Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 22
MORGUNgLAPIÐ, MIPVIKUDAGUE 1. MAÍ.19S5 ,
23
Morgunblaöiö/Sigurður
Bæjarstjórn æskunnar, talið frá vinstri: Arna Gunnarsdóttir og Þórunn Hauksdóttir, Halldóra Káradóttir, Grímur
Hergeirsson, Ólöf Österby, Sigurður Steinsson, Magnús Gíslason og Friðrik Larsen.
Bæjarstjórnarfundur æskunnar haldinn á Selfossi:
Atvinna, menntun og
tómstundir efst á baugi
Selfossi í aprfl.
FYRIR nokkru fór fram í Tryggvaskála á Selfossi bæjar-
stjórnarfundur æskunnar. Fundurinn var haldinn aö tilhlutan
tómstundaráös og tilefniö var yfirstandandi ár æskunnar.
Ungt fólk stjórnaði fundinum og fluttar voru framsöguræður
um atvinnumál, íþrótta- og æskuiýðsmál og skólamál. Bæjar-
stjórnarmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og svöruöu
fyrirspurnum sem til þeirra var beint. Fundurinn var mjög
málefnalegur og unga fólkið setti málefnin fram á skýran og
skilmerkilegan hátt og vildi fá greinargóð og ákveðin svör við
áleitnum spurningum.
Það var Elín Guðbrandsdóttir, formaður Nemendafélags
fjölbrautaskólans, sem bauð fundarmenn velkomna í upphafí
fundar fyrir hönd fundarboðenda og skipaði Jóhönnu Lárus-
dóttur fundarstjóra. Fundarritarar voru Arna Gunnarsdóttir
og Þórunn Hauksdóttir, nemendur 8. bekkjar gagnfræðaskól-
ans.
Aukin atvinna þarf
að koma til
Halldóra Káradóttir hafði
framsögu um atvinnumál og var
fyrst á mælendaskrá. Hún fjallaði
í upphafi almennt um þennan
málaflokk og sagði m.a.: „Atvinna
er nokkuð sem allir eru háðir. Það
lifir enginn af í þjóðskipulagi á
borð við okkar nema að hafa at-
vinnu, ef ekki hann sjálfur þá for-
eldrar, forráðamenn eða makar.
En það er öruggt að keðja lífsins
gengur ekki upp nema atvinna
komi til.“
Hún spurðist fyrir um stefnu
bæjarstjórnar í atvinnumálum og
hvort bæjarstjórn hygði á aðgerð-
ir til að rétta hlut Selfoss sem lág-
launasvæðis. Einnig spurði hún
hvort samdráttur væri hugsanleg-
ur hjá MBF og SS á Selfossi.
Hún rakti þróun sumarvinnu
unglinga á Selfossi og sagöi:
„Fyrst stóð tvennt til boða, passa
börn og fara í unglingavinnuna og
þannig var það út gagnfræðaskól-
ann. Eftir 16 ára aldur var lítið
um aðra sumarvinnu að ræða en
að fara í fisk sem er nánst ekki
fyrir hendi á Selfossi og ef maður
var heppinn komst maður í bygg-
ingavinnu eða í kaupfélagið. Af
þessu sést að Selfoss hefur upp á
lítið að bjóða fyrir skólafólk." Síð-
TICO S/PA
Skrúfaö á vélarundirstööu og vélin rétt af.
Límt viö gólf ef þarf meö sérstöku lími.
Límt á vélarundirstööu. Límt á gólf eöa fest
meö boltum ef þarf.
VÉLAPÚÐAR
Minni titringur
Minni hávaöi
Minna vélaslit
Boltafestingar viö gólf oftast
óþarfar
25 ára reynsla
Leitið upplýsinga
G. J. FOSSBERG
VÉLAVERZLUN HF.
Skúlagötu 63 - Reykjavík
Slmi 18560
an spurði hún hvort bæjarstjórnin
hefði áætlanir á prjónunum um að
leysa sumarvinnuvandamál skóla-
fólks á staðnum.
„Að lokum þetta,“ sagði Hall-
dóra. „Ef Selfosskaupstaður á að
vaxa og verða stór þarf fólk að
setjast hér að og það gerist ekki
nema aukin atvinna komi til.“
ÞaÖ vilja allir
félagsmiöstöð
„íþróttir eru snar þáttur í
tómstunda- og félagslífi unglinga
hér á Selfossi. Hér eru iðkaðar
flestar þær íþróttagreinar sem
keppt er f hér á landi. Áhugi með-
al unglinga hér er mikill og árang-
urinn oftast góður. Það er ung-
mennafélagið sem er aðaldriffjöð-
ur íþróttanna hér á Selfossi. Að
halda uppi blómlegu starfi ung-
mennafélags kostar mikla peninga
og þeir eru ekki auðfengnir," sagði
Grímur Hergeirsson sem hafði
framsögu um íþrótta- og tóm-
stundamál.
Hann spurði um framlög til
ungmennafélagsins og hvað liði
byggingu búningsaðstöðu á
íþróttavellinum.
