Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR í. MAÍ 1985 3 Bændur bjartsýnir eftir einstakan vetur: „Draumar segja mér að sumarið verði gott — þó ekki langt fram eftir" — segir Erlendur Eysteinsson á Stóru-Giljá í Húnaþingi „VETURINN hefur verió einstaklega gódur, betri en ég hef áður lifað. iH'tta nær raunar lengra aftur í tímann því það hefur verið samfelld blíða frá því í febrúar í fyrra og aldrei komið slæmur dagur. Elstu menn hér um slóðir telja sig ekki muna eftir jafn stilltum vetri,“ sagði Erlendur Eysteinsson, bóndi á Stóru-Giljá í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, í samtali við Mbl. Gott hljóð var í bændum sem Mbl. ræddi við í gær. Bar þeim öllum saman um einstaklega góðan vetur og vor og voru bjartsýnir á gott sumar. Er- lendur sagði að enn væri dálít- ill klaki i jörðu og jörð blaut eftir rigningar að undanförnu þannig að ekkert væri enn farið að vinna á túnum. Menn væru þó farnir að hugsa til þess að bera á. Hann sagði að aðeins væri farið að sjá í grænan gróð- ur á túnum. Erlendur sagði að sauðburð- urinn væri að hefjast, fyrsta kindin væri borin og 10 daga af mai yrði sauðburðurinn hafinn fyrir alvöru. Aðspurður kvaðst Erlendur vera bjartsýnn á frjósemi ánna. „Ég er enn með 100% þrílembt," sagði Erlendur en bætti við að ef slík frjósemi héldist færi hann laglega yfir búmarkið. Hann sagði að yfirleitt spáðu menn vel fyrir sumrinu og sjálfur hefði hann lengi spáð vel fyrir þessu vori. „Eg veit varla hvort ég á að vera að segja ykkur blaðamönnum það,“ sagði Erlendur, þegar hann var beðinn að segja frá spá sinni fyrir sumarið, „en draumar segja mér að sumarið verði gott, þó ekki langt fram eftir. Það er því ekki hyggilegt fyrir bændur að geyma hey- skapinn langt fram eftir sumri. En ég þori enga ábyrgð að taka á þessum spádómum," sagði Erlendur. „Besti vetur síðan um 1930“ „Það fer eftir veðrinu hvort menn eru svartsýnir eða bjart- sýnir og ekki hægt annað en að vera bjartsýnn í svona veðri, þar sem er blíða dag hvern. Enn grær þó ekki nógu ört en við bíð- um bara eftir hlýindunum," sagði Hermann Sigurjónsson, bóndi í Raftholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, þegar leitað var tíðinda úr sveitinni hjá hon- um. Hann sagði að vel liti út með gróður, jarðklaki lítill en menn litið farnir að dreifa áburði, nema þá húsdýraáburði. „Menn standa í startholunum og bíða eftir sauðburðinum," sagði Her- mann. Hann sagði að veturinn hefði verið alveg einstakur. „Miðaldra menn muna ekki eftir jafn góðum vetri og gömlu mennirnir segja að ekki hafi komið svona áfallalaus vetur síð- an um 1930," sagði hann. „Getur ekki versnað“ Kristján Oddsson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós, sagði að al- mennt væri gott hljóð í bændum. Það virtist vora snemma, líklega um hálfum mánuði fyrr en í meðalári. Hann sagði að gróður væri að lifna í túnum sem vel lægju við sól. Menn væru al- mennt ekki farnir að bera á enda hefði gengið i mestu brösum að fá áburðinn. Kristján sagðist ætla að bera á fyrstu stykkin næstu daga. Kristján kvaðst vera bjart- sýnn á vorið og sumarið, „þetta getur ekki versnað frá síðustu sumrum,* sagði hann að lokum. Morgunblaðid/ Július Níels Marteinsson, sölustjóri f Söluféiagi garðyrkjumanna, með nýja is- lenska tómata og gúrkur. Tómatarnir farnir að koma í ÍSLENSKIR tómatar eru komnir í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsti kassinn kom raunar 2. april frá Guðmundi Sigurðssyni, Áslandi í Hrunamannahreppi og er það 2 til 3 vikum fyrr en venja er, að sögn Níelsar Marteinssonar, sölustjóra í Sölufélagi garðyrkjumanna. Níels sagði að ennþá væri fram- leiðslan það lítil að ekki næðist að anna eftirspurninni, en það stæði verslanir til bóta innan ekki langs tíma. Tómatamir kosta 175 kr. í heild- sðlu og er það heldur hærra verð en á innfluttu tómötunum. Níels sagði að græn paprika væri einnig komin á markaðinn og fleiri tegundir grænmetis. Gúrk- urnar sagði hann að væru þessa dagana á einstaklega góðu verði, 60 kr. í heildsölu, en verðið á þeim var fyrst 160 kr. í vor. Sundstaðir opna framvegis kl. 7 BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur um breyttan opnunartíma sundstaða í Reykjavík. Samkvæmt þeim verða Sund- höllin, Sundlaug Vesturbæjar og Laugardalslaugin opnaðar klukk- an 7 á morgnana í stað 7.20 áður. Þessi breyting gengur i gildi á morgun, fimmtudag. Um leið og við óskum íslenzku verkafólki til hamingju með daginn, viljum við vekja at- hygli á að öll þessi glœsilegu föt eru hönnuð og framleidd af íslenzku iðnverka- fólki. KARNABÆR Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ. Simi frá skiptiborði 45800. og umboðsmenn um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.