveiflur Islenska hljómsveitin flytur I sjónvarpssal tvö verk sem samin voru fyrir hana og frumflutt I Laugardalshöll á öskudagskvöld I vetur. Verkin eru „Broadway I sex- MIÐVIKUDAGUR 1. maí tlu ár" lagasyrpa úr söng- leikjum I útsetningu Óla Gauks — og konsert fyrir tvo rafmagnsgltara og hljómsveit eftir Vilhjálm Guö- jónsson. Stjórnandi Guömundur Em- ilsson. Kynnir Vernharöur Linnet. 21.05 Lifandi heimur 9. A mörkum láðs og lagar Breskur heimildamynda- flokkur I tólf páttum. Umsjónarmaöur David Attenborough. I þessum þætti er fjallað um llfheim fjörunnar, jurtir og dýr sem hafa aðlagast breytilegum llfsskilyröum flóöa og fjöru. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 22,10 Herstjórinn Lokaþáttur. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur I tólf þáttum, gerður eftir metsölubókinni „Shogun" efftir James Cla- vell. Leikstjóri Jerry London. Aðalhlutverk: Richard Chamberlain, Toshiro Mifune og Yoko Shimada. Þýöandi Jón O. Edwald. 23.00 Fréttir I dagskrárlok. 22.35 „Eg er svona stór". Helgi Már Haraldsson tekur saman dagskrá I tilefni 1. mal. 23.15 Danslög I tilefni dagsins. wm „Ég er svona stór". Haukur Már Haraldsson tek- ur saman dagskrá I tilefni 1. mal. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 1. ma( 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvð Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Olafs- son. 15.00—18.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hættl hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars son. 16.00—17.00 Voröldin Þáttur um tómstundir og úti- vist. Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11 00, 15:00. 16:00 og 17:00. Sjá dagskrár hljóövarps 2. maí á bls. 49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.