„Að undanförnu hefur mikið
verið rætt um að setja af stað
starfrækslu félagsmiðstöðvar eða
einhvers konar unglingaathvarfs
hér í bæ,“ sagði Grímur og spurð-
ist fyrir um hvað liði byggingu fé-
lagsmiðstöðvar í kjallara gagn-
fræðaskólans sem einu sinni var
áformuð. Hann vitnaði til könnun-
ar sem gerð var meðal skólafólks á
„Ef ég er borin og barnfædd á
Suðurlandi á ég þá að gjalda þess
þegar ég ætla að mennta mig? Ég
hef sama réttinn til að fá það
besta, er það ekki?“ sagði ólöf.
„Mér þætti gaman að sjá Selfoss
í framtíðinni sem miðstöð
menntamála á Suðurlandi. Það er
hægt með góðum vilja og sam-
stilltu átaki. Gamall frasi en allt-
af jafngildur. í versta falli ætti að
vera hægt að skapa viðunandi að-
stöðu fyrir æskufólk svo ekki þurfi
að leita langt út fyrir byggðarlag-
ið til að svala fróðleiksfýsninni,"
sagði Ólöf Österby.
Númer eitt að þið
haldið okkar vöku
Að loknum framsöguræðum
svöruðu bæjarfulltrúar spurning-
um sem til þeirra var beint. í ljós
kom að unga fólkið hafði tekið til
umræðu grundvallarspurningar
sem kröfðust umfangsmikilla
svara. Bæjarfulltrúar lýstu stefnu
bæjarstjórnar í atvinnumálum og
hjá öllum kom fram það grund-
vallarsjónarmið að alltaf væru til
nægjanlegar lóðir og önnur að-
staða fyrir atvinnurekstur.
í máli bæjarfulltrúa kom m.a.
fram að raforka væri dýrari á
Selfossi en í þeim byggðarlögum
sem bærinn keppti við varðandi
aðstöðu til atvinnurekstrar. Á sl.
þremur árum hefði störfum fjölg-
að um 250 á Selfossi, einkum á
sviði þjónustu. Bæjarfulltrúar
lýstu ótta sínum við að störf
drægjust hugsanlega saman hjá
Selfossi þar sem fram kom að allir
töldu þörf fyrir félagsmiðstöð,
75% sögðust mundu nota hana og
65% voru reiðubúnir að leggja
fram vinnu við byggingu hennar.
„Það er ljóst að vilji er fyrir hendi
hjá unglingum en hver er vilji
bæjarstjórnar í þessum málum?"
sagði Grímur Hergeirsson.
Ég hef sama rétt til
aö fá það besta
„Ég ætla ekki að lofsyngja allt
það sem vel hefur verið gert því
það er ekki lengur hægt að bæta
en það má alltaf reyna við hitt —
þið vitið," sagði ólöf Österby, sem
hafði framsögu um skólamál.
„Haustið 1981 tók til starfa
Fjölbrautaskóli Suðurlands, frá-
bært. Stórkostlegt tækifæri og
svakaleg þægindi fyrir alla þá sem
hafa séð fram á að þurfa annað í
skóla og jafnvel hætt við af þeim
sökum. Vopn þeirra sem stofnuðu
skólann var bjartsýnin og það
veitti víst ekki af, því húsnæði var
leigt um allan bæ til bráðabirgða.“
Hún benti einnig á að enn væri
kennt á 8 stöðum og spurði í fram-
haldi af því hvenær skólinn yrði
tilbúinn og hvort reikna mætti
með að fá færustu kennara í svona
aðstöðu og hvort ekki þyrfti
heimavist til að laða nemendur
sem ættu kost á öðru.
MBF og SS vegna uppbyggingar á
höfuðborgarsvæðinu.
Bent var á að varðandi íþrótta-
aðstöðu ungmennafélagsins væri
ekki um beinar peningagreiðslur
til þess að ræða heldur fengi það
frí afnot af íþróttamannvirkjum.
Skólamál bar á góma hjá bæj-
arfulltrúum og þótti sumum hin
nýja bygging Fjölbrautaskólans of
dýr en á hinn bóginn var bent á að
byggingin væri sérhönnuð fyrir
fjölbrautaskólakennslu og það
sem drægi úr byggingarhraða
væri fyrst og fremst það að fram-
lag ríkisins væri óbreytt milli ára,
en ef nægjanlegt fjármagn fengist
væri hægt að ljúka byggingunni
fyrir haustið 1986. Talið er að til
þess þurfi 40 milljónir. Bæjar-
fulltrúar lýstu sig meðmælta því
að laun í unglingavinnu yrðu
hækkuð og störfin þá um leið gerð
markvissari, enda um nauðsynleg-
an þátt að ræða.
Fundur þessi fór vel fram og var
ekki að sjá annað en aðilar væru
sáttir í fundarlok. Bæjarfulltrúar
lýstu allir ánægju sinni með mál-
fíutning og frammistöðu unga
fólksins. Einn þeirra sagði er
hann beindi orðum sínum til
frummælenda og gesta fundarins:
„Það er númer eitt að þið haldið
okkar vöku.“
Sig. Jóns.
fllgqgitnlritoftifr
2 Góðcm daginn!